Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Page 19
18
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
23
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aóstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjórí: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiósla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Flogið að Fróðárundrum
Methafi í einkaflugi á flugvél Fluginálastjórnar er Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra. Eins og greint hefur verið
frá í DV hefur ráðherrann notað þessa ríkisflugvél til þess
að skjótast landshorna á milli, stundum til þess að taka
skóflustungur og í önnur skipti til þess að klippa á borða.
í sumum tilvikum hefur ráðherrann haft viðkomu í heima-
bæ sínum, Stykkishólmi, eða ferðast víðar um Snæfellsnes-
ið, meðal annars á frumsýningu á leikritinu Fróðárundrin
í Ólafsvík.
Víst ræður ráðherrann tíma sínum og vafalaust er oft til-
hlýðilegt að samgönguráðherra hefji mikilvægt verk með
formlegum hætti eða fagni starfslokum. Hitt er umdeilan-
legra hvort svo mikið liggi við að brúka þurfi flugvél í þágu
ráðherra sem ætluð er sérhæfðum verkefnum Flugmála-
stjórnar í stað þess að nýta áætlunar- eða leiguflug hefð-
bundinna flugfélaga á lengri leiðum og aka styttri.
DV hefur leitað upplýsinga um notkun þessarar flugvél-
ar frá því í apríl. Fyrirspurnir hefur þurft að ítreka þar
sem fátt var um svör. Spurt var meðal annars hvaða ráð-
herrar hefðu nýtt sér vélina á ákveðnu tímabili til ferða-
laga innanlands sem utan og um kostnað vegna einstakra
ferða. Svör Flugmálastjórnar voru fátækleg en þó kom fram
hvaða ráðuneyti hefðu nýtt sér flugvélina en nöfn farþega
voru ekki gefin upp. Því leitaði blaðið til allra ráðuneyta og
embættis forseta íslands. Nákvæm svör bárust frá forseta-
embættinu og félagsmálaráðuneytinu. Forsætisráðuneytið
svaraði fyrir hönd annarra ráðuneyta. Þar fengust heldur
ekki upplýsingar um farþegana en þó kom fram að yfirleitt
væri um að ræða ferðir ráðherranna sjálfra. Samgöngu-
ráðuneytið var sem fyrr segir stórtækast en ráðherrann og
lið hans notaði vélina í 58,4 tíma á árabilinu 1998 til 2001.
Önnur ráðuneyti eru langt að baki samgönguráðuneyt-
inu en þó hljóta menn að staldra við 10 tíma flug utanrík-
isráðherra til Parísar þar sem vélin beið í 2 daga, Græn-
landsflug iðnaðarráðherra þar sem vélin beið í 4 daga og
Grænlandsflug sjávarútvegsráðherra þar sem vélin beið í 3
daga. Þá eru ónefnd önnur flug innanlands - sem utan í
þágu ráðuneytanna.
Fyrirspurnir DV hafa komið við kaunin á samgönguráð-
herra og ekki sist eftir að Gísli S. Einarsson alþingismaður
spurðist fyrir um sama mál á þingi. í þingumræðum
greindi ráðherrann meðal annars frá ríkisflugferð sinni til
þess að sjá Fróðárundrin en kveinkaði sér undan því að
þurfa að ómaka sig til svaranna vegna Gísla og „samstarfs-
manna hans á DV“. Vegna þessa er rétt að minna ráðherr-
ann enn og aftur á að fyrirspurnir DV voru fram komnar
löngu áður en þingmaðurinn tók málið upp og við fram-
lagningu þeirra þurfti blaðið enga aðstoð.
