Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 DV Fréttir Risasamningur Óskar Axel Óskarsson, einn eigenda X18. Skór fyrir milljarða: Ævintýraleg- ar tölur „Samningamir voru mjög góðir. Við viljum ekki nefna neinar ákveðnar töl- ur en getum sagt að þær séu ævintýra- legar,“ segir Óskar Axel Óskarsson, einn eigenda skófyrirtækisins X18 sem undirritaði stóran sölu- og dreifmgar- samning við kanadíska skófyrirtækiö Norimco, BATA North-America í gær. Óskar viðurkennir að sölutölurnar skipti milljörðum á næstu 10 árum og reyndar þurfi ekki að fara nema þrjú ár fram í tímann tO að hægt sé að taka svo til orða. Gengið var frá samning- unum á Hótel Sögu að viðstöddum viö- skiptaráðherra, Valgerði Sverrisdótt- ur, og við sama tækifæri vom undir- ritaðir smærri samningar við Bret- land, Mið-Austurlönd, Nýja-Sjáland og Ungveijaland. Einnig var kynnt sam- staf X18 við alþjóðlegar sérleyfisversl- anakeðjur, sem heita Skechers og Dies- el, því í kompaníi við þær hefur X18 nú opnað fimm verslanir í þremur löndum undir nafninu Ásta G. -Gun. Flótti undan lögreglu: Fór á hvolf Ökumaður slapp ómeiddur úr bifreið sem endaði á hvolfi utan Elliðavatns- vegar í fyrrinótt. Hann var á flótta und- an lögreglunni sem reynt hafði að stöðva akstur hans við Gunnarshólma vegna gruns um ölvunarakstur. Lög- reglan missti sjónar á bifreiðinni um tíma en fann hana síðan á hvolfi, stór- skemmda. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. -Gun. Egilsstaðir: Stálu núm- eraplötum Stolið var númeraplötum af að minnsta kosti fjórum bílum á Egils- stöðum í fyrrinótt. Bílarnir stóðu við hús eigenda sinna víðs vegar um bæinn þegar plöturnar voru fjarlægðar. Að sögn lögreglu virðist ekkert samhengi vera milli númera né eigenda og þegar síðast fréttist hafði lögreglan ekki haft uppi á þeim sem þarna var að verki. -Gun Fyrsta reglulega landsfundi Samfylkingarinnar lokið: bylja andstæðinga - segir Össur Skarphéðinsson - Flokkurinn öflugri en umhverfið taldi „Samfylkingin er sterkari en um- hverfið taidi og mun öflugri en flokk- urinn taldi sjálfur," sagði Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingarinn- ar. Fyrsta reglulega landsfundi flokks- ins lauk i gær með lófaklappi og fjölda- söng. Forystan var endurkjörin en nýtt fólk kom inn í framkvæmdastjóm. í umræðum bar Evrópumál hátt og í nálgun flokksins að þeim var valin leið sem formaðurinn segir í senn var- færna og djarfa. Flokksformaðurinn segir að á fundinum hafi farið fram mikil stefnumótunarvinna um lýðræð- isumbætur á stjómkerfmu. Þar nefnir hann tillögm um að gera landið allt að einu kjördæmi, þjóðaratkvæðagreiðsl- m og að opna bókhald íslenskra stjóm- málaflokka. Endurreisn í stjómmálaályktun landsfundarins er víða komið við. Þar segir meðal annars að reisa þurfi við íslenskt efna- hagslíf eftir mistök í efnahagsstjóm „og bemskubrek fjármagnsmarkaðar- ins,“ eins og það er orðaö. í yfirstand- andi efnahagslægð þurfi og að gæta sérstaklega að hag þeirra sem höllust- um fæti standa, enda bitni niðmsveifl- m verst á því fólki. Hvatt er til að tekin verði upp auð- lindagjöld bæði til lands og sjávar og inntektinni varið til að lækka tekju- skatt almennings. „Við krefjumst þess að séreignarkvótinn verði afnuminn, að allir íslendingar fái jöfh tækifæri tii að hasla sér völl í sjávarútvegi," segir í ályktun fúndarins. Þá er fjallað um Ossur Skarphéðinsson ásamt flokksfélögum Á landsfundi Samfytkingar var samþykkt að hefja Evrópuumræöu og efna til atkvæöagreiösiu meöal fiokksmanna á næsta ári. Lof í lófa Ragnar Aöalsteinsson tekur viö hvatningarveröiaunum Samfyikingar. stóriðjumál. Landsfundminn segist vilja auka útflutningstekjur, m.a. með hátæknivæddri stóriðju sem rekin sé í sátt við náttúmna. „Lýðræðislegt um- hverfismat hefúr sannað gildi sitt í umfiöOun um Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfiröi." í setningarræðu sinni á landsfundi opnaði Össm Skarp- héðinsson fyrir Evr- ópuumræðuna