Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 10
Poppmolar
Þetta er Stina Nordenstam...
Sænska söngkonan Stina Nordenstam var að senda frá
sér plötuna This Is Stina Nordenstam. Það hefur ekki farið
mjög mikið fyrir Stinu þó að hún sé búin að vera að gefa út
plötur f tfu ár. Fyrsta platan hennar, Memories of a Color,
kom út árið 1991 og þótti áhugaverð, en það var með annarri
plötunni, And She Closed Her Eyes sem kom út árið 1995,
sem hún náði að vekja athygli úti um allan heim.
Tónlist Stinu er Ijúf og persónuleg. Hún er fædd 1969 og
er dóttir vinstri róttæklinga og djassgeggjara. Tónlistin er
undir töluverðum áhrifum frá djasstónlist, en söng hennar
hefur oft verið líkt við söng hippasöngkonunnar Rickie Lee Jones. Á nýju plöt-
unni, sem er mjög vel lukkuð, eru n ný lög eftir Stinu sjálfa. Tónlistin er f stíl við
hennar fyrri verk, en þó er léttara yfir henni en stundum áður og hljómurinn er nú-
tímalegri. Suede-söngvarinn Brett Anderson syngur tvö lög á plötunni.
I tilefni af útkomu plötunnar er búið að framleiða kvikmynd þar sem öll lögin
eru myndskreytt (eins og myndband fyrir alla plötuna). Sú mynd er núna á ferða-
lagi á milli kvikmyndahúsa í Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Við vonum að hana
reki hingað til lands.
Radiohead setur punktinn aftan við Kid Amnesiac
Radiohead var ívikunni að senda frá sértónleika-
plötuna I Might Be Wrong/Live Recordings sem er
tekin upp á tónleikum f Oxford, Berlfn, Osló og Vai-
son La Romaine. Platan inniheldur tónleikaútgáfur
af 7 logum af Kid A og Amnesiac og að auki nýtt lag:
True Love Waits.
Það hljómar kannski frekar langsótt að vera að
gefa út 8 laga tónleikaplötu með lögum af tveimur sfðustu plötum, en þegar hlust-
að er á gripinn þá heyrir maður að þessar útgáfur eru mjög ólíkar stúdfóútgáfun-
um. Hljómsveitin notar hefðbundin rokkhljóðfæri (gftar, bassa, hljómborð) til
þess að túlka lögin á tónleikum, ólíkt stúdfóupptökunum þar sem trommuheilar,
tölvuforritun, sömpl og ýmis aukahljóðfæri eru áberandi. Kid A og Amnesiac voru
sem kunnugt er teknar upp á sama tfma og eru báðar mjög tilraunakenndar og
framsæknar. Tónleikaferðinni sem fylgdi f kjölfarið er nýlokið og það má eflaust
Ifta þannig á að með þessari tónleikaplötu sé Radiohead að setja punktinn aftan
við þetta tfmábil f sögu sveitarinnar áður en þeir taka næsta skref. Radiohead
vann nýlega titilinn „Bestu tónlistarmenn heimsins f dag“ á árlegri verðlaunaaf-
hendingu breska tfmaritsins Q.
Andrew WK heldur ekki vatni
Breska pressan með NME f fararbroddi er búin að finna enn
einn snillinginn til að tilbiðja sem framtfð popptónlistarinnar.
Á eftir Strokes, Starsailor, Elbow og White Stripes þá er það
hinn 22ja ára, afar hárprúði Andrew WK, en hann var að senda
frá sér sfna fyrstu plötu, I Get Wet.
Tónlist Andrew WK, sem er frá New York, er mjög hrá og
óhefluð og þeir hjá NME lýsa henni sem „tónlist sem er búin til
úr hráum eggjum og steik eingöngu“. Þó að þetta sé rokk hef-
ur Andrew sums staðar verið kallaður „hinn nýi Eminem“, en
það er væntanlega tilvfsun f hans óheflaða attitúd. Plötu-
umslagið sýnir Andrew alblóðugan f framan. Tónlistarlega þykir hann vera undir
áhrifum frá Van Halen, Zodiac Mindwarp, Gary Glitter, The Ramones og Slayer ef það
gefur einhverjum hugmynd. Þetta er svona „allt beint út“ tónlist og textarnir eftir
þvf.