Eftir stendur að samgönguráöherrann fer fyrir í notkun
þessarar flugvélar Flugmálastjórnar. Flugmálastjórn niður-
greiðir flugstarfsemi sína í þágu ráðherranna. Verð á flug-
tíma vélarinnar er skráð lægra en svo að einkaðailar í flug-
rekstri geti keppt við það. Þá er ekki rukkað fyrir dýran
biðtíma. Því er eðlilegt að einkaaðilar íhugi kæru til sam-
keppnisyfirvalda eins og rekstrarstjóri flugfélagsins Jór-
víkur hefur gefiö í skyn. „Þarna á sér stað stórfelld og
glórulaus niðurgreiðsla,“ sagði rekstrarstjórinn í viðtali
við DV og bætti því að leiguflug ráðuneytanna gæti orðið
einkareknum flugfélögum búbót, varla gæti staðist aö rík-
ið héldi úti flugrekstri með þessum hætti til að keppa við
einkareknu félögin.
Þetta hlýtur samgönguráðherrann að íhuga enda er ekki
argiað vitað en hann sé í forystu ríkisstjórnarinnar í einka-
væðingarmálum. Jónas Haraldsson
Skoðun
I>V
Frelsið og Flugmálastjórnarvélin
Gísli S.
Einarsson
þingmaöur
Samfylkingarinnar
í tengslum við umræðu
um notkun Flugmála-
stjórnarvélarinnar TF-
FMS, sem meðal annars er
notuð til aö fljúga með
ráðamenn innaniands sem
utan, hafa vaknað ýmsar
spurningar sem þörf er á
að fá svör við.
1) Hvaða reglur gilda
um þessa flugvél, hverjir
hafa rétt til að nota hana,
er hún seld á sambærilegu
gjaldi og flugvélar í einka-
rekstri, hvert er hið raun-
verulega hlutverk vélarinnar?
2) Hvers vegna er svo mikil tregða
á upplýsingum sem raun ber vitni i
ljósi svara til fjölmiðlanna um opin-
bera notkun vélarinnar?
3) Búa samkeppnisaðilar við sam-
bærileg skilyrði gagnvart tilboðum í
þessa þjónustu fyrir ríkið og ráðu-
neytin?
4) Er þörf á að bregðast við á sama
hátt og Sturla Böövarsson varðandi
athugasemdir um notkun umræddr-
ar flugvélar; að telja að verið
sé að koma á hann höggi?
5) Hvers vegna brást meiri-
hluti fjárlaganefndar við
beiðni um afrit af logbók vél-
arinnar eins og þeir væru
einhver rannsóknarréttur?
Er eitthvaö að fela?
Ef aðdragandi málsins er
skoðaður liggur fyrir að DV
spurði fyrst um málið i apríl
síðastliðnum en fékk loðin
svör eða engin. Hvorki DV né
aðrir fjölmiðlar hafa fengið
þær uppiýsingar sem þeir
hafa sóst eftir varðandi notkun Flug-
málastjórnarvélarinnar. Það að vitna
til þess kallar meirihluti fjárlaga-
nefndar hviksögur. Fjölmiðlar vöktu
athygli mína á þessu máli sem mér
fannst sárasaklaust að kanna en
menn bregðast við eins og verið sé
að fletta upp einhverju sakamáli.
Helstu notendur vélarinnar telja
sig vera boðbera frjálsrar samkeppni
og stuðningsmenn einstaklingsfram-
taks. Það er ekki að sjá í verki því
einstaklingar í flugrekstri virðast
gjörsamlega sniðgengnir varðandi
þjónustu fyrir ráðuneytin.
Svo þarf ráðherrum landsins að vera Ijóst að þingmenn hafa skyldum að gegna varð-
andi aðhald og eftirlit og það er hart þegar svo er brugðist við sem raun ber vitni.
Mér sem þessar vangaveltur rita
virðist ekki síst nauðsyn á að veita
aðhald þegar eitt stjómmálaafl hefur
setið svo lengi við völd að þeim
finnst þeir eiga allt, mega allt og
geta allt. Svo þarf ráðherrum lands-
ins að vera ljóst að þingmenn hafa
skyldum að gegna varðandi aðhald
og eftirlit og það er hart þegar svo er
brugðist við sem raun ber vitni. Við-
brögð við athugasemdum og beiðn-
um um upplýsingar er oftar en ekki
útúrsnúningur, höfnun og dráttur á
svörum.
