Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Page 7
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001 23 I>V Sport Kjörísbikarmeistarar Grindavíkur 2001 Efri röð frá vinstri: Unndór Sigurösson þjálfari, Sandra Guðlaugsdóttir, Elva Sig- marsdóttir, Sólveig Gunn- laugsdóttir, Jessica Gaspar, Gígja Eyjólfsdóttir, Sigríður Anna Ólafsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Erna Rún Magnúsdóttir, Jovana Lilja Stefánsdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Petrúnella Skúladóttir, Rut Ragnarsdóttir. OmOf> c-n/ OíMON nokkurt kæruleysi í leik liðsins. Við vorum búin að undirbúa okkur vel fyrir helgina og stelpurn- ar gerðu það sem fyrir þær var lagt. Við fórum vel yfir leik- inn, sem við töpuðum stórt gegn Keflavík um daginn, og vissum hvað við þurftum að gera. Gaman aö sjá til Sólveigar Þá er gaman að sjá Sóveigu spila svona vel. Annars var það vörnin sem skilaði þessum bikar. Við erum með jafnt lið og allir leikmenn liðsins leggja sig fram. Þegar stelpurnar leggja sig svona fram, eins og þær gerðu um helgina, erum við með besta liðið á land- inu í dag. Ef þær mæta ekki tilbúnar og leggja sig ekki 100% fram erum við bara miðlungslið. Auðvitað verður þetta erfiðara þegar lið eins og Keflavík og KR verða komin með Kana en ég er viss um það að þau fá ekki eins góðan Kana og Jessicu. Við erum enn þá að bæta okkur og verðum sterkari eftir því sem á líður. Við ætlum að vinna þessa tvo leiki, sem við eigum eftir fram að jól- um, gegn KR og Njarðvík. Hver leikur er mikilvæg- ur eins og deildin er að spilast í vetur. -Ben Grindavík Kjörísbikarmeistari í kvennakörfunni: ar og góðar Grindavík hafði mikla yfirburði gegn Keflavík í úrslitum Kjörís- bikarkeppni kvenna sem fram fór í Hveragerði í gærdag. Grindavík sigraði 82-58 eftir að hafa haft sex stiga forskot í hálfleik, 37-31. Ótrúlega öruggur sigur hjá Grindavík miðað við að þessi sömu lið mættust fyrir stuttu í deildinni en þá burstaði Keflavík ungt lið Grindavíkur með 33 stig- um. Eins og í undanúrslitaleiknum gegn KR byrjaði Grindavík leikinn með miklum krafti. Sólveig Gunn- laugsdóttir skoraði fyrstu fimm stigin í leiknum og gaf tóninn um það sem koma skyldi frá henni. Hún gerði alls 23 stig í fyrri hálf- leik og klikkaði varla úr skoti. Einnig tók hún átta fráköst fyrir hlé. Vandræöi aö stilla upp í sókn hjá Keflavík Keflavík var í miklum vandræð- um að koma upp boltanum og stilla í almennilega í sókn. Krist- ín Blöndal fékk það hlutverk að stjórna leik liðsins sem er ekki eðlileg staða hennar. Petrúnella Skúladóttir setti góða pressu á boltann þegar bæði Kristín og María Anna Guðmundsdóttir voru að taka boltann upp. Petrúnella sýndi það í þessum leik að hún er einn efnilegasti vamarmaðurinn í kvennaboltanum í dag. Leikurinn jafnaðist í öðrum leikhluta. Birna Valgarðsdóttir fór fyrir sóknarleik Keflavíkur en vegna þess hversu erflðlega gekk að stilla upp í sókn þá náði Kefla- vík aldrei að nýta sér yfirburði sína inni í teig. Birna tók Gaspar úr umferö Keflavík lagði mikla áherslu á að stoppa Jessicu Gaspar og var hún tekin úr umferð í fyrri hálf- leik. Birna fékk það hlutverk að elta hana um allt á meðan hinir fjórir varnarmennirnir spiluðu svæðisvörn. Þetta herbragð gekk ágætlega og skoraði Jessica aðeins þrjú stig í fyrri hálfleik og öll komu af vítalínunni. Hins vegar losnaði rækilega um Sólveigu og þakkaði hún fyrir sig svo um