Eitt lagið heitir Party ‘Til You Puke og svo eru lög eins og She Is Beautiful sem
fjallar um það „þegar maður sér fallega stelpu og öskrar: She Is Beautiful!“ og titil-
lagið I Wet Myself sem fjallar um það „Þegar maður er svo spenntur yfir einhverju
að maður bleytir sig...“ Framtfð poppsins? Hver veit.
OutKast undirbýr sólóplötur
Bandarfska rappdúóið OutKast sem átti eina af bestu
plötum ársins f fyrra, Stankonia, sendir frá sér safnplötu
með bestu lögunum þeirra ásamt þremur nýjum lögum f
desember. Platan inniheldur lög af öllum fjórum plötum
þeirra hingað til, m.a. smelli eins og Miss Jackson og So
Fresh, So Clean og svo lögin Funkin’ Around, Movin’ Cool
og The Whole World sem voru hljóðrituð nýlega. Þeir Big
Boi og Andre ætla svo að hvfla hljómsveitina á næsta ári og
gera hvor sfna sólólpötuna.
Áclur en Best of platan þeirra kemur út er von á fyrstu
plötu rapp-súpergrúppunnar Dungeon Family sem þeir eru báðir meðlimir f, en hún
heitir Even in Darkness. Auk þeirra OutKast-félaga eru meðlimir úr Organized Noize,
Goodie Mob og Attic Crew f Dungeon Family og svo rapparinn Backbone sem m.a.
kemur fram á Stankonia. Það er fullt af safnplötum með rappstjörnum að koma út
núna fyrir jólin, þ. á m. Snoop Doggy Dogg, Busta Rhymes og 01’ Dirty Bastad, þannig
að rappunnendur ættu ekki að lenda f vandræðum með jólapakkana þetta árið.
Breska hljómsveitin The Cure var ein af aðalhljómsveitum
níunda áratugarins en vinsældir hennar minnkuðu jafnt og
þétt á þeim tíunda. Undanfarið hefur áhugi á Cure verið að
aukast aftur. Trausti Júlíusson rifjaði upp sögu sveitarinn-
ar í tilefni af útkomu nýrrar safnplötu.
25 ár of tilkomumiklu
vonleysi
Robert Smith söngvari Cure var á níunda ára-
tugnum ein af þessum poppstjömum sem eru ekki
bara vinsælar fyrir tónlistina, heldur var hann fyrir-
mynd og átrúnaðargoð ótal ungmenna út um allan
heim sem lifðu sig inn í veröldina sem birtist í text-
unum og stældu útlitið.
í stórborgum Evrópu sáust gjarnan hópar af Robert
Smith-eftirlíkingum, - hvítmöskuðum í framan með
dökkan varalit og svartlitað hár út í loftið.
Robert var ekki eina fyrirmyndin á goth-senunni,
en hann var samt sú langáhrifamesta. Svo óx úr grasi
ný kynslóð sem eignaðist nýjar fyrirmyndir og Smith
klónarnir urðu eins og Teddy-arnir og pönkararnir í
London, fáir og einangraðir. En rifjum aðeins upp
sögu sveitarinnar.
Strákungar frá Sussex
Hljómsveitin Cure var
stofnuð í Crawley í Sussex
árið 1976 af þeim Robert
Smith gítarleikara og söngv-
ara, Michael Dempsey
bassaleikara, Lol Tolhurst
trommara og gítarhetju stað-
arins Porl Thompson. Þeir
hétu upphaflega Easy
Cure.Árið 1978 hætti Porl og
þeir klipptu Easy framan af
nafninu. Þremenningarnir
hljóðrituðu fjögurra laga
demó og í framhaldinu gerðu
Fiction Records samning við
þá. 1979 kom smáskífan Kill-
ing An Arab og fyrsta stóra
platan Three Imaginary
Boys. Á þessum tíma spiluðu
Cure stift á tónleikum með
öðrum hetjum eftir-pönkár-
anna, t.d. Joy Division,
Wire og Siouxsie & The
Banshees en síðastnefnda
sveitin tengdist hljómsveit-
inni mjög sterkum böndum þegar Robert Smith hljóp
í skarðið fyrir gírtarleikara hennar. Á sameiginlegu
tónleikaferðalagi sveitanna árið 1979 spilaði Robert
bæði með Cure og Banshees á hverju kvöldi.