Fyrirspurnir í salt
Mér er um og ó að rifja upp hluta
þess en læt fylgja nokkur dæmi. Fyr-
irspurnum Jóhönnu Sigurðardóttur
hefur hvað eftir annað verið hafnað.
Mínum fyrirspumum varðandi
Lánasýslu ríkisins var svarað mjög
seint og a.m.k. reynt aö fara í kring-
um hlutina. Það tók nærri tvö ár að
fá hlutina upp á borðið í því dæmi.
Niðurstaðan varð starfslokasamning-
ar við tvo einstaklinga sem ef til vill
eru alveg „eölilegir".
Lokaspurning mín hlýtur því að
vera: Á íslensk þjóð ekki rétt á að
vita hvernig opinberir aðilar nýta
fjármuni hennar?
Gísli S. Einarsson
Varist villukenningar
„Varist falsspámenn" segir í biblí-
unni. Viðvaranir um villukenningar
eru jafngamlar kenningum yfirleitt;
vandinn er bara að greina þar á
milli. Fyrir tæpri hálfri öld kom Ben-
Gurion, forsætisráðherra ísraels,
hingað í heimsókn og borgarstjóri
hélt honum veislu; í ræðu til heiðurs
gestinum sagði hann eitthvað um ísr-
ael sem föðurland Krists. Gesturinn
svaraði hvimpinn, að margir falsspá-
menn hefðu verið í landinu helga og
að Kristur hafi verið einn þeirra;
sumir gyðingar þykjast hafa einka-
rétt á að túlka testamentin. Nú geisa
deilur um nýjan spámann íslams, í
meira lagi falskan.
Mannskepnan fellur sífellt fyrir
loddarabrögðum fjáraflamanna og
predikara. Eitt gjöfulasta sviðið er
útlit og heilsa fólks. Eitt sinn lét
þýska ritið Der Spiegel gera rann-
sókn á virkni og gagnsemi húð-
krema sem áttu að gefa fegurð og
heilsu. í ljós kom að eitt þeirra dýr-
ustu var ekkert betra en venjulegt
krem sem kostaöi tíu sinnum minna;
salan hrundi í fyrstu en þá var
breytt um nafn á kreminu og þá
rauk salan upp. Já, fólk á víst rétt á
Dr. Jónas
Bjarnason
efnaverkfræöingur
fyrrverandi dósent
læknadeild
„Draga skal sem mest úr neyslu fitu, sérstaklega harðrar,
sykraðra matvœla, fljótmeltanlegra og trefjasnauðra
mjölvamatvœla. Gaui „litli“ lýsti þessu vel i sjónvarpi,
enda hefur hann sýnt árangur sjálfur.“- „Spurningin er
ekki um að hætta að borða heldur að gera minna af því,
velja betur og stunda hreyfingu.“
því að fá að láta
blekkjast.
Offita og áróöur
Offita er vaxandi
vandamál á Vestur-
löndum og er eitt
stærsta heilbrigðis-
vandamálið; hún veld-
ur einnig skertri
sjálfsímynd og minnk-
ar lífsgæði. Til að
glíma við hana er mik-
ill fjöldi af aðferðum í
boði; megrunarkúrar,
efni í krukkum, bækur
og mataruppskriftir. Þeir sem bestu
reynslu hafa í þessum efnum vita að
leiðin til að grennast heitir hófsemi
til allrar neyslu og hreyfmg. Draga
skal sem mest úr neyslu fitu, sérstak-
lega harðrar, sykraðra matvæla, fljót-
meltanlegra og trefjasnauðra
mjölvamatvæla. Gaui „litli“ lýsti
þessu vel í sjónvarpi, enda hefur
hann sýnt árangur sjálfur.
