Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Síða 13
13 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2001 ÐV Tálsýnir og veruleiki DV-MVND ÞOK Ákaflega „hreinskt" samspil „Hér erýmislegt kunnuglegt en um leiö nýtt, ferskt og gjöfult. í báöum tilfellum á sér staö ákaflega „hreinskt" samspil milli hins áþreifanlega og óáþreifanlega. Sjónhringurinn er hvort tveggja í senn, staöreynd og ímyndun. Allir sjá hann en enginn getur staösett hann.“ Myndlistin leynist á ólíklegustu stöðum. í Hafnaröarðarhrauninu, þar sem mætast Herjólfsgata og Garðaveg- ur, er sýningarvettvangur sem lista- mennimir og hjónin Einar Guðvarð- arson og Susanne Christensen hafa skapað sér og aðskiljanlegum um- hverfislistamönnum. Það heitir að Ljósaklifi og skammt frá er hjallur, nú i niðurníðslu, sem mun hafa verið afdrep nokkurra myndlistarmanna á sumarkvöldum snemma á sjöunda áratugnum. Að minnsta kosti hefur fundist þar veggjarkrot eftir Örlyg Sigurðsson, Veturliða Gunnarsson, Dieter Roth og hugsanlega fleiri listamenn. Einar hefur farið óhefðbundnar leiðir í þeirri sýningarstarfsemi sem hann hefur skipulagt í hrauninu, og þá ekki síst með því að bjóða þekktum listamönnum utan úr heimi að búa hjá sér, sökkva sér niður í andrúms- loftið á staðnum og vinna síðan verk út frá upplifunum sínum fyrir sýning- arrýmið eða sjálft hraunsvæðið í kring. Út af fyrir sig er hugmyndin einfóld en krefst atorku, ímynd- unarafls og fjármuna. Til þessa hefur Einari tekist að lokka til sín listamenn sem allir eiga töluvert undir sér; vonandi verður framhaldið ekki síðra. Skip sem hverfur Það var vel tO fundið að fá Hrein Friðflnnsson til að spreyta sig á aðstæðum við Ljósaklif, þar sem mætast með áþreifanlegri hætti land og haf, villt náttúra og manngerð, hulduheimar og mannheim- ar, nútíð og fortíð en víðast annars staðar. Því fáir íslenskir listamenn eru næmari á „árur umhverfis- ins“ en þessi bóndasonur frá Bæ í Dölum vestur. Meira að segja hafa gagnrýnendur haft orð á því að Hreinn gangi ævinlega út frá staðbundnum kring- umstæðum; byrji upp á nýtt í hverju verki fremur en að árétta það sem áður hefur gerst i verkum hans. Þetta er ekki alveg út í hött en þó er ferill Hreins sérkennflega rökrænn. Hvert nýtt verk sem hann gerir er sprottið af einhverju því sem á und- an er komið. Hver er svo upplifun Hreins á umhverfmu að Ljósaklifl? í sýningarrýminu hefur hann komið fyr- ir nokkrum pappírsörkum á veggjunum aflt um kring; á þeim er sjónhringurinn dreginn með blý- anti, nema hvað ein örkin sýnir að auki „skip sem hvarf jafnóðum og það birtist". Á endavegg er sjón- hringurinn sýndur með línu úr glerperlum sem þykjast hleypa birtunni inn í rýmið. Þungamiðja þessarar instaOsjónar er síðan borð á miðju gólfi, en á því er steingervingur af fiski sem synti í sjón- um fyrir miOjónum ára, löngu áður en ísland varð tu. Hið hverfula í óendanleikanum Skammt fyrir ofan sýningarsal- inn eru leifar gamaUar skemmu og stendur steyptur grunnurinn einn eftir. Grunninn hefur Hreinn málað að innan; helmingurinn er hvítmálaður og ber áletrun með svörtu letri: EjöUin speglast í vötnunum. Hinn helmingurinn er svartmálaður; þar stendur hvítum stöfum: Köllin bergmála í klettun- um. Hér er ýmislegt kunnuglegt en um leið nýtt, ferskt og gjöfult. í báðum tilfeUum á sér stað ákaf- lega „hreinskt" samspil miUi hins áþreifanlega og óáþreifanlega. Sjónhringurinn er hvort tveggja í senn, staðreynd og ímyndun. AUir sjá hann en enginn getur staðsett hann. Og skipin sem ber við sjón- hring, hvernig göngum við úr skugga um raunveruleika þeirra? Tálsýnin og „veruleiki" hennar hafa verið viðfangsefni Hreins frá upphafi. Ekki má heldur gleyma tímanum sem hér birtist í formi steingervingsins, ígUdi óendanleikans og um leið hins hverfula í óendanleikanum. í steypta grunninum hefur Hreinn endaskipti á því sem gerst hefur á svæðinu kringum Ljósaklif, þar sem náttúran hefur verið löguð að þörfum okk- ar mannanna. Svar hans við því er að breyta gam- aUi steinsteypu aftur í náttúru þar sem fjöU spegl- ast í vötnum og köU okkar bergmála í klettum. