Alþýðublaðið - 20.03.1969, Side 16

Alþýðublaðið - 20.03.1969, Side 16
Alþýðu blaðið Afgreiðslusími: 14900 Ritstjórnarsímar: 14901, 14902 Auglýsingasími: 14906 Pósthólf 320, Reykjavík Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði Verð í lausasölu: 10 kr. eintakiíf HVER ERU VIÐBRÖGÐ ALMENNINGS? Löffregrluþjónninn brosti g-óðlátlegra við spurningunni og svaraði: „Nei, klæðnaður stúlkunnar vekur síður en svo hneykslun mína“. — Lítur almenningur hney\sl- andi augum á ungar stúlkur, sem klæðast stytztu pilsunum, — pils- um, sem aðeins þekja lítinn hluta læranna? Þessi spurning er vissu- Iega forvitnileg, og einmitt þess .vegna brugðum við á leik í gær og spurðum fólk, sem var á gangi í miðborginni, hvort því fyndist klæðnaður stúlkunnar hér á mynd- tinum hneykslanlegur. Því er ekki að neita að spurn- ingin kom fólkinu á óvart, svo sjálfsagt þótti sumum, að ung og falleg stúlka klæddist mini-pilsi. Þó voru nokkrir, sem ekki kváðustf dómbærir í þessu efni — og vekur það reyndar nokkra furðu okkar. Þá voru nokkrir, sem skunduðu á brott sem hraðast þeir máttu, er þeir uppgötvuðu segulbandstæki blaðamannsins, svo ekki sé nú minnzt á ljósmyndarann, sem stóð í nokkurra metra fjarlaegð. En þrátt fyrir allt komumst við að þeirri niðurstöðu, að fólkinu á götunni þykir síður en svo neitt athugavert við það, að ungar stúlkur klæðist stuttpilsunum víðfrægu. Nú má því ætla, að stuttpilsin séu orðin úrelt þrætuefni fólks, og þau hafi áunnið sér jafnvirtan sess í augum fólksins og síðpils peysufatanna. I góðviðrinu í gær hefur sjálfsagt sumum fundizt það nokkur tilbreyt- ing frá grámyglulegum vetrarmán- uðunum, sem á undan eru gengnir, að dæma um það, hvort klæðnaður stúlkunnar á vegum Alþýðublaðsins vekti hneykslun þeirra eða ekki. — Víst er um það, að flestir brugðu vel við. Væri heldur annað verjandi? Því miður getum við ekki birt myndir af öllum þeim, sem við spurðum. Þær myndir, sem hér eru á síðunni og svo á forsíðunni verða að nægja. Ekki má bregða okkur um það, að við gætum ekki fyllsta hlutleys- is, hvað niðurstöðuna áhrærir. Því er okkur skylt að geta þess, að 2 konur kváðust ekki dómbærar í málinu. Ef til vill eru aðeins karl- menn dómbærir í málum sem þess- ■Æ&wl Þessi roskni maður, sem við hittum í Austurstræti, svaraði sPUrit ingrunni: „Klæðnaffurinn. inei, hann er ekki hneykslimarefni frekar en svona gerist ogr gengur“. um — eða hvað? Hins vegar var ekki annað að sjá eða heyra en allir karlmennirnir, sem við spurðum, væru þeirrar skoðunar, að ekkert sérstakt mælti á móti því, að ung- ar stúlkur klæddust stuttpílsijm. — (Til dæmis gerði enginn þeirra þá athugasemd, að minipils væru litlar skjólflíkur í nepju vetrarmánaðanna, en það er ef til vill önnur saga). l»essi frú vildi enga afstöðu taka I málinu. Þessi vegfarandi í Austurstræti svaraði spurningunni á þessa leiff: „Nei, síður en svo. Pilsið er alls ekki of stutt“.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.