Spurningin er ekki um að hætta að
borða heldur að gera minna af því,
velja betur og stunda hreyfingu. Því
miður er engin töfralausn til en upp-
skriftin byggist á hófsemi, sjálfsstjórn
og grunnþekkingu á matvælum. Fólk
kaupir sig ekki frá offitu með skyndi-
brögðum eða „megrunarefnum";
manni rennur til rifja hvernig sumt
fólk er prettað og féflett.
Röngu tré veifaö
í helgarblaði DV 21.10. 00 er viðtal
við Jón Braga Bjamason prófessor
með fyrirsögninni: „Sykur er fíkni-
efni“. Umræðan er um offitu og pró-
fessorinn segir fólki að forðast sykur
og sykrur án þess að þekkja muninn
sjálfur; boðskapinn er að finna í
dægurhugmynd í amerískri bók:
„Sugarbusters" (sykurbanar).
Slíkar bækur hafa birst nýverið,
en þær predika að fólk eigi að
forðast sykur og sykrur (mjölva)
en borða í staðinn prótín og fltu.
Siðan eru sýndar töflur með
„sykurstuðlum" eða vísbending-
um um sykruinnihald í einstök-
um matvælum.
Munurinn á milli sykurs og
náttúrulegra sykra (fjölliður syk-
°S urs, mjölvi) er mikill; mjölvi er
Vl° uppistaðan í öllu korni og garð-
— ávöxtum, en hvítur sykur, hun-
ang, þrúgusykur og mjólkursykur eru
„hrásykur". Mörg hollustumatvæli
eins og heilhveiti, kartöflur, gulrófur
og gulrætur hafa háa „sykurstuðla"
og það er óðs manns æði að vara fólk
við þeim sérstaklega vegna ofþyngdar
(nema sýkursýkisjúklinga). - Þetta er
allt saman skelfilegt rugl, sem er Jóni
til skammar.
Margir virtir fræðimenn í Banda-
ríkjunum hafa bent á algjört gagns-
leysi „sykurstuðla" í baráttu við
offitu. Nú síðast hafa Bandarísku
hjartasamtökin (AHA) beinlínis var-
að við háprótínmat og sykrusveltiað-
ferðum til að grennast; afleiðingarn-
ar geta verið margs konar blóðrásar-
og hjartasjúkdómar, slag, sykursýki,
ýmsar gerðir krabbameins o.fl.
Manneldisfræðingar vita að hollasti
maturinn er fjölbreyttur og felst í
hóflegri fitu og prótini en er með
heilkorn, garðávexti, ávexti og græn-
meti sem meginuppistöðu, en sá mat-
ur hefur fremur háan sykurstuðul,
hvað sem líður óábyrgu hjali pró-
fessors við Hí.
Dr. Jónas Bjamason
Hagsmunir bílavina
. „Án þess að ég
ætli... að fjalla um öll
þau sorglegu bílslys
sem hér hafa orðið að
undanfömu, þá hlýtur
maður nú að mega
halda því fram að það
sé ýmislegt brýnna í
þessu samfélagi en að sum öflugustu
bíla- og peningafyrirtæki landsins
taki höndum saman með heilsíðuaug-
lýsingum í blöðum til að telja unga
fólkinu okkar trú um að bílar séu
bestu vinir þess ... Bílavinafélagiö er
náttúrlega bara hagsmunafélag, for-
varnarfélag, en snýst ekki um for-
varnir gegn til dæmis mengun eða
slysum - eins og þó er svo mikil þörf
á í sambandi við bílaeign lands-
manna. Þetta er bara forvörn gegn
því að kannski græði þessir aðilar ei-
lítið minni pening á næstunni."
Illugi Jökulsson í pistli á Stöö 2.
