Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 17
Ef þú ert einn af þeim sem finnst smokkurinn óþægilegur þá ættirðu að prófa að klæða liminn á þér í geitagörn, fiskroð eða núa hann upp úr músaskít - allt viðteknar getnaðarvarnir í gamla daga. Geggjaðor getnaðarvarnir Allt frá fomöld hafa menn reynt að halda mannkyninu í skefjum með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum. Smokkur- inn og pillan eru gemaðarvamir sem eru hvað mest notaðar í dag en áður en þær komu á markaðinn notaði mannkynið ótrúlegustu hluti til að koma í veg fyrir getnað. Ef við byrjum á steinaldarmönnunum þá höfðu þeir ekki yfir mörgum öðrum aðfeiðum að ráða en þeim að eiga einfaldlega bömin og bera þau svo bara út þegar þau voru orðin of mörg. Erfitt var að koma í veg fyrir getnað á þessum tíma þar sem menn áttuðu sig alls ekki á því hvers vegna konur urðu ófrískar, það bara gerðist. Það er ekki fyrr en ÍSÉSÉfckí, í lok sautjándu aldar eftir Krist að vísindamenn upp- götvuðu að sæðisvökvinn hafði eitthvað með gemað að gera þó svo menn væru í grundvallaratriðum bún- ir að átta sig á því. Til þess að minnka löngun til samfara voru til ýmis ráð á tímum Forn-Róm- verja og Grikkja. Átti mað- ur t.d að núa á sig þunnu lagi af músaskít eða lauma eistum og blóði úr mykju- haugshana undir rúmið. Einnig mátti reyna að gleypa sniglaskít eða hrœra dúfnadrit út í olíu og víni og við það átti öll löngun í kynlíf að deyja. Með krókódílaskít í klofinu Fyrstu getnaðarvarnirnar voru getnaðarvarnalyf sem búin voru til úr ótrúlegu úrvali grasa, laufa, róta sem og úr öðrum virkilega ógeðfelld- um efnum sem mulin voru í duft, leyst upp í vökva, eða gleypt. Forn- Egyptar reyndu ýmis ráð til þess að stífla leghálsinn og þannig koma í veg fyrir getnað og notuðu konur þar í landi m.a mauk úr krókódíla- skít sem þær tróðu inn í leggöngin og þannig myndaðist eins konar túrtappi. Til þess að minnka löngun til samfara voru til ýmis ráð á tímum Forn-Rómverja og -Grikkja. Atti maður t.d að núa á sig þunnu lagi af músaskít eða lauma eistum og blóði úr mykjuhaugshana undir rúmið. Einnig mátti reyna að gleypa snigla- skít eða dúfnadrit hrært út í olíu og víni og við það átti öll löngun í kyn- líf að deyja. HOPP OC SAMRÆÐISROF Ódýrasta og einfaldasta aðferðin til að koma í veg fyrir getnað var samræðisrof en sú aðferð hefur líklega verið sú algengasta eftir að uppgötvað var að sæði ætti sinn þátt í getnaði og þungun væri ekki eingöngu konunum sjálfum að kenna. Gallinn við þá aðferð var sú að fyrir utan hvað aðferðin var óörugg þá voru það yfirleitt konurnar sem höfðu áhuga á að koma í veg fyrir getnað en með samræð- isrofi voru það karlarnir sem aðferðin valt algjörlega á. Kínverjar beittu einnig sáðstíflun til að hafa stjórn á sæði sínu sem er eins konar innvortis samræðisrof (sem var einmitt kennt í Tantraþáttunum á Skjá einum síðasta vetur). Það virkar þannig að karlmaðurinn þrýstir á blett- inn milli pungs og endaþarms þegar hann er á barmi full- nægingar sem leiðir til þess að sæðisstraumurinn fer frá limnum og inn í þvagblöðruna. Konur reyndu að sjálf- sögðu einnig að hoppa upp og niður eftir samræði sem og að skola leggöng sín eða hafa börn sín sem lengst á brjósti til að draga úr frjóseminni. Smokkar úr FISKI Á átjándu öld kom smokkurinn fyrst til sögunnar og er hann eignað- ur ítölskum líffærafræðingi, Fallopi- us að nafni. Hann var þó ekki fund- upp til varnar getnaði heldur sárasótt. Fram á átjándu öld voru smokkar yfirleitt búnir til úr kinda- görnum en einnig úr fiskroði og voru þeir á boðstólum í vændishúsum og hjá nokkrum sérhæfðum heildsölum. Þegar gúmmísmokkurinn fór í fram- leiðslu um miðja 19. öldina var loks farið að nota smokkinn í vaxandi mæli. Algjör bylting varð þó ekki í smokkabransanum fyrr en 50 árum seinna þegar latexið kom til sögunn- ar sem og betri vélakostur sem olli því að smokkurinn varð mun ódýrari í framleiðslu. 