Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Síða 4
4 Fréttir MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001 DV Dökkir tímar í barraeldi Máka í Fljótum: Bandaríkjamarkaður lok- aðist eftir hryðjuverkin Slæmar markaðsaöstæður hafa sett verulegt strik i reikninginn hjá fiskeldisfyrirtækinu Máka i Fljótum og á Sauðárkróki. Að sögn Guð- mundar Arnar Ingólfssonar fram- kvæmdastjóra eru markaðarnir nánast lokaðir og stöðin full af fiski. Evrópumarkaðurinn hefur legið gjörsamlega niðri um nokkurt skeið en Bandaríkjamarkaður leit ágæt- lega út þar til hryðjuverkin miklu voru unnin 11. september, „þá breyttist heimurinn eins og hendi væri veifað og menn kipptu að sér höndum“, segir Guðmundur Örn í samtali við DV. Guðmundur segir að þeir Máka- menn séu að reyna að byggja upp sölu barrans, hlýsjávarfisksins, sem alinn er hjá Máka, og þetta virðist ætla að koma smám saman en það dugi samt skammt að losna við 500 kíló á viku þeg- ar vikusalan þurfi að vera þrjú tonn. Það gefi augaleið að þegar fyrirtæki losni ekki við afurðina stöövist fram- leiðslan. „Það hefur ekki verið svona erfitt á markaðnum lengi, allt er okkur andsnúið núna eftir nokkum meðbyr undanfarin ár. Það eru ekki bara markaðsmálin heldur líka innan- landsmálin, peningamarkaðurinn og fjármögnunarmálin sem valda erfiðleikum,“ segir Guðmundur en ekkert útlit er í dag fyrir að á næst- unni verði ráðist í næsta áfanga uppbyggingar Máka, Máka III á matfiskeldinu við Hraun í Fljótum. Guðmundur Örn segir að verð á Evrópumarkaðn- um séu nánast í sögulegu lágmarki núna, laxinn t.d. kominn niður i 160-70 krónur. Bandaríkjamark- aðurinn gefi meira, 6-800 krónur, og þeim Máka- mönnum hafi verið ráðlagt að bíða fram á haustið eft- ir ákveðnum aðstæðum á markaðn- um. Nokkrar sendingar voru farnar til Bandaríkjanna, tonn á viku, og framhaldið leit ágætlega út þar til hryðjuverkin voru unnin. Þegar markaðurinn lokaðist allt í einu fóru Mákamenn sjálfir að vinna í markaðsmálunum en þrjú markaðs- fyrirtæki hafa unnið að þeim. Guð- mundur Örn segist nú vera frá morgni til kvölds að berjast í mark- aðsmálunum og það þýði ekki ann- að en vera bjartsýnn á að úr rætist á næstunni, allavega gera sitt besta í því. Áætlanir gerðu ráð fyrir að Mákastöðin myndi framleiða 70 tonn af barra á þessu ári en ekki er útlit fyrir að þær áætlanir standist. Máki hefur verið í fylkingarbrjósti meðal íslenskra fiskeldisstöðva með eldi í lokuðu rými við svokallað endumýtingarkefi, þar sem heita vatnið er margnýtt. Mjög fullkomin eldisstöð hefur verið byggð með þessari tækni í fyrrum seiðaeldis- stöð Miklalax á Lambanesreykjum í Fljótum. -ÞÁ Guðmundur Örn Ingólfsson. Byggðastofnun: Aldrei meiri fjárþörf Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita Byggðastofnun 300 milljóna króna aukalegt fjárframlag til lán- veitinga á þessu ári. Þetta staðfesti Valgerður Sverrisdóttir ráðherra í samtali við DV en eins og kunnugt er hefur stofnunin ekki haft neitt fé aflögu síðan í sumar. Valgerður seg- ir að síðastliðin ár hafi fjárveitingar til stofnunarinnar þó aukist veru- lega en þörfin sé óvenjumikil. „Það hafa ekki borist áður jafnmargar umsóknir um lánveitingar og núna,“ segir