Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 29 I>V Tilvera Biofrettir Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum: Harry Potter á í vök aö verjast Harry Potter og visku- steinninn er þriðju vik- una í röð í efsta sæti yfír mest sóttu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum og hefur smáforskot á gamaldags spennumynd Behind Enemy Lines með Owen Wilson og Gene Hackman í aðalhlutverkum. Sjálf- sagt hefur sætanýtingin verið betri á þá mynd því Harry Potter var sýnur í rúmlega eitt þúsund fleiri sýningarsölum. Harry Potter mun að öllum líkindum falla úr efsta sætinu í næstu viku en þá verður frumsýnd hin stjömum prýdda Ocean’s Eleven. Það er einnig ljóst að Harry Potter mun ekki slá út aðsóknarmet Titanic, sala aðgöngumiða er þegar í rénun og má nefna að Harry Potter náði ekki að bæta met sem Star Wars: Harry Potter Gefur smátt og smátt eftir. Episode 1 átti, það er að fara yfiir 200 milljón dollara markið á minna en tíu dögum. Það tók Harry Potter 15 daga að komast í þessa upphæð. Sjálfsagt eru þetta einhver von- brigði fyrir aðstandendur myndar- innar sem þó geta varla kvartað yfir aðsókninni. -HK FYRRI JfjBls. -■ ALLAR UPPHÆÐIR 1 ÞUSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. INNKOMA INNKOMA FJÖLDI SÆT1 VIKA TTTILL HELGIN: ALLS: BÍÓSALA O 1 Harry Potter. 23.642 219.670 3672 o _ Behind Enemy Lines 18.736 18.736 2770 o 3 Spy Game 11.013 46.692 2770 o 2 Monsters Inc. 9.105 204.025 3390 o 4 Black Knight 5.522 22.783 2534 o 5 Shallow Hal 4.525 61.101 2429 o 6 Out Cold 2.718 10.288 2011 o 7 Domestic Disburbance 1.912 42.381 1850 o 11 Amelie 1.358 9.754 218 © 8 Heist 1.182 22.005 1252 © 9 Life as a House 1.096 13.833 950 0 13 The Wash 794 7.885 535 © 10 The One 772 43.074 973 © 12 K-Pax 675 49.252 889 © 16 Sidewalks of New York 604 1.417 207 © 15 The Man Who Wasn’t There 596 5.434 247 0 14 13 Ghosts 578 40.442 568 © 18 Serendipity 559 48.730 1008 © _ Texas Rangers 319 319 402 © 20 Novocalne 236 1.291 145 Vinsælustu myndböndin: Múmían snýr aftur The Mummy Retums kemur eins og stormsveipur inn í mynd- bandalistann og fer beint í efsta sætið. I myndinni eru átta ár liðin frá því að aðalpersónumar urðu að berjast upp á líf og dauða í Eyg- ptalandi við múmíuna Imhotep. Rick og Evelyn eru nú gift og hafa komið sér fyrir í London þar sem þau ala upp son sinn, Alex. Röð at- vika leiðir til þess að Imhotep er , vakinn til lífsins í The British Museum og að þessu sinni er Im- hotep ákveðinn í að ná takmarki sínu sem er að verða ódauðlegur. Nú er hann hins vegar ekki einn því annaö illt afl hefur einnig risið upp frá dauðum og er jafnvel enn valdameira en Imhot- ep. Rick, sem Brend- an Frasert leikur, verður því enn og aft- ur að bjarga málum áður en það er orðið of seint. Tvær aðrar myndir koma inn á listann. Gamanmyndin Dr. Doolittle með Eddie Murphy er i efri hlut- anum á meðan róm- antíkin verður heldur betur að lúta haldi því Sweet November nær aðeins sautjánda sætinu þrátt fyrir að skarta Keanu Reeves og Charlize Theron í aðalhlutverkum. -HK The Mummy Returns Rick (Brendan Fraser) og Evelyn (Rachel Weisz) eru oröin hjón og eiga einn son. SÆTI o e © Q Q Q Q Q Q © FYRRI VIKUR VIKA TITILL {OREIRNGARAÐILI) Á USTA _ The Mummy Returns (sammyndbönd) 1 2 The Animal ímyndformi 2 1 Bridget Jones’s Diary (sam myndbönd) 3 3 Crimson Rivers (skífan) 3 _ Dr. Doolittle 2 iskIfanj 1 4 Antitrust isam myndbönd) 2 5 Pearl Harbor isam myndbönd) 4 13 Double Take isam myndbönd) 2 7 The Tailor of Panama (skífan) 4 6 Blow (myndform) 5 11 The Virgin Suicides (bergvík) 3 16 The Grinch isam myndbönd) 8 12 Dracula 2001 (skIfan) 2 10 Bais-moi isam myndböndi 3 14 Brother (sam myndböndi 4 8 One Night at McCool's iskífan) 5 _ Sweet November <sam myndböndi 1 15 Exit Wounds (sam myndbönd) 7 9 The Mexican isam myndbönd) 7 17 Miss Congeniality isam myndböndi 10 Hafa lengi staöiö vaktina Þær hafa lengi staöiö vaktina í ísfélaginu: F.v. Ólöf, Kristín, Mattý, Ásta og Tóta. ísfélag Vestmannaeyja hf. 100 ára en síungt og á uppleið: Elst í sjávarútvegi og elsta hlutafélagið Líknarfélög styrkt Fulltrúar líknarfélaga sem fengu 100 þúsund krónur hvert ásamt Ægi Páli sem er lengst til hægri á myndinni. ísfélag Vestmannaeyja hf. varð 100 ára á laugardaginn en