Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 27 DV Tilvera sm Jeff Bridges 52 ára Jeff Bridges er af- mælisbam dagsins. Þessi ágæti leikari, sem fjórum sinnum hefur verið tilnefndur til óskarsverðkauna, síðast á þessu ári fyr- ir The Contender, er sonur leikarans Lloyd Bridges. Marg- ir eru á því að Bridges hafi í raun aldrei fengið þá viðurkenningu sem hann á skilið, en ferill hans er ein- staklega glæsilegur og lítið um mis- tök. Hann kynntist eiginkonu sinni 1975 við tökur á Rancho Deluxe og eiga þau þrjá dætur, Isabellu 19 ára, Jessicu 17 ára og Hayley 13 ára. Gildir fyrir miövikudaginn 5. desember Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: Gerðu þér grein fyrir ' því að allir eiga við sín vandamál að stríða, ekki bara þú. Þér hættir til að loka þig af í eigin heimi. Fiskarnlr (19, febr.-20. mars): Gerðu ráð fyrir að þú Iverðir fyrir truflunum síðari hluta dags. Þér finnst lifsbaráttan hörð én hagur þinn fer batnandi. Happatölur þínar eru 9,17 og 20. f>P” betra þá. Mu tíðinni en e Nautið (?o. ai geflð góð rá sem er að a Tvíburarnir [2 Jr' tilefnið virð Hrúturinn (21. mars-19. aoríl): . Eitthvað verður til að ' minna þig á löngu liðna tíð og þér finnst eins og allt hafi verið betra þá. Mundu að þú lifir í nú- tíðinni en ekki fortíðinni. Nautið (90. anríl-?0. mait: Það borgar sig að gera öðrum hlutdeild í hugsunum sínum. Þeir geta áreiðanlega getiö góð ráð varðandi erfitt mál sem er að angra þig. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): Undarleg staða kemur ' upp í vinahópnum og sýnist sem mál geti orðið ansi flókin þó að i virðist ekki mikið. Happatölur þínar eru 3, 22 og 29. Krabbinn (22. iúní-22. iúiít: Þú gerðir réttast í þvi I að blanda þér ekki í deilur annarra heldur sinna eigin malxun. Enginn vill þiggja ráð frá þér í dag. Llónið (23. iúli- 22. ágúst): Þú ert ekki einn á báti í vandamáli sem þú stendur frammi fyrir. Vinir þínir eru fullir velvilja og þú þarft aðeins aö leyfa þeim að komast að. IVIevian (23. áeúst-22. sept.): Gerðu þér grein fyrir að ekki snýst allt ^^V^lfcum þig eða það sem ^ f þú ert að fást við. Það er þreytandi að hlusta á fólk sem talar eingöngu um sjálft sig. Vogin (23. seot.-23. oktJ: J Þú tekur til hendinni á heimilinu og sýnist V S ekki vanþörf á þvi. Svo r f virðist sem eitthvað mikið standi til í fjölskyldunni. Happatölur þínar eru 7,18 og 25. Sporðdrekl (24. okt.-2i. nðv.i: ■Þú stendur í stórræð- um á viðskiptasviðinu. Svo virðist sem fasteignakaup eða eitthvað slikt sé á döfinni. Þú ert í essinu þínu. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Láttu smámuni ekki V draga úr þér kjarkinn W varðandi ákvörðun sem þú þarft að taka varðandi framtíð þina. Þú getur það sem þú vilt. Steingeitin 177. ries.-19. iarU: ^ ~ Þú stendur á krossgöt- um í vissiun skilningi. 'r Jr\ Það er upplagt að reyna eitthvað nýtt i stað þess að hjakka sífellt í sama farinu. Hnefmn á lofti Aöstandendur myndbandsins Box 103 meö hnefann á lofti. Frá vinstri: Gunnar Már frá thjalfun.is, Magnús Ein- arsson, útgefandi Þjálfunar og heilsu, og Guöjón Vilhelm hnefaleikaþjálfari sem á veg og vanda af gerö mynd- bandsins. Hnefaleikamenn fagna: Hnefinn reiddur til höggs A dögunum kom út fyrsta islenka boxkennslumyndbandið en hnefa- leikar hafa átt miklum vinsældum að fagna hér á landi á undanfórnum árum þrátt fyrir að íþróttin sé bönn- uð samkvæmt lögum. Til að fagna útgáfu myndbandsins og nýrri ís- lenskri heimasíðu um íþróttina, www.boxing.is, héldu íslenskir hnefaleikakappar og