Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 22
u
... Oc FÁÐUR ÞÉR DISKÓDJÚS
Fram til 9. desember er boðið upp á sérstak-
an bamamatseðil um helgar á Kaffistofu Nor-
ræna hússins í tengslum við ævintýrasýning-
una Köttur úti í mýri. Þessi matseðill inmheld-
ur mjög nýstárlegan mat eins og fljúgandi
furðuhorn, brakandi loftsteina og melónubáta
ásamt diskódjúsi. Sannarlega spennandi nýj-
ungar sem vert er að prófa ef krakkarnir manns
eru ekki þeim mun meiri matargikkir.
... Að prjóna
Nú er rétti tíminn til að kaupa sér garn og
fitja upp. Góð afþreying í skammdeginu og
hvað er líka skemmtilegra en gefa heimatil-
búna jólagjöf? I garnverslunum fæst líka mjög
gróft gam þannig að það liggur við að trefillinn
klárist í fjórum umferðum, sem sagt ekkert mál.
... OC KÍKTU Á CLER
Gler er nefnilega ekki bara gler eins og þú
getur komist að á Kjarvalsstöðum á sýningunni
„Leiðin að miðju jarðar". Þar er að finna hin
furðulegustu verk úr gleri, gerð af tékkneskum
glerlistamönnum. Litadýrð sem lætur engan
ósnortinn. Rétt er að minna á það að táknmáls-
túlkur verður með leiðsögn um safnið þann 25.
nóvember.
... Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Kvikmyndahátfðin stendur enn en nú fer
hver að verða síðastur að berja myndir hátíðar-
innar augum því henni lýkur á sunnudag. Um
að gera að drífa sig af stað því á hátíðinni eru
margar skrýtnar og forvitnilegar myndir sem
ekki sjást venjulega í bíóhúsunum.
Um helgina verður síðasta sýning á sýningunni Haust á nýja sviði
Borgarlelkhússins en hún samanstendur af þremur nýjum dansverk-
um sem eru öll eftir íslenska höfunda. Tónlistin við eitt þessara
verka, Milli heima eftir Katrínu Hall, er samin af Barry Adamson og
finnsku hljómsveitinni Pan Sonic en hún hefur nú verið gefin út á
geisladiski I samvinnu við Tilraunaeldhúsið. Við kynntum okkur málið
aðeins nánar.
Samstarf án eyrnatappa
Um þessar
mundir sýnir
Islenski dans-
flokkurinn þrjú
ný íslensk verk
eftir fslenska
danshöfunda á
Nýja sviði
Borgarleikhúss-
ins og gengur
sýningin undir
nafninu Haust.
Verkin sem um
ræðir heita Da eftir Láru Stefánsdóttur, Milli heima eftir Katrínu
Hall og Plan B eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. Tónlistin var samin
sérstakíega við verkin en mesta athygli vekur þó tónlistin við
verkið Milli heima en hún kallast The Hymn of the 7th 111-
usion og er samin af hljómsveitinni Pan Sonic og Barry Adam-
son.
Frá Björk til Nick Cave
Pan Sonic er finnsk mínimalísk raftónlistarsveit sem er eitt
af virtari nöfnum í þeim geira í dag. Þeir hafa gefið út fjölda
platna auk þess sem sveitin hefur séð um hjóðinnsetningar í
hinum ýmsu listagalleríum bæði í París, London og New York.
Af samstarfsmönnum þeirra má sem dæmi nefna Björk,
Sakamoto og Alan Vega, söngvara Suicide. Þeir byrjuðu ekki að
koma fram opinberlega fyrr en árið 1996 en hafa síðan spilað
víðs vegar um Evrópu og Japan. Barry Adamson hóf ferilinn
sem bassaleikari hljómsveitarinnar Magazine og Nick Cave
and the Bad Seeds en hætti árið 1987 og hóf þá sólóferilinn.
Hann var undir miklum áhrifum frá hinum ýmsu kvikmynda-
tónskáldum og höfðu John Barry, Ennio Morricone og Bern-
ard Herrmann t.d. mikil áhrif á hann. Eitt af hans helstu verk-
um var að semja tónlistina fyrir kvikmyndina Oediþus
Shmoedipus sem kom út árið 1996 en einnig var plata hans Sour
Murder tilnefnd til Mercury-verðlaunanna.