Raust Guðs þrumar
„Þjóðir gnýja, ríki n jfm
riða og raust Guðs n
þmmar. Og enn gnýja w, i
þjóðir og náttúran fí V, _ A
minnir á sig. Sagt hef- |f , .
ur verið að íslending- IV "
ar hafi misst hlutfalls- I J ''■23
lega fleira fólk af völd- ■—
um náttúruhamfara en allar þjóðir
Evrópu í öllum styrjöldum fyrri alda.
Landið okkar er fagurt og frítt en um
leið er það hættulegt. Lífið er hættu-
legt! Unga fólkið sem í æskufjöri nýt-
ur lífsins fellur alltof margt fyrir eitri
og líka fyrir hröðum og ógætilegum
akstri á vegum landsins eins og dæm-
in sanna einmitt nú um þessa helgi.
Lífið er dauðans alvara."
Sr. Örn Báröur Jónsson í predikun I
Neskirkju um sl. helgi.
Spurt og svarað
Er stríðið gegn talibönum í Afganistan aðmissa marks?
Vigfús Geirdal
sagnfrœdingur:
Marklaust frá
upphafi
„Ef þessar hernaðaraðgerðir eru
skoðaðar í samhengi við yfirlýst
markmið Bandaríkjanna um að
vemda lýðræði og útrýma hryðjuverkum er ljóst að þær
voru marklausar frá upphafi. Málið snýst hins vegar
miklu frekar um Sádi-Arabíu en Afganistan. Bin Laden
er Sádi-Arabi og krafa hans hefur verið sú að Bandarík-
in fari út úr heimalandi hans meö herstöðvar sínar.
Afganistan er eitt fátækasta land veraldar og er sundur-
sprengt fyrir löngu. Dreift um landið liggja tíu milljón-
ir jarðsprengna - og innan um matvæli sem varpaö er
úr lofti em klasasprengjur sem líta út eins og leikfóng.
Kannski eru „leikfangasprengjumar" skýrasta birting-
armynd þess að árásirnar hafa ekki þann tilgang að
gera heiminn ömggari gegn hryðjuverkum."
H Ámi Ragnar Ámason,
, þingmadur Sjálfstædisflokks:
^f| Illvígir dregnir til
■*£-y ^
„Eg held að ekki sé hægt að dæma
um það enn. Við höfum séð á gögnum
m—i—að eftir sex ára styrjöld í Afganistan
álitu sérfræðingar Rússa að þeir gætu átt eftir að berjast
þar í áratugi. Ég tel að það muni reynast rétt sem sagt
var í byrjun þessara hemaðaraðgerða að við sjáum ekki
fyrir endann á þeim fljótlega. Það skiptir mestu máli að
það takist að draga til ábyrgðar einhverja illvígustu
hermdarverkamenn sögunnar og þá sem veita þeim skjól.
Því verða vesturveldin og þeirra samstarfsríki að standa
fyrir mikilli neyðarhjálp á þessu svæði. Mér flnnst mis-
skilningur að tala um þetta sem átök milli kristinna
manna og múslíma, þetta era aðgerðir til að ná til hermd-
arverkamanna sem ekki einasta hafa ráðist gegn Vestur-
löndum heldur alþjóða samstarfi á öllum sviðum."
Sr. Vigfus Þór Ámason,
sóknarprestur í Grafarvogi:
Stríð œtíð án
takmarks
„Að mínu áliti geta styrjaldir eða
hernaðaraðgerðir hvers konar aldrei
falið í sér neitt takmark, heldur fylgja
þeim alltaf enn meiri hörmungar. Mat vesturveldanna
var að til einverra aðgerða yröi að grípa gagnvart tali-
banastjórninni í Afganistan og bin Laden í kjölfar
hryðjuverkanna 11. september. Líta Bandarikin og vest-
urveldin svo á að þau séu ekki að heyja stríð, heldur verj-
ast. Þrátt fyrir það megum við ekki missa vonina, heldur
biðja Guð um frið rétt eins og að við verðum alltaf að
trúa á það góða í heiminum. Ég vil alls ekki líta svo á að
stríðið í Afganistan sé milli kristinna manna og múslíma.