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning Hreins Friöfinnssonar nefnist Eitthvaö hvítt, eitt- hvaö svart og eitthvað hvorki hvítt né svart og er í Ljósaklifi í Hafnarfirði og stendur tii 3. september. Sýn- ingarrými Ljósaklifs er opiö föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá tvö til sex. 101 Reykjavík gerir þaö gott í Danmörku: 101 - heimsóknar viröi Evrópskur leikstjóri á íslandi „Efengir hlæja aö myndunum mínum nema íslendingar eru þær lítils viröi, “ segir Baltasar Kormákur í viötali í Politiken. Danir velta sér upp úr íslenskum bíó- myndum á íslenskri kvikmyndahátíð þessa dagana og þess utan hafa tvær ís- lenskar kvikmyndir verið frumsýndar í þremur dönskum borgum, fyrst Úngfrúin góða og Húsið og svo 101 Reykjavík. Báð- um var tekið vel í tjölmiðlum þó að ef til viU hafi 101 Reykjavík faUið ívið betur í danskt kram. TU dæmis fékk hún fjögur hjörtu í Politiken en Úngfrúin þrjú. „Kvikmynd Baltasars Kormáks er „trendy" og markviss, með afskaplega sjar- merandi undirtóni," segir Bo Green Jen- sen í Weekendavisen. Hann dáist að Vict- oríu AbrU í hlutverki Lolu en segir að Hilmir Snær Guðnason beri myndina uppi með marghliða túlkun sinni á aðalpersón- unni. „Reykjavík - heimsóknar virði“ heitir umsögn Anders Rou Jensen í Politiken og hann leggur áherslu á smitandi orkuna og frásagnargleði kvikmyndarinnar. En þó að Reykjavík sýni í myndinni að hún sé heim- sóknar virði er Hlynur Björn ekki bara ís- lendingur, hann er þvottekta framleiðsla heimsþorpsins: Ungur maður sem hefur séð allt og upplifað aUt gegnum fjölmiðla en hefur ekki hug- mynd um hvar hann stendur sjálfur eða til hvers hann á að nota þessa reynslu sína. Sem betur fer, segir Rou Jensen, velur Baltasar Kormákur að segja þessa sögu með gálgahúmor en ekki biturleika og hittir oft naglann á höfuðið. „Kvikmyndin er sköp- uð af blessunarlegri ofgnótt. Þar vegur fyndni og hressUeiki hæfilega salt við félagslega svartsýni sem aldrei er óraunsæ." Njála bíður í kvikmyndakálfi Politiken er glæsilegt viðtal við leikstjóra 101 Reykjavík, Baltasar Kormák, með flottri heUsíðumynd af honum í líki Clark Gable. Eftir langar lýsingar á borgarlífinu í Reykjavík, sem augljóslega hefur komið aftan að danska blaðamanninum, og ítarlegar lýsingar á Kaffl- barnum og góðum útdrætti úr eigendasögu hans, fer hann að spyrja Baltasar um bíómyndina. Þar kemur fram að það var Baltasar sem gaf nafn skáldsögu HaUgríms Helgasonar á sínum tíma og því hafi hann átt vissan rétt á að fá að kvik- mynda hana. Enda segist hann kannast mjög við aUt efni hennar. Það eina sem ekki passar, segir hann, er að móðir hans er ekki lesbísk. Baltasar segist hafa uppgötvað við tökur á 101 að hann hefði í raun og veru aUtaf verið að búa sig undir að verða kvikmyndaleikstjóri, það er svo alþjóðlegt starf. „Þó að sögur virðist stað- bundnar - eins og 101 Reykjavík - þurfa þær ekki að vera það,“ segir hann, „þær geta fjallað um efni sem höfðar til fólks um allan heim, eins og hún, sjálfsmynd einstaklingsins, frelsi og skort á mannlegum samskiptum... Ef engir hlæja að myndunum mínum nema íslendingar eru þær lítUs virði.“ Og skömmu seinna bætir hann við: „Raunar lít ég fremur á mig sem evrópskan kvik- myndaleikstjóra á íslandi en íslenskan leikstjóra í Evrópu." Næstu kvikmyndir sínar gerir hann, í samræmi við þetta, á Austfjörðum og í Kanada, en hvað dreymir hann um i framtíðinni? „Ég á mér gamlan draum um að kvikmynda eina af íslendingasögunum,“ segir leikstjórinn ungi: „Mig langar til að kvikmynda Njáls sögu, en ekki fyrr en eftir nokkur ár.