Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Side 20
24 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 DV < Tilvera Gönguleiöir Allir komast á Keili: Litli f j allarisinn Keilir á Reykjanesi er ekki mjög hátt fjall, nán- ar tiltekið ekki nema 378 metrar yflr sjó. Það sannast samt eftir- minnilega á Keilinum að fjall er ekki sama og fjall. Keilir á nefnilega því láni að fagna að vera afskaplega vel staðsett- ur og ber að mörgu leyti höfuð og herðar, eða topp og axlir, yfir koll- húfuleg fjöll i næsta ná- grenni sínu. Þegar við bætist uppmjór og reglu- legur vöxtur þessa merkisfjalls verður það að þeirri staðarprýði og merkisörnefni sem raun ber vitni. Þannig er Keilir stór dvergur eða lítill risi. Þú mátt ráða. Keilir hefur stundum verið kallaður bæjarfjall Ingólfs Arnarsonar og séð frá bæjarstæði hans í Kvosinni í Reykjavík ber þetta fagurskapaða fjall fallega yfir Tjöm- ina og virðist einhvem veginn gnæfa yfir flat- lendið í kring. Þannig minnir Keilir okkur stöðugt á það með til- veru sinni hve nauðsyn- legt er að skoða hlutina í réttu samhengi. Fjjöll eru í rauninni alls ekki lág eða há heldur fer það allt eftir því hvemig á það er litið. Á sama hátt getur meðalhár Þingeyingur sýnst í Kellir Húskarlar Ingólfs Arnarsonar sögöu: „Til ills fórum viö um góö héruö til aö setjast aö á útnesi þessu. “ Samt er Keilir bæjarfjall Ingólfs og hlýtur aö hafa veriö jafn fallegur þá eins og nú. hærra lagi staddur innan um lágvaxin skyldmenni sín nyrðra en þegar hann stendur rogginn í hópi hávaxinna Vest- firðinga verður hann óneitanlega svolítið peðslegur. Vinsældirnar Hvannadalshnjúk- ur svífur skýjum ofar í vitund okkar allra því hann er hæsta fjall íslands með sína 2.119 metra yfir sjó. Fjallamenn kalla hann Hnúkinn í alveg sérstökum lotningar- tón. Samt er hann hálfgerð hundaþúfa borið saman við það sem eru kölluð háfjöll og slefar þegar betur er að gáð rétt yfir hæsta fjall Svíþjóðar sem getur varla talist mikið afrek. Hugsandi um allt þetta ákvað ég að ganga á Keili síðasta sunnudag. Það hefur dregist úr hömlu hjá mér árum saman að ganga á þetta merkis- fjall sem er hérna rétt við bæjardyr okkar Reykvíkinga. Önnur fjöll hafa glapið mig og seitt til sín þótt þau séu ekki að fara neitt frekar en Keilir og st í Ingólfs og hlýtur að hafa veriö jafn failegur þá eins og nú. frekar en Kef or T"Tr'Q7i, (- \ J; /j (. J axV' (,^Snóköf^llshraén ...\ J \ fffoo fyC(''Æ f 'c1 r~'JCY( rCccfa p-p- / ' 129 /"~"i|Soleyjarkriki .¥í)(Mr C 'CYc Y , N w/ 'C-CKy rc \1 'S*r\ rffn ^ A ^ ú rr( J cg{> jl 1 J 1 - -v/ i.y 7/9 J ) f r~\ srgsháls/ OV-MYND HILMAR ÞðR Höfundur Hálendishandbókarinnar Páll Ásgeir Ásgeirsson, sem hér lýsir gönguleiö á Keili, hefur skrifaö tvær gönguleiöabækur sem lýsa hálendinu annars vegar og Hornströndum hins vegar. Hann er einnig höfundur hinnar vinsælu Hálendishandbókar sem hefur trónaö á toppi metsölulista í allt sumar. biða þolinmóð á sínum stað eftir því að einhver heimsæki þau. Rétt áður en ég lagði af stað las ég um það í sunnudagsblaði Mogg- ans að Keilir væri meðal vinsæl- ustu fjalla landsins þrátt fyrir alla sína meðalmennsku í fjallalegum skilningi. Svona er nefnilega með- alhófið alltaf best þegar allt