Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 Fréttir Lyfjahópur Samtaka verslunarinnar ávítar Ástu Ragnheiði: Alvarlegar ásakanir sem jaðra við róg - tal um lúxusferðir og hjólreiðaferðir beinlínis villandi LyQahópur Samtaka verslunarinnar hefur sent Ástu Ragnheiði Jóhannes- dóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, bréf þar sem fram koma athugasemdir við ýmis ummæli þingmannsins um markaðssetningu lyíjafyrirtækja. Hóp- urinn kynnti sér starfsemi islenskra lyöafyrirtækja í kjölfar mikillar um- ræðu sem fram fór um þetta mál snemma í vetur. Það var ekki síst „rauð- vínsfrétt“ DV sem varð innlegg til tölu- verðrar gagnrýni á starfshætti lyfjafyr- irtækjanna. Ásta Ragnheiður gekk svo langt að segja að mútuferðir væru staðreynd og telur lyfjahópurinn að þær ásakanir séu alvarlegar. „Þær jaðra við atvinnuróg og má túlka sem lítilsvirðingu gagnvart þeim um eitt þúsund starfsmönnum sem hjá lyfjaíyrirtækjum starfa. Slíkum ávirðingum er illt að sitja undir enda mútur skilgreindar sem greiðsla fyrir að gera annað en það sem rétt er,“ segir Hjörleifur Þórar- insson f.h. lyfia- hóps Samtaka verslunarinnar Ásta Ragnheiður sagði líka að „altal- að væri að hjá ákveðnu lyfjafyrir- tæki viðgengist ákveðið gulrótar- Ragnheiður. kerfi fyrir lækna sem felist í þvi að þeir sem eru duglegir að sækja lyfjakynningar þess fái umbun í hjólreiðaferð til Frakklands þetta árið en í fyrra var það lúxusferð til New York. Þetta er auðvitað siðlaust ef þetta viðgengst og læknar taka þátt i þessu.“ Um þetta segir lyfiahópurinn: „Tal þitt um gulrótarkerfi hjá tilteknu lyfja- fyrirtæki er í senn villandi og niðrandi, bæði fyrir fyrirtækið og lækna. Hér ert þú að vísa til ákveðins endurmenntun- arprógramms í fiórum liðum þar sem námsfór til útlanda er einn liðurinn. Framangreindar ferðir eru farnar í samráði við Félag íslenskra heimilis- lækna og þar sem fjöldi er takmark- aður er dregið um þá sem fara. Það sem þú nefn- ir „hjólreiðaferð til Frakklands" var þriggja daga náms- og kynnisferð. Þar fór einn dagurinn í að heimsækja franskar heilsugæslustöðvar og skiptast á skoðunum við franska starfsbræður íslensku læknanna. Hina tvo dagana sóttu læknamir fyrirlestra um læknis- fræðileg efhi, sjúkdóma og nýjungar 1 heilbrigðisþjónustu. Þema ferðarinnar var heilbrigður lífsstíll og þótti því ágætlega við hæfi að læknamir stigju á reiðhjól á milli funda. Ef þú vilt kalla þetta „hjólreiðaferð til Frakklands" mætti t.d. sjálfsagt kalla sumar utan- ferðir þingmanna einhverjum öðmm nöfnum. Það sem þú kýst að nefna „lúxusferð til New York“ var ferð á þing lækna um margvíslega sjúkdóma. Þess má geta að þing þetta sóttu læknar frá fleiri Norð- urlöndum." Lyfjahópurinn bendir á að í sam- komulagi Læknafélags íslands og Lyfja- hóps Samtaka verslunarinnar segi að læknar geti þegið ferðastyrki til að sækja erlenda fræðslufundi sem þjóni eðlilegum markmiðum viðhalds- og end- urmenntunar. í slikum ferðum í boði lyfjafyrirtækja sé eðlilegt að útlagður kostnaður sé greiddur vegna ferðar og gistingar. Veitingar á vegum fyrirtækj- anna skuli vera hóflegar. Ekki sé við hæfi að bjóða eða þiggja ferðir sem hafa að höfuðmarkmiði að koma framleiðslu fyrirtækjanna á framfæri. -BÞ Hjörleifur Þórarinsson. Hross féllu í vök: Börðust fyrir lífi Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar að Traðarholtsvatni, skammt frá Stokkseyri, á sunnu- dag en vegfarandi hafði gert við- vart um að sextán hrossa hópur væri í hættu staddur. Hrossin höfðu fariö út á ísi lagt vatnið en ísinn reyndist of þunnur og fór svo að hann gaf sig með þeim afleiðing- um að hrossin lentu í vatninu. Að sögn lögreglu á Selfossi tók hópur manna þátt i björguninni sem var torsótt. Erfitt var að kom- ast að vatninu, auk þess sem ekki var treystandi á ísinn. Að lokum tókst að koma fimmtán hrossanna á þurrt en eitt drapst í vatninu. Hrossin voru köld og hrakin eftir volkið og var þeim komið fyrir í hesthúsi í grenndinni. Hrossin höfðu verið á vetrarbeit að Traðar- holti en býlið er mannlaust. -aþ Skráðum gistinóttum á hótelum landsins fjölgar: Talsvert aukin aðsókn útlendinga - en íslenskum hótelgestum fækkar um fimmtung Þrátt fyrir ótta hjá rekstraraðilum í ferðaþjónustu um samdrátt í kjölfar hryðjuverka í Bandaríkjunum hefúr það ekki orðið raunin hér á landi. Hef- ur gistinóttum fjölgað, bæði í septem- ber og október, miðað við árið á und- an. Kemur þetta fram í tölum Hagstofú íslands nú fyrir mánaðamótin. í september er munurinn á milli ára heldur minni en í október en samt var nokkur aukning. í fyrra voru þær 63.702, þar af 51.072 vegna útlendinga. í september sl. voru hins vegar skráðar 64.209 gistinætur á hótelum landsins. Þar af 53.965 vegna útlendinga. Slándi munur er á fjölgun gistinátta á íslenskum hótelum í október á milli áranna 2000 og 2001. Nemur flölgunin 2.387 gistinóttum. Árið 2000 voru skráðar gistinætur í október á hótelum Radisson SAS, Hótel Saga Á meban útlenskum gestum íslensku hótelanna fjölgar fækkar gistinóttum Is- lendinga um fimmtung. landsins 54.690 og þar af 40.495 vegna útlendinga. í október í ár töldust gistinætur vera 57.077 en þar af voru 45.659 gistinætur vegna útlendinga Dvalarlengd gesta er svipuð í ár og var i fyrra, 2,2 í september en 2,4 í október nú á móti 2,3 nóttum í október árið 2000. Öll aukningin í gistingu á íslensku hótelunum er vegna útlendinga sem fjölgaði um 5,5% í september og tæp- lega 13% í október. Hins vegar vekur athygli að gistinóttum íslendinga fækkaði töluvert, eða um 20% í hvor- um mánuði fyrir sig. í hópi útlendinga eru Bretar og Bandarikjamenn duglegastir við að heimsækja okkur. Hins vegar er hlut- fallslega mesta aukningin á milli ára í skráðum gistinóttum Austurríkis- manna og Belga í september en fra í október. Þrefaldaðist fjöldi skráðra gistinótta hjá ferðamönnum þessara þriggja þjóða miðað við sömu mánuði í fyrra. -HKr. Starfsmannafélag: Klaufalegar uppsagnir í Gunnarsholti „Við munum styðja við bakið á fé- lagsmönnum okkar í Gunnarsholti og kappkosta að verja hagsmuni þeirra og réttindi," sagði Jens Andrésson, formaður Starfs- mannafélags ríkis- stofnana, í samtali við DV. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær var fimm starfsmönn- um á Vistheimil- inu í Gunnarsholti sagt upp störfúm síðastliðinn fóstudag vegna skipulagsbreytinga, skv. því sem forstöðumaðurinn, Ingólfúr Þor- láksson, segir. Starfsfólk talar um sam- starfsörðugleika við Ingólf en við þá kannast hann hins vegar ekki. Jens kveðst setja spumingarmerki við að uppsagnimar séu komnar til einvörðungu vegna skipulagsbreyt- inga og hagræðingar. „Við þurfum að vita hverjar era hinar eiginlegu