Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Page 29
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2001 45 DV EIR á mánudegi Skrifar enn Davíð Oddsson situr enn við skriftir og undir- býr útgáfu smá- sagna sinna sem ná því þó ekki að koma út fyrir þessi jól. „Ég er búinn að sjá hluta af þessu hjá Davíð og líst mjög vel á,“ segir Pétur Már Ólafsson hjá Eddu sem er forleggjari Davíðs. „Ég vona að við náum því að gefa smásögurnar út fyrir þarnæstu jól.“ Bók Davíðs hefur enn ekki hlotið nafn. Davíö Á leiðinni. Stjórnar lyktinni „Á jólunum borða ég mat - eðalmat," segir Rúnar Júlíusson sem þrátt fyrir að vera vanafastur maður borðar aldrei það sama á jólunum. „Konan sér um matinn en ég sé um raúðvínið og lyktina. Um síð- ustu jól fékk ég hamborgarhrygg sem heppnaðist svo vel að ég man það enn eins og gerst hefði í gær,“ seg- ir Rúnar sem hefur ekki hugmynd um hvað frúin býður upp á næst. Hann stendur hins vegar klár á jólalyktinni. Hún er alltaf eins. Neskaupstaöur Nýir gestir og mikið fjör i Egilsbúö. Bíófjör Kvikmyndaliðið sem vinnur að gerð kvikmyndarinnar Hafs- ins undir stjórn Baltasar Kor- máks hefur hleypt nýju og áður óþekktu lífi í bæjarbraginn á Neskaupsstað þar sem tökur fara fram. Um síðustu helgi fjöl- mennti bíófólkið á rokkveislu í Egilsbúð: „Ætli þetta hafi ekki verið um 50 manns en Baltasar og Lilja konan hans komust ekki. Þau voru veik,“ segir Guðmundur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Egilsbúðar. Guðmundur segist þó ekki hafa séð breska poppgoðið Damon Al- barn á meðal gesta en til hans sást á Egilsstaðaflugvelli ásamt dóttur sinni fyrir skemmstu og gerðu Austfirðingar ráð fyrir að hann væri að fara að heimsækja kvikmyndagerðarfólkið á Nes- kaupstað. „Ég var sjálfur að syngja á sviðinu þannig að ég hefði átt að sjá goðið ef hann hefði verið á dansgólfinu,“ segir Guðmundur í Egilssbúð. Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að málshátturinn „Hætta ber leik þá hæst stendur" á ekki við þegar kynlíf er annars vegar. Andrea Gylfadóttir horfir með söknuði um öxl: Engin jólaplata í ár - í fyrsta sinn í 14 ár „Það verður ekki stressið fyrir þessi jól. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að vera,“ segir Andrea Gylfadóttir, konan með drottningarröddina, sem er ekki með í jólaplötuslagnum í ár í fyrsta sinn í 14 ár. „Ég var með fyrstu plötuna mína árið 1987, það var Grafík, og síðan hef ég verið með um hver jól þar til nú. í fyrra var ég með þrjár plötur: jólaplötu með Borgardætrum, safnplötu með Todmobile og dúett með Helga Björnssyni." Andrea er mikið jólabarn og vonast eftir að fá að syngja sem flest jólalög áður en desember er allur. Bara að hringja og þá kemur Andrea með jólalögin en fáir syngja þau betur en einmitt hún. Uppáhaldsjólalagið hennar heitir Christmas Candles sem hún hefur sungið inn á plötu fheð eigin texta og nefnir Jóla- ljósin: „Það er lagið sem ég myndi syngja ef Lykla-Pétur hringdi og bæði mig um að syngja eitt jólalag á himnum," segir Andrea sem borðar hangi- kjöt á jólunum. Einar Rúnars- son, eiginmaður hennar, er hins vegar rjúpnamaður. Þess vegna verða þau að vera með tvíréttað í aðalrétt á aðfangadagskvöld „ ... og það er líka allt í lagi. Hann Einar er eðalmaður og starfar sem leiksviðsstjóri hjá Borgar- leikhúsinu þó fleiri þekki hann ef til vill úr Sniglabandinu," seg- ir Andrea með