Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 6
Lesendcmornið m Um nkureyri og flkureyringa Sigga skrifar: Halló! Eg verð nú að segja að síðasta blað ykkar hjá Fókusi kom mér bara nokkuð á óvart, takk. Þótt ég lesi blaðið alltaf þegar ég kemst í það hef ég ekki áður lent í að þið sinnið mínum gamla heimabæ svona vel. Ég er nefnilega frá Ak- ureyri, flutti á mölina fyrir nokkrum árum, og hef alltaf jafn gaman af því þegar púlsinn er tek- inn á mannlífinu í bænum. Hin síðustu ár hefur það bara verið þannig að það eina sem maður heyrir frá Akureyri er þegar það er eldsvoði eða fíkniefnaböst í bæn- um. Það er bara ekki nógu gott. I síðasta Fókusi sá ég aftur á móti skemmtilega mynd af mörgu fólki þar sem spurt var um tísku og svo var viðtal við feðga sem reka Go- kart-braut í bænum. Þetta var bara fínt og ég þakka fyrir. Það er hins vegar alveg úti með það að maður þekki marga í bæn- um. Það eru að vísu komin nokkur ár síðan ég flutti frá Akureyri en mikil ósköp hvað það hefur skipst út af fólki þarna. Eg kom nefni- lega í heimsókn sfðasta sumar og bjóst við að geta gengið um göturn- ar og rekist á gamla vini og kunn- ingja. Það kom varla fyrir. Mér leið eiginlega eins og ég væri í útlönd- um. Að vísu er bærinn alltaf jafn yndislegur en hann hafði breyst. Þetta er samt örugglega það sem gerist. Maður heldur að ekkert breytist úti á landi en svona er þetta nú bara. En þetta er nú bara ég að hugsa upphátt. Þakka fyrir ágætt blað. Lesendum Fókuss gefst nú kostur á að senda inn hugleiðingar sinar, hrós og kvartanir á netfangið fokus@fokus .is. Besta bréfið i viku hverri birtist svo á siðum blaðsins. liHfflBfiyfil http://front- page.sim- net.is/brostu/ Já, við bjóðum til veislu í heima- sfðu vikunnar að þessu sinni. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem hægt er að kynna til sögunnar jafn magnaðan mann og Þór Bæring. Þór þessi hefur um árabil verið hlustend- um FM957 að góðu kunnur sem einn af hressu strákunum þar og nú ætlar drengurinn greinilega að færa aðeins út kvíarnar og víkka sjón- deildarhringinn. Já, Þór er farinn að læra vefsfðugerð og árangurinn er nokkuð sem allir ættu að kíkja á. Heimasíða Þórs hefur að geyma allar helstu upplýsingar um kappann: áhugamál, starfsferil, fjölskylduhagi og svo mætti lengi telja. Þarna get- urðu komist inn í FM-lingóið, lært helstu frasana og kynnst rétta fólk- inu og stöðunum til að hanga á. Kík- ið á Þór. Hljómsveitin Trabant gaf út diskinn Moment of Truth fyrir stuttu. Hún er ein þeirra sveita sem kom, sá og sigraði á Airwaves-tónlistarhátíðinni um daginn og hefur fengið umfjöllun í New York Times. Félagarnir Viðar Hákon Gíslason og Þorvaldur H. Gröndal eru kjölfestan í sveitinni. Þeir ræddu við Fókus um tónlistina og leti í fjölmiðlum en lítið um fótbolta. Vantar rigningu í nefiS „Við vorum að gefa út plöt- una okkar og erum rosalega stoltir af útkomunni," svarar Viðar er hann og félagi hans, Þorvaldur, eru inntir frétta. Saman mynda þeir hljóm- sveitina Trabant sem er ný- búin að gefa út diskinn Moment of Truth eftir langa inniveru, 10.000 bolla af kaffi og 500 karton af sígar- ettum. Platan sú ama var pensluð inn til útgáfu fyrir rúmu ári, að sögn drengjanna, og þá undir merkjum útgáfufélags- ins Smekkleysu. „Við vorum búnir að samþykkja samning hjá Smekkleysu en eitt ákvæði var enn óleyst og okkur var sagt að halda bara okkar striki í stúdíóinu. Þeg- ar við komum þaðan út var enn ekkert búið að vinna í því og báru menn fyrir sig minnisleysi. Þetta reyndist hins vegar blessun í dular- gervi því Thule-útgáfufyrir- tækið tók okkur upp á arma sína. Það gaf okkur meiri tíma til að fínpússa og dúlla meira við lögin þannig að við erum mun ánægðari með ár- angurinn en ella,“ segir Vð- ar. Þakkir til Sigurlaugar Þeir félagar spila á flestöll hljóðfæri á plötunni en fá þó hjálparhönd