Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Qupperneq 13
Grímuklæddir menn með vélbyssur eru sem betur fer sjaldgæf sjón á íslandi og þegar þannig lagað ber fyr-
ir augu getur fólk verið nokkuð visst um að þar fari hin dularfulla víkingasveit ríkislögreglustjóra (nema
mennirnir væru með túrban og kokmæltir, þá væri sennilega best að forða sér). í annars vopnlausu landi er
víkingasveitin það næsta sem við höfum við her og ef og þegar skíturinn hittir viftuna (á ameríska vísu)
yrði hún eina brjóstvörn okkar. Það er því ekki úr vegi að kynna sér störf hennar og skipulag aðeins nánar.
Bunaður íslenska
víkingasveitarmannsins
flldrei hleypt af skoti
Guðmundur Ómar Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fer
með yfirstjórn íslensku vxkingasveitarinnar og er eini meðlim-
ur hennar sem almennt er vitað hver er. Nöfnum og upplýsing-
um um aðra víkingasveitarmenn er haldið leyndum af öryggis-
ástæðum og víkingasveitin almennt hjúpuð mikilli leynd svo
ekki er vitað mikið um hana og störf hennar. Guðmundur féllst
á að segja Fókus það sem yfirvöld heimila að sé gefið upp um
starfsemi sérsveitarinnar.
Sérsveit ríkislögreglustjórans, eða víkingasveitin eins og hún
er yfirleitt kölluð, var stofnuð árið 1982. Þá heyrði sveitin
undir lögreglustjórann í Reykjavík en árið 1999 var hún flutt
til Ríkislögreglurstjórans.
Astæðan fyrir stofnun sveitarinnar var óör-
uggt ástand í heiminum á þeim tíma, mikið
var um hryðjuverk og meðal annars dróst Is-
land inn í alþjóðleg hryðjuverk, flugrán nán-
ar til tekið, þegar flugvél sem hafði verið rænt
lenti á íslandi. Yfirvöld áttuðu sig á að þau
hefðu engin úrræði til að bregðast við hryðju-
verkum, vopnuðum glæpamönnum eða öðr-
um alvarlegum krísum sem gætu komið upp.
Auglýst er á nokkurra ára fresti eða eftir
þörfum eftir lögreglumönnum í víkingasveit-
ina. Til að geta sótt um þarf fólk að hafa lok-
ið lögregluskólanum. Engin önnur takmörk
eru sett önnur en þau að hámarksaldur til að
komast á nýliðanámskeið er 35 ár.
Hlaup, armbeygjur, kviðlyftur ...
Hjá þeim sem sækja um tekur við eins árs
undirbúningstímabil þar sem athugað er
hvort umsækjendur hafi nægt andlegt og lík-
amlegt þrek til að verða víkingasveitarmenn.
Standist það reynslutímabilið fer fólkið á sér-
stakt nýliðanámskeið þar sem hin eiginlega
þjálfun hefst.
Kröfurnar til að komast á nýliðanámskeiðið
eru líkamlega þær að geta hlaupið 3 kíló-
metra á undir tólf mínútum og í beinu fram-
haldi af hlaupinu gert 30 armbeygjur, 60
kviðlyftur, 30 hnébeygjuhopp og 10 upphíf-
ingar á slá (utanyfirgrip og hakan upp fyrir!).
Txl samanburðar má geta þess að naglarnir í
frönsku útlendingahersveitinni taka fólk í þjálfun ef það nær
2.600 metrunum á undir 12 mínútum. Eftir það tekur reyndar
við helvíti á jörðu, sem við skulum vona að sé ekki málið með
víkingasveitina. Bandaríska „Delta Force“-sveitin og breska
SAS-sveitin, sem almennt eru taldar þær bestu í heimi gera
næstum því út af við þá sem sækja um inngöngu í sveitina og
aðeins 5 til 10 prósent ná að klára ofurmannlegar æfingabúðir
þeirra og komast inn.
Aðferðirnar til að skera úr um andlega hæfni umsækjenda í
víkingasveitina eru trúnaðarmál en þær felast í ýmsum sál-
fræðiathugunum og æfingum sem reyna á andlegan styrk.
