Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2001, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 2001
37
I>V
EIR á mánudegi
Potter í pósti
Um 700 eintök hafa selst af
nýjustu Harry Potter-bókinni í
forsölu en bókin fer ekki í al-
menna sölu fyrr en klukkan 15 á
morgun. Bókaverslanir Ey-
mundsson hafa séð um forsöluna
fyrir bókaút-
gáfima Bjart en
Harry Potter
verður settur í
póst í dag og
sendur þeim
sem tryggt hafa
sér eintak í for-
sölunni:
„Það er alls
kyns fólk sem
hefur verið að
kauþa bókina;
börn jafnt sem
fullorðnir,“ segir Þorgerður Sig-
urðardóttir hjá Eymundsson sem
að vonum er ánægð með undir-
tektirnar. Ekki er ánægjan
minni í höfuðstöðvum Bjarts því
ef 700 eintök fara í forsölu má
gera ráð fyrir að leiðin á topp
metsölulistans verði greið þegar
bókin loks fer í almenna sölu.
Harry og Ron
700 eintök í
forsölu.
Tap á Sýn
Sjónvarps-
stöðin Sýn
hefur að und-
anfórnu sýnt
alla lands-
leiki íslend-
inga í knatt-
spyrnu á úti-
velli og at-
hygli vekur
að leikirnir
tapast allir. Starfsmenn KSÍ skilja
ekkert í þessu en benda á að úti-
leikir séu yfirleitt erfiðari viðfangs
en heimaleikir sem Ríkissjónvarpið
sýnir. Úrslit í síðustu landsleikjum
íslendinga sem sýndir hafa verið á
Sýn eru þessi:
ísland - Danmörk: 0-6
ísland - N-írland: 0-3
ísland - Tékkland: 0-4
ísland - Búlgaria: 1-2
ísland - Frakkland: 2-3
ísland Rússland: 0-1
Árangur íslenska landsliðsins i
knattsymu i beinum útsendingum
Ríkissjónvarpsins hefur verið betri.
Landsleikir
Alltaf tap á sömu
stööinni.
Kristjana og bíliinn
Dúxaöi á ökuprófinu.
Sú fyrsta
Kristjana Jensdóttir, húsmóðir á
Höfn í Hornafirði, er farin að aka
leigubíl: „Ég var að leita mér að
einhverri aukavinnu og maðurinn
minn hvatti mig til að fara í
leigubílaaksturinn þannig að ég
dreif mig bara í meirapróflð," segir
Kristjana sem er þegar farin að
aka leigubíl á Höfn. Hún fékk 10 í
Ökuskólanum og ekur nú varlega
og við góðar undirtektir. Kristjana
er fyrsti kvenleigubílstjórinn á
Höfn og hafði ekki komið í skóla í
30 ár þegar hún þreytti ökuprófið
með þeim glæsibrag sem fyrr
greindi.
Leiðrétting
Vegna myndskreytingar með frétt
um styrkleika áfengis og stjórn-
málailokka hér að ofan skal tekið
fram að tapparnir sem eru á flösk-
ununum eru ekki seldir með þeim á
útsölustöðum ÁTVR.
Fímm ráö fyrir vi
BSÍ - matstofan
á BSÍ við Hring-
braut. Jólamat-
Prósentur og pólitík
ur á tombólu-
verði í hádeg-
inu og á kvöld-
in. Enda vinsælt hjá kynlegum
kvistum sem setja svip á staðinn
og eru allir til í að spjalla. Arf-
taki Múlakaffis.
logandi ljósi í áfengisverslunum til
að finna drykk af sama styrkleika.
Hjá öðrum flokkum var styrkurinn
meira í takt við almennt framboð á
áfengi og úr ýmsu að velja.
MEGAS - ný
bók um Megas
er gefin út í
tengslum við
sýningu í Ný-
listasafninu.
Myndir, greinar, viðtöl - allir
opna sig um Megas. Og sjálfur
opnar hann sig um allt - meira
að segja Tailandsferðirnar.
EPLI - nýju
eplin í Bónus.
Það er bæði
eplabragð og
eplalykt af
þeim. Góð mið-
að við verð og ódýr miðað við
gæði.
Stjórnmálaflokkar og áfengi eiga
það sameiginlegt að mæla styrk sinn
í prósentum. Samkvæmt nýjustu
skoðanakönnun DV um
fylgi flokkanna kemur i
- sannur styrkur
ljós að styrkur Sjálfstæðisflokksins
er þvílíkur að aðeins ein áfengisteg-
und í Ríkinu nær sama styrkleika.
Frjálslyndi flokkurinn er hins veg-
ar svo veikur að leita þurfti með
úÁHinm \
wumnu
AHUIRUM
wm
45,6 %
Fylgi Sjálfstæðis-
flokksins er af
sama styrkleika og
Jack Daniels Single
Barrel. Hér er um
rúgviskí frá Banda-
ríkjunum að ræða
sem helst er drukk-
ið af öflugum karl-
mönnum sem vilja
ekkert sull. Konum
er ráðlagt að halda
sig frá drykknum.
Leitun er að drykk
í áfengisverslunum
ríkisins sem er
sterkari. Það sama
má segja um póli-
tíkina. Sjálfstæðis-
flokkurinn er lang-
sterkastur í pró-
sentum talið.
13,0 %
Fylgi Fram-
sóknarflokksins
samsvarar sér vel
með Torres Gran
Coronas. Hvítvín
þeirra sem vita
ekki hvaða rauö-
vín á að panta. En
það svíkur ekki
og virkar vel -
sérsfaklega á
hænuhausa.
Torres-hvítvínið á
það sameiginlegt
með mörgum öðr-
um léttvínsteg-
undum að vera 13
prósent eins og
Framsóknarflokk-
urinn. Þetta er
miðjuvín eins og
flokkurinn.