ástæð- ur uppsagnanna. Það virðist hafa ver- ið farið nokkuð klaufalega í þær og of geyst. Mér segir svo hugur um að bet- ur hefði mátt standa að málum," sagði Jens sem í dag ætlaði austur á Rangár- velli og funda þar með starfsfólkinu. Á miðvikudag verður svo fundur með starfsmannhaldi Landspítalans - há- skólasjúkrahúss. Með þessu móti segir Jens að grafast eigi fyrir um hinar eig- inlega ástæður uppsagnanna þannig að hagur starfsfólksins verður sem best tryggður. -sbs Dettifossi hjálp- að til hafnar Vélarbilun kom upp um borð í skipi Eimskipafélagsins, Dettifossi, um klukkan fiögur í nótt, en skipið var þá statt úti af Gróttu á leið í Sundahöfn. Hafnsögubátar fóm frá Reykjavík- urhöfn Dettifossi til aöstoðar og var skipið dregið til hafnar í morgun. Það gekk mjög vel að sögn hafúsögumanna enda veður gott og ekki nein hætta á ferðum. -gk Lést í bílslysi Konan sem lést í bílslysi á Reykjanesbraut aðfaranótt laug- ardagsins hét Elín Anna Jóns- dóttir, fædd 17. febrúar 1961. Elín Anna var búsett á Patreksfirði. Hún lætur eftir sig fiögur böm. -aþ Jens Andrésson. Veðriö í kvöld Víða dálítil él Norövestan 13-18 og snjókoma eöa él noröan- og austanlands en vestan 8-13 og léttir til austanlands undir kvöld. Noröyestan og vestan 5-8 og víöa dálítil él vestan til á landinu í dag. Frost 0 til 7 stig en sums staöar frostlaust viö austurströndina. jV, Jj REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 15.42 15.01 Sólarupprás á morgun 10.56 11.06 Síódegisflóö 20.52 12.57 Árdeglsflóó á morgun 09.15 01.25 Skýringar á veðurtáknum J*^.VINDATT 10 <—HITI -10° # \VINDSTYRKUR {iwtrtim i ttjkúwfu ^Sfrost HEJÐSKÍRT ^3 £3 O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJÁÐ v.v W® % ö RIGNING SKÚRiR SIYDDA SNJÓKOMA •W b) = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Hiti kringum frostmark Suðvestan 8-13 og él vestan og sunnan til en skýjaö meö köflum norðan- og austanlands. Hiti kringum frostmark. aílHluúifMlfny Vindun 10-15 m/« ’ Hi« 0° til 5° W5 Vindur: 8-12 iivs' Lmigard Vindur: 10-14 ny um Hrti 0° til -0° Sunnan 8-13 og él sunnan og vestan tll en snýst síöan í suöaustan 10-15 og fer aö rlgna sunnan til. Hitl 0 til 5 stig. Suövestanátt og él sunnan og vestan til á landinu. Hitl krlngum frostmark. Sunnan- og suövestanátt. Skúrir eöa slydduél sunnan og vestan til. Hlýnar heldur. mmm i AKUREYRI snjókoma -í BERGSSTAÐIR snjóél -í BOLUNGARVÍK snjóél -í EGILSSTAÐIR slydda i KIRKJUBÆJARKL. skafrenningur -í KEFLAVÍK skýjaö -3 RAUFARHÖFN slydda 1 REYKJAVÍK skýjaö -2 STÓRHÖFÐI alskýjaö -1 BERGEN skýjaö 8 HELSINKI alskýjaö -3 KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 1 ÓSLÓ rigning og súld 1 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN rigning 8 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 5 ALGARVE heiösklrt 8 AMSTERDAM rigning 10 BARCELONA þokumóða 7 BERLÍN alskýjaö -1 CHICAGO alskýjað 12 DUBLIN léttskýjað 6 HALIFAX skýjaö 8 FRANKFURT súld 5 HAMBORG þokumóöa 0 JAN MAYEN rigning 3 LONDON skýjaö 10 LÚXEMBORG alskýjað 7 MALLORCA þokumóöa 5 MONTREAL 6 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -15 NEW YORK heiöskírt 11 ORLANDO alskýjaö 20 PARÍS rigning 9 VÍN þokumóöa -3 WASHINGTON hálfskýjaö 4 WINNIPEG heiðskírt -4 ■•WrfóHIIJJl'UI.'MII'.l 3:7 11: Li WáH Li

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.