Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2001, Blaðsíða 10
26
MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2001
Sport__________________________________pv
Enska úrvalsdeildin á laugardag:
Enn aukast vand-
ræði Man. Utd
- 0-3 tap á heimavelli fyrir Chelsea - Eiður Smári skoraði síðasta markið
Ruud van Nistelroy og Graeme Le Saux eigast hér við í leik Man. Utd og Chelsea. Reuters
Hafi vandræði Manchester
United ekki verið næg fyrir þá juk-
ust þau enn um helgina þegar liðið
var niðurlægt á sínum eigin heima-
velli, Old Trafford. Chelsea kom
þangað í heimsókn og sigraði 0-3.
Það er langt siðan leikur Manchest-
er United hefur farið á jafn lágt plan
og i þessum leik og ljóst að eitthvað
mikið er að í herbúðum ensku
meistaranna. United hefur ekki tap-
aði svona stórt á heimavelli síðan
Everton vann þá þar á tímabilinu
1992-93, þegar stjarna liðsins var að
byrja að rísa.
Mikið hefur verið rætt um varnar-
leik United og ekki sáust mikil
batamerki á honum í þessum leik.
Miöja liðsins ásamt sóknarmönnun-
um Eiði Smára Guðjohnsen og
Jimmy Floyd Hasselbaink tættu
vömina sundur nánast fyrirhafnar-
laust. Það eina jákvæða hjá
meisturunum var að Roy Keane var
færður úr miðjunni aftur í vörnina
og það bjargaði sennilega United frá
enn stærri ósigri.
Dýrmæt færi í súginn
Það sem hefur þó trúlega reynst
afdrifaríkast fyrir United í þessum
ieik var að nýta ekki færi í byrjun
leiksins. Eftir aðeins þrjár minútur
fékk Ruud van Nistelroy dauðafæri
en Carlo Cudiccini, markvörður
■Chelsea, varði frábærlega. Og að-
eins þremur mínútum eftir það kom
Chelsea yfir þegar Mario Melchiot
skoraði með skalla eftir hornspyrnu
frá Jimmy Floyd Hasselbaink.
Eftir það var ekki aftur snúið fyr-
ir Chelsea og þeir réðu leiknum eft-
ir það. Hasselbaink fékk tvö góð
færi í hálfleiknum og Graeme Le
Saux eitt. United-menn sáu hins
vegar aldrei til sólar í fyrri hálfleik
fyrir utan þetta færi snemma leiks.
í byrjun seinni hálfleiks hresstust
United menn aðeins og snemma í
hálfleiknum varð Cudiccini að taka
á honum stóra sinum eftir skot frá
Paul Scholes. En á 58. mínútu skor-
aði Hasselbaink fyrir Chelsea eftir
undirbúnings Eiðs Smára. Skömmu
síðar björguðu Chelsea-menn á línu
frá Scholes Og á lokamínútum leiks-
ins rak Eiður svo smiðshöggið á frá-
bæran sigur Chelsea þegar hann
fékk sendingu frá William Gallas,
lék upp vinstri kantinn og afgreiddi
boltann fram hjá Fabien Barthez.
Ótrúleg niðurlæging fyrir þetta lið
sem fyrir einungis ári var óvinn-
andi vígi í ensku knattspymunni og
leikmenn liðsins þurfa verulega að
hugsa sinn gang.
Alex Ferguson, framkvæmda-
stjóri Man. Utd, var að vonum ósátt-
ur eftir leikinn. „Ég held að við
vinnum ekki meistaratitilinn núna
því að viö höfum tapað fimm
leikjum. Við megum ekki tapa öðr-
um leik ef litið er á tölfræðina. Við
verðum að fara að vinna leiki,“
sagði hann í samtali við sjónvarps-
stöð Manchester United, MUTV.