félagið var stofnað þann 1. desember 1901. Þetta eru merk tímamót í atvinnu- sögunni, og þá ekki aðeins i Vest- mannaeyjum heldur öllu landinu því ísfélagið er ekki aðeins elsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins heldur er það líka elsta starfandi hlutafélag á íslandi. Reksturinn hefur eðlilega geng- ið upp og ofan á heilli öld og hef- ur afkoman oftast haldist í hendur við afkomu í sjávarútvegi. Eitt mesta áfallið í sögu félagsins var þegar frystihús þess brann fyrir réttu ári, þann 9. desember. Þá var Vestmannaeyingum brugðið en eigendur og stjómendur félags- ins hafa ekki lagt árar í bát og eru að taka í notkun nýja og mjög full- komna vinnslulínu fyrir uppsjáv- arfisk. Auk þess er unnið að end- urbótum á bræðslum félagsins í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Framtíöin björt í tilefni Eifmælisins ákvað stjórn fyrirtækisins að ánafna sjö líknar- félögum í Vestmannaeyjum 100 þúsund krónum hverju félagi. Móttaka var fyrir gesti í nýju frystihúsi félagsins og um kvöldið var mikið um dýrðir í Höllinni þar sem öllu starfsfólki og velunn- urum Isfélagsins var boðið til veislu. Félaginu bárust margar heillaóskir og gjafir á þessum merku tímamótum og elstu starfs- menn félagsins fengu viðurkenn- ingar fyrir langa og dygga þjón- ustu við félagið. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, stjórnarformaður ísfélagsins, segir framtíðina bjarta hjá ísfélag- inu. Síðasta ár kom vel út þó geng- istap hafi sett strik í reikninginn hjá félaginu eins og öðrum fyrir- tækjum i greininni. „ísfélagið er vel í stakk búið til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski. Við erum með tvær öflugar verksmiðj- ur. Þær hafa verið endurbættar með það fyrir augum að auka af- köstin. Nýja vinnslulínan í upp- sjávarfiski er bylting sem á eftir að skila okkur miklu. Það sem háir okkur er skipakosturinn, þar er helst breytinga þörf. Það segir kannski sína sögu að elsta skipið, Sigurður VE, sem var smíðaður 1960, skilar okkur bestri afkomu. Þetta er það mál sem við verðum að skoða í framtíðinni öðrum fremur. Það gæti orðið með nýjum skipum eða að önnur félög, sem hefðu yfir að ráða skipum sem uppfylla kröfur okkar, sameinuð- ust ísfélaginu." Aukin framleiöslugeta Ægir Páll Friðbertsson tók við starfi framkvæmdastjóra ísfélags- ins 1. janúar sl. og var hans fyrsta verkefni að skipuleggja félagið eft- ir brunann í desember. Hann hef- ur því haft i mörg horn að líta frá því hann kom til starfa. Ægir Páll er líka farinn að sjá árangur erf- iðsins nú þegar félagið er að taka í notkun nýja vinnslulínu fyrir loðnu og súd. „Það hefur verið nóg að gera frá því ég byrjaöi í janúar. Við erum bæði í fram- kvæmdum við frystihúsið og svo réðumst við í það að setja upp ný eimingartæki í FES og nýjan þurrkara í bræðslunni á Akur- eyri. Með þessu erum viö að auka framleiðslugetuna í bræðslunum um 300 tonn á sólarhring og get- um við þá afkastað samtals um 2000 tonnum í báðum bræðslun- um,“ sagði Ægir. Nú er farin í gang vinnsla á síld í nýrri vinnslulínu frystihússins en hún er staðsett í kjallara og úti í porti sem var á milli frystihúss- ins og frystiklefa og er þvi öll á einni hæð. Samhliða því að byggja upp nýja og tæknivædda vinnslu á uppsjávarflski var ákveðið að *r byggja bolfiskvinnslu félagsins ekki upp eins og hún var enda fé- lagið með lítinn bolflskkvóta en góðan kvóta í loðnu og síld. Þess- ar staðreyndir urðu til þess að þessi leið var farin,“ segir Ægir Páll. Starfsmenn ísfélagsins voru að meðaltali 198 á síðasta starfsári og námu launagreiðslur til þeirra um 654 milljónum króna. Ægir Páll er bjartsýnn á framtíðina ef vel veiðist af síld og loðnu. „Það er engin ástæða til annars en bjart- sýni, ekki síst vegna þess að gott verð er á mjöli, lýsi og síldaraf- urðum. Auðvitað hefðu síldveiðar mátt ganga betur í haust en það er r aldrei á vísan að róa í þeim veiði- skap frekar en öðrum,“ segir Ægir Páll. -ÓG Viöurkenning á góöu samstarfi Fulltrúar félaga og samtaka sem fengu viöurkenningu fyrir langt og farsælt samstarf viö ísfélagiö. Gott starfsfólk Þau fengu viöurkenningar fyrir langt og farsælt starf hjá ísfélaginu: F.v. Eygló, Ásta, Kristín, Viöar, Ólafur, Birgir og Birkir. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.