kemur til alls. Leiöin upp Það er ekki erfitt að ganga á Keili. Maður setur húfu og vett- linga í bakpokann ásamt samloku og kókómjólk og ekur sem leið liggur suður í Kúagerði á vegin- um til Keflavíkur þar sem er skilti sem á stendur Keilir. Þar beygir maður til suðurs yfir hraunið og ekur eftir greiðfærum vegi uns komið er að skilti við rætur Trölladyngu, skammt frá Höskuld- arvöllum. Þar er kort af Keili og nágrenni ásamt ýmsum fróð- leiksmolum af ýmsu tagi, aðallega um jarðfræði og eldgos. Næst er að reima á sig gönguskóna, gripa stafinn og keifa af stað. Gamalt máltæki segir: Fár kann sig í góðu veðri heiman að búa. Það þýðir að maður á að taka með sér úlpu þótt maður fari aldrei í hana. Það getur verið kalt á toppn- um þótt logn sé á láglendinu. Síðan liggur skýrt markaður göngustígur af bílastæðinu við skiltið, fyrst með fram hraunjaðri og síðan inn í hraunið í eindreg- inni stefnu á umrætt fjall. Hraun- ið mun heita Afstapahraun og leiðin yfir það er ekki sérlega greiðfær nema þann hluta sem gengið er á fomri götu sem ein- hvem tímann hefur verið löguð fyrir klyfjahross með þurrkaða þorskahausa sem vaðmálsklæddir lurar hafa teymt á eftir sér. Svo þegar hrauninu sleppir ligg- ur skýr stígur áfram um mela og móa þar sem spikfeitar kindur fnæsa að göngumönnum og nenna varla að víkja úr vegi, alla leið að fjallinu og síðan í krákustígum upp mela og skriður upp á topp. Stigurinn er svolítið önugur yfir- ferðar ofarlega í fjallinu því hann er lagður óþarflega bratt en þetta ættu samt allir að geta farið. Toppurinn Það er alltaf jafn gaman að standa á toppnum og það skiptir engu máli hve hátt fjallið er. Af toppi Keilis sést um allt Reykja- nes, þorpin liggja á ströndinni eins og mor en fjær dreifist Reykjavík ábúðarfull um útnesin. Þoturnar skríða rétt yfir hausnum á manni á lokastefnu heim fullar með bústna sólarlandafara eða ör- þreytta viðskiptajöfra. Við sjón- deildarhring rís Eldey úr sæ, hvít af fugladriti, ein stærsta súlu- byggð í heimi, og þá er ekki mið- að við neina höfðatölu. Það er hægt að virða fyrir sér hraunrennslið á sléttunum um- hverfis Keili og skyggnast eftir upptökum og sjá hvemig eldfljótin hafa stirðnað í farvegum sínum. Það er auðvelt að vera jarðfræð- ingur uppi á Keili. Svo verður að setjast niður og skrifa í gestabókina þar sem meira að segja mátti sjá skrautrit- að bónorð á heilli síðu með væmn- um blómsveigum og dúlluverki. Það kemur í ljós að við höfum baksað á rúmum klukkutíma upp á topp frá bílastæðinu og þykj- umst vera sæmilega frisk. Á leiðinni mætum við fólki með rólegt barn á bakinu, manni sem tottar orkugel úr poka í skriðun- um, hjónum með hund í bandi, einstæðingi sem gengur hratt, manni í stuttbuxum og ellefu am- erískum hermönnum. Keilir kall- ar og allir virðast heyra til hans og ganga á vit víðáttunnar. Niðurstaðan hlýtur aö vera sú að vinsældir Keilis eru verðskuld- aðar. Þetta er létt og þægileg fjall- ganga við hæfi allra aldurshópa og flestir sem á annað borð geta gengið sjálfir ættu að geta haft sig þama upp. Fallegt útsýni af tign- arlegu fjalli sem er miklu stærra og merkilegra en hæðartölur og vegaiengdir geta lýst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.