Sjálfur þekki ég marga úr síðamefnda hópnum sem er
fyrirmyndarfólk. Þetta stríð er komið til vegna árása fá-
menns hóps öfgamanna á hið vestræna samfélag."
Bryndís Hlöðversdóttir,
þingmaður Samfylkingar:
Tíminn vinnur
gegn stríðsrekstri
„Þeim mun lengri tími sem líður frá
því sýnilegur árangur næst gegn
hryðjuverkamönnunum og samtökum
þeirra, þeim mun erfiðara er að verja árásirnar. Það era
engin ný sannindi að Afganistan er sjálfsagt eitt erfiðasta
land heimsins til þess að heyja hernað LÞað ætti því ekki
að koma á óvart þótt einhvem tíma tæki að hafa hendur í
hári bin Laden og liðssveita hans. Á meðan talibanastjóm-
in skýtur skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn er hins vegar
eðlilegt að þeir svari fyrir gjörðir slíkra manna, en þær
hafa bitnað á lifi fólks um allan heim og eru hryðjuverkin
í Bandarikjunum gleggsta dæmið um það. Hið ömurlega er
hins vegar hve margir almennir borgarar falla í þessu
stríði og það er ekki síst sú staðreynd sem vekur upp mikl-
ar efasemdir um réttmæti þess.“
:v=\
VIG> IHO
ROMcSJl 60 O
CXS'Tf=7Kk£-
3PRXa -
1—/F7tNÍe»© o
VÖ!?GM Sf=7M-
Mftlfi gm SK>
CXS HRVCSJG -
VEP?l<riN
Fordómafullir
fordómar
Stríösrekstur Bandaríkjamanna í Afganistan sætir vaxandi gagnrýni víöa um lönd, þar sem hann þykir ómarkviss og bitna um of á saklausum borgunum.
Alitlegur hópur fólks
starfar við að aðstoða út-
lendinga sem hingað flytj-
ast til að fóta sig i fram-
andi samfélagi. Starfsmenn
svona þjónustu eru tíðir
gestir í fjölmiðlum og fer
ekki á milli mála að þeir
hafa kórrétta skoðun á
mikilvægi starfa sinna og
geta flestir eða allir tekið
undir það. Nú er það orðin
almenn vitneskja að til að
ná þegnrétti í landi verða
aðfluttir að tileinka sér
tungumálið sem þar er talað. Að öðr-
um kosti verða þeir alltaf utanveltu
og ná illa því menningarsambandi
sem til þarf til að samlagast um-
hverfinu sem viðkomandi lifa og
hrærast í. Því er lögð eðlileg áhersla
á að kenna og þjálfa fólk af erlendu
bergi brotið til að skilja og tjá sig á
islensku. Samtimis eru dómstólar
farnir að kenna innfæddum hvernig
þeir mega ekki orða hugsanir sínar
sem snúast um íjarlægar þjóðir og
lífviðhorf.
! þeirri viðleitni að kenna því ís-
lenska fólki sem rekur ættir til nor-
rænna kónga og Írafells-Móra að um-
gangast nýdubbaða landa sína er
mikil áhersla lögð á að hérlendis ríki
óskaplegir fordómar gegn aðfluttu
fólki og yfirleitt öllum þeim sem
ekki hafa yflrbragð Gunnars á Hlíð-
arenda og Hallgerðar spúsu hans.
Þeir sem þykjast bera hag aðfluttra
fyrir brjósti gleyma aldrei ásökun-
um um fordómana þegar þeir flytja
boðskap sinn í fjölmiðlum og víðar á
opinberum vettvangi.
