Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Page 5
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir Pólitísk skjálftavirkni í kjölfar lokunar glasafrjóvgunardeildarinnar: Ekki þrýstiaðgerð af hálfu spítalans - segir Magnús Pétursson forstjóri og segir lokun hafa verið ábyrg viðbrögð Nokkurs pólitísks titrings gætir meðal stjórnarliða þessa dagana vegna heilbrigðismála og hefur sá titringur náð að kristallast nokkuð í lokun og opnun tæknifrjóvgunar- deildar Landspítalans. Samkvæmt heimildum sem standa nálægt Jóni Kristjáns- syni heilbrigðis- ráðherra hefur það vakið tals- verða athygli að margir sjálfstæð- ismenn hafa not- að lokun tækni- frjóvgunardeild- arinnar sem stökkpall inn í frekari umræðu og. kröfur um einkavæðingu í heilbrigðiskerf- inu. Jón Krist- jánsson hefur tekið mjög afger- andi afstöðu gegn einkavæðingu og því sem hann hefur kallað tví- skiptingu heil- Ljóst er því að tæknifrjóvgunar- viðkvæm póli- Jón Kristjánsson. Magnús Pétursson. Landspítalinn Fjárhagsvandi Landspítalans er mikill og ýmis titringur hefur komið fram síðustu daga í tengsium við það hvernig bregöast á við honum. brigðiskerfísins. uppákoman með deildina var mjög tískt og staðfestir ráðherra í samtali við DV að hann telji málið pólitískt eldfimt. Hann er hins vegar ekki til- búinn til að samþykkja að ákvörð- unin um lokun deildarinnar tengist öðru en því að menn hafi staðið frammi fyrir því að fjárveitingar væru búnar. Annað hafi síðan kom- ið á daginn og nú geti menn einbeitt sér að því að takast á við hallarekst- ur spítalans. Eitruð sending Talsvert opinskárri tónn er hins vegar í pólitiskum samherjum ráð- herra og fólki nálægt honum sem lít- ur svo á að samstarfsflokkurinn í rik- isstjórn hafi mikinn áhuga á að gera sér pólitískan mat úr rekstrarvanda Landspitalans en hallinn stefnir í að verða á milli 500 og 600 milljónir eft- ir að 112 milljóna verðlagsuppbætur sem tilkynnt var um í fyrradag á s- merkt lyf hafa verið reiknaðar inn. „Þetta var eitruð sending því þó þetta sé ekki forgangsmál þá er hér um viðkvæmt mál að ræða. Og það vek- ur óneitanlega athygli að menn velja úr þetta 5 milljón króna mál sem veg- ur ekki mjög þungt í öllum pakkan- um,“ segir einn viðmælandi blaðsins sem stendur nærri ráðherra. Jafn- framt er rifjað upp í þessu samhengi að ráðherra neitaði að fallast á tillög- ur framkvæmdastjórnar spítalans í sumar þegar tillaga var gerð um sjúklingagjöld og lokun deilda og sagði að finna yrði aðrar leiðir í sparnaði. í því samhengi hefur því verið varpað fram að ákvörðunin um að loka glasafrjóvgunardeildinni hafl verið útspil af hálfu spítalastjórn- enda til að að knýja á um auknar Qárveitingar og meira svigrúm. Ekkert slíkt í gangi „Það er ekkert slíkt sem verið er að gera hér. Ég er búinn að sjá mikið af slíkum leikjum og ég get fullvissað þig um að hér er ekkert þannig á ferð- inni,“ segir Magnús Pétursson, for- stjóri Landspítalans, þegar þetta er borið undir hann. „Spítalinn bað ekki um þennan pakka með s-merktum lyfjum sem settur var á hann í árs- byrjun.Við tókum þó við honum og reyndum að vinna með hann eins og við gátum. Við sögðum strax í upp- hafi að við ætluðum að halda honum aðgreindum í okkar bókhaldi vegna þess að við höfðum efasemdir um þá fjármuni sem í þetta voru ætlaðir. Frá miðju