Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Side 2
2 Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 DV Mikilvæg uppgötvun íslenskrar erfðagreiningar og Roche: Gen sem tengjast kvíða og offitu - „stórt skref“ á langri leið, segir Páll Magnússon íslensk erfða- greining og sviss- neska lyfjafyrir- tækiö Roche til- kynntu i morgun að þau hefðu kortlagt tvö gen sem tengjast oífitu og kvíða. Fyrirtækin byggja á þessum mikilvægu upp- götvunum til að þróa ný og árang- ursrík lyf sem geta dregið úr eða hugsanlega komið í veg fyrir þann mikla toll fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið sem þessir sjúkdómar valda, segir í yfirlýsingu sem fyrir- tækin sendu frá sér í morgun. í skeyti frá Reuters-frétta- stofunni i morg- un segir að takist fyrirtækjunum tveimur að finna meðferð eða lækningu við sjúkdómum þess- um geti það haft í fór með sér byltingu í heilsugæslu. Fjórði hver fullorðinn Evrópubúi eða Bandaríkjamaður er of þungur og börnin verða sífellt þyngri, að því er segir í yfirlýsingu ÍE og Roche. Kvíðaraskanir eru algeng- Uppgötvun Tilkynnt var um nýja uppgötvun starfsmanna ÍE snemma í morgun. ustu geðrænu kvillarnir sem hrjá íbúa iðnvæddu ríkjanna. Þessar nýjustu uppgötvanir þýða að ÍE á rétt á tímamótagreiðslum frá Roche. „Þetta er stórt skref,“ sagði Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs ís- lenskrar erfðagreiningar, við DV í morgun. „Það markar þau tímamót að nú verður farið að leita að lyfjum á grundvelli þessara uppgötvana. Það ferli er tímafrekt, en samkvæmt þumalputtareglunni tekur það í kringum tíu ár frá grundvallarupp- götvunum á borð við þessar þar til komin eru lyf í hillurnar í apótek- unum. Þetta er fyrsta ákveðna skrefið á töluvert langri leið.“ -gb/-JSS Mikið um þjófnað: Stálu málverki á veitingahúsi Lögregla veitti á laugardag athygli tveimur mönnum sem gengu eftir Hafnarstræti með málverk á milli sín. Þegar þeir urðu lögreglu varir tóku þeir á rás en annar þeirra náðist skömmu síðar. Málverkinu höfðu mennirnir stolið á veitingahúsi og í ofanálag hlaupið frá ógreiddum reikningi. Sá sem var handtekinn var vistaður í fangageymslu. Mikið var innbrot og þjófnaði um helgina og hafði lögreglu verið til- kynnt um 22 atvik í gær. Brotist var í tvígang inn í sama fyrirtækið í mið- borginni um helgina og stolið tölvum og tækjabúnaði. Þá voru þrír hand- teknir við innbrotstilraunir í Grafar- vogi og þekktur brotamaður náðist eftir innbrot I söluturn í Mosfellsbæ aðfaranótt sunnudagsins. -aþ Flugvallarsmyglið : Enginn handtekinn - hugsanlega burðardýr Enginn hefúr verið handtekinn hér- lendis í tengslum við hasssmyglið á Reykjavikurílugvelli um helgina. Þá stöðvaði tollgæslan danskan karlmann sem var að koma ffá Færeyjum og fundust rúm fjögur kiló af hassi á hon- um innanklæða. Maðurinn situr nú í fangelsi en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann i þriggja vikna gæslu- varðhald meöan á rannsókn málsins stendur. Magn fikniefnanna er of mikið til þess að geta talist til eigin nota. Því hafa vaknað spumingar um hvort maðurinn hafi verið burðardýr. Fíkniefnalögreglan verst allra fregna af rannsókninni og því hvort maðurinn hafi verið í sambandi við eiturlyfjasala hérlendis. Óalgengt er að menn séu teknir með svo mikið magn fikniefna