Alþýðublaðið - 19.03.1969, Side 3

Alþýðublaðið - 19.03.1969, Side 3
Britt segist aldrei hafa elskað Seilers — Ég hcf raunverulega aldrei elskað Peter Sellers, segir sænska leikkonan Britt Egland, fyrrum eiginkona Sellers, sem nú er orð- uð við ítalskan greifa í Róm. Britt Ekland staðhæfði í skilnaðarrétt- inum að Sellers hefði beðið henn- ar í símtali og hefði hún sagt já, án þess að bera snefil af heitum tilfinningum í hans garð. — Ef ég gifti mig á ný, þá verður það af ást, segir Britt nú. Það gengur fjöllunum hærra að Britt Ekland sé nú ástfangin af ítölskum greifa og kvikmyndafram- leiðanda, Bino Cicogna, og sjáist þau daglega í nærveru hvors ann- ars. Britt Ekland hefur verið orðuð við fleiri menn í Róm, m. a. kvik- mvndamanninn Giuliano Montaldo og blaðakónginn Paclo Vassallo, sem flaug nokkrum sinnum til Bandaríkjanna til að vera í félags- skap. léikkonunnar þegar hún lék í mvnd í Hollywood, en Cicogna virðist hins vegar hafa skotið þeim báðum ref fyrir rass og slegið eign sinni á Ekland. Þau skötuhjúin geta þó ekki vænzt þess að mega ganga í það heilaga á næstunni, því Bino Ci- cogna hefur enn ekki fengið skiln- að frá fyrstu konu sinni, en sem kunnugt er getur slíkt tekið lang- an tíma á Italíu. Leiðrétting; Hvimleið prentvilla slæddist inn í 'laugardagsgrein Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptamálaráð herra s-1. laugárdag. Þ,ar stóð rétt framan við síðustu greina skil í greininni: Hins vegar er líka til fólk, sem ekkert lærir og ekkert Iþroskast, 'þótt' árin líði, og hefur í ellinni að öðru leyti sömu skoðanir .. . Þarna átti að standa: að öllu leyti. Þessi glöp leiðréttast "hér með. Framsóknarþingmaður sakar útvarps- mann um hlutdrægni. a Reykjavík — H.P. í gær og fyrradag hafa farið ™ fram umræður á Alþingi um 9 áfengismál. Þetta er eitt þeirra @ mála, þar sem ekki er um skýrar Á flokkslínur að ræða, en í slíkum a málum getur hitinn orðið hvað [ mestur í umræðum. Verða þing w mönnum þá stundum á munni skemmtilegar athugasemdir. I fyrradag var á dagskrá, breyt- A ingartillögur á áfengislögunum. I . ræðu er Sigurvin Einarsson (F) ™ flutti kom hann inn á, að nú væri WP sá ófögnuður kominn til í Reykja- A vík, sem nefndist næturklúbbar. — A Taldi hann, að í sambandi við þá ^ starfsemi hefðu verið framin ein grófustu áfengislagabrot, er orðið W befðu í seinni tíð. Vitnaði bann m. a. í Alþý'ðublaðið, en á forsíðu þess ffe hefði, hinn 11. þ. m., birzt mynd, a úr einum þessara klúbba. A hennt m gæfi að líta stúlku, sem varla væri a meira en 16 ára, og virtist hún hall- . ast upp að vegg og varla vitað mikið af sér! Taldi þingmaðurinn að þarna mundi áfengið vera með í förurn. & I framhaldi af þessum orðum fór þingmaðurinn að ræða um þáttinn „Daglegt lí£“ í útvarpinu sl. laugar- dag, en þar taldi hann hafa gætt mikillar hlutdrægni, er menn voru spurðir um, hvort þeir álitu að leyfa ætti næturklúbba í Reykjavík eða ekki. Hefðu næstum allir, er spurð- ir voru, talið æskilegt að leyfa slíka starfrækslu, en það álit manna taldi þingmaðurinn ekki geta verið rétta spegilmynd af hug bprgarbúa til slíkrar starfsemi. Benedikt Gröndal (A) svaraði svo þessum orðum Sigurvins í gær. Sagði Benedikt, að Sigurvin hefði gert á- rás á Arna Gunnarsson