Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 9
Jon flrnór Stefónsson Marfa flsmundsdóttir Fyrsta skólataskan mín var í þessum ferkantaða stíl sem allir voru með, alveg ferlega ljót í einhverjum skærum litum að mig minnir. Taskan sem ég geng með í dag er mjög hefðbundin og þægileg en það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að ég nota hana. Það er mjög þægilegt að bera hana enda er þetta bara svona venjuleg taska en ég er engu að síður mjög ánægður með hana. Hannes Óli flgustsson Þegar að ég byrjaði í sex ára bekk átti ég bláa Scout-tösku sem entist mér ( tvö ár áður en svo eyðilagðist hún. Ég vildi óska þess að ég ætti hana enn þann dag í dag. Sagan á bak við hvernig þessi skólataska komst í mínar hendur er á þá leið að ég átti inneign í Griffli en þegar ég fór þangað var þetta það skársta sem ég fann en mér finnst hún reyndar frekar ljót. Hún er að vísu mjög þægileg og hagkvæm, allt sem ég þarf á að halda kemst fyrir í henni og því má eigin- lega segja að ég taki þægindi fram yfir fegurð þegar kemur að því að velja skólatösku. Ef ég hefði ætlað að vera virkilega metnaðar- fullur hefði ég náttúrlega farið og keypt mér dýra og flotta tösku sem hefði lúkkað en mér er bara drullusama um það auk þess sem ég nenni ekki að eyða peningum í það. En þessi er þægileg fyrir rétthenta sem örvhenta og það er auðvitað kostur. „Fyrsta skólataskan mín var blá, kassalaga með rauðum sírenum ofan á, rosalega töff taska. Hún varð bara gömul þannig að ég varð að hætta að nota hana en taskan sem ég er með núna er mjög sniðug því það er hægt að reima hana við stærri tösku sem kemur frá Eurocard þar sem mamma mín vinnur. Hún er svo lítil og nett og þar af leiðandi mjög þægileg, samt kem ég öllu fyrir í henni sem gerir hana enn þá betri.“ Halldór Haraldsson Fyrsta skólataskan mín var bara hefðbundin venjuleg skólataska, ég man ekki eftir neinum lituín eða neitt svoleiðis en ætli hún hafi ekki verið ferköntuð. Núna hugsa ég bara um þægindin en skólataskan sem ég nota núna er mjög rúmgóð og það er fyrst og fremst það sem ég hugsa um þegar ég vel mér tösku sem þessa. Hún er líka ágætlega handhæg og þægileg Valgeir Gestsson Fysta skólataskan m(n var hörð og ferköntuð, ég held hún hafi verið blá á litinn. Ég er með þessa tösku vegna þess að ég týni alltaf skóla- töskunum mínum og þetta er bara sfðasti bakpokinn á heimilinu. Þessi taska er hvorki hagkvæm né þægileg heldur er hún bara síðasti val- kosturinn minn og ég undirstrika að hún er óþægileg að bera. Böndin í henni eru svo stutt að ef ég festi hana undir báðum höndum þá situr hún einhvers staðar á hnakkanum á mér. Taskan er ljót og óþægileg en þjónar samt sínum tilgangi. Að hverju eru námsmenn aðallega að leita þegar kemur að því að velja skóiatösku. Fer valið eingöngu eftir útliti eða er það geymslugeta og burðarþol töskunnar sem skiptir mestu máli? Hversu margir muna eftir því hvernig fyrsta skólataskan þeirra leit út? Við skoðuðum nokkur af menntasetrum landsins, ræddum þar við nemendur og fengum svör við spurningunum hérna að ofan. Skólataskan mfn Kristinn flrnason Ég man ekki betur en ég hafi átt ljósgræna, kassalaga Scout-tösku eins og allir aðrir á þeim t(ma en hún varð gömul. Ég valdi þessa tösku hins vegar vegna þægindanna, ég kem öllum mínum bókum og öðru slíku fyrir í þessari tösku en ég þurfti ekki að nota svo margar bækur í dag. Þegar mikið er að gera og ég þarf að bera meira af bókum með mér er ég með aðra til skipt- anna. Ég þarf því ekki að hafa áhyggjur af því hvort ég sé með of lítið pláss eða of mikið Ég bara man ekki hvernig fyrsta skólataskan sem ég átti leit út. Þessi taska sem ég er með núna er hins vegar mjög þægileg í notk- un og það er fyrir öllu, allt sem að ég þarf að nota kemst fyrir f henni en ég tek þægindin fram yfir fegurðina þegar að kemur að því að velja skólatösku. Engu að síður er ég bara nokkuð sátt við hvemig þessi taska lítur út, hún er þægileg en samt ekki ljót auk þess sem það er þægilegt að halda á henni. Helgi Skuli FriSriksson Fyrsta skólataskan sem ég átti var af Scout-gerðinni en mig minnir að hún hafi verið blá og ljósgræn á litinn. Taskan sem ég geng með nú er fyrst og fremst þægileg en rýmið í henni er mjög gott. Ég kem öllu sem ég þarf að nota fyrir í henni og það er það sem skiptir mig mestu máli. Styrmir Hansson Fyrsta skóladaginn minn gekk ég með bækurnar í plastpoka, ég var mjög sér- vitur og var ekki viss hvemig skólatösku mig langaði í og þess vegna var ég með plastpoka fyrstu dagana. Ég keypti mér síðan einhvem Adidas-bakpoka með fal- legum röndum sem að ég notaði allavega út sex ára bekkinn. Taskan sem ég er með núna er hins vegar valin eingöngu vegna útlitsins en ég kem samt öllu sem ég þarf að nota fyrir í henni. Ég festi kaup á henni úti í H&.M í Dannmörku en ég fékk hana eiginlega í afmælisgjöf. Hún er mjög þægileg fyrir örvhenta, ég get haft hana á hvorri öxlinni sem ég vil og þakka ég H&.M fyrir þessa snilldar- hönnun. íris Hauksdóttir Helga SÓIveig flðalsteinsdóttir Fyrsta skóladaginn minn mætti ég með tösku sem var bleik og fjólublá, kassalaga svona eins og allir voru með á þeim tíma. Allt sem ég þarf að nota í skólanum kemst auðveldlega fyrir auk þess er ég bara nokkuð sátt við útlit- ið á henni. Ég verð samt að viðurkenna að þægindin ættu að skipta mestu máli þegar maður velur sér skólatöku en ég reyni að blanda saman góðu útliti og hagkvæmni. Ég held að það hafi tekist með kaupunum á þessari tösku. flnna Kristjónsdóttir Skólataskan sem ég átti fyrst var græn með hvítum doppum og hún gerði sitt gagn á sínum tíma. Núna er ég með ágætis tösku sem allt kemst fyrir í og mér þykir hún vera mjög rúmgóð. Hún er líka mjög þægileg í notkun og auðvelt er að bera hana, hún er líka ágætlega flott en þegar kemur að því að velja skólatösku þá skipta útlitið og þægindin álíka miklu máli. Ég er á heildina litið mjög ánægð með þessa tösku. 16. nóvember 2001 f ó k u s 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.