Hucmynda-
FRÆÐI TIL-
RAUNAGLEÐ-
INNAR
The Hymn
of the 7th 111-
usion varð til
þegar Tilrauna-
eldhúsið bað
Pan Sonic og
Barry Adam-
son að semja
verk fyrir ís-
lenskan kór
sem þeir sam-
þykktu að gera
þótt svo það
væri ólíkt öllu
sem þeir höfðu
áður gert. I apr-
íl síðastliðnum
hófust svo upp-
tökur sem fóru
fram á Islandi,
Englandi og
Spáni en afurð
þeirra hljóðrit-
ana er platan
Motorlab# 3:
Pan Sonic og
Barry Adam-
son sem kemur
út á vegum
Kitchen
Motors í sam-
vinnu við Oma
sem er afleggj-
ari af Eddu -
miðlun og út-
gáfu. Kitchen Motors er hins vegar útgáfuleggur Tilraunaeld-
hússins en meginmarkmið þess er, eins og þau-segja sjálf, að
kveikja í stuðandi samstarfsverkefnum og koma á legg skrýti-
lega sjarmerandi uppákomum sem byggjast á hugmyndafræði
tilraunagleðinnar, frumkvæði og samstarfi án eymatappa.
Motorlab# 3 er ágætlega vel heppnað framtak þar sem kórsöng
er blandað saman við raftónlist en útkoman er ansi áhugaverð
og minnir óneitanlega á tónskáldið Philip Glass sem er ein-
hver umdeildasti tónlistarmaður síðustu aldar. Áður hefur Til-
raunaeldhúsið stefnt saman t.d. múm og Sjón, Stilluppsteypu
og Magnúsi Pálssyni og einnig Orgelkvartettnum Apparati og
tf3ira. Allt eru þetta mjög áhugaverðar blöndur og því verður
gaman að fylgjast með hvað verður eldað næst í Tilraunaeldhús-
inu og hvernig það smakkast.
erjir ^erða hvar?
Stemning á Akureyri
„A föstudagskvöldið verð ég á
Gauknum þar sem nýi diskurinn
okkar „Öll ljós“ verður kynntur og
spilaðúr í heild sinni. A laugardag
fer hljómsveitin til Akureyrar. Þar
verður nóg að gerast hjá okkur því
við munura byrja á því að árita
diskinn okkar í Bókval, sfðan mun-
um við líklega spila í félagsmiðstöð-
inni Kompaní. Um kvöldið verðum
við svo með ball í Sjallanum og
býst ég við því að það verði gott
balll því það er alltaf stemning í
Sjallanum. Eg á marga vini og
kunningja fyrir norðan en því mið-
ur mun ég ekki hafa tíma til að fara
í neinar heimsóknir en vonast í
staðinn til þess að hitta einhverja
þeirra á balíinu."
íris Kristinsdóttir, söngkona í
Buttercup
Fullur oc vitlaus
„Á föstudag ætla ég að borða róman-
tískan kvöldverð með kærustunni minni
þar sem ég mun elda fyrir hana önd og
drekka rauðvín með þvf. Svo verður hald-
ið út til að skemmta sér en þá fer ég nátt-
úrlega á Vegamót og kannski á NASA
líka, það er nefnilega alltaf nauðsynlegt að
vera með puttana á því sem er að gerast.
Eg verð reyndar líka að vinna við að taka
upp Spritz, þurfum að fara f eitthvert
partí til þess. Annars verður bara fyllirí
eitthvað fram eftir nóttu. Á laugardaginn
ætla ég að vakna kl. 10.15 og fara í sund
með kærustunni í Árbæjarlaugina en að
því loknu verður stundað kynlíf. Um
kvöldið verður svo bara hefðbundið fyllirí.
Sunnudagurinn fer svo allur í þynku og
viðbjóð."
Jón Mýrdal, einn umsjónarmanna Spritz
á PoppTíví.
Kíkja í leikhús
„Eg ætla að fara í Þjóðleik-
húsið á föstudagskvöldið og
sjá leikritið Vilja Emmu auk
þess að kíkja á eitthvert veit-
ingahús og snæða þar góðan
mat. Laugardagurinn er
skipulagður þannig að fyrst
verður sofið vel út, svo verður
tekið til og því næst ætla ég
út að labba með hundana
mína. Ég ætla ekkert að gera
um kvöldið nema þá í mesta
lagi að kíkja smá á eitthvert
kaffihúsið. Sunnudagurinn
fer síðan í afslöppun og lestur
nýju jólabókanna."
Sólveig Kristbjörg Berg-
rruinn, ritstjómarfulltrúi hjá
Mannlífi.
www.astro.is
16. nóvember 2001