Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 7 DV Fréttir Menntamálaráðherra um úttekt á kennaraverkfallinu: Dvelur ekki við fortíðina - sér ekki ástæðu til að ríkið skoði afleiðingar verkfallsins Björn Bjarnason menntamálaráö- herra tekur ekki undir hugmyndir um að ríkið láti gera ítarlega rann- sókn á afleiðingum kennaraverk- falls sl. vetur. Eins og fram hefur komið telur rektor MR að skólastarf hafi skaðast þar sem brotthvörf og fall nemenda voru í sögulegu há- marki. Elna Katrín Jónsdóttir, for- maður Félags framhaldsskólakenn- ara, hefur lýst þeirri skoðun í DV að æskilegt væri að ríkið skoðaði mál- ið með vísindalegum hætti. „Ég tel mikilvægast í þessu máli að líta fram á veginn og skapa skól- unum sem best skilyrði til að starfa Björn Elna Katrín Bjarnason. Jónsdóttir. í samræmi við nýja kjarasamninga og þær kröfur sem til þeirra eru gerðar samkvæmt námskrám. Ef forysta kennarasamtakanna telur nauðsynlegt að dvelja við fortíðina í þessu efni hefur hún vafalaust fulla burði til að stunda slíkar athugan- ir,“ sagði Björn Bjarnason í samtali við DV. Samtök kennara hafa ekki fjallaö um málið með formlegum hætti þótt Elna Katrín hafl lýst þessari skoðun sinni. Þá er ekki einhlítt að brott- hvarf eða fall sé meira en í meðalári hjá sumum framhaldsskólum og segir Elna Katrín að afleiðingarnar séu í heild óljósar. Rektor MR hefur lýst sig fylgjandi athugun á þessu máli en bendir á að framkvæmd slíks kunni að vera snúin. -BÞ Akureyri: Bærinn styrkir Eina með öllu Atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar mun á næstunni ganga frá fjárstuðningi til þeirra aðila sem stóðu fyrir hátíðinni Ein með öllu sem haldin var í höfuðstað Norður- lands um verslunarmannahelgina. Að sögn Vals Knútssonar, formanns nefndarinnar, er nú beðið eftir upp- gjöri á peningahlið hátíðarinnar. Að því fengnu mun nefndin útdeila þeim styrk sem forsvarsmenn hátíð- arinnar á fyrri stigum höfðu raunar fengið ádrátt um. Valur segir að styrkurinn gæti numið um hálfri milljón króna. Það var kynningarþjónustan Fremri á Akureyri sem stóð að skipulagningu Einnar með öllu. Valur segir ljóst að tap verði ekki af hátíðinni. Ljóst sé þó að styrkur frá bænum verði kærkominn til þess að stoppa í gat vegna ýmissa reikninga sem ógreiddir séu enn þá, svo sem vegna auglýsinga, skemmtikrafta og fleira. -sbs Ein meö öllu Taliö er aö ekki veröi tap á hátíöinni. HJ0LAB0RÐ FRCOm MEB SKUFFUM www.isol.is F4coA?-Plastbakkar fyrir öll verkfæri □ruggur staður fyrir FACOM verkfærin, og allt á sfnum stað! Ármúli 17, UJB Reykjavík síml: 533 1334 fax: 5EB 0493 ..það sem fagmaðurinn notar! Smáauglýsingar bækur, fyrfrtæki, heildsafa, hljóðfæri, Internet, matsölustaðir, skemmtanir, tónlist, tölvur, verslun, veröbréf, vélar-verkfæri, útgeröarvörur, iandbúnaöur... markaðstorgið Skoðaðu smáuglýsingarnar á VISIF.IS 550 5000 london á 12.000 kr. Lesendum DV býðst einstakt tækifæri á ferð til London með lágfargjaldaflugfélaginu Go. Fargjaldið kostar aðeins 12.000 krónur báðar leiðir með sköttum. Safnið merkjum Það sem lesendur þurfa að gera er að safna 4 sérstökum Go merkimiðum sem birtast í blaðinu dagana 11. til 14. sept. Hægt er að bóka flug 10. til 18. sept. Tilboðið gildir fyrir flug á tímabilinu 15. septembertil 26. október. Go flýgurtil London alla daga vikunnar. Hvernig á að bóka flug Farðu á heimasíðu Go á slóðina www.go-fly.com. Undir „what s new" er krækjan „offers" og þar er DV-tilboðið. Sláðu inn aðgangsorðið london og bókaðu flug. Við innritun í Leifsstöð þarf að sýna öll 4 Go merkin sem birtast í DV dagana 11. sept. til 14. sept. til staðfestingar á tilboði. go Ef ekki eru laus tilboðssæti þann dag sem þú óskar mælum við með að þú hafir nokkurn sveigjanleika í vali á ferðadögum. Góða ferð með Go og DV! ódýri ferðamátinn til london Samkvæmt skilmálum - 350 kr. kostnaður v/greiðslukorts Flogið er til Standstedflugvallar í London Skilmálar Lágmarksdvöl 2 nætur. Ekki er hægt að breyta bókuðu flugi eða fá það endurgreitt. Merkin gilda fyrir 2 sæti. Heimferðerfyrir 26. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.