Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Blaðsíða 24
» 36 Tilvera MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001 I>V t. í fJ.Ö r I R V I N N u UTSALA Innpakkað land Björn Hafberg, sagnfræðingur og frístundamálari, hefur opnað málverkasýningu á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti Innpakkað land og verðfallin gildi eru helstu viðfangsefni Bjöms á sýningunni. Jafnframt sýnir Björn myndröð sem nefnist Menntavegurinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Krár ■ JAMES TAYLOR A GAUKNUM James Taylor spilar á Gauki á Stöng. Fundir ■ ANDRI SNÆR í LISTAKLUBBN- UM I Listaklúbbi Leikhúskjallarans í kvöld mun Andri Snær Magnason segja klúbbgestum sögu sem verður efni næstu bókar hans og flytja frumsamin Ijóð. Lesið verður úr væntanlegu útvarpsleikriti eftir hann, Hlauptu náttúrubarn. Hljóm- sveitin múm kemur fram og flytur tónlist af væntanlegum hljómdiski sveitarinnar. Leikarar og leikstjóri Bláa hnattarins taka þátt í dag- skránni. Húsið verður opnað kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30. ■ HVERNIG HUGSA ÍSLENDINGAR Skipa andleg gæði hærri sess en þau efnislegu í hugum íslendinga? Leitað verður svara við þessari spurningu á námskeiðinu Nútíma- dyggðir Islendinga sem hefst í dag. Þar mun Salvör Nordal, forstöðu- maður Siöfræðistofnunar HÍ, og aðr- ir fyrirlesarar tala um dyggðahugtak- ið og skoöa klassískar og kristnar hugmyndir í því samhengi. Greint verður m.a. frá viðhorfskönnunum sem geröar hafa verið á síöustu árum þar sem spurt hefur veriö um dyggðir íslendinga, siöferði og lífs- gildi. ■ MÁL OG MANNLÍF Á ÍTALÍU Hægt verður að kynnast ítölsku þjóðlífi og læra ítólsku á líflegu nám- skeiði sem hefst hjá Endurmenntun HÍ. Fjallaö verður í máli og myndum um menningu á Ítalíu fyrr og nú og Ijósi varpaö á helstu verk í italskri bókmenntasögu. Námskeiðið mið- ast við að þátttakendur skilji ítölsku ef hún er töluð hægt og skýrt og verður lögð megináhersla á aö þjálfa talmál. Kennari er Mauro Barindi, stundakennari við HÍ. Bíó ■ FILMUNDUR SYNIR GRIKKjÁNN ZORBA I kvöld endursýnir Filmundur stórmyndina Zorba, the Greek, eftir Michael Cacoyannis, sem byggð er á frægri skáldsögu Nikos Kazantzakls. Anthony Quinn fer með titilhlutverkiö, en hann er í augum margra hinn eini sanni Zorba. Sýn- ingin hefst klukkan 22.30 í Háskóla- bíol. Sýningar ■ HAUSTSÝNING GEORG JENSEN DAMASK Haustsýning Georg Jensen Damask er í Norræna húsinu í dag milli kl. 13 og 17. Dúkar, rúmfót, handklæöi og fleira. Fyrirtækiö er rótgróið vefnaöarfyrirtæki sem leggur áherslu á listræna hönnun. Árlega koma ný mynstur og nýir litir í framleiösluna. ■ TOLLI í SMÁRALINDINNI Tolli er með tvær sýningar í Smáralindinni, yfjrlitssýningu í verslunarrými og sýninguna Einskismannsland f Vetrargaröinum Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is í hringiöu skemmtanalífsins: Vetri fagnað í miðborginni Blómarósir á Hverfisbarnum Sigríöur Tómasdóttir blaöa- maöur og Sigurbjörg Þrast- ardóttir skáid létu fara vel um sig á Hverfisbarnum en hann er meö vinsælustu stööum borgarinnar um þessar mundir. Tvær í stíl Á Kaffi Victor í Hafnar- stræti tóku fagrar yngis- meyjar á móti gestum aö hætti hússins. Bíógagnrýni Geirfuglarnir í ham / Þjóöleikhúskjallaranum lék gleöisveitin Geirfuglarnir fyrir dansi. Sambíóin - Osmosis Jones ★ ★ Lífið í líkama Franks Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Buff á Vídalín Á Vídalín í Aöalstræti hélt húshljómsveitin Buff uppi fjörinu, spil- aöi gamla slagara og sprellaöi. DV-MYNDIR EINAR J Rómantíkin blómstrar á Prikinu Þaö var ekki margt um manninn á Prikinu þegar Ijósmyndari