Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Side 10
10 MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 ÐV ÚTBOÐ ÚTBOÐ Á LÆKNISÞJÓNUSTU Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Félagsþjónustunn- ar í Reykjavík óskar eftir tilboðum sem felast í því að veita íbú- um og notendum á tilteknum stofnunum Félagsþjónustunnar nauðsynlega læknisþjónustu. Verkið felst í að veita almenna læknisþjónustu í samræmi við a) lið 1. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 422/1992, um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðis- þjónustu. Um er að ræða eftirtalda staði: Droplaugarstaðir, hjúkrunarheimili. Seljahlíð, heimili aldraðra. Vitatorg, dagdeild fyrir minnisskerta Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 20. nóvember 2001, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 5. desember 2001 kl. 14:00 á sama stað. Samningstími þjónustu er frá 1 mars 2002 til 28. febrúar 2004. FÉL 127/1 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - Sími 570 5800 - Bréfsími 562 2616 www.reykjavik.is/innkaupastofnun - Netfang: isr@rhus.rvk.is ÍJÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík og Kópavogsbæjar er óskað eftir tilboðum í landmótun á vesturhluta Fossvogs- dals, ásamt gerð tjarna og frágangs á skurði á landamörkum Kópavogs og Reykjavíkur. Verkið nefnist: Fossvogsmýri í Fossvogsdal - Tjarnir og umhverfi. Helstu magntölur eru Tilfærsla á jarðvegi innan svæöis: 5.500 m> Uppgröftur og brottflutningur á jarðvegi: 15.000 m> Jarðvegsdúkur: 3.900 m< Fyllingar: 3.000 m> Grjóthleðsla: 200 m Jarðvegsbæting á gróðurmold: 20.000 m< Sáning: 13.000 m< Þökulagning: 2.500 m< Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar, frá og með 20. nóvember2001 gegn 10.000 kr. skila-tryggingu. Opnun tilboða: 4. desember 2001 kl. 11:00, á sama stað. GAT 132/1 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - Sími 570 5800 - Bréfsími 562 2616 www.reykjavik.is/innkaupastofnun - Netfang: isr@rhus.rvk.is Fréttir Vísar ásökunum Kristins á bug Árni Gunnarsson, varaþingmað- ur og formaður Framsóknarfélags Skagaíjarðar, visar því á bug að áhrifamenn í flokknum - undir for- ustu Skagfirðinga - séu að vinna gegn Kristni H. Gunnarssyni í hinu nýja norðvesturkjördæmi. Kristinn H. segir í DV í vikunni að ekki sé hægt að skilja framgöngu manna á kjördæmisþingi, sem haldið var um helgina, á annan veg og vísar þá sérstaklega til þess að sjávarútvegs- ályktanir fundarins hafi verið barð- ar í gegn af óbilgirni og menn nýtt sér að Vestfirðingar hafi ekki kom- ist á kjördæmisþingið. Árni Gunn- arsson segir það fráleitt að á kjör- dæmaþinginu hafi menn verið að takast sérstaklega á við Kristin H. Gunnarsson eða vinna gegn honum heldur hafi orðið málefnaleg átök Árni Kristinn H. Gunnarsson. Gunnarsson. um ákveðin grunnatriði í sjávarút- vegsstefnunni. „Það var einfaldlega þannig að þau viðhorf sem Kristinn H. Gunnarsson hefur staðið fyrir urðu undir með afgerandi hætti, bæði inni í atvinnumálahóp þings- ins og á þinginu sjálfu. í atvinnu- málahópnum skrifuðu allir, nema einn fulltrúi sem þurfti að hverfa frá áður en vinnunni lauk, undir ályktunina. Kristinn sjálfur var hins vegar á móti henni í hópnum og gekk raunar út þegar hann sá að hann myndi verða undir, sem er argasti dónaskapur," segir Árni. Á þinginu sjálfu komu fram breyting- artillögur um að milda orðalag sjáv- arútvegskafla stjórnmálaályktunar- innar, en þær breytingartillögur voru felldar með „afgerandi mun“, að sögn Árna. Eins þegar ályktunin var borin upp i lok fundarins hafi hún verið samþykkt með afgerandi meirihluta. „Að segja að lítill hópur manna hafi verið að beita hann ein- hverju ofríki á fundinum ér því ein- faldlega ekki rétt. Kristinn er ekki maður að meiri eftir framgöngu sína í fjölmiðlum eftir þetta þing,“ segir Árni Gunnarsson. -BG Dæmdur fyrir kynferðisbrot: Beraði kynfæri sín Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á Norður- landi í 45 daga skilorðsbundið fang- elsi vegna kynferðisbrots gegn böm- um. