Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2001, Side 15
Það horfa flestir til London, Mílanó, New York og Parísar þegar línurnar eru lagðar á tískuvikunum. Þær eru haldnar tvisvar á ári og kynna hönnuðir þar nýj- an fatnað og það sem koma skal. Það eru alltaf fleiri og fleiri borgir að bæt- ast í hópinn og halda sína eigin tísku- viku. Þetta hefur verið reynt á íslandi og er Futurice, sem var haldið síðastlið- ið sumar, enn í fersku minni. Við ríðum á vaðið með umfjöllun um Mílanó og kíkjum á það helsta sem ítölsku meist- ararnir boða fyrir komandi haust og vetur. 4 Dolce 6 Gabbana Dolce 6 Gabbana Dolce & Cabbana Þeir Dolce og Gabbana eru alltaf með áber- andi og skrautlegan fatnað sem vekur mikla athygli. Þeir hanna glaðlegan fatnað og er kynþokkinn aldrei langt undan. Fötin þeirra henta súperríkum glamúrgellum og gæjum. Ef þú elskar glamúr en hefur ekki efni á Dolce &. Gabbana, getur þú huggað þig við það að þeir hanna ódýrari línu sem þeir nefna einfaldlega D&G. I þetta sinn sækja þeir innblástur sinn til amerísku landnemanna og eru í Davy Crockett fíling. Þeir eru með frábærar leður- buxur sem virka gamlar og eru þröngar, skó- síðar, með klauf neðst á skálminni. Til að mýkja þennan stíl og gera kvenlegri nota þeir afar fallegar blúnduskyrtur og kjóla við leður- buxurnar og poppa það svo upp með belti um mjaðmimar. Þeir nota mikið af brúnum tónum, setja skæra liti inn á milli og ekki má gleyma svarta litnum sem er allsráðandi fyrir veturinn. Þeir eru líka undir áhrifum frá áttunda ára- tugnum og er smá hippabragur á mörgum flík- unum. Stuttu kjólamir með fínlegu blóma- munstrinu og púffermunum eru æðislegir. I Reykjavík er hægt að kaupa D & G fatn- að hjá Sævari Karli í Bankastræti og er von á haustvörunum í lok ágúst. Miu Miu Max Mara Luella Miu Miu Miu Miu og Prada eru systurmerki og er það Miuccia Prada sem er heilinn á bak við þau. Miu Miu er ódýrari línan frá henni og gerir því fólki sem er ekki mjög ríkt kleift að eign- ast vandaða og fallega vöru. Haust- og vetrarlínan frá Miu Miu er undir sterkum áhrifum frá sjöunda áratugnum. Stuttir babydoll-kjólar, maryjane-skór og skó- síðir kjólar með hippalegu munstri er það sem hefur vakið mesta athyglina frá þeim þetta árið. Skór og fylgihlutir frá Miu Miu slá alltaf í gegn og er engin undantekning á því þetta árið, þar sem Miuccia Prada veðjaði á maryja- ne-skóna sem hafa heillað flesta. Max Mara Þetta er eitt fágaðasta merkið sem Italir bjóða upp á, algjör klassík. Max Mara er fyrir löngu orðið þekkt fyrir kápur sínar og yfir- hafnir sem standast tímans tönn. Max Mara er einmitt með geggjaðar kápur og jakka fyrir haustið. Flíkurnar eru í Napóle- onsstíl, tvíhnepptar kápur með háum kraga. Ótrúlega flottar flíkur og að sjálfsögðu er svarti liturinn áberandi. I Reykjavík fæst fatnaðurinn í Max Mara- versluninni á Hverfisgötunni. Þau eru að taka inn þessa gallalínu frá þeim og verður hún komin í hús seinna í haust. Max Mara býður líka upp á ódýrari línu og heitir hún Sport- max. Luella Þetta er eitt ferskasta nafnið í tískubransan- um í dag og sló aldeilis í gegn í sumar með pönkuð og graffítispreyjuð föt sín. Hún er undir miklum pönk- og ska-áhrifum fyrir haustið og veturinn. Það eru augljós áhrif frá London níunda