á Reykjavíkurflugvelli en götuvirði hassins nemur að líkindum rúmum átta milljónum króna. -aþ Veggi akrotarar: Náöust á hlaupum Lögreglumenn í Kópavogi hlupu uppi þrjá menn um tvitugt sem höfðu úðað málningu á glænýtt strætóskýli í bænum. Þegar lögregla hafði náð mönnunum kom i ljós að þeir voru með 27 úðabrúsa meðferðis og höfðu unnið stórfelldar skemmdir á skýl- inu. Að sögn lögreglu hafa sömu menn áður komiö við sögu lögreglu í Kópavogi vegna svipaðra mála. Þeir eiga yfir höfði sér að þurfa að greiða háar bótagreiðslur vegna tjónsins sem þeir ollu. -aþ Reiöir sjómenn Yfír áttatíu sjómenn mættu reiðir til fundar í gærkvöld. Hér má sjá þingmennina Karl V. Matthíasson, alþingismann Samfylkingar, og Kristján Pálsson, þingmann Sjálfstæöisflokks, í hópi fundarmanna. Smábátamenn í kreppu funda í Sandgerði: Alþingi veldur landlegu - segir formaður smábátafélagsins Rúmlega áttatíu smábátamenn mættu til fundar í Vitanum í Sand- gerði í gær. Fundarefnið var kvóta- setning smábáta á þorskaflahámarki þar sem allar helstu fisktegundir eru nú komnar undir kvóta í stað þess að áður var það þorskurinn einn. Gunn- ar Ari Harðarson, formaður smábáta- félagsins Reykjaness, segir sjómönn- um og landverkafólki vera mikið niðri fyrir vegna laga sjávarútvegs- ráðherra sem gildi tóku þann fyrsta september. „Menn eru ákaflega reiðir og svekktir og það kom skýrt fram á fundinum," segir Gunnar Ari. Hann segir stóran hluta þeirra smábáta sem áður voru á þorskafla- hámarki vera bundinn í höfn vegna laganna. Engin leið sé til þess að róa án þess að eiga kvóta á löngu, stein- bít, ýsu og keilu. „Við megum ekki koma með keilu og löngu að landi. Þessi fiskur hefur komið á línuna frá því veiðar hófust og því verður ekki breytt. Okkur er sagt að þessu verði breytt þegar Al- þingi kemur saman en þangað til eig- um við að liggja í landi. Á meðan eru þeir og auðvitað landverkafólkið tekjulaust. Hér er mikO óánægja," segir Gunnar Ari. Hann segir að þingmönnum og sjávarútvegsráðherra hafi verið boðið á fundinn. Aðeins Kristján Pálsson al- þingismaður hafi mætt frá stjómar- liöum. Sjávarútvegsráðherra hafi ekki þekkst boð um að mæta. „Kristján sagði að lögunum yrði ábyggilega breytt þegar þingið kemur saman. Þangað til ligggur hluti flot- ans bundinn," segir hann. Hann segir einu leiðina til aö leið- rétta kjör smábátamanna og land- verkafólks vera þá að taka aftur upp gamla þorskaflahámarkið þar sem frjáls sókn er í aðrar tegundir en þorsk. -rt Eftirgrennslan lögreglu eftir Sahari Jakobssyni hafin: Feðgarnir enn í felum - faðirinn gæti átt yfir höfði sér fangavist Enn hefur ekkert spurst til feðganna Saharis og Jakobs Páls Jó- hannssonar. Þeir fóru í felur á fostudagsmorgun, nokkrum klukku- stundum áður en Jakob Páll átti að afhenda Sahari móður sinni í Frakklandi. í gærmorgun fór fulltrúi sýslu- manns i Hafnarfirði ásamt lögreglu- mönnum, lögmanni móðurinnar og fulltrúa barnaverndarnefndar að heimili Jakobs Páls við Stekkjar- hvamm í Hafnarfirði. Um svokall- aða innsetningu var að ræöa en ekki formlega húsleit. Feðgarnir Sahare Jakobsson. voru ekki heima og hófst formleg eftirgrennslan lögreglu í kjölfarið. Talið er liklegt að Jakob Páll hyggist vera í felum með son sinn þar til hæstiréttur fellir úrskurð í málinu. Jakob Páll