Skipulag nýliðanámskeiðanna er sömuleiðis trúnaðarmál
eins og svo margt varðandi víkingasveitina en þó segir Guð-
mundur að það sé svipað og hjá flestum öðrum sérsveitum
heimsins. Þar er haldið áfram með ströng próf og þjálfun á lík-
amlegum og andlegum styrk, með áherslu á andlega hæfni. Þá
er augljóst að meðferð skotvopna og bardagaaðferðir, þar á
meðal til nota í vopnlausum bardaga (einhvers konar sam-
bland austurlenskra bardagaaðferða), eru drjúgur þáttur af
þjálfuninni.
Aðspurður segir Guðmundur að þjálfun íslenskra sérsveitar-
manna sé sambærileg við þjálfun sérsveitarmanna annarra
þjóða sem er fróðleg staðreynd miðað við svakalegar sögur af
hörku erlendra sérsveita og þolgæði og hæfileikum meðlima
þeirra að lokinni þjálfun.
„Counter terrorist unit“
Eins og áður sagði er því haldið vandlega leyndu hverjir
meðlimir víkingasveitarinnar eru í raun og veru og aðeins gef-
ið upp að sveitina skipi lögreglumenn.
Nafnleyndin er til að fyrirbyggja að víkingasveitarmenn
þekkist og verði fyrir aðkasti eða öðru tjóni út af starfa sínum.
Víkingasveitin er skilgreind sem “counter terrorist unit“.
Skilgreiningin er alþjóðleg og felur í sér að vissir póstar séu til
innan sveitarinnar, t.a.m. sprengjusérfræðingar, sérþjálfaðir
samningamenn, kafarar og sérþjálfaðir skyndihjálparmenn.
Af þessu leiðir að í íslensku víkingasveitinni eru sömuleiðis
sérþjálfaðar leyniskyttur og staðfestir Guðmundur það.
Lífverðir og lausnarar
Ekki er heldur heimilt að gefa upp hversu margir víkinga-
sveitarmennirnir eru. Ástæðan er sú að styrkur sveitarinnar á
ekki að vera þekktur svo glæpamenn geti nýtt sér þá vitneskju.
Hlutverk víkingasveitarinnar er að sinna vopnaðri löggæslu
og öryggisstörfum þegar þörf krefur. I reynd er þetta hlutverk
tvíþætt, annars vegar að sinna vopnaðri lífvörslu erlendra
gesta í opinberum heimsóknum hér og hins vegar að sinna
þeim útköllum innanlands sem þykja krefjast vopnaburðar,
það er gíslatökur eða önnur mál þegar afbrotamenn reyna að
ná fram vilja sínum með vopnum. Fyrri þátturinn er fyrirferð-
armeiri í starfsemi sveitarinnar, sem dæmi má nefna að árið
1999 var víkingasveitin 27 sinnum í hlutverki lífvarða en út-
köll af síðara taginu voru sjö.
Vopn víkingasveitarinnar
Grunnbúnaður flestra sérsveita í heimin-
um er sá sami, þær notast við viðurkennd
lögregluvopn. Þau eru 9 millimetra Glock
skammbyssa og létt hríðskotabyssa af gerð-
inni Heckler & Koch MP-5, sem Guð-
mundur segir vera afar áreiðanlegt og gott
vopn. Annars staðar á opnunni er yfirlit yfir
grunnbúnað víkingasveitarmanna og þar
koma nákvæmari upplýsingar fram um vopn,
verjur og klæðnað þeirra.
Aðferðir sem víkingasveitin beitir (aðgerð-
um sínum eru trúnaðarmál en Guðmundur
tekur fram að regla númer eitt sé að reyna
alltaf fyrst og til þrautar að semja við and-
stæðinginn. Innan sveitarinnar er sérstök
sveit samningamanna sem eru sérmenntaðir
til að ræða við gíslatökumenn og aðra ofbeld-
ismenn með það fyrir augum að telja þá á að
gefast upp sjálfviljugir. Takist það ekki er
reynt að beita eins litlu valdi og auðið er.
Flest mál leysast fyrir tilstilli samningamann-
anna.
