Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2001, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2001 4 Tilvera I>V Verðmætasta auðlind 21. aldarinnar: Norður-Þingeyj arsýsla skartaði sínu fegursta fyrir forsetann Tveggja daga opinber heimsókn forseta íslands í Norður-Þingeyjar- sýslu hófst í gærmorgun þegar odd- vitar og sveitarstjórar á svæðinu tóku á móti forsetanum, heitkonu hans Dorrit Moussaieff og fylgdar- liði við svokallaða Imbuþúfu á Tjör- nesi, skammt frá sýslumörkum Suð- > ur- og Noröur-Þingeyjarsýslu. í mót- tökunefndinni voru Guöný Bjöms- dóttir, oddviti Kelduneshrepps, Rúnar Þórarinsson, oddviti Öxar- íjarðarhrepps, Reynir Þorsteinsson, sveitarstj ór i Raufarhafnarhrepps, Jóhannes Sigfússon, oddviti Sval- i barðshrepps, og Magnús Már Þor- ■, valdsson, sveitarstjóri Þórshafnar- hrepps. Eftir að hafa virt fyrir sér ægifag- urst útsýnið yfir Kelduhverfi og Öx- arfjörð var farið í Skúlagarð í Kelduhverfi og snæddur glæsilegur morgunverður með íbúum hrepps- ins sem fjölmenntu á staðinn. Guð- ný oddviti afhenti forseta góða gjöf, krukku af býflugnahunangi sem er i V tilraunaframleiðslu hjá Friðgeiri I Þorgeirssyni og Ingveldi Ámadótt- \ ur á Hraunbrún. Ólafur þakkaði gjöfina og sagði hana táknræna fyr- ir þann nýsköpunarkraft sem býr í íslenskum landbúnaði og um leið 1 Að morgni Boð/'ð var upp á glæsilegan morgunverö í Skúlagaröi, félagsheimilinu sem dregur nafn sitt af Skúla fógeta, fööur Reykjavíkur. Forsetinn og Dorrit Þaö er ægifagurt viö tjörnina í botni Ásbyrgis og allir sem þangaö koma hljóta aö hrífast og þaö geröu þau Ólafur Ragnar og Dorrit. hæfileika íslenskra bænda til að koma þjóðinni stöðugt á óvart. Ólaf- ur taldi að það myndi fljótt klárast úr krukkunni á Bessastöðum því Dorrit fengi sér ævinlega íslenskt skyr með hunangi i morgunmat. Sungfð fyrir forseta Forsetinn ávarpaði gesti og blés mönnum bjartsýni í brjóst. Hann sagði að vissulega hefði verið á brattann að sækja í hefðbundnum atvinnuvegum islendinga. „En þró- unin í veröldinni hefur verið með þeim hætti að þau gæði sem þið búið við hér á þessu svæði, hin mikla víðátta, óspillt náttúra og matvælaframleiðsla í hæsta gæða- flokki, verður kannski ein verð- mætasta auðlind 21. aldarinnar." Dagskráin var þétt í forsetaheim- sókninni. Frá Skúlagarði var haldið f Ásbyrgi og gengið þar um undir leiðsögn Kára Kristjánssonar þjóð- garðsvarðar og þar söng einnig kvartett fyrir forseta og fylgdarlið, einkar fagurlega, enda hljómburður á heimsmælikvarða. Úr Ásbyrgi lá leiðin í Öxarfjarðarhrepp og að Dettifossi, þar sem boðið var fjöl- breytt gómsæti frá Fjallalambi hf. Leiðin lá svo úr Öxarfjarðarskóla í Lund þar sem börnin voru í aðal- hutverki og sungu og léku fyrir gesti. Atvinnufyrirtæki skoöuö Fiskeldisfyrirtækið Silfurstjarn- an, Fjallalamb og Bóka- og byggða- safn Norður-Þingeyjarsýslu voru skoðuð og siðan var móttaka fyrir gesti á vegum Öxarfjarðarhrepps á Kópaskeri. Þá var haldið til Raufar- hafnar þar sem gestum var boðið til kvöldverðar á Hótel Norðurljósum og dagskránni lauk svo með fjöl- skyldusamkomu í Hnitbjörgum á Raufarhöfn og var dagskrá fjöl- breytt og menningarleg í besta lagi. Sýslan skartaði sínu fegursta þennan fyrri dag heimsóknarinnar, gestir fengu að kynnast öllu því besta sem í boði var á svæðinu, veðrið var til eftirbreytni og mót- tökur heimamanna hlýlegar og höfðinglegar. í dag liggur leiðin svo í fyrirtæki á Raufarhöfn og síðan verður hald- ið í Svalbarðshrepp og Þórshafnar- hrepp og forsetaheimsókninni lýkur svo með fjölskylduhátíð í félags- heimilinu Þórsveri á Þórshöfn í kvöld. -JS Dorrit Moussaieff Dorrit þurfti mikiö aö spjalla viö ungviöiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.