er um leið að brjóta gegn úrskurði héraðsdóms og kann að vera að brjóta gegn 193. grein hegningarlaganna þar sem segir að hver sá er sviptir foreldra eða aðra rétta aðila valdi eða umsjá yfir barni skuli sæta sektum, varð- haldi eða fangelsi allt 16 árum eða ævilangt. Hörður Felix Harðarson, lögmað- ur Saharis, sagði í samtali viö DV í morgun að hann hefði engar fregnir af dvalarstað feðganna. -aþ Þingmaður hagnast Þrír aldraðir bræð- ur sem lengi höfðu stundað búskap á rík- isjörðinni Uppsölum í Hvolhreppi nýttu sér kauprétt ábúenda samkvæmt 38. gr. jarðalaga sl. haust. Tveimur mánuðum síðar keypti ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður og fyrrum sveitarstjóri í hreppnum, af þeim jörðina, rúmlega 100 hektara, ásamt öllum húsum sem henni fylgja fyrir fjórar milljónir króna. Fast- eignasalar telja það gjafverð. - Frétta- blaðið greindi frá. Reykvíkingar eiga nteira Hreinar eignir hjóna í Reykjavík voru að jafnaði 4,4 milljónum króna hærri en hjóna á Norðurlandi eystra um síðustu áramót, samkvæmt skatt- skýrslum. Hjón í Reykjavík áttu að meðaltali 10,2 milljónir króna en hjón á Norðurlandi eystra áttu 5,8 milljónir í hreina eign. Þetta kemur fram í út- reikningum ríkisskattstjóra. Varnarliðið fær verðlaun Flotastöð Vamarliðsins á Keflavikur- flugvelli vann nýlega til verðlauna bandaríska flotamálaráðuneytisins fyrir frábæran árangur í vinnuvemd annað árið i röð. - Víkurfréttir greindu frá. Skilyrt sala íslensk stjómvöld setja ákveðin skil- yröi fyrir þá fjárfesta sem vilja bjóða í fjórðungshlut ríkisins í Landssíma is- lands. í auglýsingu í Financial Times fra 10. júlí sl. segir að kaupendur hlutafjárins verði að tengjast fyrirtæki sem hefur eina milljón áskrifenda á fjarskiptamai'kaðnum samanlagt á bak við sig. Biðin til tjóns Því miður hafa H flestir íslenskir 8 stjómmálamenn í ___1 hingað til sagt að að- 1 ild sé ekki tímabær," L Jm sagði Vilmundur Jós- Hk - B| efsson, formaöur W Samtaka iðnaðarins, ^™ þegar hann fjallaði um mögulega ESB-aðild á ráðstefhu Is- landssamtakanna í gær. „Við teljum hins vegar að nóg sé komiö af biðinni." - Fréttablaðið greindi frá. VGfundar Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík heldur félagsfúnd á fimmtu- dagskvöld þar sem metin verður ár- angur af viðræðum við fulltrúa Sam- fylkingar og Framsóknarflokks um sameiginlegt framboð fyrir borgar- stjómcirkosningamar næsta vor. Gjaldeyristekjur aukast Gjaldeyristekjur af erlendum ferða- mönnum vom 14.300 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, 3 milljörðum króna hærri en á sama tíma í fyrra. - RÚV greindi frá. íslensk friöargæsla Islenska friðargæslan tók til starfa í gær. Á næstunni mun utanríkisráðu- neytið auglýsa eftir friðargæsluliðum til starfa úr ýmsum starfsstéttum. Starfsmenn munu halda þeim launa- kjörum sem þeir njóta hér á landi og fá auk þess þóknun vegna álags og fjar- vem frá fjölskyldu og heimahögum. Haldið til haga IDV í gær var frétt á baksíðu um hugsan- legt framboð Vinstri grænna á Akureyri. Er þar m.a. talað um Sigríði Stefánsdóttur sem atkvæðamikla í pólitík í bænum. Þessi mynd sem birt- ist með fréttinni er hins vegar af nööiu hennar, Sigríði Stefánsdóttur sem leiðir viðræður VG í Reykjavík. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.