3,9 %
Fylgi Frjálslynda
flokksins er svo
veikt að ef flokkur-
inn væri áfengi þá
væri hann nær óá-
fengur. Fáar áfeng-
istegundir sem í
boði eru í áfengis-
verslunum ríkisins
ná lágum styrk
Sverris Hermanns-
sonar á félaga.
Næst honum kemst
Vice ávaxtabjórinn
sem er vinsælastur
meðal grunnskóla-
nema og annarra
undir lögaldri. Sæt-
ur en ekki bragð-
góður. Hálfgert
tyggjó í fljótandi
formi.
13,5 %
La Fiole du Pape
er borðvín alþýð-
unnar og hentar
jafnt með kjöti sem
fiski. Þetta er vín
sem allir hafa ráð á
og allir geta verið
sammála um að sé
gott. Samt er það
bara sæmilegt. Það
eldist þó vel eins og
68-kynslóðin og at-
hyglisvert er að
það hefur sama
styrkleika og Sam-
fylkingin i síðustu
skoðanakönnun. La
Fiole höfðar til
fjöldans án veru-
legra áhrifa. Þökk
sé lágum styrk í
prósentum.
24,0 %
Vinstri grænir
ná styrkleika Mali-
bu-líkjörsins. Þetta
er sætur dömu-
drykkur sem nýtur
sívaxandi vin-
sælda víða um
heim og þá sérstak-
lega fyrir afger-
andi bragð. Malibu
hentar sérstaklega
vel fyrir þá sem
drekka sjaldan og
til málamynda.
Styrkurinn er
hvorki of mikill né
lítill heldur mátu-
legur. Malibu er
drykkur hins
ábyggilega sem rat-
ar ekki í ævintýri
að óþörfu.
Baráttukonan Waris Dirie kemur í dag:
Nakin hjá Pirelli
- samsæti hjá Ingibjörgu Sólrúnu
Sðmalska baráttukonan Waris Dirie
kemur til landsins í dag en Dirie hefur
getið sé heimsfrægð fyrir sýningarstörf
og ekki síður fyrir baráttu sína gegn
umskurði stúlkubama. Er hún sérlegur
sendiherra Sameinuðu þjóðanna i því
efni. Dirie mun flytja fyrirlestur í Há-
skóla íslands um baráttu sína gegn um-
skurði en jafhframt er tilgangur heim-
sóknar hennar hingað til lands að
kynna íslenska þýðingu á ævisögu sinni
sem nefnist Eyðimerkurblómið og kem-
ur út í dag.
Lífshlaup Dirie hefur verið ævintýri
líkast. Hún fæddist og ólst upp hjá hirð-
ingjaQölskyldu í Sómalíu en lagði ung
leið sína til London. Starfaði hún á
skyndibitastað hjá McDonald’s þar sem
hinn heimsþekkti tiskuljósmyndari Ter-
ence Donovan kom auga á hana og fékk
að taka af henni myndir sem síðar
fleyttu henni upp á hæstu tinda tísku-
heimsins. Hefúr Dirie meðal annars
prýtt dagatal Pirellis eins og Terence
Donovan sá hana í gegnum linsu sína. í
framhaldinu kom svo baráttan gegn um-
skurði stúlkubama í heimalandi henn-
ar og viðar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri hefur ákveðið að halda Dirie sam-
sæti í tilefni af heimsókn hennar hing-
að til lands. Sjálf segist Dirie líta á sig
sem sendiherra systra sinna í Afríku
sem hún hefúr séð þjást og deyja af völd-
um umskurðar. Og bókmenntagagnrýn-
andi Sunday Express hefur þetta um
ævisögu hennar að segja: „Þetta er saga
sem spannar heimsálfur, jafnt land-
fræðilega sem á viðáttum mannlegra til-
fmninga og sárustu reynslu...Með feg-
urð sína og hugrekki að vopni berst hún
ótrauð fyrir því að hennar þraut verði
öðrum líkn.“
Rétta myndin
GÖNGUSTAFUR
- fáið ykkur
göngustaf. Staf-
urinn tekur 15
prósent af lík-
amsþyngdinni
þannig að göngutúrinn getur
orðið lengri og betri. Líka smart.
HAUST-
HANSKAR -
fáið ykkur nýja
hanska. Fátt
veitir meiri ör-
yggiskennd en
nýir leðurhanskar. Veita einnig
mátulegt skjól í haustnepjunni.
Betra að leiðast.
„Ofsaiega flott saga“
Björn meö mynd af afa sínum.
Krossgötur
Kristmanns
Stuttmyndin Krossgötur hefur ver-
ið tilnefnd til Edduverðlaunanna
2001 en myndin byggir á samnefndri
smásögu eftir Kristmann Guðmunds-
son. Það er bamabarn Kristmanns,
Björn Helgason, sem skrifar handrit
myndarinnar og framleiðir hana í
samvinnu við félaga sinn, Sigurð
Kaiser Guðmundsson leikstjóra.
„Þetta er ástarsaga sem gerist á
geðsjúkrahúsi," segir Bjöm sem ætl-
ar að frumsýna myndina í Háskóla-
bíói á miðvikudaginn. „Ofsalega flott
saga,“ bætir hann við og ekki er
leikaravalið af verri endanum hjá
þeim Birni og Sigurði: Egill Ólafs-
son, Hilmir Snær og Nanna Kristín
Magnúsdóttir.
Waris Dirie
Fyrirlestur í Háskólanum
- svo til borgarstjóra.
DV-MYND HILMAR PÓR
Mollbúar
Gaman aö sýna sig og sjá aöra. Maöur er manns gaman. Þau kunna vel viö
sig i Smáralind meö kaffi og kleinur. Molliö heillar.