Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Page 10
10 MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001 DV í Tryggvaskála Einar Jónsson mynd- höggvari var tæplega fimmtugur þegar hann taldi íslensk stjórnvöld á að byggja safn yfir lífsstarf sitt. Sennilega yrði öllu erfiðara að telja stjórnvöld í nútíð á slíkan gjörning þótt ekki séu þau frábitin því að þiggja stórar gjafir frá listamönnum. Þessu áhugaleysi veld- ur meðal annars kostn- aður, vantrú hins skeptíska samtíma á það sem franskur spek- ingur nefndi „musteri yfir myndlistarhetjur" og ýmsar skorður sem slíkum söfnum eru óneitanlega settar. __ í dag virðist stefnan vera sú að fella stórar listaverkagjafir, hvort sem þær eru frá erflngjum Gerðar Helgadótt- ur, Erró eða Eiríki Smith, inn í fyrirliggjandi safnaumhverfl þar sem þær eru sýndar í sam- floti með öðrum verkum. Samt er engin ástæða til að afskrifa einsmannssafnið því ef rétt er á málum haldið getur það leikið stórt hlutverk í myndlistarlífinu, einkum á af- skekktari stöðum. Um það eru mörg dæmi er- lendis frá. Það er til dæmis ljóst af því sem haft er eft- ir þeim aldavinum, Magna Kristjánssyni, landsþekktri aflakió og athafnamanni í Nes- kaupstað, og Tryggva Ölafssyni listmálara úr sama plássi, að hugmyndin að baki safninu um myndlist þess síðarnefnda, sem opnað var fyrir austan í síðasta mánuði, er ekki að búa til minnisvarða um listamann á besta aldri. I hjarta bæjarins Markmiöið þeirra er fyrst og fremst að skapa vettvang fyrir myndlistina á Austur- landi, „hefja hana upp úr meðalmennskunni", bæði með fjölbreytilegum sýningum á verkum Tryggva og annarra listamanna sem tengjast honum með einum eða öðrum hætti og ýmiss konar fræðslustarfsemi um myndlistina i bráð og lengd. Kvenna- slóðir Ritið Kvennaslóðir er gefið út til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sjö- tugri. Sigríður var kenn- ari í sagnfræði við Há- skóla íslands og braut- ryðjandi í kvennasögu, og í ritið skrifa eingöngu kvensagnfræðingar. Þó ritar Vigdís Finnbogadótt- ir upphafskafla bókarinn- ar, fjöruga og ástúðlega frásögn af vináttu þeirra Sigríðar sem staðiö hefur óslitið síðan þær voru 13 ára og hittust fyrst í Gagnfræða- skóla Reykvíkinga í Vonarstræti - Gaggó Von eins og hann var kallaður. Vigdís rekur sögu vinkonu sinnar, segir bæði frá æskuheimili hennar og heimilinu sem hún stofnaði sjálf með manni sinum, námsferli hennar og starfsferli. Auk greinar Vigdísar eru 39 fræðigreinar í bók- inni eftir jafnmargar fræðikonur. Þeim er rað- að niður eftir tímabilinu sem þær fjalla um og er byrjað á miðöldum. Þar er meðal annars fjallað um kvennamál Oddaverja, Guðríði Þorbjarnar- dóttur og Sigríði stórráðu. Næsti bókarhluti nær yfir 16.-19. öld og eru þar meðal annars greinar um hefðarfrúr og almúgakonur á 16. öld, námsmöguleika stúlkna fyrr á öldum, frama- vonir þeirra og veruleika. Flestar eru greinarnar í lokahluta bókarinn- ar sem nær yfir 20. öld. Þar er áfram fjallað um menntunarkosti kvenna, hugsjónir og veru- leika, mat, menningardeilur og kvenleika á ár- unum milli stríða, fegurðardísir, ástandskonur og fjallkonur og íslenskar myndlistarkonur. Að síðustu er í bókinni ritaskrá Sigríðar. Kvennasögusafn íslands gefur bókina út. Séð yfir efri sýningarsalinn. Hugmyndin aö baki safninu er ekki aö búa til minnisvaröa um listamann á besta aldri. En burtséð frá þessu markmiði og skoðun- um fólks á því hvort myndlist Tryggva standi undir safni eður ei er framtak Magna lofsvert og má helst líkja því við það sem Sverrir Sig- urðsson hefur gert hér fyrir sunnan i minn- ingu vinar síns, Þorvalds Skúlasonar listmál- ara. Magni hefur lagt safni Tryggva til þriggja hæða