Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Síða 13
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 DV 13 Fréttir Tókst Waris Dirie er heimsfrœg fyrirsœta og sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna og berst í því starfi gegn umskurði kvenna en sjálf varð hún að þola umskurð fimm ára gömul. Waris er stödd hér á landi í tilefni af útgáfu œvisögu sinnar sem ber heitið Eyðimerk- urblómið. Þegar blaðamann ber að garði hefur Waris rétt lokið við að fagna vinkonu sinni, Amal Rún, en þær hafa ekki sést í mörg ár. Báðar eru mjög hrærðar yfir endurfund- unum en Waris nefnir Amal í ævi- sögu sinni. Waris, sem er nýkom- in til landsins, hefur skiljanlega meiri áhuga á vinkonu sinni en komu blaðamanns en gefur sér þó tíma til að svara spurningum. Hún er ákaflega falleg kona með augu sem loga af ákafa þegar henni er mikið niðri fyrir, sem gerist furðu oft í stuttu samtali. Foreldrar Waris Dirie voru hirðingjar í eyðimörk Sómalíu. Waris, en nafnið merkir eyði- merkurblóm, var ein tólf bama þeirra. Þegar hún er spurð hvers hún minnist þegar hún hugsi til bernskunnar svarar hún: „Ég man fjölskyldu mína, dýrin og náttúruna sem við vorum í svo nánu sambandi við. Ég man eftir frelsinu. Frelsi andans. Þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu, nema því að eiga í mat- inn.“ Saknarðu stundum þessa tíma? „Ekki stundum. Alltaf." Var þetta lif betra en lifið í stór- borginni? „Auðvitað. Við höfðum það sem við þörfnuðumst. Hvað höfum við í stórborginni? Allt og samt ekk- ert. Of mikið af öllu. Svo mikið að við vitum ekki lengur hvað raun- verulega skiptir máli. Það er svo margt sem afvegaleiðir að við átt- um okkur ekki lengur á því hvað við eigum að leggja áherslu á.“ Ekki reiö, heldur sorgmædd Umskurður á stúlkum er tíðkað- ur í Sómalíu en þar er litið svo á að kynfæri kvenna séu óhrein. Snípurinn, innri skapabarmarnir og stærstur hluti ytri skapabar- manna eru skornir burt og sárið er saumað saman. Á þennan hátt er talið tryggt að stúlkan sé hrein mey þegar hún gengur í hjóna- band. Það kemur þá í hlut eigin- mannsins að rista konu sina upp með hnífi á brúðkaupsnóttina. Upprunalega var venjan sú að umskera stúlkur á táningsaidri en með tímanum var farið að um- skera yngri stúlkur. Waris var umskorin þegar hún var fimm ára gömul. Hún lifði aðgerðina af, ólíkt eldri systur hennar sem blæddi út. „Við stelpurnar vissum ekki 1 hverju umskurður fólst. Við viss- um bara að eitthvað myndi gerast sem myndi breyta lífi okkar en við vissum ekki hvort þaö yrði til hins verra eða betra. Maður getur ímyndað sér hluti en maður upp- lifír þá ekki fyrr en þeir gerast og reynir ekki sársaukann fyrr en hann hellist yfir.“ Ertu reið vegna þess sem var gert við þig? „Ég er ekki reið vegna þess sem gerðist. Ég er sorgmædd. Mér finnst svo skelfilegt að þetta hafi gerst, haldi áfram að gerast og sé talið sjálfsagt." Llfiö er fallegt Þegar Waris var þrettán ára til- kynnti faðir hennar henni að hann hefði selt hana í hjónaband fyrir fimm kameldýr. Eigin- mannsefnið var gamall karl og Waris sá fyrir sér lífið með hon- um sem þrotlausa vinnu og nær stöðuga einangrun. Það var ekki lífið sem hún vildi lifa. Hún lagði á flótta. Hún komst til Mogadishu og síðar til London þar sem tísku- ljósmyndari uppgötvaði hana. í dag er hún heimsþekkt fyrirsæta. Þessu ævintýralega lífshlaupi lýs- ir hún í ævisögu sinni, sem er á köflum mögnuð lesning og afar áhugaverð, sérstaklega í fyrri hlutanum sem snýr að lífinu í Sómalíu. Þar lifna persónur á síð- unum, eins og móðir Waris og einn bræðra hennar, sem kallaður var Sá gamli og bjó yfir skyggni- gáfu. „Átti aldrei samastað í þess- um heimi,“ sögðu þeir sem kynnt- ust honum og eftir lesturinn trúir maður því. Hann dó ungur, eins og fleiri systkini Waris. Árið 1995 hitti Waris móður sína í fyrsta sinn eftir langan aðskOnað og á síðasta ári heimsótti hún fjöl- skyldu sína í Sómalíu og hafði með sér ævisögu sína: „Ég sýndi móður minni bókina. Hún leit á kápuna og sagði: „Fal- leg mynd“. „Mamma, ætlaröu ekki að skoða hana?“ sagði ég. Hún svaraði: „Af hverju? Mun þessi bók fæða mig og klæða? Hvað á ég að gera við hana?