Hann varði einnig þá ákvörðun að
setja Roy Keane í vörnina. „Ég áleit
að reynsla hans og yfirvegun myndu
hjálpa okkur að komast inn í leikinn
og í heild gekk honum vel. Hann og
Laurent Blanc voru í raun ekki í
neinum vandræðum. í öðru markinu
gerði Keane rétt í að þvinga Hassel-
baink í þrengra færi en hann náði
frábæru skoti og þetta mark gerði út-
slagið í leiknum." -HI
Arsenal og Liverpool
halda sínu striki
Arsenal og Liverpool tókst að strá
salti í sár Manchester United á laug-
ardag með því að vinna sína leiki.
Leicester komst úr fallsæti með
óvæntum sigri á Aston Villa. Sund-
erland og Middlesborough unnu
góða sigra og Charlton og Newcastle
skildu jöfn.
Arsenal hélt sínu striki með 2-0
útisigri á Ipswich sem situr sem fast-
ast á botni deildarinnar. Arsenal,
sem hefur enn ekki tapað á útivelli í
vetur, stjórnaði leiknum allan tím-
ann. Fyrra mark leiksins kom þó eft-
ir mistök Titus Bramble í vörn
Ipswich en eftir fimm mínútna leik
komst Thierry Henry inn í sendingu
hans og sendi á Fredrik Ljungberg
sem skoraði. Sóknarleikurinn lagað-
ist þó eftir að Finidi George kom inn
í liðið en færin létu þó á sér standa.
Eftir 56 mínútur kom svo seinna
mark Arsenal þegar Thierry Henry
skoraði úr vítaspyrnu sem Ljungberg
fiskaði. Hermann Hreiðarsson lék all-
an leikinn með Ipswich og fékk besta
færið i leiknum þegar bjargað var á
marklínu eftir skalla hans.
Liverpool vann góðan útisigur á
Derby County, 1-0, en geta þakkað
markverði sínum Jerzy Dudek, öll
stigin. Michael Owen skoraði mark-
ið eftir sex mínútur en Derby hefði
getað skorað oftar en einu sinni, sér-
staklega í seinni hálfleik. Undir lok
leiksins var svo dæmd vítaspyrna á
Emile Heskey fyrir að handleika
knöttinn en Dudek varði spyrnu
Ravanellis og kórónaði þar með frá-
bæran leik sinn. Þar með fór Liver-
pool með öll stigin og heldur þvi
toppsætinu í úrvalsdeildinni.
Leicester komst úr fallsæti með
2-0 útisigri á Aston Villa og voru vel
að sigrinum komnir. Ade Akinbiyi
kom Leicester yfir á 12. minútu eftir
hornspymu en Villa-menn voru
mjög ósáttir við það mark þar sem
Sinclair hrinti augljóslega Peter
Smeichel markverði Villa rétt áður
en Akinbiyi skoraði. í seinni hálf-
leik innsiglaði svo James Scowcroft
sigur Leicester eftir mikil mistök
Smeichels. Villa virðist vera að
missa flugið eftir góða byrjun en
spurning er hvort þetta sé það sem
Leicester þarf til að komast á skrið.
Danid Ginola var svo rekinn af leik-
velli fyrir að sparka í Dennis Wise
eftir að sá siðarnefndi hafði brotið á
honum.
í öðrum leikjum laugardagsins
tapaði Blackburn í fyrsta sinn i niu
leikjum þegar Middlesborough hirti
öll stigin með heppnismarki frá
Alen Boksic undir lok fyrri hálf-
leiks. Newcastle mistókst að vinna
sigur í London I fyrsta skiptið í fjög-
ur ár þrátt fyrir að Gary Speed
kæmi Newcastle yfir á 73. minútu en
Charlie McDonald jafnaði tíu mínút-
um síöar. Alan Shearer var svo rek-
inn af leikvelli tveimur minútum
fyrir leikslok fyrir olnbogaskot en
Newcastle hyggst áfrýja þeim úr-
skurði. Þá tryggði Kevin Phillips
Sunderland sigur á vængbrotnu liði
West Ham með marki fimm mínút-
um fyrir leikslok en geta þakkað
Thomasi Sörensen markverði sínum
að vera ekki undir í leikhléi. -HI
Michael Owen stendur hér í ströngu gegn Derby. Hann skoraði sigurmark
Liverpool í leiknum og er sjóðheitur þessa dagana. Reuters