stórhýsi í hjarta Neskaupstaðar og fjölda málverka úr eigin fórum og vinnur nú að því að tryggja fjárhagslegan grundvöll safnsins til frambúðar. Myndlist Stórhýsið sem um ræðir minnir eilítið á Listasafnið á Akureyri. Beint á ská við það stendur stór afstrakt bronsmynd eftir Gerði Helgadóttur, sem einnig er fædd í Neskaup- stað. Múrhúðun á húsinu er farin að láta á sjá en að sögn Magna var það byggt árið 1948 úr góðri danskri steypu og er því í ágætu ásig- komulagi að öðru leyti. Nú er gengið inn í safnið að aftanverðu en úr því mun verða bætt í fyllingu tímans. í rúmgóðum forsal má kaupa póstkort, plaköt og þrykk eftir Tryggva og fletta bókum um norræna málaralist sem safninu hafa borist. Sýningarsalir eru á tveimur hæðum en ekki hefur enn verið afráðið hvernig ris verð- ur nýtt. Einnig eru ónýtt herbergi á báðum hæðum sem Magni hyggst breyta í listaverka- geymslur. Sjaldgæfar myndir Samtals eru sýningarsalir um 500 fm að stærð, hvítmálaðir, vel upplýstir og haganlega afþiljaðir. Flekar hafa ver- ið settir fyrir alla glugga svo dagsbirta á ekki að trufla gesti. Lofthæð er svipuð og í Nor- „Tryggvaskáli" að utan Stórhýsiö í hjarta bæjarins minnir eilítiö á Lista- safniö á Akureyri. ræna húsinu í Reykjavík sem einhverjir kunna að setja fyrir sig. Á opnunarsýningunni eru 99 málverk og klippimyndir sem Tryggvi sá sjálfur um að hengja upp, kannski eilítið tilviljunarkennt. Þar að auki er á sýningunni töluvert af bók- um sem hann hefur myndskreytt. Að sögn Magna eru um 50 verk á sýningunni í eigu safnsins en þau koma frá Tryggva sjálfum, Magna, íslenskum og dönskum einkaaðilum og Neskaupstaðarbæ, að ógleymdri veglegri málverkagjöf frá ríkinu. í framtíðinni ætlar Tryggvi sjálfur að bæta í safnið olíumálverk- um, teikningum, grafíkmyndum, bókum og vasakompum sínum. Auk þess hafa bæjaryflr- völd skuldbundið sig til að leggja 500.000 krón- ur á ári hverju til kaupa á verkum eftir lista- manninn til safnsins. Fyrir aðkomumann var kannski fróðlegast að sjá eldri myndir Tryggva, landslags- og húsamyndir frá 1958-59, svo og nokkurn flölda pólitískra mynda frá 1968-69, sem ekki voru á yfirlitssýningunni í Gerðarsafni í fyrra. Hér er sem sagt vélað um af artarsemi og myndarskap; vonandi verður framhaldið eftir því. Aðalsteinn Ingólfsson mannsgaman / Tröppur og trönur Gleymi því seint þegar ég kom í fyrsta sinni inn í myndlistarskóla með hökuna vel yfir sjávarmáli og hugðist læra til listamanns. Það yrði nú ekki málið. Þá var heimurinn allur fram undan og þar fyrir utan þessar óravídd- ir væntinganna sem gera blessaða tilveruna alveg óendanlega. Og gekk sumsé þarna inn um eldtraustar dyr. Það var haust og fremur kalt. Kristján Eldjám ennþá forseti. Sjónvarp í sauðalitum. Donna Summer vinsæl. Og skólinn á efri hæð- um húss sem var greinilega ekki teiknað af ástríðufullum listamanni heldur hagsýnum rúðustrikara sem hugsar um heiminn í ten- ingum. En gott og vel, lét útlitið litlu skipta þrátt fyrir vægan pirring, heldur gekk til stofu á sandölunum mínum í Framsóknarúlpunni þvældu og settist á bekk með öðrum verðandi listaspírum. Trönurnar allt í kring. Og stund- in runnin upp. Nú var tími til að uppgötva í sér snilldina. Finna færnina. Staddur þarna eins og í góðum draumi með jafnöldrum mín- um af öllum kynjum og gerðum. Framan við þennan líka hæfilega skrýtna kennara og bjóst við að mér yrði snemmendis réttur pens- ill og palletta. Og kannski pottlok franskt. Sá reyndar fyrir mér að fiðringurinn færi úr huga mér eins og elding niður sinarnar og út í hvurn sinn fingur. Og nýtt tímabil hæfist í íslenskri myndlist, altént norðlenskri. Það var öðru nær. Ekki einasta fór fyrsti tíminn í innihaldslítið