Bullandi níhilismi
Næstu árin gekk Cure í gegnum ótal mannabreyting-
ar, en næstu tvær plötur, Seventeen Seconds frá 1980 og
Faith írá 1981, voru mun lágstemmdari og stemningar-
fyllri heldur en fyrsta platan. Sú fyrmefhda innihélt
m.a. smáskifuna A Forest sem náði töluverðum vin-
sældum. Robert Smith var frá upphafl veikur fyrir
dimmu litunum í umhverfmu og ákveðinni melankól-
íu, en á íjórðu plötunni, Pomography frá 1982, var hann
orðinn heltekinn af svartsýni og vonleysi. Platan er
myrk og níhilisminn allsráðandi. Þessi ímynd festist
við Robert og loðir við hann enn í dag.
Árin á eftir Pornography einkenndust af frekar
léttum poppsmellum og tilraunum sveitarinnar til
þess að þróa tónlistina í nýjar áttir. Lagið The
Walk, sem kom út 1983, minnir á tilraunirnar sem
New Order var að gera með rafvædda danstónlist
og The Lovecats var einhvers konar skopstæling á
djass-slagara og náði miklum vinsældum. Hljóm-
sveitin átti í erfiðleikum þessi ár og hélst illa á
meðlimum - platan The Top, sem kom út 1984, var
t.d. öll spiluð inn af Robert Smith, nema trommurn-
ar.
Toppnum náð
Cure endurfæddist með plötunni The Head On
The Door sem kom út árið 1985. Árin á eftir náðu
vinsældir hljómsveitarinnar hámarki, hún átti
hvert metsölulagið af öðru (Inbetween Days, Close
To Me, Why Can’t I Be You, Just Like Heaven,
Lullaby ...) og hljómsveitin
spilaði oft og fyrir marga,
var t.d. aðalnúmerið á Gla-
stonbury og fleiri stórhátíð-
um.
Á tiunda áratugnum
héldu Cure áfram að senda
frá sér plötur og nutu tölu-
verðra vinsælda, en þær
fóru þó minnkandi og upp
úr miðjum áratugnum voru
margir gömlu aðdáendurnir
hættir að nenna að fylgjast
með þeim, enda hinn
sísminkaði Robert Smith
farinn að líkjast þreytuleg-
um og grátbroslegum trúð.
Upprisa?
í vikunni kom út ný safn-
plata með Cure sem inni-
heldur 18 lög af öllum ferlin-
um, þ. á m. tvö glæný. Ann-
að nýja lagið, Cut Here, er
jafnframt nýkomið út á smá-
skífu og hefur fengið góðar viðtökur. Auk nýju lag-
anna tók Cure upp órafmagnaðar útgáfur af öllum
18 lögunum á plötunni og fylgja þær upptökur á
aukadiski með fyrsta upplaginu.
Cure er um margt einstök sveit i poppsögunni.
Undanfarið hafa ungar rokkhljómsveitir verið að
nefna hana sem áhrifavald og áhugi á henni hefur
verið að aukast. Greatest Hits, sem er gefin út í til-
efni af 25 ára afmæli sveitarinnar, kemur því á góð-
um tímapunkti. Cure á að baki 13 stúdióplötur
þannig að það var strax augljóst að valið á plötuna
yrði erfitt. Cure-safnplata sem inniheldur hvorki
Killing An Arab né Fire In Cairo og ekkert lag af
Faith eða Pornography er svolitið furðuleg í mín-
um huga, en það er náttúrlega bara mín skoðun.
Platan tekur allan feril sveitarinnar fyrir og inni-
heldur flest hennar þekktustu lög.
I Flytjandi: Ymsir
Platan: reezone 7
| Útgefandi:SSR/12 Tónar
Lengd: 125:58 mín. (2 diskar)
freezone
Flytjandi: Britney
Spears
Platan:Britney
Útgefandi:Jive/Skífan
Lengd: 43:24 mín.
Flytjandi: Ed Harcourt
Platan:Here
Be Monsters
Útgefandi:Heavenly/Skífan
Lengd: 52:13 mín.
hva 8
Þetta er þriöja plata bandarisku ung-
lingastjörnunnar Britney Speras en
hinar tvær fyrri hafa notiö gífurlegra
vinsælda úti um allan heim og selst f
yfir 36 milljón eintökum. Britney inni-
heldur nýju smáskífuna J'm A Slave
For U“ og útgáfu Britney á gamla Joan
Jett slagaranum J Love Rock 'n’
Roll“.
