Alþýðublaðið - 19.03.1969, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.03.1969, Blaðsíða 8
8 Alþýðublaðið 19. marz 1969 1J) i,rvp r~W1 m Anna órabelgur Nú erum við loksins komiu í skautana. En þá er eftir að koma sér af stað. . . . C?ém#cpi>fa% Þau eru súr, sagði refurinn. Sama segja gömlu framsókn arþingmennirnir um nætur klúbbana. Maður vitkast eð árunum. Þess vegna lifði ég lífinu með an ég enn var ungur. Brezkt bæjarfélag skirir götur eftir fForsytunumá Framleiðendur sjónvarpskvik myndarinnar um „Forsyte fjöl skylduna" þurfa sannarlega ekki að kvarta yfir áhugaleysi í heimalandi sínu! Meira en 18 milljónir brezkra sjónvarps áhorfenda hafa nú horft á sög una — og það sem meira er: Bæjaryfirvöldin í Fenton í Stoke on Trent urðu svo hrifin, að þau ákváðu að helga „Forsyt unum“ heilt hverfi í bænum. Verða göturnar þar nefndar eft ir aðalpersónunum: „Soames Street“, „Fleur Avenu" o. s. frv. Vesalings Irene er þó orðin svo illa þokkuð að engin gata verður látin heita eftir henni! Að vísu er Irene Street til í Fenton, en sú gata er kennd við alit aðra Irene. í gær opnuðu 11 myndlistar menn listsýningu í Gallerí SÚM við Vatnsstíg 3 í Reykja vík, og sýna þeir þar rúmlega 40 verk. Listamennirnir sem eiga þarna verk eru: Arnar Her bertsson, diter rot, Finnbogi Guðmundsson, Haukur Sturlu son, Jón Gunnar Árnason. Jón ína Guðnadóttir, Kristján Guð mundsson, Magnús Pálsson, Magnús Tómasson, Róska og Sig urður Guðmundsson. í tilefni af opnun þessarar sýningar hafa tveir ungir menn, ÓIafur Kvaran og Ólafur Ilauk ur Smonarson, átt viðtal við tvo af málurunum fyrir Alþýðu blaðið. Málararnir sem verða fyrir svörum eru bræðurnir Kristján og Sigurður Guðmunds synir, og þeir eru ekkert myrk ir í máli um viðhorf sín til list arinnar. segja tveir ungir listamenn sem sýna ásamt níu öðrum. Við litum inná samsýningu SÚM, sem hófst nú um helgina, og spjöll- uðum við tvo unga listmálara úr þeim hópi er stendur að SÚM. Sp.: Hvað er SÚM? Sig.: SÚM er aðeins félagsskap- ur, sem beitir sér fyrir ýmsum mál- efnum í sambandi við kúnstina. Þetta er aðeins framkvæmdaratriði. Við stöndum aðeins saman um félagsleg málefni. Þó erum við allir á nokkurn hátt á sama hugmynda- fræðilega planinu. Kristj.: SÚM er einfaldlega bióm- inn af ungum málurum á Islandi í dag. í Sp.: F.r mögulegt fyrir samtök einsog SÚM að láta til sín laka í félagsmálum málara og hvað vild- uð þið segja um félagsmál list- málara almennt? ( Óbrúanlegt haf Sig.: Það fólk sem sér um fram- kvæmdaratriðin í sambandi við ísl. myndlist, hefur ekki gert sér grein fyrir þeim breyttu viðhorfum, sem ríkja í myndlistinni. Mér finnst þar óbrúanlegt haf. Kristj.: Ég held að heimurinn, sem fólkið í SÚM lifir í, sé miklu stærri helduren heimur 'þeirra, sem mynda kjarnann í FIM. Sig.: En það er að mörgu leyti skiljanlegt. Þeir eru háðir sínum verkum, og þeir.eru ekki mcrkilegri helduren verk þeirra gefa til kynna. Við erum óánægðir með að gamlir málarar skuli vera látnir ráðskast með verk yngri rnanna. F.n þetta er ekki þeim að kenna, •lieldur skipulaginu. Það þarf að hafa menn sem fást ekki sjálfir við list. til að ráðskast með list. Sp.: Hvað um Listasafn Islands? Sig.: Það er eins með safnið. Þar ráða mestu mjtndlistarmenn, og I <1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.