Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 8
Margrét Kristín Sigurðardóttir, Fabúla Efnið: „Ef ég á að nefna þá efnislegu hluti sem mér þykir vænst um dettur mér fyrst í hug líkamar þeirra sem ég elska. I öðru lagi myndi ég nefna píanóið mitt sem er mjög gamalt píanó sem ég bjargaði frá dauða en síðast vil ég nefna dýrgripina mína en þeir eru nokkrir. Fyrstu dýrgripimir eru háls- men, armband og hringur úr pappír sem frændi minn bjó til handa mér þegar hann var 12 ára. Það er eitthvað það fallegasta skart sem ég hef nokkru sinni fengið og mun nokkru sinni fá. Bróðir þessa frænda míns gaf mér svo jólaskraut úr leir, svona eins konar styttur af Jósef, Maríu, Jesúbarn- inu og vitringunum þremur. Þetta tek ég upp á hverjum jólum og þetta er líka uppá- halds jólaskrautið mitt. Þriðji dýrgripurinn er svo hringur sem yngsti bróðir þeirra frænda gaf mér og ég geng alltaf með hann. Andinn Andlegu hlutirnir sem mér þykir vænst um eru stuttir og laggóðir. Að elska, að hríf- ast, að njóta og að vona. Skrýtin'tJessf'sólkerftl AAikil gróska hefur verið í kvikmyndagerð á Akureyri að undan- förnu, ekki síst fyrir tilstuðlan norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar Aksjón. Stöðin hefur tekið ungu kvikmyndagerðarfólki opnum örmum og gefið áhugasömum færi á að spreyta sig við dagskrár- gerð á stöðinni. Einn af hinum ungu og upprennandi kvikmynda- gerðarmönnum sem bærinn hefur fætt af sér er hinn 23 ára gamli Baldvin Z, en hann er í startholum með fyrstu norðlensku kvik- myndina í fullri lengd í samvinnu við Friðrik Þór. „Kæmi mér ekki a óvart þótt hun yrSi börmuð" „Þetta er morðsaga sem inniheldur hvorki ofbeldi, kyn- lff né eiturlyf en samt kæmi mér ekki á óvart þó hún yrði bönnuð,“ segir Baldvin íbygginn á svip og vill greinilega ekki gefa of mikið uppi um söguþráðinn en bætir þó við: „Þetta er samtímasaga með undarlegu plotti þar sem fylgst er með lífi sögupersónu sem fædd er 1976.“ Myndin, sem fengið hefúr nafrtið Tuttugu og fjórir, verður öll tekin á Ak- ureyri en að sögn Baldvins hefur kvikmynd í fullri lengd ekki áður verið mynduð í bænum. Búið er að velja leikara í flest hlutverk myndarinnar og má þar nefna nöfn eins og Sigga Sigurjóns, Jón Gnarr og Valdimar Flygenring. Aðal- hlutverkin eru þó öll í höndum ungra Akureyringa. Nýliðar sem koma á óvart Tökur á 24 hefjast í mars á næsta ári og er áætlað að myndin verði komin í bíósali landsins fyrir önnur jól. Auk Baldvins, sem skrifaði handritið, mun Sævar Guðmunds- son sjá um leikstjórn á myndinni en kvikmyndin er unn- in f samvinnu við íslensku kvikmyndasamsteypuna. „Arið 2002 er reyndar afskaplega óheppilegt til þess að vera að koma með sína fyrstu kvikmynd því þá eru ailir að koma með myndir. En kannski verðum við bara nýliðarnir sem koma á óvart,“ segir Baldvin sposkur. Þrátt fyrir ung- an aldur hefur Baldvin töluverða reynslu af kvikmynda- gerð. Hann byrjaði að búa til stuttmyndir einungis 11 ára gamall þegar hann og vinur hans komust f upptökuvél föð- ur vinars hans sem var myndatökumaður. Síðan hefur Baldvin m.a. myndað fyrir Nítróþættina á Skjá einum, fyr- ir Samver, séð um dagskrárgerð á sjónvarpsstöðinni Aksjón og mynd hans, Far, var sýnd í Myndastyttum á Skjá ein- um í fyrra. Bæjarstjórinn hissa Baldvin er ekki eini ungi Akureyringurinn sem hefur áhuga á kvikmyndagerð sem sést best á því hversu margir sýndu auglýsingu frá sjónvarpsstöðinni Aksjón, þar sem auglýst var eftir dagskrárgerðarfólki, áhuga. Baldvin sá í fyrra, ásamt fleirum um unglingaþátt á stöðinni sem bar nafnið „Hvort eð er“ og naut mikilla vinsælda hjá ungu kyn- slóðinni í bænum. I vetur hefur hann hins vegar yfirumsjón með nýjum afþreyingarþætti sem sýndur verður um helgar og ber nafnið „Margt og mikið". Þátturinn er afrakstur kvik- myndagerðarnámskeiðs sem félagsmiðstöðin Kompanfið stóð fyrir og þar verður púlsinn tekinn á menningar- og skemmt- analífi Akureyringa. „Tveggja daga námskeið skilur lítið eft- ir sig. Með því að fá að vinna efni fyrir þáttinn öðlast þátttak- endur mikla reynslu og námskeiðið skilur eitthvað eftir," seg- ir Baldvin sem hefur meira en nóg fyrir stafni. Auk þess að vera orðinn nýbakaður faðir, vera meðlimur hljómsveitarinn- ar Toymascine og kvikmyndagagnrýnandi á útvarpsstöðinni Ljósvakanum þá er hann einnig starfsmaður áðurnefndrar fé- lagsmiðstöðvar. Þar var hann að setja á laggirnar kvikmynda- gerðamámskeið eingöngu fyrir stelpur. „Reynslan hefur því miður sýnt að strákarnir eru mun áhugasamari um þessi mál en stelpur. Kannski eru þær bara feimnar og með því að halda svona stelpunámskeið vonumst við til að vekja áhugann hjá þeim,“ segir Baldvin sem er einnig með akureyrskt ára- mótaskaup f vinnslu. En hvemig líst Akureyringum á að það eigi að fara að taka aí- vörukvikmynd fyrir norðan? „Eg fór á fund með bæjarstjóranum og hann varð mjög hissa. Eg segi að það sé ekki nóg að hafa bara fínan háskóla hér í bæ heldur verður Akureyri einnig að vera miðstöð af- þreyingar," segir Baldvin sem segist ekki búast við því að græða neitt á kvikmyndinni. „Ekki nema þá reynslu og það að koma höfuðstað Norðurlands á kvikmyndagerðarkortið sem er alls ekki svo lítið,“ segir Baldvin að lokum. OFIJRHETJIJU HVHRSl)A(»Sli\S --------------------\ f---------------------\ ---------------------\ í alheiminum er að finna mörg ólík fyrirbæri. Grunnelement í alheiminum eru þó hin fjölmörgu sólkerfi sem sveima um geiminn. Sólkerfi eru kennd við þær sólir sem eru í miðju kerfisins og allt snýst um. Jörðin okkar snýst með öðrum reikistjörnum í kringum sólina eins og títt er um þessi fyrirbæri. Rétt er að taka fram að myndirnar hér að ofan tengjast textanum ekki neitt. Þetta eru geirvörtur á 27 ára gömlum karlmanni og þær snúast ekkert nema ef ske kynni ef eiganda þeirra dytti í hug að fara í tívolítæki. f ó k u s 16. nóvember 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.