Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 Útlönd DV Kosningaúrslitum mótmælt Stjórnarandstædingar í Hvíta-Rúss- landi komu saman í Minsk til að mótmæla úrslitum forsetakosninga. Lúkasjenkó boð- ar óbreytt ástand í Hvíta-Rússlandi Alexander Lúkasjenkó, sem var endurkjörinn forseti Hvíta-Rúss- lands á sunnudag, sagði í gær að ekki yrðu gerðar miklar breytingar á stjóm landsins, þar sem enn er í gildi verðlagseftirlit í anda Sovét- ríkjanna og þar sem öryggislögregl- an er stolt af því að heita KGB. „Ekki verða neinar róttækar breytingar á öðru kjörtímabili mínu. Við munum bæta lífskjör al- þýðunnar," sagöi Lúkasjenkó. Helsti keppinautur Lúkasjenkós sakaði stjórnvöld um að hafa viö- haft stórfelld kosningasvik og Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu sagði að kosningarnar hefðu ekki verið lýðræðislegar. Samkvæmt op- inberum tölum fékk Lúkasjenkó 75,6 prósent greiddra atkvæða. Léleg heilsu- gæsla veröur börnum að bana Á hverri mínútu deyja átta böm, sem ekki hafa náð eins mánaðar aldri, einhvers staðar í heiminum vegna ónógrar heilsugæslu. Þetta kemur fram í skýrslu sem samtökin Björgum börnunum sendi frá sér í gær. Samtökin hvöttu stjómvöld til að auðvelda aðgang ungbama að bólu- setningu, stuðla að aukinni brjósta- gjöf og til að sjá fyrir grundvallar- heilsugæslu. Tekist hefur að draga úr ung- bamadauða um fjórtán prósent síð- astliðin tíu ár. Engu að síður er hann svimandi hár, að mati Charles MacCormacks, forseta góðgerðar- samtakanna. Joseph Ferguson Gekk berserksgang í Kaliforníu og varö fimm að bana áður en yfir lauk. Svipti sig lifi eft- ir morð á fimm Öryggisvörður í Kaliforníu, sem grunaður er um að hafa myrt fimm manns um helgina, svipti sig lifi í gærmorgun eftir skotbardaga við lögregluna. Tveir menn særðust í bardaganum. Lögreglan sagði að öryggisvörð- urinn, hinn tvítugi Joseph Fergu- son, hefði verið rekinn úr starfl sínu í síðustu viku eftir að hann vann skemmdir á bifreið fyrmm unnustu sinnar. Stúlkan hafði ný- lega slitið sambandi þeirra. Ástralska flóttamannamálið fyrir dóm: Brottrekstur flóttamann- anna dæmdur ólöglegur Móttaka afgangskra fióttamanna á Nauru undirbúin Undirbúningur áströlsku ríkisstjórnarinnar fyrir móttöku afgönsku flóttamannanna á eyjunni Nauru gæti verið unnin fyrir gýg, samkvæmt nýrri niðurstöðu átralsks dómstóls. Ástralskur dómstóll hef- ur úrskurðað að áströlsk stjórnvöld hefðu átt að veita afgönsku flóttamönn- unum, sem norska flutn- ingaskipið Tampa bjargaði af sökkvandi smyglarabáti undan ströndum Indónesíu, leyfl til að ganga á land í Ástralíu. Niðurstaða dómarans, Tony North, var að ríkis- stjórnin hefði ólöglega vís- að flóttamönnunum á dyr og var það samkvæmt áður fram komnum ábendingum ástralskra lögspekinga. Þar sem rikisstjórnin hefði sent hermenn um borð í flutn- ingaskipið til að hindra að flóttafólkiö gæti synt til lands og síðan flutt það um borð í ástralskt herskip, þá væri það þar með komið undir ástralska lög- sögu og ætti því fullan rétt á að leita réttar síns samkvæmt áströlskum lög- um. Lögfræðilegir ráðunautar ríkis- stjórnarinnar segja hins vegar að flóttamennirnir hafi fyrirgert þeim rétti þegar þeir neyddu skipstjóra flutningaskipsins til að sigla til Ástr- alíu en ekki til Indónesíu sem var nær. Ástralska ríkisstjórnin hafði þegar ákveðið að áfrýja dómnum yrði hann henni í óhag, en að sögn talsmanns Daryl Williams, dómsmálaráðherra Ástral- íu, hefur ekki enn verið ákveðið hvenær áfrýjunin verður lögð fram, en North dómari gaf ríkisstjórninni frest til föstudags til að framfylgja dómnum nema um áfrýjun verði að ræða. „Ríkisstjórnin er enn að fara yfir niðurstöðu dóms- ins og mun væntanlega taka ákvörðun um það í dag,“ sagði talsmaðurinn. Afgönsku flóttamennirn- ir, 433 að tölu, eru nú á leið með ástralska herskipinu til Papúa Nýju-Gíneu, en það átti að flytja um 100 þeirra til Nýja-Sjálands og restina til smáríkisins Nauru í Kyrrahafí, sem mun vera fámennasta lýðveldi heims. Barist á móti veðrinu Fellibylurinn Danas varð fimm manns aö bana þegar hann fóryfirJapan I morgun. Aö