Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 27 i DV Fréttir Gunnar Hansson. Kröfuhafar leiklesiö í Borgarleikhúsinu: Aðstæðurnar fýndnar en undiraldan þung Strindberg-hópurinn ætlar aö leik- lesa verkiö Kröfuhafa, í Borgarleik- húsinu á morgun, kl. 17. Leikendur eru Gunnar Hansson, Edda Björg Eyj- ólfsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson en Gunnar Gunnsteinsson er leik- stjóri og heldur í alla spotta. Best að spyrja hann aðeins út í efnið: - Gunnar, fjallar þetta um hand- rukkara, eða hvað? „Nei, ekki beint. Eins og ílest verk Strindbergs fjalla Kröfuhafar um ást- arþríhyrning - í þessu tiifelli eina konu og tvo karla, Teklu, fyrri eigin- mann hennar, Gústaf, og núverandi eiginmann, Adolf. Gústaf hefur aldrei sætt sig við að Adolf tæki frá honum konuna og telur sig eiga vissa kröfu á hana. Þaðan kemur nafnið." Samskipti, grimmd og eignaraðild „Hér er Strindberg í raun að skoða, á kómískan hátt, hvort tveir jafnvígir einstaklingar geti átt far- sælt hjónaband og veltir upp spurn- ingum um hvað gerist þegar annar makinn er þiggjandi og hinn veit- andi,“ heldur Gunnar áfram lýsingu verksins. - Er eitthvað kómískt viö það? „Höfundurinn kallar þetta tragikómedíu og aðstæðurnar eru fyndnar þótt undiraldan sé þung. Þetta er í raun stofudrama í einum þætti - um samskipti fólks, grimmd- ina og eignaraðildina.“ - Þetta mun allt eiga erindi til okkar nútímafólks. „Já, það er létt að tengja þetta við okkar samtíma. Þess vegna erum við vísvitandi með frekar unga leik- ara í þessu. Nú er fólk um þrítugt búið að skilja jafnoft og fólk um sex- tugt var áður og er því búið að prófa ýmsa hluti á sjálfu sér.“ Oþrjótandi uppspretta - Hafa Kröfuhafar verið leiknir á sviði hér á landi? „Nei, einungis í útvarpi. En þetta er magnaður texti og hann verður fluttur með tilþrifum í Borgarleikhúsinu. Leikendur eru í búningum, það er hreyfing á þeim á sviðinu og þeir túlka verkið af sannfæringu.“ - Svo ætlið þið að halda áfram að lesa Strindberg: „Já, við munum flytja Föðurinn og Fröken Júlíu næstu tvo laugar- daga á eftir og í framhaldinu verð- ur málþing um höfundinn. Okkur flnnst rík ástæða til að vekja at- hygli á Strindberg því þótt verk hans hafi ekki alltaf notið vin- sælda á sviði þá hefur hann verið óþrjótandi uppspretta hugmynda innan leikhúsheimsins." - Gun. Sviðsljós Mette-Marit kaupir skó á flóamarkaði Norska kóngafólkið hefur löngum þótt alþýðlegt og þeir sem komnir eru til vits og ára minnast þess að Ólafur heitinn kóngur, faðir núver- andi kóngs, lagði það í vana sinn að taka sporvagninn eins og hver ann- ar almúgamaður. Mette-Marit, nýbökuð krón- prinsessa frænda okkar Norð- manna, og eiginmaður hennar, Há- kon krónprins, fóru líka út á meðal fólksins um daginn og skruppu á flóamarkað hljómsveitar Slemdal skólans í Ullevál. Mette-Marit keypti sér par af skóm og ýmislegt fleira, svo sem kjól. Hákon keypti sér stól. Annars varft ;.in f\ L-;r jjví að veskinu hai. ’ - markaðn- um. Veskið í. ' ’ :: m en þá var búio . reiðuféð sem prin. Ekki var sagt hversu .uikiu ar. REUTERJvlYND Á flóamarkað Mette-Marit og Hákon krónprins í Noregi keyptu sér sitt lítiö af hverju á flóamarkaöi á dögunum. Cruz þekktist bónorð frá Cruise Stórleikarinn Tom Cruise er þekkt- ur fyrir að velja sér eiginkonur af mik- ilii nákvæmni, þótt það kunni nú að hljóma undarlega þar sem hjónabönd hans til þessa hafa farið út um þúfur. Fyrst var það Mimi Rogers og síðan Nicole Kidman. Næsta frú Cruise verð- ur svo engin önnur en hin gullfallega spænska frauka og leikkona Penelope Cruz. Hann er 37 ára en hún ekki nema 27. Við skulum bara vona að samhljóm- ur nafna hjónaleysanna dugi til að binda þau saman um aldur og ævi. Reiknað er að þau láti pússa sig saman á búgarði Toms í Telluride í Kólóradó. Geri hættir við popphátíð Stríð þeirra Geri Halliwell, fyrrum kryddpíu, og Victoriu Adams og Beck- ham, núverandi kryddpíu, tekur á sig ýmsar myndir. Síðasta skæran í því langa stríði var háð í Ástralíu um dag- inn. Þar snarhætti Geri við að koma fram á popphátíð eftir að áströlsk út- varpsstöð flutti viðtal við Victoriu hina snobbuðu þar sem hún sagði meðal annars að hún hefði ekkert að segja við Geri. „Ég kem sko ekki. Kemur ekki til mála,“ sagði Geri þá og sneri bara upp á sig. ÞJONUSTUMSGLYSmCAR .». j' A'i.'-30SSSB. ’V-.-.'fi í s 550 5000 Skólphreinsun Er stíflaö? Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél ti| að mynda frárennslislagnir og staðsetja skemmdir. Ásgeir Halldórsson Sími 567 0530 ___ Bílasími 892 7260 L"“J BILSKURS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- Öryggis- hurðir hurðir VEISLUBRAUÐ A BRAUÐSTOFA SLAUGA R Búðargerdi 7 sími 5814244 & 568 6933 Þorsteinn Garðarsson Kársnesbraut 57 • 200 Kópavogi Sími: 554 2255 • Bfi.s. 896 5800 LOSUM STÍFLUR ÚR Wc Vöskum Niðurföllum O.fi. v:;..11 (É MEINDÝRAEYÐING VISA/EURO RÖRAMYNDAVEL Til að skoða og staðsetja skemmdir í lögnum. 15ÁRA REYNSLA VÖNDUÐ VINNA etifi 0T Sögun * Steinsteypusögun Kjarnaborun * Móöuhreinsun glerja Múrbrot * Glugga & glerísetningar Háþrýstiþvottur * Þakviðgeröir Símar: 892 9666 & 860 1180 FJARLÆGJUM STIFLUR úr vöskum.WC rörum, baðkerum og niðurföllum. TBPfW) RÖRAMYNDAVÉL '■ '—y til aö skoða og staðsetja skemmdir í WC lögnum. í DÆLUBÍLL NASSAU iðnaðarhurðir Þrautreyndar við íslenskar aðstæður Sala Uppsetning Viðhaldspjónusta Sundaborg 7-9, R.vtk Sími 568 8104, fax 568 8672 idex@idex.is Hitamyndavél Röramyndavél til aö ástandsskoða lagnir NYTT - NYTT Fjarlægi stíflur úr.w.c. handlaugum baðkörum & frárennslislögnum Dælubíll til aö iosa þrær & hreinsa plön T37 CRAWFORD IÐNAÐARHURÐIR S AL A—UPPSETNIN G-ÞJ ÓNUSTA HURÐABORG DALVEGUR 16 D • S. 564 0250 ..... J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.