Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 22
34
Islendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001
DV
*
85 ára_______________________________
Steinunn Halldórsdóttir,
Garðvangi, Garði.
80 ára_______________________________
Siguröur Ringsted,
Sigtúnum, Svalbaröseyri.
Eiginkona hans er Hulda
Haraldsdóttir. Þau verða
að heiman S
afmælisdaginn.
Olgeir Sveinsson,
Álftamýri 45, Reykjavík.
Lilja Karlsdóttir,
Efstalundi 6, Garðabæ.
Xristján Einarsson,
Grænugötu 12, Akureyri.
Sottskálk Egilsson,
Ægisgötu 6, Akureyri.
75 ára_______________________________
Guðbrandur Rögnvaldsson,
Trönuhjalla 17, Kópavogi.
Xaritas Finnbogadóttir,
Sunnubraut 18, Keflavík.
Xarl Olsen,
Hólagötu 31, Njarðvík.
70 ára_______________________________
Högni Felixson,
Norðurbraut 37, Hafnarfirði.
60 ára_______________________________
Sigrún Jóna Sigurðardóttir,
Skólavegi 3, Hnífsdal.
Sigurjón Guðbjartsson,
Hólabraut 5, Skagaströnd.
Sigfríð Guðlaugsdóttir,
Búöavegi 47a, Fáskrúðsfiröi.
50 ára_______________________________
Guðmundur Gissurarson,
Sólheimum 35, Reykjavík.
Ásgeir Ebenezersson,
Miklubraut 3, Reykjavik.
Jóhanna S. Guðjónsdóttir,
Flúðaseli 65, Reykjavík.
Katrín Yngvadóttir,
Baröastöðum 11, Reykjavík.
Alda Þorsteinsdóttir,
Vesturlandsbr. Keldum, Reykjavík.
Pétur Magnús Birgisson,
Lautasmára 27, Kópavogi.
Sigríður Einarsdóttir,
Lyngmóum 14, Garðabæ.
Geir Ingimarsson,
Þrastanesi 6, Garðabæ.
Bragi Jónsson,
Garöavík 1, Borgarnesi.
Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Fjarðarbakka 3, Seyðisfirði.
Einar Már Sigurösson,
Sæbakka 1, Neskaupstað.
Júlía Tryggvadóttir,
Dverghamri 32, Vestmannaeyjum.
40 ára_______________________________
Ásta Báröardóttir,
Deildarási 4, Reykjavík.
Höskuldur Tryggvason,
Álfhólsvegi 46d, Kópavogi.
Smáauglýsingar
Þjónustu-
auglýsingar
►I550 5000
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson Bryndis
útfararstjóri Valbjarnardóttir
útfararstjórí
Útfararstofa íslands
Suöurhlíö35- Slmi 581 3300
Fólk ■ fréttum
Gísli H. Guðjónsson
yfirréttarsálfræðingur við Lundúnaháskóla
Dr. Gísli Hannes Guðjónsson, yf-
irréttarsálfræðingur við Lundúna-
háskóla, hyggst gera úttekt á mann-
drápsmálum hér á landi á 20. öld,
ásamt Hannesi Péturssyni prófessor
og Jóni Friðriki Sigurðssyni sál-
fræðingi. Þetta kom fram í innlendu
fréttaljósi DV á fóstudaginn var.
Starfsferill
Gísli fæddist í Reykjavík 26.10.
1947 og ólst þar upp. Hann stundaði
nám við Iðnskólann í Reykjavík,
lærði húsgagnasmíði, lauk sveins-
prófi í þeirri grein 1967 og vann síð-
an við húsgagnasmíði í eitt ár.
