Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2001, Qupperneq 33
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001
DV
37
Eiríkur á föstudegi
Potter grætir börn
Fréttir af mik-
illi sölu og
áhuga á úikomu
nýju Harry Pott-
er-bókarinnar
hafa ekki farið
fram hjá nein-
um. Minna hef-
ur farið fyrir
þeirri staðreynd
að víða um land eru böm sem
keyptu bókina í forsölu grátandi
vegna þess að bókin barst þeim
ekki fyrr en eftir útkomu hennar í
bókaverslanir. Fyrirhyggja bam-
anna og spenningur varð því að
engu þegar bókin loks kom í pósti
seinna en í bókabúðir.
Hátt í þúsund eintök af Harry
Potter seldust í forsölu og sam-
kvæmt auglýsingu áttu þeir sem
keyptu bókina þannig að fá hana í
hendur á undan öðrum. Bókin var
hins vegar sett i póst á mánudegi
og á þriðjudegi gátu allir nálgast
hana í bókaverslunum. Þá var víða
grátið: „Það er verið að hafa okkur
að fíflum,“ sagði móðir í Grafar-
vogi sem sá ástæðu til að kvarta
við bókaverslun Eymundsson sem
sá um forsöluna fyrir bókaútgáfuna
Bjart. Og hún var ekki ein um það.
konur
Miðvikudagar
em að verða konu-
kvöld í sjónvarpi.
Á besta útsending-
artima er ekki
annað en kvenna-
efni í boði eins og
naskur lesandi
bendir á. Hann
reyndi að horfa á
sjónvarpið um níu-
leytið á miðviku-
dagskvöldið: „Á
Stöð 2 var María Ellingsen með
kvennaþátt. Á skjá einum var Sirrý
með leyndarmál kvenna á koddanum
og í Ríkissjónvarpinu vora tvær kon-
ur að tala um bókmenntir. Ég beið að-
eins og skipti yfir á Stöð 2 en þá hófst
þátturinn Þrjár systur. Hann fjallar
líka um konur. Sýn skar sig þó úr.
Þar var fótbolti. Ekki kvennabolti."
Bara
María
Með Femin.
fotter i pósd ,
» t'm 700 einfök h*fa wlM aí\
ny)u»iu Hurry PoUer böJUnnl n
'orvtla «n bokin fcr ekki 1 tl-4
uenna aölu fyrr en kfukkon IU.
^torgun. B6k«v*r»Unlr Ey- \
raunditsoÐ tufa «éfl um tonáiJF
______ fyrir bdkaiit-
uáíunaUjart r
Potter í pósti
Kaupendur í for-
sölu sátu eftir.
Sigtún á ný
Nýr og glæsi-
legur dansstaður
verður opnaður í
gamla Sigtúns-
húsinu við Aust-
urvöll á næstunni
en mötuneyti
Landssímans hef-
ur verið þar til
húsa svo áratugum skiptir. Húsið
hýsti áður einn vinsælasta skemmti-
stað höfúðborgarinnar og ætlar nýr
rekstraraðili að endurreisa gamalt
orðspor staðarins. Sá heitir Garðar
Kjartansson og rak um tima súlustað-
inn í Óðali.
„Við fluttum fyrir mánuði með
mötuneytið upp á þriðju hæð í Lands-
símahúsinu og mér skilst að balfstað-
urinn verði opnaður innan skamms,"
segir Rósa Valdimarsdóttir, yfirkokk-
ur í mötuneytinu, sem man vel eftir
gamla Sigtúni. „Þetta verður ekki síð-
ur glæsilegur staður, gamla sviðið og
dansgólfið á sinum stað.“
Sigtún hét áður Sjálfstæðishúsið og
þá var líka dansað. Þá vora víðfrægar
ballsenur úr kvikmyndinni Djöflaeyj-
unni teknar á staðnum.
Endurreisn
Aftur dansaö viö
Austurvöll.
Leiðrétting
Vegna frétta af látlausu flugi sam-
gönguráðherra með skrúfuþotu
Flugmálastjómar skal tekið fram að
í ráðuneytinu er vélin flokkuð sem
ráðherrabíll - með vængi.