rak þar inn nef- iö enda klukkan ekki nema rétt rúmlega ellefu. Ásgeir Guömundsson og Sunna Ragnarsdóttir nutu lífsins yfir rjúkandi kaffibolla. Reykvíkingar og nágrannar fjöl- menntu á krár og skemmtistaði miðbæjarins á laugardaginn til að fagna fyrsta degi vetrar. Dagurinn stóð undir nafni að þessu sinni enda var kalt í veðri og fyrstu snjóflygsur vetrarins létu meira að segja sjá sig i höfuðborginni. Innandyra var þó víðast hvar hlýtt og notalegt og þar sátu menn og spjölluðu eða hreyfðu skanka í takt við dynjandi tónlist. Ljósmyndari DV skellti sér á kráarölt og tók vélina með. Glæsilegar mæðgur Mæðgurnar og leikkonurnar Þór- unn Lárusdóttir og Sigríöur Þor- valdsdóttir gátu ekki á sér setiö þegar Geirfuglarnir hófu leik og stigu nokkur spor á gólfinu. Þeir bræður Peter og Bobby Farrelly mega eiga það að þeir fara aldrei hefðbundnar leiðir í kvik- myndum sínum. Það sanna góðar og farsakenndar gamanmyndir á borð við Dumb and Dumber, Kingp- in, There Is Something about Mary og Me Myself ar.d Irene. Oft og tíð- um leika þeir á mörkum velsæmis- ins. en húmorinn hefur ávallt yfir- höndina þótt svartur sé. Fyrir utan að vera frumlegar gamanmyndir þá eiga myndir Farrelly-bræðra það sameiginlegt að aðalpersónurnar eru á skjön við það sem er að gerast í kringum þær. Slík persóna er Frank Detorri. Hann er að sumu leyti ekki ólikur Frank Munson í Kingpin, subbulegur karakter sem gefur lítið fyrir álit annarra. Það sem Frank ekki veit er að sóðaskapur og stanslaust át á skyndimat gerir það að verkum að öfl togast á innan líkama hans. Á meðan Frank er að hafa að engu ábendingar dóttur sinnar um heilsusamlegra lifemi er barist á mörgum vigstöðvum í líkama hans. Borgarstjórinn í Frank-borg vill halda óbreyttu ástandi og er hrædd- ur um að missa atkvæði i komandi kosningum verði Frank settur á heilsufæði því þá munu margir missa vinnu sína. Mótframbjóðandi í komandi kosningum telur að Frank eigi ekki langa lífdaga fram undan breyti hann ekki um lífsstíl. Þegar svo Frank borðar egg sem dottið hefur í drullu án þess aö þurrka af því fara alvarlegir at- burðir að gerast. Banvæn bakteria kemst inn í líkamann, leitar uppi vafasama karaktera sér til aðstoðar og nú hefst barátta upp á líf og dauða. Sá sem á að bjarga Frank er Osmosis Jones, seinheppin lögga sem loks fær tækifæri til að sanna sig... Öðru hverju eru gerðar kvik- myndir þar sem tvinnað er saman leiknum atriðum og teiknuðum. Tæknin gerir það að verkum að auðvelt er í dag að nýta sér þetta form en það þykir aftur á móti mjög kostnaðarsamt. Osmosis Jones er ein djarfasta tilraunin í þessum efn- um. Hugmyndimar sem unnið er með teiknimyndamegin eru brjál- æðislegar, svo ekki sé meira sagt, en ganga furðanlega upp. Á yfir- borðinu höfum viö svo sóðann Frank sem er persóna sem enginn leikur betur en Bill Murray, enda hefur hann langa reynslu af slíkum hlutverkum. Allt frá því hann lék golfvallarvörðinn í Caddyshack hef- ur hann af og til verið að leika subbuna. Þrátt fyrir að einstaka at- riði gangi upp og skiptingar virðist vera á réttum stöðum er eins og verið sé að horfa á tvær myndir sem ná ekki almennilega að tengj- ast. Það má samt hafa ánægju af myndinni, samtöl eru oft snjöll og fígúrumar vel heppnaðar. Osmosis Jones er þó ekki í hópi fremstu mynda þeirra bræðra og verður frekar að líta á hana sem útúrdúr á ferli þeirra. Leikstjórar: Bobby og Peter Farelly. Handrit: Marc Hyman. Kvikmyndataka: Matk Irwin. Tónlist: Randy Edelman. Aó- alhlutverk: Bill Murray. Raddir: Chris Rock, Laurence Fishburne, David Hyde Pierce og William Shatner.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.