Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 Skoðun I>V Hugsarðu mikíð um útiitið? Ari Freyr Hermannsson nemi: Já, gríöarlega. Ingibjörg Guömundsdóttir nemi: Já, ég er dugleg viö aö kaupa mér föt. Rannveig Gunnlaugsdóttir nemi: Já, ég geri mikiö fyrir sjálfa mig. Arnaldur Hall nemi: Bara passlega mikiö. Björn Haljdórsson nemi: Örlítiö. Steinar Lúövíksson nemi: O-nei, svona temmilega mikiö. Hér brýt ég lög Sakfelldur fyrir skoöanir sínar. í lögum um mannréttindasátt- mála Evrópu frá 1994, 1. kafla, 10. grein, segir m.a.: 1. Sérhver maður á rétt til tjáning- arfrelsis. Sá rétt- ur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir án afskipta stjórnvalda. í hinum almennu hegningarlög- um stendur aftur á móti: 233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opin- berlega á [mann eða hóp manna] 1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kyn- hneigðar '’sæti sektum 2) eða fang- elsi allt að 2 árum. Hefst nú lögbrot: Skotar eru niskupúkar, Frakkar eru fyUibytt- ur, Tyrkir þjófar og Bandaríkja- menn eru fáfróðir egóistar, taliban- ar eru hryðjuverkamenn og múslímar, búddatrúarmenn og hvítasunnumenn eru heilaþvegið og stórhættulegt fólk. Það er munur á japönskum bisnessmanni og armenskum bónda, á grænlenskum sjómanni og afgönskum talibana og á íslenskri lögreglukonu og svörtum bóndamorðingja frá Simbabve. Hommar eru óttaleg rassgöt og lesb- íur eru með krónískan varaþurrk. - Lögbroti lokið. Hlynur Freyr Vig- fússon telur að munur sé á íslend- ingum og „Afríkunegrum" og fyrir það var hann sakfelldur. Reyndar er merkilegt að þeir þjóðemissinnar sem tjá sig opinberlega virðast ætið verða sér til skammar. En þarf þessi drengur að vera ákærður fyrir það að hafa skoðanir og kunna ekki að tjá sig? Voru ummæli hans niðr- andi? Já, líklega, en þó efast ég stór- lega, sérstaklega í ljósi nýrrar skýrslu um „glæsilegan" árangur í „Ef Hlynur Freyr er sekur um brot á 233. gr. a. þá eru þeir Gunnar í Krossinum og Snorri íBetel sekari en syndin sjálf. Þessir menn hafa margoft, með háði, rógi, smánun og ógnun ráð- ist opinberlega á „samfélag samkynhneigðra“ á íslandi og annars staðar. “ kynferðisafbrotamálum gagnvart börnum. Ef Hlynur Freyr er sekur um brot á 233. gr. a. þá eru þeir Gunnar í Krossinum og Snorri í Betel sekari en syndin sjálf. Þessir menn hafa margoft, með háði, rógi, smánun og ógnun ráðist opinberlega á „samfé- lag samkynhneigðra" á íslandi og annars staðar. Þeir félagar hafa valdið vanlíðan hjá því mæta fólki. Þeir ættu skilið að vera kærðir fyr- ir andleg hryðjuverk Það er synd að réttarkerfið okkar skuli ekki vera ákveðinn hópur manna af vissu þjóðerni með vissa kynhneigð og vissan litarhátt, því ég myndi glaður brjóta lög með því að ráðast á þá opinberlega með háði, rógi, smánun og ógnunum. Hundahald og strangar reglur Hólmfríður s krifar:___________________________ Ég er einn íjölmargra hundaeig- enda sem tel aimennt mikinn sóma hvíla yfir hundahaldi í landinu þótt mér fmnist fullstrangar reglur gilda hér á landi um slíkt samanborið við nágrannalönd okkar. Við megum nefnilega ekki gleyma því að hundur er margt og meira en bara dýr. Fyr- ir utan það að vera vinur og félagi, skapar hann eigendum sínum ákveð- ið öryggi að næturlagi í umhverfi vaxandi innbrota og þjófnaða. í um- hverfl misindismanna og eitur- lyfjaflkla sem leggjast á heimili sak- lausra borgara, gjarnan að nætur- lagi, og ræna þar og