Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2001, Blaðsíða 15
TÍskummolar
Það er óhjákvæmilegt að fjaila um þá félaga Dolce & Gabbana þegar
fjallað er um helstu tískuhönnuði heimsins. Þessir ítölsku snillingar
hafa náð súperstjörnustöðu í tískuheiminum með skemmtilegum og
sérlega kynæsandi fatnaði. Þeir eru elskendur sem
klæða konur á borð við Madonnu,
Nicole Kidman og Isabellu Rossellini.
D&G
O
c3
jggíSSflt
Það ættu allir sem hafa áhuga á tísku og fylgj-
ast með að þekkja þá Dolce og Gabbana. Þeir
hafa á nokkrum árum náð að fanga athygli
heimsins og eru þeir mjög áhrifamiklir í tísku-
heiminum. Með skemmtilegri hönnun sinni fara
þeir sjaldnast troðnar slóðir. Þeir eru þekktir fyr-
ir litagleði, áberandi mynstur og útsaum. I stuttu
máli er hönnun þeirra kvenleg, íburðarmikil og
ótrúlega sexí. Þeir eru elskendur og dýrka bresku
drottningarmóðurina. Saman reka þeir og eiga
fyrirtæki sem er metið á marga, marga milljarða.
Domenico & Stefano
Þeir heita Domenico Dolce og Stefano
Gabbana. Dolce er fæddur árið 1958, nálægt
Palermo á Sikiley og Gabbana árið 1962 í
Mílanó. Fljótlega eftir að þeir kynntust stofnuðu
þeir fyrirtæki sem sérhæfði sig í tískuráðgjöf.
Þremur árum síðar, árið 1985, var þeim boðið að
taka þátt ítískuvikunni ( Mílanó, í sýningu þar
sem nýtt hæfileikafólk var kynnt. Þar sýndu þeir
í fyrsta skipti undir nafninu Dolce &. Gabbana.
Síðan hefur leiðin legið upp á við og eru þeir
stöðugt að færast í aukana. Þeir hanna dömulínu,
herralínu, ilmvötn fyrir bæði kynin, nærföt,
gleraugu og fleira.
Nærfötin utanyfir
Hönnun þeirra er kvenleg og rómantísk. Inn-
blástur sinn sækja þeir oft á æskuslóðir, til heitra
sumardaga á Sikiley og til ítölsku kvikmynd-
anna. Þeir segja sjálfir að kvikmyndir séu mikill
áhrifavaldur, að þeir (myndi sér sögu og hanna
svo búningana fyrir hana.
Fatnaður þeirra er oft djarfur, hvort sem það er
í litavali eða sniðum. Þeir eru þekktir fyrir stór og
áberandi munstur og nota mikið dýramynstur.
Fötin eru mjög kynæsandi og er það þeirra helsta
einkenni.
Þeir eru þekktir fyrir að nota undirföt á nýstár-
legan hátt, oft utanyfir fötin. Þeir hafa t.d. not-
að korsilett utanyfir og brjóstahaldarahlýra á föt-
in. Nú, ef nærfötin eru ekki höfð utanyfir þá
sjást þau oft hvort eð er, því þeir eru afar hrifnir
af gegnsæjum efnum.
D & G TEKNÓLAG
Stjörnumar dýrka tvíeykið og hafa þeir hann-
að mikið fyrir þær.
Þeir gerðu þúningana fyrir „Girlie Show“ tón-
leikaferðina hjá Madonnu árið 1993 og tónleika-
ferð Whimey Houston árið 1999. Þeir gerðu líka
Kylie Minogue bolinn sem Madonna var í á
tónleikaferð sinni í fyrra og eins og frægt er orð-
ið varð tískubylgja úr því. Isabella Rossellini er
líka aðdáandi og hefúr hún m.a. skrifað bók um
þá sem ber titilinn Ten years of Dolce &.
Gabbana.
Ahugi þeirra og sköpunargleði nær út fyrir
tískuheiminn. Árið 1996 tóku þeir upp og gáfu
út lag. Þar hljómar setningin „Dolce &. Gabbana
is love“, eða D & G eru ástin, yfir teknótakti.
Þó að þeir hafi hannað fatnað í 16 ár eru þeir
samt sem áður frekar nýir í bransanum miðað við
hina ítölsku risana eins og t.d. Gucci og
Armani. Það breytir því ekki að merkið þeirra er
eitt af aðalmerkjunum á Italíu og þeir með þeim
allra frægustu í heiminum í dag.