Á stundum jaðrar við að allt for-
dómatalið sé ekki síður ógrundaðar
og illa orðaðar hugrenningar en það
orðbragö sem jafnt og þétt er verið
að ásaka aðra fyrir að viðhafa þegar
fólk af ólíkum kynþáttum ber á
góma. Að kenna öðrum um fordóma
getur verið allt eins fordómafullt og
hver önnur illmælgi um náungann.
Ef til vill tekst einhverjum að láta
á það reyna fyrir dómi hvort allt for-
dómarausið er eins saklaust og vel-
viljað í garð náungans eins og mann-
kynsfrelsarar vilja vera láta.
Hinir hjartahreinu
Ef þeir sem taka að sér upp-
fræðslu þeirra sem hingað leita til
búsetu byrja á þvi að kenna fólkinu
að á meðal innfæddra ríki forldómar
í þeirra garð, sem byggist á fáfræði
og illum hug, er það vafasöm fræðsla
Oddur Olafsson
skrifar:
og er bágt að sjá hvaða til-
gangi hún þjónar. Hún sýn-
ist fyrst og fremst henta til
að ala á tortryggni og vinna
gegn þeim tilgangi að bræða
saman ólíka menningar-
heima og aðlaga aðflutta að
einhverju, sem kalla má ís-
lenskan veruleika upp á
póstmódernísku.
Engum er greiði gerður
með því að klifa óhóflega aö
meintri meinsemd i sambúð
þeirra íslendinga sem passa
inn í miðlægan gagnagrunn
á heilbrigðissviði og hinna sem bera
í sér órekjanlega litninga. En ef
marka má vitnisburði dökkleitra
landa eða þeirra sem hafa stríðari
augnlok en algengast er á vestur-
hveli jarðar er oftast grunnt á því að
þeir fari að ræða fordómana. Engu
er líkara en að þeir læri lexíuna með
íslenskunáminu.
Viðmælendur aðfluttra, sem bera
einhver sérkenni kynþáttar síns,
fréttamenn eða aðrir, eru sífellt að
láta þá svara spurningum um for-
dóma gegn þeim með tilheyrandi fá-
fræði. í fjölmiðlum virðist eini til-
gangurinn með viðtölunum vera að fá
fólkið til að vitna um fordómana og
ganga spurningamar oft einhliða í þá
átt. Oft er fólkið að lýsa ánægju sinni
með viðtökur og viðmót sem það
mætir hér, þegar allt í einu er farið
að láta það svara stöðluðum spurn-
ingum um fordómana gegn þvi.
Kjánaskapur
Þetta er orðið eins og slæmur
kækur sem þeir sem halda sig for-
dómalausa eru illa haldnir af.
Að gera mönnum, jafnvel heilum
þjóðum, upp skoðanir og einstreng-
ingsleg sjónarmið undir yfirskini
manngæsku og samúðar, er oft álíka
kjánalegt og að dæma heilu kynþætt-
ina samkvæmt eigin ranghugmyndum.
Aðskilnaður felst oft í nafngiftum
og heitum og varðar nú orðið við lög
ef ruglast er í því rími.
í góðri meiningu var fundið upp
orðskrípið nýbúi, til aðgreiningar
frá þeim er löggildur íslendingur
orðinn síbúi. Það skrípi er farið að
nota i fjölmiðlum. Til að þjóðin,
hvernig sem hún er á litinn, sé
sjálfri sér samkvæm er nú hægt að
sleppa við slettuna túristi, sem þá
verður skammbúi, svo að allt verði í
stíl og innan ramma laganna.
En aldrei skal ég svívirða landa
mína með samheitinu nýbúar.
Eru til hinsegin íslendingar? Á stundum jaðrar við að allt
fordómatalið sé ekki síður ógrundaðar og illa orðaðar hug-
renningar en það orðbragð sem jafnt og þétt er verið að
ásaka aðra fyrir að viðhafa þegar fólk af ólíkum kynþáttum
ber á góma. Að kenna öðrum um fordóma getur verið allt
eins fordómafullt og hver önnur illmœlgi um náungann.