rupla. Hundar „Fyrir utan það að vera vin- ur og félagi, skapar hann eigendum sínum ákveðið ör- yggi að nœturlagi í um- hverfi vaxandi innbrota og þjófnaða. “ eru nefnilega næmir, bæði á lykt og torkennileg hljóð, enda þótt hundur- inn sé ekki endilega þjáifaður varð- hundur. Mikið lifandi skelfmg hlýtur þetta fólk sem ræðst að hundaeigendum með níðskrifum að lifa almennt áhyggjulausu lífi, þegar hundahald samborgaranna er aðaláhyggjuefnið. Já, mikið lifandi skelfmg er veröldin einfóld hjá þessu fólki. Hvernig er það með þetta sama fólk, finnst því sómi af sígarettustubbum, tyggjó- klessum og karamellubréfum á göt- um borga og bæja? Á ekki að banna þessa hluti? Eða fmnst fólki rétt að alhæfa um að allir reykingamenn séu sóðar að upplagi? Að lokum: Vita menn, að sam- kvæmt bandarískum rannsóknum nota hundaeigendur almennt minna af geðdeyfðarlyfjum en aðrir? - Hvort ástæðan er að hundaeigendur séu almennt í betra andlegu jafnvægi en aðrir landsmenn skal ósagt látið en þeir stuðla þannig í það minnsta að sparnaði rikisútgjalda! Fróðárundrin seinni Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var heldur snefsinn á Alþingi þegar notkun á flugvél Flugmálastjórnar var þar til umræðu í vikunni. Það var Gísli S. Einarsson úr Samfylkingunni og þingmaður í sama kjördæmi og ráðherra, sem hóf máls á þessu, en þá hafði verið upplýst í DV að Sturla hafði ráðherra mest notfært sér þessa flugvél. Kenning Gísla er að talsvert hafi verið um „þægindaflug" á vegum ráðuneytanna. Eftir því sem Garri kemst næst þýðir „þægindaflug" ekki annað en það að ráðherrar hafi notað vél- ina sem sína einkaflugvél í ýmislegt snatt. Nema hvað að Sturla upplýsir að öll hafi notkunin á vélinni verið afar brýn og sem dæmi nefndi hann ferð sína út á land þar sem hann hafi þurft að koma víða við og síðan vera kominn í Ólafs- vík um kvöldið til að sjá þar Fróðárundrin. Ekki mun ráðherrann þó hafa ferðast meö vélinni ár- þúsund aftur í tímann til að fylgjast með hinum eiginlegu Fróðárundrum, heldur mun hér hafa veriö um að ræða uppfærslu á leikriti Jóns Hjartarsonar. Ekkert má nú En Garri verður nú að segja eins og er að þetta virðist nú óttalegur draugagangur út af flugvél Flugmálastjómar og sérkennilegt að menn séu að fetta fingur út í það lítil- ræði að ráðherrar noti vélina til að auka sér þægindi í snattinu. Það er ekki eins og ráðherrar séu ofsælir af launum sín- um og kjörum öllum og ólíkt til dæmis Bandaríkjaforseta hafa þeir ekki sér- staka flugvél til einkaafnota. Þá er það líka þekkt að ýmsir þjóðhöfðingjar hafl slikar vélar fyrir sig svo ekki sé nú talað um ýmsa auðkýfmga og fyrirtækjastjórn- endur. Þvi er það hálfgerð blóðrigning og afdalamennska þegar þjóðfélagið sér ofsjónum yfir því aö menn séu með þessa litlu flugvél innan handar við ým- islegt skutl, svona þegar brýnt er að hitta kjósendur í héraði eða tækifæri gefst til að taka skóflustungu í öörum landshluta - skóflustungu sem líkur eru á að gerð verði skil í sjónvarpi. Brenna ber rekkjubúnað Garra sýnist Sturla þó varla eiga annan kost en þann að kalla til prest til að kveða niður þennan flugmálastjórnardraugagang allan, líkt og gert var í Fróðárhreppi fyrir þúsund árum. Það dugar víst ekki annað en að fá vígðan mann til að kveða niður óhljóðin í Gísla S. Einarssyni og þessum íjöl- miðlamönnum, sem sumir eru meira að segja svo ósvífnir að heimta upplýsing- ar um til hvers ráðherrar eru að