Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 Tilvera DV í f iö ítalskir tónleikar Trlóið Delizie Italiane verður með ítalska tónleika í kvöld í Húsi málarans kl. 21.00. Sungið er á mállýsku frá Napóli og lögin spanna allt tímabilið frá 16. öld fram til okkar daga. Tríóið er skipað þeim Leone Tinganelli, söngur og gitar, Jóni Elvari Hafsteinssyni á gítar og Jón Rafnssyni á kontrabassa. Fundir og fyrirlestrar ■ HVAÐ ER tÓlÞJÓÐ? Sagnfræö- ingurinn Jón Olafur Isberg mætir á hádegisverðarfund Sagnfræðingafé- lagsins í Norræna húsinu kl. 12 og talar um heilbrigð þjóð - sjúk þjóð I klukkustund. ■ ÆVISÖGUR OG ENDURMINN- INGAR A Súfistanum verður lesiö upp úr eftirfarandi bókum í kvöld: Réttarsálfræðingurinn - saga Gísla Guðjónssonar, A hnífsins egg - bar- áttusaga, Fram í sviðsljósið - end- urminningar Halldórs Björnssonar, Álftagerðisbræður - skagfirskir söngsveinar og Undir köldu tungli. Dagskráin hefst kl. 20. ■ JÓLAFUNPUR FJALLKONUNNAR Kvenfélagiö Fjallkonan heldur jólafund í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 19.30. ■ EINRÆKTUN MANNA Brvndís Valsdóttir, master í heimspeki, heldur fyrirlestur á þriðju hæðinni í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.00 um spurninguna hvort réttlætanlegt sé að einrækta menn. Að erindinu loknu mun Vilhjálmur Árnason prófessor bregðast við því. Tonlist ■ GRADUALE I HATEIGSKIRKJU Stúlknakórinn Graduale Nobili heldur útgáfutónleika í Háteigskirkju í kvöld kl. 20.30. Kórinn er skipaður 24 stúlkum á aldrinum 17-24 ára. Stjórnandi er Jón Stefánsson. ■ FRÖNSK HIRÐTÓNLIST Á háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun, miðvikudaginn 5. des. kl. 12.30, lejkur kvartett, skipaður Magneu Árnadóttur flautuleikara, Herdisi Jónsdóttur víóluleikara, Ásdísi Arnardóttur sellóleikara og Brynhildi,Ásgeirsdóttur sembal- leikara. Á efnisskránni eru þrjú verk eftir frönsk 18. aldar tónskáld. Sýningar ■ UÓSMYNDIR, TEXTI OG VÍDEÓ Þóroddur Bjarnason fjallar um sjálfan sig og umhverfið í fortíð, nútíö og framtíð á sýningu í Reykja- víkurakademíunni í JL-húsinu við Hringbraut. Hún samanstendur af Ijósmyndum, textaverki og vídeói. ■ ÓÐUR TIL MÓÐUR Fanný Jónmundsdóttir er með sýningu á mósaíkmyndum í Grafar- vogskirkju sem er oþin frá 9-17. ■ 2001 NÓTT Þær íris Jónsdóttir og Kolla (Kolbrún Björnsdóttir) eru með sýninguna 2001 nótt í Gallery Hringlist, Hafnargötu 29, í Reykja- nesbæ. Þetta er ævintýraleg sýning eins og titillinn ber með sér. ■ SÉÐ OG HEYRT Í SKUGGA Jón Sæmundur Auðarson og Páll Banine eru með sýninguna Séð og heyrt í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39, R. Happdrætti Bókatíðinda Vinningsnúmer 4. desember: 6293 Náin tengsl við aðrar manneskjur mikilvægust - segja höfundar bókarinnar Sálfræði einkalífsins Maður lifandi „Margt í kröfum nútímafólks ger- ir það að verkum að það á erfitt með að sjá raunverulegu lífsgildin," seg- ir Álfheiður Steinþórsdóttir sál- fræðingur. Guðfmna Eydal, kollegi hennar og samstarfsmaður, tekur undir það og bætir við: „Samt hefur manneskjan sjálf ekkert breyst. Hún hefur sömu djúpu þarfirnar og áður og situr uppi með sjálfa sig eins og hún hefur alltaf gert.