ári hefur legið fyrir að þessir Qármunir myndu ekki duga og málið hefur legið inni í ráðuneyti lengi og ekki komið svar fyrr en í síð- ustu viku. Þannig hefur af minni hálfu ekkert verið gert til að pressa á einn eða neinn og það væri hreinleg óábyrg afstaða hjá spítalanum að taka ekki á þessu máli og láta reka á reiðanum," segir Magnús Pétursson. -BG Kalda stríðið skaut upp kollinum í umræðum um Náttúruverndarráð á þingi: Mjög öfgafull samtök - segir Kristján Pálsson - stjórnarandstaðan varar við mismunun Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra mælti í gær fyrir frumvarpi um að leggja Náttúruvemdarráð niður. Stjórnarandstaðan varaði við mismunun sem gæti fylgt laga- breytingunni. Því var m.a. haldið fram að ráðherra væri með þessu að veikja náttúruvemd í landinu. Siv sagði að tímarnir heföu breyst mjög í umhverfismálum og dregið hefði úr þörf á sérstakri ráðgjöf Náttúruvemdarráðs. Frjáls félagasamtök heföu m.a. sprottið upp á sviði náttúruvemdar og samstarf við slík samtök myndi verða eflt eftir aö Náttúruvemdar- ráö yrði lagt niður. Ámi Steinar Jóhannsson (VG) spurði hvaða frjálsu félagasamtök ætti að efla. Hættan væri sú að þeim samtökum yrði aðeins dillað sem væm skaðleg stjómvöldum hverju sinni. Hann minnti á djúp- stæðan ágreining sem orðið hefði í fjárlaganefnd Alþingis um fjárút- hlutun til þessara félaga og fleiri stjómarandstöðuþingmenn töluðu á svipuðum nótum. Siv svaraði því til að handhafar stjórnvalda væru lýðræðislega kjörnir og þótt hlustað yrði á til- Siv Friðleifsdóttir. Kristján Pálsson. Þuríöur Backman. Jóhann Ársælsson. Halldór Blöndal. Arni Steinar. lögur allra félagasamtaka áskildu stjórnvöid sér rétt til að meta hvaða hugmyndir væru betri en aðrar þegar kæmi að fjárúthlutun. Gagnrýni kom einnig fram á Náttúruverndarráð á þinginu og sagði Kristján Pálsson (D) að Nátt- úruverndarráö hefði þróast í „mjög öfgafull samtök“ í stað þess að verða stjómvöldum til ráðgjaf- ar. Opinber slagsmái milli stjórn- valda og ráðgjafa væri ekki hægt að þola ár eftir ár. Þuríður Backman (VG) mót- mælti þessu harðlega og sagði mikla hættu á að í framtíðinni myndu stjórnvöld aðeins velja samstarf við „þægileg" samtök. „Hefur Náttúruverndarráð staðið vaktina of vel fyrir hönd náttúr- unnar?“ spurði þingmaðurinn. Jóhann Ársælsson (SO var einnig mjög ósáttur við málflutn- ing Kristjáns og spurði: „Eru skila- boðin þau að félagasamtök skuli halda sér á mottunni til að þau geti fengið aur?“ Jóhann sagði einnig að Siv hefði verið of hörundsár sið- an hún komst í stól umhverfisráð- herra. Gagnrýni væri hluti hennar vinnu og viðkvæmnin hefði keyrt úr hófi fram vegna mála sem eðli- legt væri að tekist væri á um. Halldór Blöndal (D) fagnaði sér- staklega framlagningu frumvarps- ins enda væri með því brugðist við mikilli gagnrýni á Náttúruvemd- arráð víða um land. Ráðið hefði ekki litið þannig á að stjónvöld gætu leitað til þeirra í trúnaði um ráðgjöf heldur hefði það gert opin- berlega athugasemdir við ýmsar aðgerðir stjómvalda og oft með ósmekklegum hætti. Halldór hélt þvi fram að ráðið hefði ekki staðið sig síðan Eysteinn Jónsson var for- maður Náttúruvemdarráðs. Eng- inn einn flokkur hefði einkaleyfi á því að telja sig náttúruvemdar- sinna. Helstu talsmenn umhverfis- sjónarmiða nú hafi verið opinberir gestir