Gísli ílutti síðan til Englands i
því skyni að læra ensku, stundaði
síðan nám viö verslunarskóla í
Englandi, lauk stúdentsprófi þar
1970, stundaði nám í meðferðarsál-
fræði við Burnel-háskólann í Vest-
ur-London, lauk þar BS-prófi með
hæstu einkun 1975, lauk MS-prófi í
meðferðarsálfræði við Surrey-há-
skóla og siðan doktorsprófi þaðan
1981. Með námi starfaði Gísli á geð-
deildum sjúkrahúsa, vann á stofnun
fyrir unga afbrotamenn, starfaði
eitt sumar við Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar og nokkrum
sinnum hjá Lögreglunni í Reykjavík
og RLR.
Gísli hóf störf í meðferðarsál-
fræði við Institute of Psychiatry
1980 og var i framhaldi af því ráðinn
í fyrstu rannsóknar- og kennslustöð-
una í réttarsálfræði við Lundúnahá-
skóla. Hann hefur því jöfnum hönd-
um unnið sálfræðistörf við meðferð-
arstofnun og sinnt kennslu og rann-
sóknum sem yfirsálfræðingur við
Lundúnaháskóla. Auk þess hefur
hann verið ritstjóri tímaritsins Per-
sonality Individual Differences.
Síðast en ekki síst hefur Gísli ver-
ið ráðgjafi og dómkvaddur umsagn-
araðili um mikinn íjölda afbrota-
mála, einkum morðmála, en frá 1980
hefur hann haft til rannsóknar og
umfjöllunar u.þ.b. sjö hundruð slík
mál.
Út hafa komið eftir Gísla ritin
The Psychology of Interrogations,
Confessions and Testimony og The
Causes and Cures of Criminality, og
kennslubók í réttarsálfræði.
Fjölskylda
Eiginkona Gísla: Julía Guðjóns-
son, f. 1945, húsmóðir.
Stjúpdætur Gísla eru Rowena
Guðjónsson nefni; Rhiamon Guð-
jónsson nemi.
Tvíburabróðir Gísla er Guðmund-
ur Guðjónsson, f. 26.10.1947, yfirlög-
regluþjónn hjá Lögreglunni í
Reykjavík, kvæntur Tove Bech hús-
móður og eiga þau tvö börn, auk
þess sem hann á tvo stjúpsyni.
Foreldrar Gísla eru Guðjón Aðal-
steinn Guðmundsson, f. 6.1. 1921,
fyrrv. kaupmaður í Reykjavlk, og
k.h., Þóra Hannesdóttir, f. 2.6. 1919,
húsmóðir.
Ætt
Guðjón er bróðir Karitasar,
móður Jóhönnu Sigurðardóttur
alþm. Guðjón er sonur Guðmund-
ar, kaupmanns í Reykjavík, Guð-
jónssonar, sjómanns í Reykjavík,
Björnssonar, bróöur Guðrúnar,
ömmu Alberts Guðmundssonar
ráðherra. Móðir Guðmundar var
Steinunn Þorsteinsdóttir, b. í
Breiðamýrarholti, bróður Stein-
unnar, móður Magnúsar Jónsson-
ar dósents og Þóris Bergssonar rit-
höfundar. Þorsteinn var sonur
Þorsteins, garðyrkjub. í Úthlíð í
Biskupstungum, Þorsteinssonar,
b. á Hvoli í Mýrdal, hálfbróður
Bjarna Thorsteinssonar amt-
manns, föður Steingríms, rektors
og skálds, föður Axels blaða-
manns. Þorsteinn var sonur Þor-
steins, b. í Kerlingardal, Stein-
grímssonar, bróður Jóns „eld-
prests". Móðir Þorsteins í Úthlíð
var Þórunn Þorsteinsdóttir, b. á
Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyj-
ólfssonar. Móðir Steinunnar var
Guðlaug Stefánsdóttir, b. á Brekku
í Biskupstungum, Gunnarssonar,
af Vikingslækjarættinni, bróður
Helgu, langömmu Ingigerðar, móð-
ur Guðrúnar Helgadóttur fyrrv.
alþm.