héðan og þaðan. Sérstaklega eru þeir þakklát- ir þeim Hlyni Aðils úr Striga- skóm heitnum 42 og Ulfi Eldjárn sem spiluðu á nokkrum lögum en umfram allt redduðu oft útsetningum á hinum ýmsu hljóðfærum. Þorvaldur og Viðar eru sam- mála um það að hér séu snill- ingar á ferð sem gætu fengið vörubílshljóð til að falla að hvers kyns melódíum. Aðrir sem þeir gleymdu að þakka á disknum er hin aldna hljómsveit Upplyfting. „Umslagið á disknum er að miklu leyti komið af plötu frá þeim,“ bendir Þorvaldur á. Auk þess kunna þeir hinar bestu þakkir Sigurlaugu nokkurri Björnsdóttur sem átti plötuna sem umslagið var skannað af og sett á frumburð Trabant. Hún átti heima í Skagafirði þegar hún keypti plötuna og er þökkum hér með komið áleiðis til Sigur- laugar. Skamm fjölmiðlar Þorvaldur og Viðar eru hluti af kreðsu sem, auk Trabants, stendur á bak við hljómsveitirnar Apparat Organ Quartet, Kanada og The Funerals. Þessar sveitir fengu mikla athygli á Airwa- ves-tónlistarhátíðinni og seg- ist Viðar hafa orðið undrandi þar sem hann taldi Airwaves frekar misheppnað dæmi. Nú þegar hafa tvær greinar birst í dagblaðinu New York Times þar sem þessar sveitir eru dásamaðar og taldar vera með þvf betra sem gerist í heiminum í dag. Aðspurðir hvort ekki rigni nú upp í nefið á þeim við þessa upp- hafningu þá vill hvorugur kannast við það. Viðar segir það aðallega vera vegna þess að rigninguna vanti. Þrátt fyrir að lífið brosi við Trabant þessa dagana og þeir séu „ligeglad“ þá eru alltaf einhverjir skúrabakkar sem leynast við sjóndeildarhring- inn. 1 tilfelli Trabants er það afskiptaleysi fjölmiðla á ís- landi þessa dagana gagnvart fslenskum tónlistarmönnum. Það sem fer mest í taugarnar á þeim er sérstaklega frum- kvæðisleysi. Tónlistarmenn þurfi að sækja á fjölmiðlana og vera að pota í þá stöðugt til að tekið sé eftir þvf og eitt- hvað gert. Niðurstaðan sé sú að oft falli þeir hlédrægari á milli hluta á meðan þeir sem kannski eru ekki að gera neitt sérstakt verði ofan á því þeir kunni að plögga. „Skamm!" gellur í Viðari sem finnst að fjölmiðlafólk sem fjallar um tónlist megi bera sig meira eftir því sem er að gerast í stað þess að bíða eftir að diskar detti inn til þess. Sleikja veggi á Thomsen Trabant hét áður Traktor. Afhverju að breyta? „Þetta er bara okkar aðferð við að koma aftan að fólki,“ svarar Þorvaldur og svo má skilja á þeim að það sé partur af þeirra hugmyndafræði. Þetta birtist kannski best í því að ekkert laganna á disknum góða hafa verið spil- uð opinberlega. Þorvaldur segir þetta tiltölulega nýtt hjá þeim þar sem yfirleitt sé það raunin, alla vega af þeirra reynslu, að vera búnir að spila lög margoft á tón- leikum áður en þau komast f dreifingu á diskum. Talandi um tónleika segj- ast þeir félagar ætla að halda útgáfutónleika í kjallara Kaffi Thomsens í Hafnar- strætinu f byrjun desember. Þeir viðurkenna að ekki sé um hefðbundinn tónleikastað að ræða. „Við vildum heldur spila þetta öruggt og hafa lít- inn stað þar sem góð stemn- ing getur myndast í stað þess að spila fyrir hálftóman sal einhvers staðar annars stað- ar,“ útskýrir Þorvaldur. Viðar bætir við að annað hafi spilað inn í þessa ákvörðun. „Ef fólk hefur ekki efni á bjór þá get- ur það bara sleikt veggina sem eru sjálfsagt gegnsýrðir af einhverju skemmtilegu." Fjárkröggur NASA gengnar út í öfgar. Það þarf í sjálfu sér ekkert að útskýra þennan fimmaurabrandara. Er það? Ha? Halló sæti! Ert ekki í stuði fyrir eitthvað stórt og grátt f G-streng? Það er nú einu sinni fengitími. Ég heiti Snati (hóst) og ég á við vandamál að strfða. Á ekki pening, búsið búið og seinasta sígóið logandi. Geturu séð af smá pening? Teygjustökk og hamrahopp eru notturlega bara tittlingaskítur miðað við það sem þessi ofurhugi er að leggja f. f ó k u s 6 16. nóvember 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.