Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2001, Side 24
28
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
Tilvera I>V
Ilfiö
Afrakstur
vetrarins
Friðrik Bridde, bílstjóri hjá
borgarstjórn, opnar
myndlistasýningu í dag í
Tjarnarsal Ráðhússins. Þetta er
fyrsta einkasýning Friðriks og
hún er sett upp í tilefni
flmmtugsafmælis hans. Hún
birtir afrakstur síðasta vetrar og
fáeinar eldri myndir fljóta með.
Krár
■ BATTERI A VIDALIN Batterí er
hópur djass- og funk-tónlistarmanna
sem er í raun nútíma „djamm-
sesslon"
■ GREIFARNIR Á PLAYERS Hljóm
sveitin Greifarnir mun trylla Kópa-
vogsbúa og nágranna þeirra í kvöld
á Players.
■ GULLÖLDIN IIM HELGINA Það er
Stórsveit Asgeirs Páls sem sér um
dansstuðið á Gullöldinni í Kópavogi
í kvöld. Láttu sjá þig því þar sem
stuöið er þar átt þú skilið að vera.
■ KATALÍNA í kvöld mun hin stór-
skemmtilega hljómsveit, Vírus, leika
fyrir dansi á Katalínu
■ PENTA Á AMSTERPAM Hljóm
sveitin Penta mun skemmta gestum
og gangandi á Café Amsterdam í
kvöld.
■ SPÚTNIK Á KAFFI REYKJAVÍK
Stuðboltarnir í hljómsveitinni
Spútnik standa fyrir dansiballi á
Kaffi Reykjavík í kvöld. Á undan því
verður diskótek og einnig á eftir.
■ ÍRAFÁR Á GAUKNUM Hljómsveit-
in Irafár mun sjá um að halda uppi
stemningu á Gauki á Stöng í allt
kvöld og fram á nótt.
Klassík
■ KRISTINN SIGMUNDSSONÍ
SALNUM Kristinn Sigmundsson óp-
erusöngvari og Jónas Ingimundar-
son pianóleikari halda tónleika í
Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan
20. Uppselt var á tónleika þeirra í
gær og því verða þeir endurfluttir
„vegna fjölda áskorana" að sjálf-
sögöu!
■ GILPRUMEZZ Á ODDVITANUM
Gildrumezz skemmtir í allra síðasta
sinn í kvöld á Oddvitanum, Akureyri.
■ HELGA MÖLLER VIÐ POLLINN I
kvöld treður sjálf Helga Möller upp
ásamt hljómsveitinni „Hot n Sweet"
Stuö að eilífu.
Leikhús______________________
■ HEDWÍG Leikritið Hedwig verður
sýnt í kvöld í Loftkastalanum kl.
20.30.
Síðustu forvöð
■ BRÁUÐMÓT ÖGBÚMÖRKÍ
Pakkhúslnu í Olafsvík stendur nú
yfir sýningin Brauðmót og búmörk
þar sem myndlistarkonurnar Bryndís
Jónsdóttir og Þorgeröur Siguröar-
dóttir sýna verk sín. Sýningunni lýk-
ur í dag. Leirverk og dúkristumyndir
Bryndísar eru byggöar á búmörkum
en tréristur Þorgerðar á brauðmót-
um.
■ STIAN RÖNNING Í GALLERÍ
GEYSI Stian Rönning heitír ungur
maður frá Noregi. Fyrstu einkasýn-
ingu hans á Islandi lýkur í dag í Gall-
erí Geysi við Ingólfstorg. Sýningin
hefur yfirskriftina „Sérö Þú þaö sem
Ég sé?“. Stian sýnir Ijósmyndir sem
eru teknar í Taílandi, Laos, Noregi
og á íslandi á árunum 1999-2001.
Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is
DV-MYNDIR HARI
Ungur nemur, gamall temur
Stefán Jónsson og Geir Ólafsson söngvarar og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari á æfingu í gær.
mmm
Gamlir slagarar í nýjum búningi
- einstök skemmtun sem líður fólki seint úr minni, segir Geir Ólafsson söngvari
Geir Ólafsson, söngvari og
lífskúnster, stendur þessa dagana
fyrir uppsetningu á söngskemmt-
un sem heitir Night’s on Broadway
og verður, eins og nafnið bendir
til, haldinn á skemmtistaðnum
Broadway. Að sögn Geirs er um
virkilega stórskemmtun að ræða
þar sem margir af helstu skemmti-
kröftum landsins koma fram.