“ Þessu orð mömmu minnar minntu mig á það hvernig lífið er. Það er fallegt. Gott og vel, mamma mín er ekki læs en hún fer ekki svo mikils á mis. Líf hennar er hamingjuríkt þótt hún eltist ekki við bækur alla daga.“ Ég er barn Guðs Sá sem les Eyðimerkurblómið kemst vart hjá því að dást að ótrú- legum viljastyrk og hugrekki War- is Dirie. Orðið heppni kemur líka einstaka sinnum upp í hugann við lestur sögu hennar, en sumir vildu kalla þessa heppni yfimátt- úrlega vernd. Sjálf finnur Waris styrk í vissunni um tilvist Guðs. Þegar hún er spurð hvort hún trúi því að Guð hafi falið henni ákveð- ið hlutverk í þessu lífi kemst hún nálægt því að hrópa svarið: „Ég trúi því ekki að þú sért að spyrja mig að þessu! Auðvitað. Guð skap- aði mig. Ég veit að ég er barn Guðs. Það er ekkert sem við get- um gert án hjálpar. Þessi litli lík- ami einn sér er lítils megnugur. Það sem býr innra skiptir öllu og þar býr andi Guðs. Hann kennir okkur að skilja á milli góðs og ills og gerir okkur mögulegt að taka réttar ákvarðanir. Við getum lesið allar heimsins bækur, en ef við náum ekki sambandi við Guð þá skiptir sá lestur engu.“ Waris er gift og á ungan son, Al- eeke. Um Aleeke segir hún: „Hann er líf mitt. Hann gefur mér ástæðu til að berjast af krafti á hverjum degi. Hann hefur breytt lifl minu til hins betra." Lokaspurningin til Waris er hvort umskurðurinn sem hún varð að þola hafi ekki á einhvern hátt lamað hana sem manneskju. Hún svarar: „Ég er stolt af þvi að vera kona. Hluti af líkama mínum var tekinn frá mér en það tókst ekki að buga mig. Kynferði mitt kemur frá hjartanu og heilanum og þar er starfsemin í góðu lagi. Mér líður vel.“ -KB láttu þessu Ijúka fljótt Waris Dirie er stödd hér á landi til að kynna sjálfsævisögu sína, Eyðimerkurblómiö. Waris er fædd i Sómalíu, starfar sem fyrirsæta auk þess að vera sérlegur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, með það að markmiði að berjast gegn umskurði kvenna. Brot úr kafla bókarinnar birtist hér en þar lýsir Waris því hvernig hún mátti þola óvenju grimmúðlegan umskurð aðeins flmm ára gömul. „Ég gægðist á milli fóta mér og sá að kerlingin var að gera sig klára. Hún var að sjá eins og hver önnur sómölsk kona - hún bar ljós- leitan bómullarkjól og hafði vafíð skærlitum klút um höfuðið - nema hvað hún brosti aldrei. Augnatillit hennar var dautt og tilfinninga- laust þegar hún leit stranglega á mig en fór svo að gramsa í lúnu strigatöskunni sinni. Ég haföi ekki af henni augun þvi að ég vildi sjá með hverju hún ætlaði að skera mig. Ég átti von á að sjá stóran hníf en þess í stað dró hún lítinn bómullarpoka upp úr töskunni. Hún þreifaði inn i pokann með löngum fmgrunum og gróf þaðan upp brotið rakvélarblaö. Hún grannskoðaði það milli fingranna. Sólin var nýkomin upp, það var orðið nógu bjart til að greina liti þó ég sæi ekki vel frá mér. Ég sá þess vegna greinilega storknað blóðið á skörðóttri egginni. Hún hrækti á rakvélarblaðið og nuddaði því upp við kjólinn sinn. Á meðan hún var að hreinsa það varð allt svart því að móðir mín batt klút fyrir augu mér svo að ég sæi ekk- ert. Það næsta sem ég fann var að það var verið að skera kynfæri mín, hold mitt, af mér. Ég heyrði hljóðið í bitlausu blaðinu þegar kerlingin sargaöi fram og aftur gegnum húðina á mér. Þegar ég rifja þetta upp á ég hreinlega erfitt með að trúa því að þetta hafi í al- vörunni komið fyrir mig. Mér finnst ég vera að tala um einhverja aðra manneskju. Ég get ekki með nokkru móti lýst því hvernig upp- lifun þetta var. Þetta er eins og það sé verið að skera i gegnum holdið á lærunum á þér eða sneiða af þér handleggina, nema hvað að líkams- hlutinn sem þarna var skorið í er tilfinninganæmasti hluti líkamans. Samt hreyfði ég hvorki legg né lið því að ég mundi hvernig hafði far- ið fyrir Aman og vissi að mér var engrar undankomu auðið. Og ég vildi gera mömmu stolta af mér. Ég lá bara þarna eins og steinrunnin og sagði við sjálfa mig að því minna sem ég hreyfði mig, þeim mun fyrr yrði þetta kvalræði á enda. Því miður fóru fætur minir að skjálfa án þess að ég gæti nokk- uð við því gert og ég bað í hljóði: Góði Guð, láttu þessu ljúka fljótt. Bænir mínar voru heyrðar því það leið yfir mig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.