minnsta kosti tveggja manna er saknað. Þessi mynd var tekin í japönsku höfuöborginni Tokyo í morgun þar sem vegfarendur áttu fullt í fangi með að hemja regnhlífar sinar. Einhverjar skemmdir urðu í Tokyo af völdum veðurhamsins. ísraelskir skriðdrekar á faraldsfæti í nótt: Umkringdu palestinskan bæ til að afstýra sjálfsmorðsárásum ísraelskir skriðdrekar um- kringdu palestínsku borgina Jenin á Vesturbakkanum í nótt til að koma í veg fyrir frekari sjálfs- morðsárásir á ísrael, að því er ísra- elski herinn sagði í morgun. Fjórir Palestínumenn að minnsta kosti særðust í skothríð ísraela í tengslum við aðgerðimar sem fóru fram í skjóli myrkurs. Á öðrum vígstöðvum urðu palest- ínskir byssumenn tveimur israelsk- um landamæravörðum að bana, ekki langt frá Vesturbakkabænum Tulkarm. ísraelski herinn greip til aðgerð- anna gegn Jenin, borg sem ráða- menn kalla „hreiður hryðjuverka- manna“, tveimur dögum eftir aö ísraelskur arabi varð sjálfum sér og þremur ísraelum að bana í bænum Nahariya í norðanverðu ísrael. Félagi syrgöur ísraelskir hermenn syrgja félaga sinn sem fórst í sjálfsmorðsárás í bænum Nahariya á sunnudag. Ekki var ljóst í morgun hver áhrif aðgerðanna í nótt yrðu á áform um að halda fund milli Yass- ers Arafats, forseta Palestínu- manna, og Shimonar Peresar, utan- rikisráðherra ísraels. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að árásin í Nahari- ya hefði verið gerð „undir leiðsögn hryðjuverkamanna frá Jenin“. Úr hátölurum á tumum bæna- húsa í Jenin mátti í morgun heyra ákall til íbúanna um að bjóða ísra- elska herliðinu birginn. ísraelar fóru ekki inn í borgina, að sögn sjónarvotta, heldur tóku sér stöðu við útjaðar hennar og í nærliggj- andi flóttamannabúðum. íbúarnir sögðu að rafmagn hefði farið af borginni skömmu eftir að ísraelsku skriðdrekarnir komu. Scharping neitar að fara Rudolf Scharp- ing, ástsjúkur land- varnaráðherra Þýskalands, sagðist í gær ekki ætla að segja af sér emb- ætti, þrátt fyrir ásakanir um að hann hafi notað flugvélar hersins til að fara á fund ástkonu sinnar. Á fundi með sér- stakri rannsóknamefnd þingsins sagðist Scharping hafa farið að sett- um reglum. Þrýstir á aðild að NATO Valdas Adamkus, forseti Lithá- ens, þrýsti i gær á um inngöngu landsins í NATO og sagði umsókn- ina ekki beinast gegn Rússum. Mannfall í Nígeríu Tugir manna hafa látist í átökum hópa kristinna og múslíma í tveim- ur borgum Nígeríu síðustu daga. Leiðtogar ræða Simbabve Leiðtogar ríkja í sunnanverðri Afríku halda í dag áfram að ræða leiðir til að leysa jarðadeilur í Simbabve. Stuðningsmenn Mugabes forseti lýstu því yfir í gær að þeir myndu halda áfram að leggja undir sig jarðir hvítra bænda á meðan ekkert réttlæti ríkti, eins og það var orðað. Létust eftir landadrykkju Lögreglan í Eistlandi hefur hand- tekið fjóra menn eftir að tuttugu og fjórir létust eftir að hafa drukkið landa sem gerður var úr tréspíra. Þrjátíu og sjö liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Varinn gegn vilja sínum Lögmenn sem stríðsglæpadóm- stóll Sameinuðu þjóðanna hefur skipað til að gæta hagsmunda Slobod- ans Milosevics, fyrrum Júgóslaviu- forseta, munu í raun verja hann gegn vilja hans, að sögn nefndar sem berst fyrir lausn Milosevics. Barist við skógarelda Hundruð slökkviliðsmanna börð- ust í gær við skógarelda í suðaust- anverðu Frakklandi í gær og nutu aðstoðar flugvéla, þyrlna og stór- virkra vinnuvéla. Tvö gamalmenni hafa látist af völdum eldsins. Gagnrýndi geimvarnir Joseph Biden, áhrifamaður úr röðum demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, gagnrýndi í gær það ofurkapp sem Bush forseti setur á eldflaugavarnakerfi sitt. Biden sagði að Bandaríkjunum stafaði meiri hætta af sýklavopni sem kæmi með skipi eða i ferða- tösku en af langdrægum eldflaug- Óvissa um örlög Masoods Enn er allt á huldu um örlög af- ganska skæruliðaforingjans Ahmads Shahs Masoods. Nánir bandamenn hans segja að hann hafl sloppið lifandi frá sjálfsmorðsárás á sunnudag en vestrænir embættis- menn segja að hann hafl látist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.