Stjörnuspeki og bíórytmar á Netinu:
99 prósent til-
finningatengsl
- á milli forsetans og Dorrit - Davíð fellur best að Loni Anderson
Á undraskjótan og auðveldan hátt
getur fólk nú borið sig saman við elsk-
una sína og aðra á Netinu með hjálp
stjömuspeki og bíórytma á vefsíðunni
BigLoveMatch.com. Það eina sem þarf
að gera er að slá inn fæðingardaga við-
komandi og þá kemur niðurstaðan af
sjálfu sér; líkamleg samsvörun, tiifinn-
ingaleg og samspil greindar.
Líkamlegt 91%
Tilfinningar 99%
Greind 78%
Meðaltal 90%
Líkamlegt 85%
| Tilfinningar 22%
SGreind 4%
Meöaltal 37%
Davíð og Loni
Líkur Burt Reynolds.
Þegar fæðingardagar Ólafs Ragnars
Grímssonar og Dorrit Moussaieff eru
slegnir inn kemur I ljós að þau eiga
undravel saman; sérstaklega á tilfinn-
ingasviðinu þar sem þau sprengja næst-
um skalann og ná 99 prósent stiga. Lík-
amlega eiga forsetinn og Dorrit 91 pró-
sent sameiginlegt en í greind aðeins 78
prósent og dregur það meðaltalið nokk-
uð niður þó samtals skori þau 90 stig af
100 mögulegum sem er fimagott og
Dorrit og Sylvester
98% samsvörun.
Steingrimur og Gloria
Eins og Ijúfur samsöngur.
óvenjulegur árangur.
Aðra sögu og verri er að segja um
tengsl Davíðs Oddssonar og Steingríms
J. Sigfússonar þegar þessum fræðum er
beitt á samband þeirra. Þeir ættu reynd-
ar að geta leikið fótbolta saman (eða
blak) því líkamlega ná þeir 85 prósent-
um. Tilfmningalega era þeir þó aðeins í
22 prósenta tengslum og í greind ná þeir
aðeins 4 prósentum. Þetta þýðir að þeir
ættu vart að vera samtalshæfir hvað þá
að þeir skilji hvor annan. Samanlagt
eiga þeir Davíð og Steingrimur aðeins
37 prósent sameiginlegt á þeim þremur
sviðum sem mæld eru.
Betri niðurstaða fæst þegar Ólafur
Ragnar og Davíð eru bomir saman. Þeir
era jafn sterkt tengdir tilfmningalega og
forsetinn og Dorrit og ná þar 99 prósent-
um. Samsvörun í greind er þó aðeins 78
prósent og líkamlega 57 prósent. Davíð
og forsetinn ættu því vel að geta ræðst
við af einhverju viti og grátið og hlegið
saman nær því sem einn maður. Likam-
lega era þeir þó hvorki né en samtals ná
þeir 79 prósentum.
Á vefsíðu BigLoveMatch.com er
einnig hægt að kanna við hvaða kvik-
myndastjömur samtímans viðkomandi
samsvarar sér best. Fyrir er á síðunni
gagnagrunnur með nöfhum helstu
Kolla og karlarnír
Sturla
Böðvarsson
Á fljúgandi ferð.
Ómar
Jóhannsson
Fjölfróöur milli á
videoleigu.
Emir
Snorrason
" Lagöi Kára og á fé.
Guðmundur
Á. Stefánsson
Skrimtir enn þrátt
fyrir áratugi í pólitík.
Jón
Kristjánsson
Guöfaöir
glasabarnanna.
Guðlaugur
Þór Þórðarson
Enn á uppleið.
Toppsex-listi Kollu bygglr á grelnd, útgelslun
og andlegu menntunarstig! þeirra sem
á honum eru. Nýr listi næsta föstudag.
•_______________________________________________
Ólafur Ragnar og Goldie
Tveir samrýndir glókollar.
stjamanna og sér tölva um að reikna út
líkindin á svipuðu geðslagi, háttum og
áhugamálum sem saman mynda þann
grann sem byggja má á gott samband.