fréttamann, er væri alls ómakleg. Arni hefði al- drei sagt að þetta væru neinar skoð- anakannanir, en svo hafði Sigurvin nefnt þetta. Þetta væri og algengur háttur fjölmiðlunartækja ýrniss kon- ar. Sagði Benedikt, að sér væri og kunnug um, að Arni vandaði mjög til þessara þátta, og hefði jafnvel haft vitni að því, að hann veldi að- eins nöfn af handahófi úr símaskrá. Það hefði aðeins verið tilviljun, að í þessu tilfelli hefðu fleiri verið með en móti. Drykkjarvatninu ætti þá að vera borgié Áformað að byggja tvo nýja stíflugarða við Elliðaár. SENNILEGT er, að Reykvíking- ar þurfi ekki í framtíðinni að óttast mjög, að neyzluvatn þeirra mengist vegna flóða í Elliðaánum, því að ráð- gert er, að gera ráðstafanir, sem koma í veg fyrir að slíkt geti gerzt. Ritari óskast í Fæðlngardaild Landspítalans er laus til umsóknar 'hálfsdags staSai læknairitara. Vinnutími fyrir hádegi. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun sam- kvæmt úrskurði Kjaradóms. Umsóknir með upplý^s- ingum um aldur, menn-lun og fyrrfi störf sendist Sknifstofu ríkllsspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 30. marz 1969. Reykjavík, 18. marz 1969. Skrifstofa ríkisspítalanna. Alþýðublaðið 19. m'arz 1969 3 Þessa mynd birti Alþýðublaðið á forsíðu 11. þ. m. og varð hún að umtalsefni á Alþingri í fyrradagr. Sigrurvin Einarsson, þingrmaðurf FramsóknarfIokksins, áleit að hún væri af 16 ára stúlku|. s/em vissl hvorki í þennan heim né annan vegrna áfengrisneyzlu. Þingrmanninum hefur bama orðið á í messunni, því stúlkan er f23 ára grömul ogr er að dansa einn af nýjustu dönsunum ogr bera/ ummæli Sigurvins með sér, að Öldungradeild Framsóknarflokksiins fylgrist ekkl regrlulegra vel með nýjustu straumum danskúnstartnn lar. Það var öðmvísi þegar amma var ung. Sigurvin sat við sinn keip, kall- aði þetta skoðanakönnun og sagðist alls ekki hafa ráðist á neinn frétta- mann, en talið, að útvarpsráð hefði átt að sjá um að hlutleysis væri gætt. Taldi Sigurvin, að full ástæða væri til að leggja þáttinn niður, ef ekki væri gætt hlutleysis. Benedikt Gröndal sagði þá, að skoðanir Sigurvins kæmu <;ngum á óvart. Oldungadeildin í Framsókn- arflokknum væri íhaldssamasti hlutí þingmanna, en ekki væru þó allir Framsóknarmenn eins sem betur færi, og mundu ekki allir Framsókn- armenn b'ta sömu augum á þennaa þátt. Sigurvin sagði enn, að ef öldunga- deildin í Framsóknarfiokknum væri svo slæm, þá hlyti unglingadeildin í Alþýðuflokknum að standa fyrir svona skoðanakönnunum. Áformað er að byggja tvo stíflu- garða við árnar í sumar, annan við svonefndafi Kardimommubæ, en binn hjá Nátthagavatni. Þessar framkvæmdir eru taldar munu kosta um fimm milljónir króna. * Stíflan bjargar vatninu frá mengun. Þetta kom fram á blaðainanna- fundi, sem Geir Hallgrrmsson. Framjiald á bls. 10 ll.OkkSSIAICIIO HAFNARFJÖRÐUR Síðasta spilakvöld Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði á þessum vetri verður haldið í Alþýðuhúsinu við Strandgötu n. k. fWmtu dagskvöld. Stefán Júliusson rithöfundur flytur ávarp. Veitt verlða góð kvöldverðlaun, REYKJAVÍK t Listi uppstillingamefndar til stjórnarkjörs í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur liggja frammi í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.