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa berað kynfæri sín fyrir framan telpu árið 1998 og gert það sama.fyr- ir framan aðra telpu árið 2000. í síð- ara tilvikinu var maðurinn jafn- framt ákærður fyrir að hafa sýnt telpunni klámmyndband, tekið um hönd hennar og reynt að láta hana snerta lim sinn. Við handtöku var ákærði undir áhrifum áfengis og neitaði að mestu sakargiftum. í niðurstöðu fjölskip- aðs dóms segir að í rannsóknarvið- tali hafi telpan i síðara tilvikinu skýrt sjálfstætt frá meintu athæfi ákærða og greint m.a. frá að hún hefði farið að sjónvarpstækinu í stofunni að boði ákærða. Framburð- ur telpunnar hafi verið skýr og trú- verðugur og af framburði vitna verði ráðið að hún hafi orðið miður sín eftir á. „Þegar framangreint er virt í heild er það mat dómsins að ekki sé varhugavert að leggja fram- burð telpunnar til grundvallar um aö hún hafi að boði ákærða horft á klámfengið myndefni í sjónvarpi í stutta stund og á sama tíma hafi hún fylgst með ákærða fitla við kyn- færi sín. Ber því að sakfella ákærða fyrir þessa háttsemi," segir í dómin- um. Dómurinn sýknaði hins vegar ákærða af þvi sakarefni að hann hefði tekið í hönd telpunnar með þeim ásetningi að láta hana snerta lim sinn. -BÞ Héraösdómur Noröurlands. Reykj avíkuiijorg BorgarskipuLag Kynning og sýning Tillaga að aðalskipulagi Reykjavfkur verður til sýnis og kynningar í Tjarnarsal Ráðhússins í dag, mánudaginn 19. nóvember frá kl. 16:00-19:00. • Sýningá helstu markmiðum og breytingum í aðalskipulagstillögunni hefst kl. 16:00. • Borgarstjóri, formaður skipulags- og byggingarnefndar, fulltrúar Borgar- skipulags, embættis borgarverkfræðings og Reykjavíkurhafnar kynna helstu efnisatriði aðalskipulagstíllögunnar og svara fyrirspurnum kl. 16:30-18:00. • Aðalskipulagstillagan verður áfram til sýnis í Tjarnarsal Ráðhússins þriðjudaginn 20. nóvember. Fjölmargar nýstárlegar hugmyndir um þéttingu byggðar og uPPbyggingu Reykjavíkur sem alþjóðlegrar og vistvænnar höfuðborgar eru birtar í aðalskipulagstillögunni og eru borgarbúar hvattir til að mæta og kynna sér þær af eigin raun. Aldraðir á Akureyri: Fátvo púttvelli íþrótta- og tómstundaráð Akur- eyrarbæjar hefur tekið til umfjöll- unar erindi frá stjórn Félags eldri borgara á Akureyri þar sem stjóm- in fer þess á leit við íþrótta- og tóm- stundadeild að byggðir verði tveir golf-púttvellir utanhúss í næsta ná- grenni við fjölbýlishús eldri borgara í Víðilundi og Lindasíðu. Á fundinum lagði íþrótta- og tóm- stundafulltrúi fram kostnaðaráætl- un, unna af Hilmari Gislasyni, að upphæð kr. 672.740, vegna uppbygg- ingar 400 fermetra púttvalla. íþrótta- og tómstundaráð sam- þykkir að byggðir verði upp tveir 400 fermetra púttvellir samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun og undir verkstjórn Hilmars Gíslason- ar, annar við Lindasíðublokkir og hinn við Víðilundarblokkir. Kostn- aður vegna framkvæmdanna greið- ist af óskiptri fjárveitingu íþrótta- og tómstundaráðs. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.