Islenska víkingasveitin hefúr aldrei þurft
að noca vopn sín í aðgerðum, þ.e. aldrei
hleypt af skoti. Það hlýtur að teljast einstakt
fyrir sérsveit af þessu tagi og segir kannski sitt
um glæpamál á íslandi, að minnsta kosti fram
að þessu. Guðmundur segist vonast til að það
sérkenni haldi sér um ókomna tíð þó víkinga-
sveitarmenn séu allir sem einn þjálfaðir til og reiðubúnir að
beita vopnum sínum ef þörf krefur og þeim lögum samkvæmt
heimilt að skjóta til þess að verja sjálfa sig eða líf annarra.
Andstæðingamir ...
Þegar Iitið er yfir málin sem víkingasveitin hefur sinnt á
undanfömum árum kemur einnig í ljós að þeir menn sem
sveitin hefur þurft að fást við eiga það nánast undantekningar-
laust sameiginlegt að vera undir áhrifum einhvers konar vímu-
efna, yfirleitt í brjálsemisástandi af neyslu og hafa gripið til of-
beldisverka í stundarbrjálæði. Sumir hafa átt við geðræn
vandamál að stríða. Sem sagt: Víkingasveitin hefur ekki þurft
að fást við skipulagða og kaldrifjaða glæpamenn sem vinna
samkvæmt áætlun að ákveðnu markmiði. Ef og þegar það ger-
ist reynir fyrst á þjálfun og hæfhi víkingasveitarinnar.
Skothelt vesti
Víkingasveitarmenn klæöast
ávallt skotheldum vestum við
skyldustörf.
Hnéhlífar
Rúmgóð beltis-,
HULSTUR
Geymir skotfæri.
Aðgerðavesti utan yfir
SKOTHELDA VESTIÐ:
Með vösum þar sem hægt er
að geyma hluti eins og t.d.
gasgrímu, táragas, skotfæri,
hnífa, sjúkragögn og persónu-
legan búnað hvers og eins.
Heckler & Kock MP-5 vél-
BYSSA
Þýsk. Með áföstum hljóðdeyfi.
Notuð af öllum helstu sérsveitum
í heiminum, þ.á.m. gfslabjörgu-
narsveit FBI, SWAT sveitum ban-
darfsku lögreglunnar og fleirum.
Þykir henta vel í návígisbardaga
(C.Q.B. - Close Quarters Battle).
Dregur mest 100 metra, skýtur
800 kúlum á mínútu.
SVARTIR
KLOSSAR
Með styrkt
um tám og
sóla.
Skeftislaus „pump-act-
ion“ Remington 870
HAGLABYSSA
í sérstöku hólfi aftan á vestinu.
Þannig fyrir komið að hægt er
að ná henni upp með þvf einu að
teygja hendina aftur. Sveitin
notar einnig haglabyssur með
skefti við vissar aðstæður.
GLOCK 9 MM SKAMM-
BYSSA
Austurrísk. Kjörvopn nær
allra lögreglusveita í
heiminum. Búin til úr
sérstakri málmblöndu sem er
helmingi léttari en
hefðbundið stál. I slíðri við
mjöðm. Slfður bundið við lær-
ið til að halda vopninu á sfn
um stað. Tekur 13 skot f maga-
sínið, l í hlaup. v
Hjálmur
Skotheldir ef þörf kref-
ur. Hlífar fyrir
SVÖRT HETTA
Alþjóðlega þekkt sem bala-
clava. Leynir ásjónu og per-
sónu mannsins.
Hólf á vesti fyrir gasgrímu
Hólfið er efst á vestinu svo hægt
sé að ná auðveldlega til gas-
grfmunnar í reyk eða þegar tára-
gasi er beitt.
Samfestingur
Dökkur, ýmist blár eða svart-
ur. Gerðir úr sérstaklega
sterku efni. Eldtefjandi, þ.e.
þola vel mikinn hita og eld.
Hlífðargleraugu
Stundum skyggð. Sumir
nota sólgleraugu.
Mag-Lite vasaljós í
HULSTRI
Sterkt lögregluvasaljós.
SVARTIR HANSKAR
Yfirleitt úr leðri, styrktir
yfir hnúana.
Leatherman fjölnota hníf-
UR í HULSTRI
Hnffar af þessari gerð eru töng með
ýmsum verkfærum f handfanginu.