ráðherra. -BÞ Vesturlandsvegur: Dottaði undir stýri Ökumenn og farþegar tveggja fólks- bíla sluppu með minni háttar meiðsl úr hörðum árekstri sem varð á Vestur- landsvegi, nærri Grundartanga, síð- degis í gær. Talið er að ökumaður bíls- ins sem kom að sunnan hafi dottað og farið inn á rangan vegarhelming, í veg fyrir bíi sem kom úr norðurátt. Femt var í öðrum bílnum og tvennt í hinum. Ökumennimir og einn farþegi vora færðir undir læknishendur á Akranesi en fengu að fara heim eftir skoöun. Bíl- amir era mikið skemmdir eða jafnvel ónýtir. Gun. Fundur hjá RÚV-fólki vegna sparnaðarhugmynda: Svartsýnismyndir á starfsmannafundi — afleiðing af aðstæðum, segir formaður Starfsmannasamtaka RÚV „Þessar hug- myndir eru auð- vitað allra versta svartsýnismynd- in sem hægt er að draga upp,“ segir Jón Ásgeir Sigurðsson, for- maður Starfs- mannasamtaka Ríkisútvarpsins, í samtali við DV. Starfsfólk í Efsta- leiti kom saman til fundar fyrir helgi þar sem ræddar voru hug- myndir Markús- ar Arnar Antons- sonar útvarps- stjóra um róttæk- an sparnað í rekstri stofnunarinnar. Hugmyndimar fela meðal annars í sér að útsendingartími Sjónvarps verði aðeins virka daga frá 18.30 til 22.30 og til miðnættis um helgar, að tíufréttir Sjónvarps verði lagðar af, dregið verði úr sýningum frá íþróttaviðburðum og rekstur Rásar 1, texta- varps og vefs einfaldað- ur. Þá verði tímabundn- ir ráðningarsamningar almennt ekki endumýj- aðir. Eftir fyrstu níu mán- uði ársins er hallarekst- ur RÚV orðinn alls 238 millj. kr og fyrirsjáan- legt að hann verði 300 til 400 millj. kr. á næsta ári ef svo heldur sem horfir. Jón Ásgeir segir þetta vera afleiðingu af þeim aðstæðum sem stofnuninni séu búnar. Afnotagjöld hafa lítið hækkað á sama tíma og RÚV hafi í ríkari mæli þurft að fjár- magna rekstur Sinfóníuhljómsveit- arinnar, auknar lífeyrisskuldbind- ingar hafi fallið til og kostnaður við framleiðslu dagskrárefnis orðið meiri. Jón vill ekki ekki segja til Utvarpshúsið vlð Efstaleiti. um hvað í sparnaðarhugmyndum útvarpsstjóra mætti helst ganga eft- ir en segir að öllum sé sárt um sitt. „Þessar tillögur hafa ekki verið kynntar mér. Ég segi ekkert um fjármái RÚV fyrr en nefnd sem ég fól að fara yfir þau mál hefur skilað niðurstöðu sinni,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra þegar DV leitaði eftir hans áliti á sparnaðarhugmyndum útvarps- stjóra. -sbs Veörið í kvöld ■ Solnrgangur og sjavarföll 1 <L/ %tl/ S • 3-° W .y 2 !° 2J o- 2V é Hiti kringum frostmark Norölæg átt, 8-13 m/s, og él um landið noröanvert en norövestlæg átt, 5-10 m/s um sunnanvert landiö og skúrir eöa slydduél. Hiti O til 7 stig á Suöurlandi, en annars hiti í kringum frostmark. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.21 Sólarupprás á morgun 09.04 Síödegisflóó 17.06 Árdegisflóö á morgun 05.24 16.56 08.58 11.39 09.57 Skýringar á veðurtáknum ♦^.VINDATT 'J'SVINDSTYRKUR I ftnrtnim i wíkfiwlu IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ‘A',* RIGNING skúrir ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR 3°, HITI 0° & *Vrost HEIOSKÍRT O SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w SIYDDA SNJÓKOMA ~h . SKAF- RENNINGUR ÞOKA Veöríö a morgun pnMCT^/lnll