D & G í Reykjavík
Það er hægt að nálgast Dolce og Gabbana
fatnað í helstu stórborgum heimsins, en hann er
dýr og þvf ekki á allra færi að kaupa hann. Þv(
hafa þeir félagar hannað ódýrari l(nu sem þeir
nefna einfaldlega D & G, sem er hægt að kaupa
í Reykjavík hjá Sævari Karli í Bankastrætinu.
Það er líka hægt að kaupa fatnað þeirra á netinu;
Dolce&.Gabbana@forzeric.com.
Dolce og Gabbana.
Nafn:
Vignir Freyr Andersen.
STARF:
Verslunarstjóri.
Þinn stíll:
Ég mundi segja að hann væri svona
„casual“/finn. Ég er oftast í jakkaföt-
um, en er svo jafnvel bara í bol eða
peysu við.
FLOTTUSTU MERKIN:
Ég er ekkert merkjafrík og mér finnst
þau vera aukaatriði. Ég spái samt í
gæði og þekki þau. Ég nota mikið
ítalskan fatnað og skó, Reporter-föt og
Brassboot-skó.
Mottó:
Koma til dyranna eins og ég er, bros-
andi.
SÍÐAR TÖSKUR
Töskur eru ómissandi fylgihlutur og höfum við flestar
Ifka góð not af þeim. Það er eins með töskurnar og skóna,
þessir hlutir geta gert mjög mikið fyrir heildarútlitið og
er mikilvægt að huga að þeim. Sfðustu misserin hafa
töskurnar verið afar kvenlegar og penar. Sfðastliðið sum-
ar voru þó stóru afslöppuðu pokarnir vinsælir en náðu
ekki að festast f sessi hér á landi. Það nýjasta nýtt f þess-
um málum eru töskur með löng bönd. Taskan hangir lágt,
á mjöðmunum eða jafnvel neðar. Þær eru aðeins farnar að
sjást hér á landi og skulum við vona að íslendingar verði
ekki of lengi að taka við sér f þetta skiptið. Þetta er f lott-
ur og afslappaður stíll. Taskan á myndinni er úr verslun-
inni Nqí á Laugaveginum og kostar hún 4995 krónur.
Ríkt tískulið
Nýverið var listinn yfir rfkasta fólk Bretlands gefinn
út. Þar trónir á toppnum, sem fyrr, stjórnandi Formúlu I,
Bernie Ecclestone, og hafði hann 788 millónir punda ftekj-
ur árið 2000. Það er þó nokkrir úr tfskuheiminum sem
komust á listann að þessu sinni. Alexander McQueen er f
fyrsta skipti á listanum, hann er f 102. sæti og var hann
með 5,75 milljónir punda f laun f fyrra, eða u.þ.b. 860 millj.
króna. Það voru Ifka nokkrar fyrirsætur sem komust á list-
ann. Karen Elson var 240. sæti með 2,75 milljónir punda.,
Erin O’Connor f 251. sæti með 2,6 milljónir punda, Kate
Moss f 435. sæti með 1,75 milljónir punda og Naomi
Campbell var f480. sæti og hafði hún 1,55 milljón punda f
árstekjur. Stella McCartney var líka á listanum með 2
milljónir punda. Hún á enn langt f land með að ná pabba
sfnum Paul, þvf hann var f topp 20.
Tískan og heimsmálin
í nóvember-tölublaði bandarfska Vogue tjáir Marc Jac-
obs sig um þau vandamál sem herja á heiminn. Hann seg-
ist halda sfnu striki og ætlar ekki að láta óttann um
hryðjuverk hafa áhrif á Iff sitt eða störf. Um tfsku segir
hann að hún sé munaðarvara, að ásamt tónlist og kvik-
myndum sé hún gerð til þess að gera heiminn fallegri.
Hann segir að tfskan hafi aldrei átt að leysa nein vanda-
mál. Auðvitað er það rétt og það er enginn að ætlast til
þess að tfskuhönnuðir bjargi heiminum. En það er eins
með þá og annað frægt, efnað og valdamikið fólk, þeir eru
fyrirmyndir þúsunda og gætu þar af leiðandi látið eitt-
hvað gott af sér leiða, ef þeir bara vildu það.
ROWELLS
Tíska • Gæði • Betra verð