Sprengjuhótun \ Breiðholtsblokk
Stund: 13. júní 1990
Staður: Fjölbýlishús við Æsufell í
Breiðholti
AtburðaráS: Klukkan þrjú um nóttina
var lögreglan kölluð að átta hæða blokk
við Æsufell í Breiðholti, sem er ein af
stærstu blokkum á landinu, vegna sjálfs-
morðshótunar eins íbúans. Þegar maður-
inn, sem bjó á sjöundu hæð, varð var við
lögregluna skaut hann á hana úr nagla-
byssu auk þess sem hann skaut skæðadrífu
af nöglum á veggi og innanstokksmuni
íbúðar sinnar. Maðurinn hringdi því næst í
lögguna, sagðist vera með dýnamít og að
hann ætlaði að sprengja blokkina í loft
upp. Þá var víkingasveitin strax kölluð út
og við tók margra klukkutíma umsátur um
blokkina og samningaþóf þar sem maður-
inn ítrekaði hótanir sínar hvað eftir annað.
Niðurstaða: Þremur tímum eftir að
víkingasveitin mætti á svæðið lofaði mað-
urinn að gefast upp og koma óvopnaður
fram á gang ef „víkingasveitin yrði ekki erf-
ið“. Hann vildi líka að málið kæmist ekki í
fjölmiðla en varð ekki að ósk sinni þar.
„VoNDI KALLINN": Maðurinn hafði áður
hótað að fyrirfara sér og var „sýnilega" und-
ir áhrifum áfengis er hann var handtekinn.
Á löggumáli þýðir það að hann hafi verið
ölóður.
f ó k u s
Skotinn í
andlitið með
kindabyssu
Stund: 12. maí 1992
Staður: Mávahlíð 24, Reykjavík
ATBURÐARÁS: Fjórir eða fimm menn voru við drykkju og
fíkniefhaneyslu á heimili eins þeirra í Mávahlíðinni. Hús-
ráðandi stóð einn gestinn að þjófnaði og þeir lentu í rifrildi
sem endaði með því að gestinum var fleygt á dyr. Hann
þrjóskaðist við og vildi komast inn aftur. Þá sótti húsráð-
andi kindabyssu og skaut gestinn í andlitið. Skotið fór inn
um munn hans og út fyrir neðan annað eyrað. Gesturinn
hljóp alblóðugur út á götu og vegfarendur kölluðu á sjúkra-
bíl. Þegar læknir og sjúkraflutningamenn komu á svæðið
og fóru að sinna fórnarlambinu fyrir utan húsið braut
byssumaðurinn glugga á húsi sínu og hóf skothríð á hjúkr-
unarfólkið. Þegar hann hafði skotið tveimur skotum að
þeim var kallað á lögreglu og víkingasveitina. Gríðarlega
fjölmennt lið mætti á svæðið, umkringdi húsið, lokaði
nærliggjandi götum og bað fólk í nágrenninu að bæra ekki
á sér fyrr en byssumaðurinn hefði verið yfirbugaður.
Umsátur hófst þvf lögregla og víkingasveit vissu ekki
hvort maðurinn væri einn inni í húsinu eða hvernig hann
væri vopnaður og vildi því ekki ráðast inn í húsið strax.
NlÐURSTAÐA: Símasamband komst fjótlega á og eftir
mikið þóf og rofin símtöl lét maðurinn undan fortölum lög-
reglu, gafst upp og kom út með hendur á lofti. Hátt í tíu
rifflum víkingasveitarmanna var beint að honum, honum
sagt að leggjast í götuna og umsvifalaust settur í járn. Þá
hafði umsátrið staðið í 3 klukkustundir og byssumaðurinn
hleypt af 1 til 2 skotum inni í húsinu meðan á því stóð.
„Vondi KALLINN": Byssumaðurinn, sem var rúmlega
tvítugur, var undir miklum áhrifum eiturlyfja og áfengis. I
október sama ár var hann dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir
manndrápstilraun og skotin tvö að hjúkrunarliðinu. Sá
sem skotinn var í andlitið hlaut varanleg sár og gekkst und-
ir lýtaaðgerð.