blaður um stefnu skól- ans, heldur fóru þeir flórir næstu í ennþá leið- inlegra tal um sögu tvívíðrar listar i þessu ei- lífa samhengi sögunnar sem aldrei ætlar að slitna. Eftir því sem nær dró jólum hægðist á skrefum mínum á leið upp þessar endalausu tröppur í listaskóla lifs míns. Og eftir jól teiknuðum við klemmur. Fram á vor. Þvottaklemmur. -SER ___________Menning Umsjón: SiSja A&alsteinsdöttir Sorgargondóll Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóðskáld og þýð- andi, hefur þýtt verðlaunabókina Sorgar- gondól eftir kollega sinn, sænska stórskáldið Tomas Tranströmer. Bókin fékk verðlaun í Svíþjóð sem besta skáldverk ársins þegar hún kom út og er ein mest selda ljóðabók allra tima í Svíþjóð. Einnig eru í bókinni nokkur nýrri ljóð Tomasar sem hann sendi Ingi- björgu sérstaklega. Tomas Tranströmer er höfuðskáld Svía og nýtur þar meiri vinsælda en dæmi eru yfirleitt til um ljóðskáld nú á dögum. Hann gaf út fyrstu ljóða- bók sína árið 1954 og eftir það flölda ljóðabóka auk minningabókar. Ljóð hans hafa verið þýdd á 51 tungumál svo að leiða má líkur að því að hann sé mest lesna norræna ljóðskáld samtímans. Tomas hefur hlotið flölda viðurkenninga, m.a. Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs og norræn verðlaun Sænsku akademíunnar. Mál og menning gefur út. Akademia non Grata Gjömingahópmrinn Akademia non Grata frá Eistlandi sem framið hefur gjöminga víða um lönd flytur fyrirlestur við Opna Listahá- skólann í Laugamesi I dag kl. 12. 30 í stofu 024. Fyrirlesturinn nefna þau: „Non Grata Presents" og munu sýna myndbönd og flalla um gjöminga í heimalandi sínu. Á miðvikudaginn kl. 12.30 heldur Valgerð- ur Tinna Gunnarsdóttir, iðnhönnuður og kennari við LHÍ, fyrirlestur í stofu 113 í Skip- holti. Þar flallar hún um sýninguna „Kollur í kassanum" sem hún vann í samstarfi við Karen Chekerdjian, kollega sinn í Beirút, og um þátttöku þeirra í hinni árlegu húsgagna- sýningu Salone Del Mobile i Mílanó í apríl síðastliðnum. Námskeið í myndlist Á endurmenntunarnámskeiði i textíl- þrykki fyrir textíilistamenn sem hefst 1. nóv. verða kynntar nýjar þrykkaðferðir og ýmsar nýjungar í meðferð og innlitun efna og að lok- um verður kynntur nýr innlitunargaldur „Alter Ego“. Kennari er Sirrý Örvarsdóttir, hönnuður og textílkennari. 6. nóv. hefst námskeið í rýmishönnun þar sem kynntir verða helstu fmmþættir hönn- unar en aðaláhersla verður á þrívíða hönnun. Fjallaö verður um samspil Ijóss, lita og forma og lögð áhersla á að þátttakendur tileinki sér aðferðafræði hönnunar svo sem að skilgreina forsendur, þarfir, gildi og gæði. Kennari er Elísabet V. Ingvarsdóttir, innanhússarkitekt FHI. 2. nóv. hefst námskeið þar sem flallað verð- ur um helstu þætti áferðarmálunar sem not- uð er í leikmyndum í leikhúsi og kvikmynd- um, kennt að líkja eftir áferð á viði, marm- ara, málmi, grjóti og fleiru og einnig litasam- setningar og skyggingar. Kennari er Victor G. Cilia myndlistarmaður. Spuni Námskeið í spuna - list augnabliksins - hefst 5. nóv. undir einkunnarorðunum ein- beiting, athygli, hugrekki og traust. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái reynslu af vinnu með spuna og styrki með því sköp- unargleði sína og lífsleikni. Kennari er Ámi Pétur Guðjónsson leikari. Andri Snær og múm í kvöld kl 20.30 hefst dagskrá í Listaklúbbi Leikhúskjallarans um verðlaunahöfundinn Andra Snæ Magnason. Þar les Andri úr verki í smíðum og frumsamin ljóð og leiklesið verður úr væntanlegu útvarpsleik- riti hans. Einnig flytur hljómsveitin múm frumsamið efni en hún gerði tónlistina við Bláa hnöttinn í Þjóðleik- húsinu og Náttúruóperana í MH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.