“ Silja Aðalsteinsdóttir , mannsgaman / \\\ hhh Steinbítur í bíó Menning er það líka að fara bara í bíó og horfa á ómerkilega slagsmálamynd. Lenti í þessu um daginn. Var búinn að halda í mér í marga mán- uði og sækja hverja listsýninguna og leiksýning- una af annarri og láta mér á stundum leiðast al- veg átakanlega. FéU þennan dag, datt alveg ræki- lega inn í þetta faUega gerða bíóhús sem var að sýna allavega myndir og flestar miðlungs. Keypti miða í gegnum skrýtið gat á öryggis- gleri sem breytir rödd sölukonunnar á þann veg að þungir karlmenn hefðu verið stoltir af. Kost- aði nú sitt þessi miði, en aUt fjörið fram undan og sömuleiðis þessi lystilega samsetning á mat sem er stór popp og kók með röri. Nálgaðist myrkrið hægum skrefum og valdi mér sæti mið- svæðis úti á enda. Sá reyndar um daginn ein- hverja könnun sem segir að þar sitji helst karlar með dónalegar hugsanir en lét mig það engu skipta. Þarna var ég kominn á mínum forsendum og bjóst við fjöldamorðum fyrir hlé. Kemur þá ekki feitlagin kona meö lágvöxnum manni sínum og hlammar sér í sætin beint fyrir framan mig. Hefði svo sem verið í lagi ef þau höfðu ekki verið að maula á mUli sín harðfisk. Tóku sumsé með sér nesti í bíó. Vissulega ný- mæli og ef til viU til fyrirmyndar á harðnandi tímum, en varla Jjoðlegt næstu sessunautum. Þau toguðu á miUi sín harðfiskinn myndina á enda, líklega steinbit. Og lyktin gereyðilagði áflogasenurnar, flatti þær út eins og flak á steini. -SER ________________Menning Uinsjön: Sigtryggur Magnason Þóra og Örvar í Hafnarborg Fimmtudagskvöld- ið 23. ágúst verða tónleikar í Hafnar- borg, Hafnarfirði. Hjónin Þóra Björns- dóttir, sópran, og Örvar Már Kristins- son, tenór, syngja þar við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Flutt verða verk eftir Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, Mozart, Schumann, Leh- ar, J. Strauss, Millöcker, Flotow, Donizetti, BeUini og Puccini. Þau stunda bæði nám í Vín í Austurríki og hafa bæði komið fram sem ein- söngvarar við hin ýmsu tækifæri. írland í Óper- unni um helgina Nú hafa íslenskir og írskir tónlistar- menn tekið höndum saman og ákveðið að halda sameiginlega tónlistarhátíð. írsku listafólki hefur verið boðið hingað í heim- sókn og mætir sumt af því með aUsérstæð og skemmtUeg hljóðfæri, eins og t.d. írsku Bodhrán- trommuna, írsku sekkjapípuna (UU- leán), concertið og írska hörpu. Auk þeirra verður gítarleikur og heiUandi söngur eins og írar eru þekktir fyrir. Svo má ekki gleyma því að river- dance verður einnig stiginn af verð- launahöfum í þeirri grein danslistar- innar. Einnig munu nokkrir af þekkt- ustu listamönnum íslendinga á sviði alþýðutónlistar koma fram. Hátíðin verður haldin í íslensku óperunni fóstudag og laugardag. Óöur til frelsisins Steinunn Þórar- insdóttir mynd- höggvari opnaði sýn- ingu í Galleríi Sæv- ars Karls í Banka- stræti í Reykjavík föstudaginn 17. ágúst. Verkin á sýn- ingunni eru öU ný af nálinni, unnin á undanförnum árum. Að sögn Steinunnar er inntak sýn- ingarinnar óður tU frelsisins. „í verk- unum er að finna ákveðnar hug- myndir um þörf mannsins tU að fljúga bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Samspil manns og náttúru og samruni þessara tveggja þátta er einnig áberandi á sýningunni. Verk- in eru þó fyrst og fremst til að njóta og upplifa á eigin forsendum. Þau eru unnin úr áli, járni og gifsi og um er að ræða bæði lágmyndir og frístand- andi höggmyndir á gólfi." Verk Steinunnar er að finna á söfnum bæði hér heima og erlendis en hún hefur starfað að myndlist í rúma tvo áratugi og sýnt vlða um heim á undanfórnum árum. Síðastlið- ið ár hélt Steinunn einkasýningar á íslandi, Ítalíu, í Þýskalandi og Dan- mörku. Auk þess voru verk hennar sýnd í Lundúnum og Bandaríkjun- um. Á næstunni verða settar upp höggmyndir eftir Steinunni í nýjum höggmyndagörðum í Bandaríkjun- um. Annar þeirra er í Kaliforníu og hinn í Texas. Garðarnir eru báðir í eigu þekkts listaverkasafnara og opn- ir almenningi. Sýningin stendur til 31. ágúst. Andlegt fær- eyskt fóöur Sýning á steinþrykksblöðum frá Grafiska Verkstaðnum í Listasavni Faroya í Þórshöfn í Færeyjum var opnuð i sal félagsins íslensk grafik á menningarnótt í Reykjavík. Sýnend- ur eru listamennirnir Bárður Jákupsson, Rannvá Kunoy, Olivur við Neyst, Torbjorn Olsen, Kári Svensson og Hansina Iversen frá Færeyjum, Paul Anker Bech, Jesper Christiansen og Per Kirkeby frá Dan- mörku og Roj Friberg frá Svíþjóð. Sýningin stendur til 9. september og er opin frá klukkan 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.