jólablik í augum - þrátt fyrir allt. Andrea í jólaskapi ... þrátt fyrir allt. Fimm ráö fyrir vi TILBÚIÐ Veitingastaðurinn Grænn kostur á bílastæðinu við bílastæðahúsið við Bergstaða- stræti. Engin bið eftir matnum því hann er tilbúinn. Góð fyll- ing fyrir 700 krónur en heldur einsleitur kúnnahópur. ÓVÆNT Kvikmyndin The Others með Kid- man kemur veru- lega á óvart eftir hlé. Fjallar ekki um myrkfælið fólk sem er hrætt við drauga heldur ljós- fælna drauga sem eru hræddir við fólk. Skemmtilega hugsuð mynd. 800 krónur fyrir utan popp og kók. SMART Endurbætt gufu- bað í Árbæjar- lauginni skýst á toppinn sem besta baðið í bænum. Hvítt og smart og eilítið heit- ara en önnur. Takið sérstak- lega eftir lýsingunni inni - tvö bíUjós í lofti. SPENNANDI The Constant Gar- dener eftir John le Carre. Lyfjafyrirtæki í nýju Ijósi. Bók sem þú lánar engum fyrr en lokið er. grilla aldrei INN Útigrillin inn af svölunum. Þau eru fljót að skemmast í vetr- arveðrinu. Gætið þess þó vel að innandyra. Hljómplötutilboð á Ebay-vefnum: Tappi tíkarrass á 25 þúsund krónur eBay-vefurinn, sem sérhæfir sig hygli á sér í alls kyns tilboðum og uppboðum á dögun- á vörum, býður nú hljómplötu um þegar hljómsveitarinnar Tappa tík- þar var arrass á 299,99 dollara en það jafn- boðið upp gildir um 25 þúsund íslenskum mótorhjól krónum. Plata Tappa er komin til sem spjall- ára sinna og er boðin upp ásamt þáttakóng- ýmsum plötum Bjarkar Guð- urinn Jay mundsdóttur en Björk söng Leno hafði einmitt með Tappa tíkarrass á sín- haft á svið- um tíma og gerir það á umræddi inu hjá sér plötu. svo dögum eBay-vefurinn vakti verulega at- skipti. Lét Tappi tíkarrass Hækkar í verði eftir því sem tíminn líður. hann All Categories 24 it«m> found for PJork Ip Sart by H*mi: •nding flibt I newtv fisted I iowevt ppoðd I bighest pnced All llamt Gllltrr ilemt on>, Plauit ’.j. IttmTltl* Prlct ð Biork VeiQertme Donbte LP pjre Import Nrvr lfAK4be $28.00 BiorkTELEGPJUdLP 12-Vimrt .rtéJT.Tin tfKTJ al »39 a BJOPX HATMOS CHANCF. TO COT lealcd LP new $S.99 d Biork *Gbng Gio* Imoort LP Newl Biórk $24.99 d BIOBK - DebotÍJJÆ. Greek Prerring LP $14.99 BJORK v rare kelend '84 T J Tmmi Tikgreii' ii $229.99 eBay-vefurinn Tappi á 299,99 dollara. gesti sína árita mótorhjólið og var Björk einmitt ein þeirra sem það gerðu. eBay seldi hjólið svo hæstbjóðanda á 300 þúsund dollara eða rúmlega 30 milljónir ís- lenskra króna. Jólabók út í geiminn Allar líkur eru á því að Ameríski draumurinn, jóla- bók sem segir frá ævintýralegu lífi fjölmargra íslend- inga sem búsettir hafa verið í Amer- íku svo áratugum skiptir, verði fyrsta íslenska bókin sem fer út í geiminn. Meðal þeirra sem segja sögu sina í Geimfarinn Bjarni Tryggvason vill lesa úti í geimnum. bókinni er vestur-ís- lenski geimfarinn Bjarni Tryggvason sem hefur látið svo um mælt að hann geti vel hugsaö sér að taka ritið með sér næst þegar hann fer í geimferð. Yrði það liður í tilraun um hvernig mönnum gangi að lesa við þær aðstæður sem ríkja í geimfari. Endursýning dvwnd hari Þessi fantagóða mynd Hara af sjónvarpsstjörnunni Andreu Róberts birtist í skötulíki hér á siðunni í síöustu viku undir fyrirsögninni „Töff týpa á lausu í borg tækifæranna“. Full ástæða er til að deila ijósmyndinni með iesendum í fullri stærð og því birtum við hana aftur - eins og hún á aö vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.