Skaut af boga, kleif niður blokk
Stund: 13. september 1993
Staður: Hátún 6, Reykjavík
AtburðArás: Lögreglu barst tilkynning um að maður væri að skjóta af boga af svöl-
um íbúðar á þriðju hæð hússins við Hátún 6. Um var að ræða góðkunningja lögreglunn-
ar sem þekktur var fyrir vopnabúr sitt, fíkniefnaneyslu og ólöglegan vopnaburð. Hafði
lögreglan áður gert upptækt hjá honum fjölda af skammbyssum, hlaupsöguðum hagla-
byssum, rifflum, bogum og lásbogum. Víkingasveitin var því kölluð til og þegar maður-
inn tók eftir grímuklæddum víkingasveitarmönnunum fór fyrst að færast hiti í leikinn.
Þá hljóp hann fram af svölunum og las sig niður eftir húsinu í bandi sem bundið var við
svalimar. Á miðri leið ofan af þriðju hæð slitnaði bandið og maðurinn féll til jarðar.
Hann komst þó á fætur ómeiddur, inn í jeppa sem hann átti og ók af stað á miklum
hraða vestur Hátúnið. A mótum Hátúns og Nóatúns keyrði hann á leigubíl og hélt svo
áfram á ofsahraða með lögreglu og víkingasveitina á eftir sér.
NlÐURSTAÐA: Eltingaleikurinn endaði þegar kom að mótum Sundlaugavegar og
Laugamesvegar. Þar missti maðurinn stjórn á jeppanum sem valt, skall á steinvegg og
gjöreyðilagðist. Þar var maðurinn svo handtekinn, ómeiddur.
„Vondi kallinn": Samkvæmt blaðaskrifum frá þessum tíma var talið víst að maður-
inn hefði verið nýbúinn að sprauta sig með amfetamíni áður en æðið rann á hann.
Hann var á skilorði þegar atburðirnir gerðust og var því stungið aftur í fangelsi.
Sprengjo f
Londsbankonum
Stund: 8. júní 1993
Staður: Veðdeild Landsbankans við Suðurlands-
braut
Atburðarás: Maður gekk inn í bankann, tilkynnti
að hann hefði sprengiefni meðferðis og óskaði eftir
viðtali við forstöðumanninn. Maðurinn var með
skjalatösku í hendinni, úr henni lágu vírar í rofa í
hendi hans og þaðan leiðslur upp í ermina. Hann náði
fljótlega tali af skrifstofustjóra og forstöðumanni veð-
deildarinnar, sagði þeim að sprengiefni væri í skjala-
töskunni, sýndi þeim vafninga sem hann var með inn-
an á sér og sagði að fimmtíu kíló til viðbótar af
sprengiefni væru úti í bíl hans. Hann gæti sprengt
bæði sjálfan sig og bílinn með þvf að ýta á rofann.
Maðurinn vildi með aðgerðum sínum mótmæla af-
stöðu Bandaríkjamanna til íslendinga í hvalveiðimál-
um og bað forstöðumanninn um að hringja á lögreglu
og fjölmiðla. Aðrir starfsmenn forðuðu sér út úr bygg-
ingunni og fjölmennt lið lögreglu og víkingasveitar-
manna mætti á staðinn.
Niourstaða: Fljótlega kom f Ijós af hegðun
mannsins að ekki var ástæða til að óttast það að hann
stæði við sprengjuhótunina. „Sprengjan" úti í bíl
reyndist vera óvirkur áburðarkjarni og 90 mínútum
eftir að umsátrið hófst gafst maðurinn upp. „Sprengj-
an“ sem maðurinn var með á sér samanstóð af áburði
og Sodastream-tæki. Hægt er að búa til sprengiefni úr
áburði en þá þarf að vinna hann frekar.
„Vondi kallinn": Sprengjuhótarinn átti við geð-
ræn vandamál að stríða og ku hafa valið veðdeild
Landsbankans sem vettvang fyrir mótmæli sín vegna
þess að hann átti þátt í að hanna húsið. I ljós kom eft-
ir handtökuna að hann hafði leikið svipaðan leik í
Seðlabankanum viku fyrr.
12
17. ágúst 2001
17. ágúst 2001 f ó k u s
13