Þegar fæðingardagur Dorrit Moussai-
eff er sleginn inn í þennan grunn kem-
ur upp nafn Sylvester Stallone (98%).
Steingrímur J. Sigfússon fær til lags við
sig Gloriu Estafan (98%). Ólafur Ragnar
rambar á Goldie Hawn (97%) og viti
menn: Davíð Oddsson og Loni Anderson
(98%). Þess má geta að Loni var eitt sinn
gift Burt Reynolds en þeir Davíð eru
ekkert ósvipaðir þegar vel er að gáð.
Lögreglumenn gantast í Hverfissteini:
Útigangsmönnum úthýst
- yfirlögregluþjónn ósáttur
Engin gisting -
úrræði sem
Lögreglu-
menn hafa
hengt upp til-
kynningu í
móttöku fanga-
geymslunnar í
höfuðstöðvum
Reykjavíkur-
lögreglunnar
við Hverfis-
götu þar sem
segir að ekki
sé lengur hægt
að veita úti-
gangsmönnum
gistingu. Er
útigangsmönn-
um bent á að
nýta sér önnur
standa til boða.
„Þetta er ekki stefna okkar og
að sjálfsögðu skjótum við skjóls-
húsi yfir þá sem þess þurfa. Ég
læt taka þessa tilkynningu niður
og vil gjarnan ræða við þá sem
settu hana upp,“ segir Geir Jón
Þórisson yíirlögregluþjónn sem
þegar hefur hafið leit að söku-
dólgunum. Telur hann þá vera
gárunga í hópi lögreglumanna
sem þarna hafi farið yfir strikið.
Þetta sé ekki mál sem hafa eigi í
flimtingum.
Fangageymslum í Hverfis-
steini hefur verið fækkað eftir
viðgerðir og breytingar sem þar
voru gerðar í sumar og hefur
klefum við það fækkað um fimm.
Eru þeir nú sextán talsins en
rýmið sem sparaðist hefur verið
tekið undir aðstöðu fyrir rann-
sóknardeild lögreglunnar.
Tilkynningin í Hverfissteini
útigangsmönnum bent á að nýta sér önnur
úrræöi sem í boöi eru.
Rétta myndin
Grimmur bæjarstjóraslagur
„Ég fúrða mig
á þessari pólitík
Ásgerðar. Hún er
á skjön við sam-
þykktir bæjar-
stjómar og
stefnu annarra
frambjóðenda í
þessu prófkjöri,"
segir Jónmundur
Guðmarsson,
fyrrum aðstoðar-
maður mennta-
málaráðherra,
sem stefnir á efsta sætið í prófkjöri
sjálfstæðismanna á Seltjamamesi sem
fram fer á morgun. Efsta sætinu fylgir
bæjarstjórastóllinn á Seltjaamamesi
sem Sigurgeir Sgurðsson er nú að
standa upp úr. Ásgerður Halldórsdóttir
vill lika efsta sætið og stól Sigurgeirs
Jónmundur á Nesinu
Vill veröa framtíðarforingi.
og hefur gert fyrir-
hugaða byggingu
hjúkrunarheimilis
við Nesstofu að kosn-
ingamáli sínu. Segir
svæðið ekki þola 4000
fermetra hjúkranar-
heimili. En Jónmund-
ur svarar henni full-
um hálsi:
„Þetta mál snýst
um nýtingarhlutfaíl á
byggingarlóð en ekki
innrás á vemdar-
svæði. Með byggingunni eram við að
gæta hagsmuna eldri borgara hér á
Nesinu,“ segir Jónmundur sem lftur
morgundaginn björtum augum þegar
prófkjörið skellur á. „Við erum að
kjósa okkur nýjan leiðtoga til framtíð-
ar,“ segir hann og býður sig fram.
Haustmyrkur á gangbraut
Myrkriö er skolliö á og krakkarnir fara í skóla. Gætum okkar og barnanna líka.
Dv-MYND HARI