Einherjinn Ed Harcourt er hér með
sína fyrstu breiöskífu, ellefu laga, en
áöur haföi hann gefið út stuttskffuna
Maplewood sem inniheldur sex lög
tekin upp á fjögurra rása upptökutæki
og þar á meðal hafa tvö þeirra verið
tekin upp aftur og er aö finna hér.
Þeir sem kunna aö meta chilluð grúv
en eru samt til f aö heyra eitthvað nýtt
og tilraunakennt ættu hiklaust aö kikja
á þessa plötu. Á meöal flytjenda eru
Fauna Flash, Baby Mammoth, Jurym-
an. Robert Hood, Kid Koala, Burnt
Friedman, Landslide, Nubian Mindz og
Tim „Love" Lee.
Britney Spears hefur hingaö til stflaö
mest inn á unglingana og hún er auö-
vitaö aö reyna að höföa til þeirra með
nýju plötunni, en hún er líka aö reyna
aö höfða til eldri hlustenda. Neptunes,
sem eru þekktír fyrir að pródúsera Kel-
is, eiga tvö lög hér, söngkonan Dido
semur eitt lag og tónlistin er töluvert
þróaðri en áöur.
Ed Harcourt er rólegur og yfirvegaöur í
öllum sínum aögerðum en nær samt
aö skapa alls kyns stemningu og and-
rúmsloft meö lögum sínum, allt frá
Ijúfsárum þunglyndismelódíum til
gleöipopps. Kappar eins og Elvis
Costello, Elliott Smith og Nick Drake
hljóma stundum í gegn og meira aö
segja gæti hann komið aðdáendum
Toms Waits á óvart.
Fyrsta Freezone-safnið kom út árið
1994. Það er ekkert sjálfgefiö aö
safnplötu-seriur í líkingu viö Freezone
séu ferskar eftir svo langan tima. T.d.
hafa stóru útgáfufyrirtækin sjaldnast
svona mikið úthald, enda miðast þar
allt viö sölutölur. Fyrir Morpheus er
þetta fyrst og fremst ástríöa og hann
uppsker samkvæmt þvf.
Það getur brugðiö til beggja vona þeg-
ar unglingastjörnur reyna að þróa tón-
listina. Sþice Girls reyndu það með
sinni síöustu plötu og hún floppaði
gjörsamlega eins og allt sem þær hafa
gert síðan. En Britney er mjög pró f
öllu sem hún gerir. Frygðarstunurnar á
plötunni eru t.d. mjög sannfærandi þó
að hún sé enn hrein mey...
Ed Harcourt var tilnefndur til Mercury-
verðlaunanna eftirsóttu fyrir bestu
plötu ársins og var þar í félagsskap
ekki ómerkari nafna en Radiohead, El-
bow, Gorillaz og fl. Einnig má geta
þess aö Ed Harcourt spilar á fjöldann
allan af hljóöfærum á plötunni og á
Maplewood spilaöi hann á öll hljóðfær-
Þetta er frábær plata og ein af þeim
allra bestu í Freezone-rööinni. Snilling-
ar eins og Kid Koala, Burnt Friedman
og Robert Hood eru ekkert að klikka
hér en nýju nöfnin eru sist minna
spennandi, t.d. The Detroit Escalator
Co, Dzihan & Kamien og Cibelle. Það
er greinilega ennþá nóg að gerast í
þessari tónlist.
trausti júliusson
Þessi plata kemur á óvart. Neptunes-
lögin tvö eru mjög fönkí og flott eins
og viö var aö búast en þaö eru Ifka
mörg ágæt lög fyrir utan þau, t.d. „Ant-
icipating" (diskó), „Lonely" og „Cind-
erella". Kannski ekki meistaraverk, en
Britney er langt á undan Mandy,
Jessicu, Svölu og hinum stelpunum.
trausti júlíusson
Heildarsvipur plötunnar er mjög sterkur og
hefur sig langt yfir þessar venjulegu einheija-
plötur. Hann er búinn aö fága það sem var til
staðar á Maplewood, sem var ofttikt viö Swor-
dfishtrombones, og treystir á eigin hæfileika,
sem eru miklir. Fullt af góöum lögum og inni á
milli eru algjörar pertur. Hann tekur sig heldur
ekki allt of alvariega og er lúmskur húmoristi í
textum sínum. Mæli hiklaust meö þessari.
K. Newman
f ó k u s 16. nóvember 2001