áratugarins. Stutt pils, stórar rendur og Doctor Martens-skór. Ferskur andblær í allri fáguninni í Mílanó. Gucci Dolce 6 Gabbana Max Mara - kápa Gucci Gucci-tískuhúsið er eitt frægasta og virtasta merkið í heiminum. Tom Ford er aðalhönnuður þess og hefur hann verið umdeildur fyrir það að leggja meiri áherslu á markaðssetningu heldur en listræna sköpun.Hann hefur samt sem áður gert Gucci ótrúlega vinsælt og er það eitt af þeim merkjum sem er hvað mest hermt eftir. Það kann- ast allir við renndu leðurjakkana sem hafa verið ótrúlega vinsælir síðustu árin. Þeir eru dæmi um hönnun Fords sem margir hermdu eftir og virðist það því miður ekki ætla að taka enda strax. Fyrir haustið er Gucci á fáguðum nótum og lín- umar einfaldari en oft áður. Svarti liturinn er ríkj- andi, en þó eru bleikir og lillaðir tónar inni á milli. Tom Ford er í smá 60’s pælingum sem við sjáum á kápum, baby-doll-kjólum og skófatnaði. Hann notar líka „bondage“-stíl og skellir rennilásum hér og þar á fötin. Þessi lína hefur fengið afar misjafnar viðtökur og eru margir á því máli að Tom Ford ætti að ein- beita sér að glamúrnum því hann geri hann betur en einfaldleikann. Versace Eftir að Gianni Versace var skotinn til bana f Miami fyrir nokkrum árum tók systir hans Dona- tella við húsinu. Henni hefur vegnað vel og er ein valdamesta gellan í bransanum. Vesace er brjálæð- islega dýrt og stendur fyrir glamúr lífssttl. Það er því ekki að undra að stjömumar eru vitlausar f þennan fatnað. Fyrir haustið heldur Donatella sínu striki og er aðaláherslan á lögð á glamúr. Það er svolítill rokk- stjörnustíll í gangi sem er undir áhrifum frá átt- unda áratugnum. Pinnahælar, þröngar buxur, íburðarmikilar yfirhafnir og sólgleraugu. Hún er enn þá undir áhrifum frá Scorcese-myndinni Casino, þar sem Sharon Stone fór með aðalhlut- verkið f miklum gelluham. Það er framleidd ódýrari lína frá Versace og ber hún nafnið Versus. Hönnun hennar miðast við að ná til yngra fólks og er línan núna í skólastelpu- stíl. Versace Skór Það eru ferskar lfnur í skófatnaðinum fyrir vetur- inn. Það sem virðist vera mest áberandi í Mílanó eru áhrif frá sjöunda áratugnum. Það er mikið um flatbotna skó og stígvél með langri tá, sem er ým- ist mjó eða ferköntuð. Gucci-stígvélin eru frábær og ná alveg upp að hné, Fendi er líka undir sterkum 60’s áhrifum og Lagerfeld hannar Barbarellu-stígvél. Auðvitað eru pinnahælamir líka í gangi og eru Dolce &. Gabbana og Versace enn í gellupæling- um. Stígvélin eru af öllum gerðum, ýmist ökklahá eða ná alveg upp að hné. Mörg stígvél ná reyndar upp fyrir hné og eru þar enn á ferðinni Napóleons- áhrif. Hinir svokölluðu maryjane-skór eru líka áber- andi og nota Miu Miu, Prada og Gucci þá mikið. Gucci - kápa Kápur Þegar maður býr í vetrarríki eins og Islandi er al- veg nauðsynlegt að græja sig upp með góða kápu þegar haustið skellur á. Kápur og yfirhafnir er eitt- hvað sem fólk fjárfestir frekar sjaldan í og þvf er um að gera að vanda valið og allt í lagi að eyða pínu meira. Fyrir haustið eiga Gucci ljósu 60’s kápuna með rennilásnum, Max Mara í Napóleon- spælingum og Prada með kvenlegar kápur og slár, heiðurinn að flottustu kápunum og yfirhöfnunum frá ítalfu. Versus - kápa i 17. ágúst 2001 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.