mun- aði. Það var svo í þriðja leikhluta sem leiðir skfldu fyrir fullt og allt. Keflavík byrjaði í maður á mann vöm og losnaði þá um Jessicu sem skoraði 11 stig um leið. Það skipti engu þó að Keflavík færi í svæðis- vörn. Grindavík hélt áfram að bæta við forskotið og slökuðu leik- menn liðsins aldrei á og héldu sama dampi út leikinn. Grindavík sýndi það um helgina að þarna er sterkt lið á ferðinni sem hefur alla burði að vinna fleiri titla í vetur. Veikleiki liðs- ins er inni í teig þar sem Sigríður Anna Ólafsdóttir er sú eina sem hefur ágæta hæð. Sigríður átti góðan leik í sókn og vörn gegn Keflavík. Baráttan, áræðnin og leikgleðin voru svo sannarlega tfl staðar hjá Grindavíkurliðinu og njóta stelp- urnar þess að vera að vinna eftir tvö erfið tímabil á undan. Koma Jessicu Gaspar tO Grindavikur hefur breytt miklu fyrir kvennakörfuna þar í bæ. Hún er hjartað og mótorinn í lið- inu og drífur aðra leikmenn liðs- ins áfram. Þó svo að hún hafi ekki skorað mikið í leiknum þá var hún að opna fyrir hinar með því að laða að sér vörnina hjá Kefla- vík. Þannig gerir hún hinar betri. Hún er einfaldlega besti leikmað- urinn í kvennakörfunni í dag. Eftir að hafa verið nokkuð róleg i leiknum við KR sýndi Sólveig það að það má ekki líta af henni. Hún átti frábæran leik og þrátt fyrir að hún skoraði mikið í sókn- inni þá var alltaf gott flæði í kring- um hana og var hún ávaflt tilbúin að gefa á samherja sem var frír. Hjá Keflavík var Birna Val- garðsdóttir sú eina sem lék af eðli- legri getu. Liðið náði ekki að nýta Erlu Þorsteinsdóttur sem skyldi undir körfunni og skrifast það á vandræði í stjórn fyrir utan. -Ben Besta liðið á landinu í dag - þegar við leggjum okkur hundrað prósent fram Unndór Sigurðsson , þjálfari Grindavíkur, var ánægður með að vinna Kjörísbikarinn. Unndór hefur ásamt Pétri Guð- mundssyni verið að byggja upp þetta lið í nokkur ár og eru Grind- víkingar að njóta þess starfs í dag eftir tvo erfiða vetur. „Þegar við komum til- búin tO leiks gengur allt miklu betur hjá okkur. Eftir góða byrjun á Is- landsmótinu hefur verið Sigríður Anna Ólafsdóttir, hinn tvítugi fyrirliði Grindavíkur, sést hér með Kjörísbikarinn eftir glæsilegan sigur á Keflavík i gær. Grindavík-Keflavík 82-58 8-0, 16-7, 16-14 (22-14), 25-21, 30-22, 32-29 (37-31), 43-31, 47-35, 56-35,(64-41), 69^8, 75-48, 82-58. Stig Grindavikur: Sólveig Gunn- laugsdóttir 34, Jessica Gaspar 16, Sig- ríður Anna Ólafsdóttir 12, Ólöf Páls- dóttir 7, Petrúnella Skúladóttir 5, Jovana Stefánsdóttir 4, Sandra Guð- laugsdóttir 4. Stig Keflavíkur: Birna Valgarös- dóttir 25, Erla Þorsteinsdóttir 11, Kristín Blöndal 8, Theódóra Káradótt- ir 6, Svava Stefánsdóttir 4, María Anna Guðmundsdóttir 2, Gréta Guð- brandsdóttir 2. Fráköst: Grindavík 48 (20 í sókn, 28 í vörn, Jessica 16, Sólveig 14), Keflavik 34 (9 i sókn, 25 í vörn, Erla 11). Stoðsendingar: Grindavik 25 (Jessica 11), Keflavik 11 (Svava 4). Stolnir boltar: Grindavík 18 (Jessica 7), Keílavík 7 (Birna, Kristin 2). Tapaóir boltar: Grindavík 13, Kefla- vík 26. Varin skot: Grindavík 3 ( Petrúnella 2), Keflavík 6 (Erla 3). 3ja stiga: Grindavík 11/23, Keflavík 6/17. Víti: Grindavík 11/18, Keflavík 16/18. Dómarar (1-10): Rögnvaldur Hreið- arsson og Einar Einarsson, 8. Gœði leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 80. Maður leiksins: Sólveig Gunnlaugsdóttir, Grindavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.