Austur-Þýskalands á sínum tíma og allir vissu hvernig þeir hefðu komið fram gagnvart náttúr- unni. Duldist fáum að með þessu var Halldór að sneiða að Steingrími J. Sigfússyni en hann var fjarverandi og svaraði því ekki fyrir sig. -BÞ Kópavogslistinn: Gagnrýnir verk án útboðs Kópavogslist- inn hefur gert at- hugasemdir við það að Klæðning ehf., fyrirtæki Gunnars I. Birg- issonar, for- manns bæjarráðs Kópavogs, vann á árinu 2000 verk fyrir Kópavogs- kaupstað fyrir Gunnar Birgisson rúmar 15 milljónir króna án útboðs. Segja talsmenn listans í tilkynningu að þetta sé í samræmi við undan- gengin ár en alls hafi Klæðning, fyr- irtæki Gunnars, unnið verk fyrir Kópavog fyrir rúmar 60 milljónir króna á árunum 1997 til 2000. Að- eins eitt verk hafi verið unnið að undangengnu lokuðu útboði, um öll hin verkin var samið beint. Fuiltrú- ar Kópavogslistans segjast oft hafa bent á hversu óeðlilegt það sé að starfsmenn tæknideildar bæjarins skuli vera settir í þá stöðu að semja við pólitískan yfirmann sinn um verðlagningu einstakra fram- kvæmda innan bæjarins. Sigurður Geirdal bæjarstjóri hefur svarar því til að urmull smærri verka sé unn- inn fyrir bæinn án útboðs og þau verk sem hér séu tínd til séu hluti af slíkum verkum. -BG Vöruskipti við útlönd: Hallinn er mun minni í ár Samkvæmt tölum Hagstofunnar mun vöruskiptahallinn fyrstu níu mánuðina minnka um hartnær helm- ing frá síðasta ári. í fyrra var hann 27 milljarðar króna en hann er í ár 15 miOjarðar. Sé tekið tillit til gengisþró- unarinnar og breytingin skoðuð mið- að við fast gengi kemur í ljós að um- skiptin eru enn meiri eða 32 milljörð- um fyrstu níu mánuðina í fyrra yfir í 15 miOjarða á sama tímabili í ár. í vefriti fjármálaráðuneytisins er sú niðurstaða dregin af þessum sam- drætti að þessar tölur „virðast stað- festa spár um að vöruskiptahaUinn verði mun minni á árinu 2001 en fyrri spár gerðu ráð fyrir, eða rétt rúmlega 20 miUjarðar króna“. -BG Ako-Plastos-húsið til sölu: Var eitt sinn verðmetið á 200 milljónir - engin tilboð enn Húsnæði AKO-Plastos var tU um- ræðu á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær. Bærinn keypti ekki aUs fyrir löngu hús fyrirtækisins við Þórsgötu á upp- boði og greiddi fyr- ir 85 miUjónir. Hús- ið var reist þegar mUíil bjartsýni rikti í kjölfar sam- runa Ako og Plast- os en rekstur fyrir- tækisins gekk mjög UlaogyflrtókPlast- prent starfsemina. Síðan hefur nýting hússins verið léleg og segir Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, brýnt að selja húsið. Nokkrar fyrirspumn- hafa borist frá áhugasömum kaupendum en engin tU- boð hafa enn verið gerð i eignma. Bær- inn hyggst reyna að fá töluvert meira fé fyrir eignina en sem nam uppboðsverð- mu. Kristján Þór segist ekki treysta sér tU að tUgreina neina tölu í því efni en minnir á að verðmat hússins hafi i eina tíð verið talið um 200 mUljónn- króna. „Við verðum að koma þessu í verð en það er starfsemi þama fyrir sem taka verður tUlit tU auk fleh-i þátta. Við emm að vinna með ákveðnar hugmynd- ir en ég get ekki tjáð mig nánar um þær á þessu stigi,“ sagði Kristján. Á fundi bæjarráðs í gær gerði lög- maður bæjarms grein fyrn- stöðu mála og fól bæjarráð honum ásamt bæjar- stjóra að vinna áfram í málinu. -BÞ Kristján Þór Júlíusson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.