Móðir Guðjóns var Anna María
Gísladóttir, sjómanns í Reykjavík,
Jónssonar, frá írafelli í Kjós. Móðir
Önnu Maríu var Vilborg, systir Sal-
varar, langömmu Sigurðar Sigur-
jónssonar leikara. Vilborg var dótt-
ir Frímanns, b. að Kirkjuvogi í
Höfnum, Gíslasonar. Móðir Vilborg-
ar var Magnea Þórðardóttir, b. á
Bakka í Höfnum, Þorkelssonar,
bróður Ögmundar, afa Tómasar
Guðmundssonar skálds. Þóra er
dóttir Hannesar, útvegsb. í Vest-
mannaeyjum, Sigurðssonar, b. á
Seljalandi undir Vestur-Eyjaflöll-
um, bróður Tómasar, afa Grétars
Haraldssonar lögmanns. Sigurður
var sonur Sigurðar, hreppstjóra á
Barkarstöðum í Fljótshlíð, ísleifs-
sonar, Gissurarsonar. Móöir Sigurð-
ar á Seljalandi var Ingibjörg, systir
Tómasar Fjölnismanns, langafa
Helga læknis, föður Ragnhildar,
fyrrv. ráðherra. Systir Ingibjargar
var Jórunn, amma Árna Þórarins-
sonar, pr. á Stóra-Hrauni. Ingibjörg
var dóttir Sæmundar, b. í Eyvindar-
holti, Ögmundssonar, pr. á Krossi,
bróður Böðvars, langafa Þorvalds,
pr. í Sauðlauksdal, afa Vigdísar,
fyrrv. forseta. Ögmundur var sonur
Presta-Högna Sigurðssonar. Móðir
Sæmundar var Salvör Sigurðardótt-
ir, systir Jóns, afa Jóns forseta.
Móðir Þóru var Guðrún Jónsdótt-
ir, b. á Seljalandi, Jónssonar, frá
Bakka í Landeyjum Einarssonar.
Móðir Guðrúnar var Guðný Þor-
björnsdóttir.
Gísli Hannes Guöjónsson réttarsálfræðingur
Gísli er löngu oröinn heimsfrægur fyrir réttarsálfræðikenningar sínar og
rannsóknir sínar af þekktum manndráps- og morðmálum.
Jón Bergsson
verkfræðingur í Hafnarfirði.
Jón Bergsson verkfræðingur,
Smárahvammi 4, Hafnarfirði, verð-
ur sjötugur á morgun.
Starfsferill
Jón fæddist í Hafnarfirði og ólst
þar upp. Hann lauk fyrrihlutaprófi í
verkfræði frá HÍ 1955 og Dipl. Ing.-
prófi TH í Karlsruhe í Þýskalandi
1958.
Jón var verkfræðingur hjá ís-
lenskum aðalverktökum sf. 1958-59,
bæjarverkfræðingur i Hafnarfirði
1959-61, og 1962-64, verkfræðingur
hjá Verki hf. 1961-62, hefur rekið
eigin verkfræðistofu í Reykjavík og
síðar í Hafnarfirði frá 1964, stofnaði,
ásamt öðrum, Ok hf. og var tækni-
legur ráðunautur þess 1965-72, var
kennari við Tækniskóla íslands frá
1968 og lektor þar 1972-85. Hann hef-
ur verið verkfræðingur hjá Varnar-
liðinu á Keflavíkurflugvelli frá 1985.
Jón sat í Skipulagsnefnd ríkisins
1964-82, var formaður Brunamála-
stjórnar ríkisins 1979-83, bæjarfull-
trúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði
1978-82, í stjórn Verkfræðingafélags
íslands 1970-72, félagi í
Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar frá
1961, félagi í Frímúrarareglunni frá
1975, situr í Landgildisstjórn St. Ge-
orgsgildanna á íslandi frá 1990,
hefur verið hjálparliði í stjórnstöð
Almannavarna frá stofnun og hefur
starfað með Hjálparsveit skáta í
Hafnarfirði frá stofnun 1951.
Fjölskylda
Jón kvæntist 12.1. 1957 Þórdísi
Steinunni Sveinsdóttur, f. 25.5.1931,
húsmóður. Hún er dóttir Sveins Sig-
urjóns Sigurðssonar, f. 8.12. 1890, d.