Hálkan farin aö sýna sig Nú er veturinn kominn samkvæmt almanakinu og þótt hann hafi ekki sýnt á sér klærnar svo nokkru nerini enn þá er hálku farið aö gæta víöa og tímabært aö setja vetrardekkin undir. El noröan- og austanlands Norðan og noröaustan 8-13 m/s. Él noröan- og austanlands, en annars skýjað með köflum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands en vægt frost noröan til. Miðvlkud Vindur: 6—10 m/s ÍJrþjj' Fliumtu ffiBÖj/ $ Hiti 0° til 41* 0 Breytileg átt og víöa él. Kólnar lítiö eltt. Vindur: 5-11 trysi Hiti 4° tii. Fostiitlu Suölæg átt og rigníng sunnan til en slydda noröan til. Hlýnar í veöri. Vindur: J r—' V, 5-9 Hiti 4° til 7° Suövestanátt og skúrir. Fremur hlýtt. Héraðsdómur: Sekt ffyrir kaup á þýfi Karlmaður á fertugsaldri var á föstudag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir aö hafa fest kaup á skjávarpa sem tilheyrði þýfi úr innbroti í Tækniskólann fyrr á þessu ári. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og í niðurstöðu dómara segir að ekki sé sannað að hann hafi vitað hvers kyns var þegar hann keypti skjávarpann. Hins vegar hafi komið fram að ákærði átti í samræðum við bróður sinn eftir kaupin og hann hafi bent honum á að skjávarpinn væri hugsanlega stolinn. Ákærði hafi hins vegar ekkert aðhafst til að koma skjávarpanum aftur í hendur réttmætra eigenda og með því hafi hann gerst sekur um hylmingu. Skjávarpanum var skilað til Tækni- skólans. Maðurinn var dæmdur til greiðslu sektar að upphæð 40 þús- und krónur auk þess sem honum er gert að borga 50 þúsund króna málsvarnarlaun. Guöjón St. Mart- einsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -aþ Frá Landmannalaugum. Meiddist í 1 Landmanna- laugum - björgunarsveit á staðnum íslensk kona sem var í gönguferð í Landmannalaugum í gær varö fyr- ir meiðslum á fæti þar sem hún var stödd í svokölluðu Grænagili. Ferðafélagar konunnar vissu aö björgunarsveitarmenn úr sveitinni Ársæli úr Reykjavík væru í æfing- arferð í nágrenninu og leituðu hjálpar hjá þeim. Þeir brugðust að vonum vel við, voru með allar græjur með sér til að binda um fót konunnar sem ekki gat gengið vegna verkja. Þeir Ársælsmenn báru konuna á börum niður úr gilinu og komu henni niður í skála. Þangað sótti sjúkrabíll frá Selfossi hana og flutti til byggða þar sem gert var að meiðslunum. Þau reyndust sem betur fór ekki alvarleg. Gun. 1— íúpj/ AKUREYRI snjóél -2 BERGSSTAÐIR snjóél -2 BOLUNGARVÍK úrkoma í gr. 2 EGILSSTAÐIR alskýjaö 0 KIRKJUBÆJARKL. rigning 3 KEFLAVÍK rign. á síö. kls. 8 RAUFARHÖFN alskýjaö 1 REYKJAVÍK rignin 4 STÓRHÖFÐI skúr 7 BERGEN skýjaö 8 HELSINKI skýjaö 11- KAUPMANNAHÖFN skýjað 13 ÓSLÓ skýjaö 11 STOKKHÓLMUR slydda 9 ÞÓRSHÖFN skúr 8 ÞRÁNDHEIMUR skúr 7 ALGARVE þokumóöa 23 AMSTERDAM léttskýjað 15 BARCELONA mistur 21 BERLÍN skýjaö 13 CHICAGO heiöskírt 1 DUBLIN léttskýjaö 12 HALIFAX léttskýjaö 5 FRANKFURT rigning 13 HAMBORG skúr 14 JAN MAYEN snjóél -5 LONDON skýjaö 13 LÚXEMBORG þokumóða 13 MALLORCA léttskýjaö 25 MONTREAL heiöskírt -2 NARSSARSSUAQ rigning 3 NEWYORK hálfskýjaö 5 ORLANDO skýjað 11 PARÍS skýjaö 17 VÍN þokumóða 9 WASHINGTON léttskýjaö 2 WINNIPEG heiöskírt 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.