“ Þær stöllur eru í viðtali vegna nýrrar bókar, Sálfræði einkalífsins, sem komin er út eftir þær. Þar er velt upp mörgum áleitnum spurningum svo sem hvað sé mikilvægt í lífinu, hvað einkenni gott samband og hvort miðaldurskreppan sé óumflýj- anleg. Þarna er skyggnst undir yfir- borð hlutanna og margt dregið fram sem hver einstaklingur er að burð- ast með og velta fyrir sér. Bókin skiptist í þrjá meginkafla: Maður- inn og lífsgildin, Einkalifið á full- orðinsárum og Lífið í samhengi. Ekki dæmigerð sjálfshjálparbók Þær Guðflnna og Álfheiöur hafa skrifað bókina í sameiningu og byggja hana á áratugareynslu sinni af vinnu með einstaklingum og sam- búðarfólki, auk þess sem þær leit- uðu vlða fanga. „Tilgangur bókar- innar er að vekja fólk til umhugsun- ar um eigin stöðu, samskipti og hvernig það tekst á við lífið,“ segir Álfheiður. Guðfinna segir það hafa komið þeim jákvætt á óvart að allt það efni sem þær hafi viðað að sér við undirbúning bókarinnar stemmi við þeirra eigin reynslu. Auk þess fjalli þær um þætti sem lítið hafí verið skrifað um til þessa, svo sem lífsmynstur einbúa, þar sem æ algengara verði að fólk búi eitt um lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni. „En þetta er ekki dæmi- gerð sjálfshjálparbók. „Við segjum ekki: „gerðu svona þegar ..." Þarna eru engar hraðsoðnar uppskriftir aö því hvernig eigi að lifa lífinu," seg- ir hún og tekur fram að bókinni sé ætlað að auka innsæi fólks og dýpka skilning þess á því hvað sé mikil- vægt. „Kannski getur það tekið ein- hverjar ákvarðanir og séð sig í stöðu sem það vill vinna meira út Æ, það var stelpa Kolbrún Bergþór'sdóttir skrifar. DV-MYND HARI Sálfræðingamlr Þær Áifheiöur Steinþórsdóttir og Guöfinna Eydal velta mörgu upp í sambandi við lífsferilinn sem vert er aö skoöa. frá, eftir að hafa lesið hana,“ segir hún. Saman í blíðu - og stríðu Hvað skyldi það svo vera sem dæmist vera mikilvægast í lífinu? Álfheiður hefur orðið: „Rannsóknir um víða veröld, hvort heldur í bláfátækum löndum eða forríkum, sýna að það mikil- vægasta er náin tengsl við aðrar manneskjur og góð heilsa. Það eru þeir hlutir sem virðast skipta mestu máli en ekki ytri skilyrði, há laun eða aðrir hlutir sem fólk er að sækj- ast eftir, þótt auðvitað verði visst lágmark að vera uppfyllt í þeim efn- um. Þetta er að minnsta kosti það sem fólk nefnir í könnunum. En skyldi fólk eiga erfiðara með að tengjast tilfinningalega nú en áður eða hverju sæta allir hjóna- skilnaðimir? Guðfinna segir erfitt að gefa einfaldar skýringar á flókn- um hlutum. Það gildi um skilnaði eins og annað. „Bæði er að fólk lifir lengur nú en áður og endist betur. Það er ekki víst að pari sem átti saman fyrstu 40 árin líði vel saman næstu 20 árin þar á eftir,“ segir hún. Eitt af því sem þær segja mik- ilvægt þegar fólk hefji sambúð sé að það hafi tekið þá ákvörðun að lifa lífínu saman. Á því telja þær mis- brest vera hér á landi. Fólk hugsi oft með sér: Best að sjá til og athuga hvort