26.3. 1972, guðfræðings, ritstjóra og
bókútgefanda í Reykjavik, og k.h.,
Steinunnar Arndísar Jóhannsdótt-
ur, f. 19.8. 1895, d. 7.6. 1974, húsmóð-
ur.
Börn Jóns og Þórdísar Steinunn-
ar eru Ingibjörg, f. 26.4. 1959, félags-
fræðingur í Hafnarfirði, gift Guð-
mundi Rúnari Árnasyni stjórnmála-
fræðingi og eru börn þeirra Jón
Steinar, f. 27.10. 1983, Ágústa
Mithila, f. 19.11. 1998, en stjúpsonur
Ingibjargar og sonur Guðmundar og
Ingveldar Guðrúnar Ólafsdóttur er
Ólafur Kolbeinn, f. 27.2. 1978; Sig-
urður, f. 25.1. 1963, jarðfræðingur og
kennari í Hafnarflrði og nemi í tölv-
unarfræði við VHÍ, en kona hans er
Arna Guðjónsdóttir; Tryggvi, f. 20.1.
1967, verkfræðingur í Hafnarfirði,
kvæntur Guðrúnu Elvu Sverrisdótt-
ur kennara og eru börn þeirra
Tandri, f. 26.8. 1992, Darri, f. 16.1.
1995, og Dana Sól, f. 31.12. 1998.
Bræður Jóns eru Örn, f. 13.6.1936,
skipasmiður hjá Furu í Hafnarfirði;
Ólafur Bjarni, f. 18.10.1938, vörubíl-
stjóri í Hafnarfirði.
Foreldrar Jóns: Bergur
Bjarnason, f. 21.7. 1894, d. 10.9. 1988,
bifreiðastjóri í Hafnarfirði, og k.h.,
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 14.10. 1901, d.
1.2. 1993, húsmóðir.
Jón og Þórdís eru á Kýpur.
Merkir íslendingar
Gísli Sigurbjömsson, forstjóri elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar, fædd-
ist í Reykjavík 29. október 1907. Hann var
sonur Sigurbjöms Ástvalds Gíslasonar,
kennara, ritstjóra og prests, og k.h.,
Guðrúnar Lárusdóttur, rithöfundar og
alþingismanns. Glsli missti móður
sína og tvær systur í sviplegu slysi,
sem frægt varð, er þifreið með þeim
mæðgum rann stjórnlaus út í
Tungufljót í Biskupstungum 1938. Auk
þess dóu þrjú systkina hans í barn-
æsku. Alls urðu systkinin tíu en meðal
bræðra hans voru Lárus, rithöfundur og
minjavörður Reykjavíkurborgar, og Frið-
rik stórkaupmaður.
Gísli stundaði nám við Verslunarskóla ís-
Gísli Sigurbjörnsson
lands og lauk þaðan prófum 1927. Hann var
um skeið frímerkjakaupmaður en stofnaði
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund 1934,
var forstjóri þess og síðar jafnframt for-
stjóri Áss í Hveragerði frá 1952.
Auk þess að vinna brautryðjenda-
starf i þágu aldraðra sinnti Gísli mik-
ið íþróttamálum, bindindismálum og
ferðamálum alla tíð. Hann var einn af
stofnendum Krabbameinsfélags ís-
lands og formaður knattspymufélags-
ins Víkings um skeið. Hann gegndi auk
þess fjölda trúnaðar- og ábyrgðarstarfa á
ýmsum vettvangi.
Gísli kvæntist Ólaflu Helgu Björnsdótt-
ur húsmóður og eignuðust þau fjórar dætur.
Gísli lést 7. janúar 1994.
Þú nærö alltaf
sambandi
við okkur!
(?) 550 5000
alla virka daga kl. 9-22
sunnudaga kl. 16-22
@ dvaugl@ff.is
hvenær sólarhringsins sem er
allan solarhringinn. www.Utforin.is