aðrir áhuga- menn um íþróttina gleðskap á Glaumbar að kvöldi 1. desember. Með því aö halda útgáfuhátíðina á fullveldisdaginn vilja aðstandendur myndbandsins og síðunnar leggja áherslu á baráttu sína fyrir lögleið- ingu ólympískra hnefaleika. Frum- varp þess efnis liggur einmitt fyrir Alþingi um þessar mundir og er því aldrei að vita nema áhugamönnum um hnefaleika verði aö ósk sinni fyrr en síðar. Kröfumenn ganga um götur Sumir vita fátt skemmtilegra en að ganga fylktu liði niður fjölfarnar göt- ur með kröfuspjald í hendi og slagorð á vör. Félagsskapurinn Áhugamenn um kröfugöngur hélt hina árlegu al- mennu kröfugöngu sína í snjókom- unni á fullveldisdaginn. í þessari göngu getur hver mótmælt því sem hann vill eða krafist hvers sem er og mátti því sjá þar mörg skondin og skemmtileg skilti á lofti. Gengið var sem leið lá frá styttu Leifs heppna við Hallgrímskirkju og endað við styttu sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðsson- ar við Austurvöll. Þar stigu göngu- menn á kassa hver af öðrum og héldu kostulegar ræður til að fylgja eftir kröfum sínum og mótmælum auk þess sem lesnar voru baráttukveðjur frá félögum sem ekki sáu sér fært að taka þátt í göngunni. Umkringdur fíflum Enginn vildi standa viö hliöina á þessum manni og færöi fólk sig jafnvel frá þegar þaö sá hann nálgast. Cruz í vax Spænska Hollywood-stjarnan Pene- lope Cruz hefur orðið þess heiðurs að- njótandi að komast á stall í vax- myndasafni Madame Tussaud í London og hefur þar með strax skotið nýja kærastanum sínum, Tom Cruise, ref fyrir rass. Cruise komst reyndar á staO hjá Tussaud fyrir um fimmtán árum þegar hann sló í gegn í mynd- inni Top Gun en hefur þurft að eyða tímanum í kjaOarageymslunni síð- ustu árin. Að sögn talsmanna safnsins stendur það þó til bóta því ráðgert er að ný stytta af Cruise verði tilbúin tO sýningar fljótlega eftir áramótin. „Ef þau verða enn þá saman munum við örugglega stiOa þeim upp hlið við hlið,“ sagði talsmaðurinn. Barn á eftir bolta HoOywood-stjarnan Brad Pitt mun hafa sloppið með skrekkinn þegar hann varð fyrir því að barn hljóp fyr- ir mótorhjólið hans þar sem hann var á heimleið í Los Angeles. Barnið, sem einnig slapp án meiðsla, mun hafa verið að elta bolta og mun Pitt hafa sýnt mikið snarræði við að afstýra slysi. Að sögn sjónarvotts tókst hon- um að bremsa en við það kastaðist hann fram af því og lenti mjúkri lend- ingu i runna handan við götuna. „Þetta fór ótrúlega vel og mikið happ að báðir skyldu sleppa ómeiddir," sagði sjónarvotturinn en Pitt mun hafa reist hljól sitt við og haldið áfram heim á leið. DV-MYNDIR EINAR J. Ungir hugsjónamenn Þessir ungu menn notuöu tækifæriö til aö krefjast lægra verös á nauö- þurftum. Börnin gleðjast yfir jóla- sn j ónum Veðurguðirnir og ibúar Grundar- íjarðar voru samstiga í að klæða bæinn í jólabúninginn um síðustu helgi. Á meðan ibúarnir lýstu upp skammdegið með jólaljósum kyngdi snjónum niður og fyrr en varði voru snjókarlar farnir að skjóta upp koOinum í mörgum görðum. Jóla- sveinninn kom aOa leið frá Hvera- gerði og lék jólalögin við Gallerí Grúsk fyrir gesti og gangandi. Það var Ian Wilkinson, tónlistarkennari í Hveragerði, þá í verkfalli sem kennari, sem brá sér í búning Sveinka. -DVÓ/SHG DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR. Snjófólkiö Halla Bryndís Ólafsdóttir, Helena Líf Ólafsdóttir og Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir fyrir framan snjókarla. 0 FGnoðavogi 44 g 520-3500"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.