Kynnir kvöldsins er Bryndís
Schram.
Meðal þeirra sem koma fram
ásamt Geir er hljómsveitin Furst-
amir með þeim Árna Scheving,
Carli Möller, Jóni Páli Bjarnasyni,
Guðmundi Steingrímssyni og Þor-
leifi Gíslasyni. Auk íjölda annarra
gesta munu gestasöngvararnir
Anna Sigríður Helgadóttir
Taka lagiö saman
Gestasöngkonurnar Anna Sigríöur Helgadóttir messósópran og Anna Vil-
hjálmsdóttir ásamt Geir Ólafssyni.
messósópran, Haraldur Burr,
Anna Vilhjálmsdóttir, Rut Regin-
alds og Stefán Jónsson úr Lúdó og
Stefáni taka þátt í sýningunni.
Á sýningunni verða tekin lög
sem menn á borð við Frank
Sinatra, Toni Bennett, Mel Tormé
og Elvis Presley geröu fræg á sín-
um tíma.
Að sögn Geirs var haldin svipuð
sýning í vor. „Hún heppnaðist svo
vel að við ákváðum að slá tO og
gera þetta aftur og ætlum að vera
með nokkrar sýningar í haust.“
Geir segir hiklaust að þetta sé frá-
bær skemmtun. „Ég lofa því að
þeir sem mæta munu upplifa ein-
staka skemmtun sem líður þeim
seint úr minni.“
-Kip
Dansdagur á Ingólfstorgi:
Foringinn er dans ársins
Ingólfstorg mun iða af dansi á
morgun er Dansráð Islands efnir til
dansdags, annað árið í röð. Kara
Arngrímsdóttir er varaforseti Dans-
kennarafélags Islands sem stendur
fyrir þessari fótafimi í miðborginni.
„Tilgangur dansdagsins er sá að
vekja athygli á dansi og gildi hans í
samfélaginu," segir hún og heldur
áfram: „Dagskráin er fjölbreytt og
skemmtileg. Þar má nefna glæsilega
sýningu Jazzballettskóla Báru og
einnig eru ýmis atriði sem almenn-
ingur fær að taka þátt í. Línudans
verður að sjálfsögðu stiginn og svo
verður kynntur splunkunýr dans
frá Grikklandi, einfaldur Zorbadans
sem fólk lærir eins og skot.“
Foringinn er „dans ársins"
Að sögn Köru á fólk lika kost á aö
læra hinn íslenska „dans ársins“ á
Ingólfstorgi kl. 14.30 á morgun. Sá
heitir Foringinn og varð i efsta sæti
i keppni sem íslenskir danskennar-
ar halda sin á milli. Höfundur hans
er Irma Gunnarsdóttir og hún
samdi hann við ákveðið spænskt
lag. „Hann er léttur, skemmtilegur
og auðlærður," segir Kara. En
skyldu þeir dansar sem sigruðu í
keppnum fyrri ára hafa náð fótfestu
hjá þjóðinni? „Það er misjafnt,"
svarar hún. „Macarena og Mambó
number five gerðu það. í fyrra var
Laluna verðlaunadansinn og hann
náði líka heilmiklum vinsældum.
Þetta eru hópdansar og þeir eru
kenndir í dansskólunum.“
Sigur Rós lætur
farandgripinn af hendi
Fyrir ári veitti Dansráð menning-
ar- og listaverðlaun í fyrsta sinn.
Þau féllu hljómsveitinni Sigur Rós í
skaut. Nú er komið að úthlutun
verðlaunanna í annað sinn. Þau eru
veglegur farandgripur, tákn um
risandi stjörnu sem Gull og silfur
smíðaði. Sigur Rós mun afhenda
hann þeim sem hlýtur hann í ár.
Það skýrist á morgun í miðborg-
inni.
Niður í bæ að dansa
Eins og kunnugt er er dans kom-
inn á námskrá allra grunnskóla og
það segir Kara stóran áfanga út af
fyrir sig. Hins vegar segir hún mik-
ið vanta á að sú stefna sé komin til
framkvæmda, þrátt fyrir góðan vilja
margra skólamanna. Hún hvetur
fólk eindregið til aukinnar dansiðk-
unar og segir einn lið í því að mæta
á dansdaginn á Ingólfstorgi. „Okkar
ósk er sú að það verði fastur punkt-
ur í tilverunni hjá fólki að koma
niður í bæ og dansa með okkur einn
dag í byrjun september."
-Gun.