1 Q áI/1 uor rotmt- Aftanfrá oc framan Eridaþarmsmök er eitthvað sem virðist víða hafa tíðkast til að halda fólksfjölgun í skeíjum og hélt t.d Aristóteles því fram að „sveinahneigð" hefði verið leyfð á Krít á sínum tíma í þeim til- gangi. Grískar vændiskonur til foma reyndu einnig að fá kúnna sína til að taka í sig aftan frá til að koma í veg fyrir þungun. Á mið- öldum vom endaþarmssamíárir gagnkynhneigðra taldar til venjulegra kynlífsaðferða í Frakklandi og er víst að margir karl- rnenn hafi notið kvenna sinna oftar aftan ffá en að framan og að- eins notað framhliðina til þess að geta böm. Getnaðarvamir vom lengi vel fordæmdar af kirkjunni og tald- ar vera ein af höfuðsyndunum og við notkun þeirra lágu þungar refsingar. Fósmreyðing var jafnvel á tímabili álitin minni synd en notkun getnaðarvama, alla vega ef fóstureyðingin var ffam- kvæmd innan 40 daga frá getnaði því þá hafði fóstrið ekki hlotið mannssál. Fom-Hindúar álitu getnaðarvamir vera slæmar því þær gám valdið skekkju á flókinni samhverfu endurholdgunar. Gleðikon- ur mátm reyndar nota getnaðarvamir og var salt mikið notað hjá indverskum gleðikonum en sannað er að það hefur sæðisdrepandi áhrif. varna en þar var við ramman reip að draga þar sem siðgæðispostular héldu því fram að kynlífsbindindi væri eina réttmæta getnaðarvörn- in. Meðal þeirra sem boðuðu notkunargildi smokksins var bandaríska stríðsmálaráðu- neytið sem dreifði þeim til hermanna sinna þar sem þeir óttuðust um heilsufar hermannanna þar sem kynsjúkdómar herjuðu mjög í byrjun 20. aldarinnar. Á miðöldum voru enda- þarmssamfarir gagnkyn- hneigðra taldar til venju- legra kynlífsaðferða í Frakklandi og er víst að margir karlmenn hafi not- ið kvenna sinna oftar aft- an frá en að framan og að- eins notað framhliðina til þess að geta böm. Bann við barneignum Hettan var fundin upp af Þjóð- verja nokkrum í byrjun 19. aldar en varð ekki vinsæl fyrr en á 20. öldinni. Pillan var hins vegar ekki leyfð til allmennrar lyfjagjaf- ar fyrr en árið 1955. Á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar kom lykkjan einnig fram á sjónarsviðið sem og sáðrofsskurðaðgerðir á körl- um. Þrátt fyrir allar þessar getnaðarvarnir hafa ríkis- stjórnir víða um heim samt sem áður ekki treyst þegn- um sínum til þess að nota þessar getnaðarvarnir og hafa sett alls konar lög og reglur til þess að koma í veg fyrir of mikla fólksfjölgun í löndum sínum. Sem dæmi um örþrifaráð ráðamanna má nefna að árið 1976 voru sett lög á Filippseyjum sem bönnuðu kirkju og ríkiserfingjum að gefa saman hjón nema þau hefðu farið á námskeið um takmarkandi barneignir. Yfirvöld á Indlandi fóru hins vegar þá leið að gefa þeim karl- mönnum sem fóru í sáðrásaaðgerð ferðaútvarp eða önn- ur forrréttindi en í Peking í Kína var sú stefna inn- leidd að hver hjón skyldu aðeins eignast eitt barn, þó með nokkrum undantekningum. (Byggt á bókinni „Mannkynið og munúðin" sem er kynlífssaga mannsins frá upphafi til vorra daga og var að koma út í íslenskri þýðingu hjá Bókaútgáfunni Hólum.) 16. nóvember 2001 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.