nota vélina - rétt eins og þeim komi það við! Á Fróðá forðum var gripið til tveggja ráða. Annars veg- ar var rekkjubún- aður Þórgunnu brenndur og sem þegar hefur nú verið gert hjá Flugmálastjórn, enda finnast þar engir farþegalist- ar. Hins vegar tók klerkurinn að sér aö stefna hverjum og einum draug með dyradómi og voru þeir dæmdir sekir um að trufla heimilisfrið fólks. Við það hunskuð- ust þeir burt og prestur bar svo vígt vatn og helga dóma um öll hús og messaði og þá lögðust allar afturgöngur af. Nú þarf Sturla ekki annað en kalla til góðan klerk og þá „ verður þetta mál úr sögunni! Gðffl Mildur Milosevic Guðbjörg Árnadóttir hringdi: S M fulllangt gengið af is- 1 lenskum fréttamiðl- | um að sýna aftur og Slobodan ber ^ sér sakir' Milosevic ES held, og er ekki Blóraböggull ein um Þaö. að Milos- n0 strenrfia- evic þessi sé ekki brúöa? sekur um þá glæpi ...—sem hann er sakaður um. Það má vera að kona hans sé sú sem hefði átt að sakfella. Ég held að Milosevic hafi verið strengjabrúða þeirra kumpánanna Karadzic og Mla- dic, hershöfðingja Serba. Þeir hafi notað Milosevic. Þeir ganga enn laus- ir en ættu að vera undir lás og slá. Bíðum og sjáum hvað setur. En hætt- um að níðast á augsýnilega sára- saklausum Milosevic. Ríkisábyrgð á flugi Pétur Kristjánsson skrifar: Ég vil lýsa ánægju minni yfir því að einhverjum skuli blöskra sú glæfralega ábyrgð sem ríkið gengst nú fyrir að halda uppi á flugi á ógnartím- um til og frá íslandi. Það sem ógnvæn- legast er við þessa ábyrgð að hún mun vara héðan af svo lengi sem íslensk flugfélög annast flug til og frá landinu. Og þá verður ábyrgðin einfaldlega orðin að nýjum „viðlagasjóðsskatti" sem landsmenn verða rukkaðir um mánaðarlega. Víða er átaks þörf Við strandlengiuna vestanverða í Reykjavík. Viljum hreina borg Hannes Sigurðsson skrifar: Það er ekki verjandi lengur að Reykjavík, borgin í það heila tekið, skuli ekki vera betur þrifln en raun ber vitni. Borgin er í sannleika sagt afar óhrein og ruslið sem fýkur og lendir þar sem verkast vill er til mik- ils vansa, bæði gagnvart ibúunum svo og gagnvart erlendum ferðamönnum sem taka sér tíma til að ganga um borg og bý á eigin vegum. Ruslið og óhreinindin eru samt ekki alfarið borgaryfirvöldum að kenna, fólkið sjálft, íbúarnir, er sóðar. Það tekur aldrei til hendi við þrif, ekki einu sinni utan sinna eigin dyra, hvað þá að það tíni upp rusl er það sér á víða- vangi. Ég nefni af handahófl bara tvo staði þar sem rusl stingur í augu: Á Grandagarði í grjóthleðslunni við Olísstöðina vestanvert og svo á Skóla- vörðuholti. Ég minnist ekki á göturn- ar í Kvosinni nema í framhjáhlaupi og tyggjóklessurnar viðbjóðslegu. Við viljum hreinsunarátak sem varir að eilífu í borginni. Eflt öryggi í farþegaflugi Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég hef stundum minnst á það að mér finnist öryggi í farþegaflugi gríð- armikið atriði og tel að flugáhafnir ættu að hafa aðgang að einhverjum vopnum, sér og farþegum til varnar. Einnig mætti láta flugfreyjur/flug- þjóna hafa úðabrúsa, svipaðrar tegund- ar og lögreglan notar gegn ofbeldis- mönnum. Ég tel það sjálfsagt mál og það er raunar furðulegt að yflrvöld skuli vera sofandi í þessu mikla örygg- ismáli fyrir flugáhafnir og farþega. Það er útilokað að flugáhafnir séu varnar- lausar gagnvart flugræningjum. Það er hreinn glæpur og annað ekki. II FJ ;Py Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.