þegar hann sagðist sann- færðm að kostirnir við aðOd íslendinga að ESB væra fleiri en gaOamir. EðlOegt væri að málið yrði tekið tO umræðu í flokksfélögunum - og í framhaldinu yrði efnt tO almennrar at- kvæðagreiðslu meðal flokksmanna um hvert stefna skyldi í þessu máli. Landsfundminn samþykkti að fram- gangsmáti Samfylkingarinnar í Evr- ópumálum yrði í þessa vera. Á vett- vangi flokksins mun fara fram Evrópu- umræða og i kjölfar hennar greiða flokksmenn síðan, væntanlega á næsta ári, atkvæði um hvert stefna skuli. „Það er í samræmi við lýðræðislega stefnumótun að flokksmenn fái að tjá hug sinn með þessum hætti,“ segir Össm. Raddir gagnrýnenda Samfylkingar hafa á síðustu misserum verið þær að flokkminn sé stefnulaus og viti ekki í hvom fótinn hann eigi að stíga. En rak flokkminn þetta slyðraorð af sér á fundinum? „AOar raddir um stefnu- leysi era síbylja andstæðinga sem ótt- ast SamfyOdnguna en í öðra lagi ligg- m fyrir hvar hugmyndasmiðja ís- lenskra stjómmála er í dag.“ Nafnamáliö Þegar landsfundur Samfylkingar hófst á fimmtudag lágu fyrir fundinum átta tiOögur að breytingum á nafni flokksins. Þegar á landsfúndinn leið vora fiórar þessara tOlagna dregnar tO baka. Eftir stóð sú tOlaga Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttm alþingismanns að nafnið yrði Samfylkingin - Jafnað- arflokkminn. Við þá tOlögu Ástu vora svo þrjár breytingartiOögm. Það var svo Margrét Frímannsdóttir sem kom með eins konar málamiðlun- artOlögu í nafnamálinu. Þar er lagt tO að nafnamálið fari tO framkvæmda- stjómar flokksins. Hún skipi fimm manna nefnd sem komi með tiflögu um nafn sem flokksstjóm afgreiði. Þeg- ar samþykkt þessarar tOlögu lá fyrir dró Ásta Ragnheiðm sína tiflögu eiiinig tO baka - og þannig fiaraði út málið sem fyrir fund virtist ætla að verða fiörlegt deflumál. -sbs Stefnuleysi er si Veörið í kvöid 3" ***. B1 Kólnandi veöur Suölæg átt, 13-20 m/s, og rigning vestan til fram eftir degi. Snýst í vestlæga átt meö skúrum síðdegis. Hiti 4 til 10 stig en kólnar undir kvöldiö. REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.16 15.44 Sólarupprás á morgun 10.12 10.13 SíBdegisflóB 21.10 13.21 Ardegisfloð á morgun 09.34 01.43 Skýringar á ye'ómtáknunn ^VINDATT 10°*~Hm 151 .1Qo '^‘ViNDSTYRKUR Vconcr 1 metrum i sokuwfu HEIÐSKÍRT o o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w C? Q RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA Q V T- == ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA 22^3/ jb'iiÆiu vedur.is Þeim sem áhuga hafa á aö vita meira um veörið á landinu er bent á aö fara inn á vef Veöurstofunnar vedur.is því þar er mikinn fróöleik aö finna. Skúrir eöa slydduél Suövestan 10-15 m/s. Skúrir eöa slydduél en þurrt aö mestu noröaustan til. Hiti 0 til 5 stig. Vindur: 5-10 ' (fc C' O Fostud Vindur. 5-11. íi! rltíCV Hiti 0° tii 6” AV.V.* NorBvestlæg átt, 5-10 m/s og él, elnkum noréan til. Frost 0 tll 5 stlg. Útllt fyrir suBvestlæga átt meB vætu víBa um land og mlldu veBrl. Útllt fyrlr suBvestlæga átt meB vætu víBa um land og mlldu veBrl. jil iá ; AKUREYRI skýjaö 9 BERGSSTAÐIR skýjað 7 BOLUNGARVÍK skúr 11 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 4 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 4 KEFLAVÍK þokumóöa 8 RAUFARHÖFN léttskýjaö 5 REYKJAVÍK alskýjað 8 STÓRHÖFÐI þokumóöa 7 BERGEN skýjaö 6 HELSINKI léttskýjað 1 KAUPMANNAHÖFN rigning 9 ÓSLÓ heiöskírt 0 STOKKHÓLMUR 0 ÞÓRSHÖFN heiöskírt 4 ÞRÁNDHEIMUR skúr 3 ALGARVE skýjaö 14 AMSTERDAM skýjaö 8 BARCELONA BERLÍN súld 7 CHICAGO mistur 17 DUBLIN skýjaö 6 HALIFAX alskýjað 5 FRANKFURT skýjaö 3 HAMBORG súld 8 JAN MAYEN snjókoma -4 LONDON alskýjað 8 LÚXEMBORG skýjaö 0 MALLORCA léttskýjaö 14 MONTREAL heiöskírt 12 NARSSARSSUAQ slydduél 1 NEWYORK heiöskírt 13 ORLANDO skýjaö 26 PARÍS alskýjaö 3 VÍN þokumóöa 0 WASHINGTON hálfskýjaö 13 WINNIPEG heiöskírt 5 BYGGT A UPPIYSINGUM FRA VEPURSTOFU ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.