þetta verður ekki i lagi. „Þessi streitu- og spennustíll sem við lifum í gefur kannski ekki rými fyrir að þróa þau tilfmningatengsl sem þurfa að vera til staðar ef náið samband á að ganga upp. Náið sam- band gerir kröfu til að vera saman í blíðu og ekki síður í striðu,“ segir Álfheiður. Nýtt um framhjáhald í bókinni skrifa þær stöllur um hjónaskilnaði, aðdraganda þeirra og undirbúning, einnig um ný sam- bönd sem þær segja geta orðið flók- in mál. Þær fjalla um uppvöxtinn og áhrif hans til lengri tíma og nýjar athuganir um framhjáhald. Breyt- ingaskeið bæði karla og kvenna fær sitt pláss, togstreita og barátta sem þær segja oft vekja þroska ef fólk fari vel út úr þeim breytingum. Þetta er bara örlítið brot af því fjöl- breytta efni sem bókin býður upp á. Því eins og þær segja sjálfar: „Það er svo margt í sambandi við lífsfer- ilinn sem vert er að skoða.“ -Gun. Hún var næstum þvi óþægileg, fréttin sem barst umheiminum fyrir níu mánuðum, og hljóðaði á þann veg að Masako, krónprinsessa Jap- ans, væri barnshafandi. Maður fékk það svo sterkt á tilfinninguna að helsta hlutverk Masako í þessu lifi væri að fæða barn. Vissulega er það göfugt hlutskipti að koma nýrri manneskju í heiminn, en konur spjara sig ágætlega í lífinu án þess. Samt heyrast enn raddir sem segja að kona hafi ekki lifað nema hún fæði barn. Furðuleg skoðun, fmnst mér, en ég á mér reyndar það tak- mark að komast i gegnum lífið án þessarar reynslu. Sennilega er mað- ur ekki normal. Ég sárvorkenni Masako. Hún var búin að vera átta ár í hjónabandi og hafði ekki fætt manni sínum barn. Og þegar fréttin barst um að hún væri bamshafandi voru þessi átta barnfausu ár ætíð nefnd, rétt eins og hún hefði sýnt af sér vítaverða vanrækslu. En svo tókst þetta víst loks, en þá sannaðist að ekki er sop- ið kálið þó í ausuna sé komið. Það skipti nefnilega miklu að barnið yrði drengur, eiginlega öllu máli. Svo kom stúlka. Maður vissi að það var bara það næstbesta. Og þegar kostirnir eru reyndar bara tveir þá telst þetta óhapp. Vonandi hefur sú staðreynd að barnið er stúlka ekki svipt foreldrana stolti og ánægju og vonandi mun stúlkan ekki fyllast vanmætti síðar á ævinni vegna þess að hafa ekki verið af „réttu“ kyni. Svo reyndi maður að lita á björtu hliðina. Þetta er jú 21. öldin. Senni- lega yrði lögum keisaraættarinnar „Ég sárvorkenni Masako. Hún var búin að vera átta ár í hjónabandi og hafði ekki fœtt manni sínum barn. Og þegar fréttin barst um að hún vœri bamshafandi voru þessi átta barnlausu ár œtíð nefnd, rétt eins og hún hefði sýnt af sér vítaverða vanrœkslu. “ breytt þannig að litla prinsessan fengi að erfa ríkið. En þá heyrðist haft eftir japönskum stjórnmála- mönnum að ekkert lægi á. Masako gæti nefnilega átt eftir að eiga fleiri börn. Hún náði þessu víst ekki rétt í fyrstu tilraun en það er möguleiki að hún klúðri ekki málum í annað sinn. Já, ég sárvorkenni Masako og dóttur hennar. En kannski munu þær breyta hefðinni og fá viður- kenningu á því að kona er maður. Ég vona það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.