Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 19 Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simí: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Breytt umhverfi íslands Tilboð Atlantshafsbandalagsins um óbeina aðild Rúss- lands er gott dæmi um, að pólitískt umhverfi íslands er að breytast á nýrri öld. Við erum ekki lengur á hernaðarlega mikilvægu svæði. Skurðfletir átaka hafa færzt sunnar, fyrst suður á Balkanskaga og síðan enn suðaustar. Afnám helztu gjaldmiðla Evrópu um áramótin eru ann- að dæmi um breytt umhverfi okkar. Stórþjóðirnar á meg- inlandi Evrópu eru að taka saman höndum um aukið af- sal fullveldis í hendur fjölþjóðlegra stofnana, sem þær hafa komið á fót til að standa sig í framtíðinni. Vaxandi ágreiningur Bandaríkjanna og Evrópu um fjöl- þjóðlega sáttmála af ýmsu tagi virðist líklegur til að verða eitt af meginviðfangsefnum heimsmálanna í upphafi nýrr- ar aldar. Evrópa hefur tekið forustu í þessum sáttmálum, en Bandaríkin neita að taka þátt í þeim. íslenzk stjómvöld hljóta að taka eftir þessum breyting- um og hafa vilja til að bregðast við. Því miður er nær eng- in marktæk umræða hér á landi um neinar breytinganna á pólitísku umhverfi okkar, þótt einstaka dálka- og leið- arahöfundar reyni stundum að opna umræðu. Forsætisráðherra hefur þó lagt niður kenninguna um, að viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild eigi bara alls ekki að vera til umræðu hér á landi. Og tveir minni stjórnmálaflokkarnir af hinum fjórum stóru eru alténd famir að senda sambandinu þýða tóna. Af dæmunum hér i upphafi er ljóst, að heimurinn er að raðast í fylkingar á annan og flóknari hátt en áður var, þegar öllu var skipt í gott og illt. Gömul bandalög eru breytingum háð og ný verða til. Mestu máli skiptir þó, að víkur verða milli þeirra, sem áður vom vinir. Bandaríkin og Evrópa eru að fjarlægjast. Bandarikin eru orðið eina marktæka herveldið í heiminum, meðan Evrópa er orðin að hemaðarlegum dvergi, sem hefur sér- hæft sig svo í efnahagsmálum og viðskiptum, að hagkerfi hennar er orðið nokkru stærra en Bandarikjanna. Innra þjarkið í stofnunum Evrópu hefur gert það verk- um, að Evrópa og riki hennar kunna vel við sig í fjölþjóða- samstarfi, þar sem unnið er á svipaðan hátt. Bandaríkin hafa hins vegar ítrekað neitað að taka þátt i slíku sam- starfi og sáttamálum, jafnvel einir gegn öllum. Risið hefur röð nýrra mála, þar sem Bandarikin standa ein eða fámenn gegn heimsbyggðinni. Þar ber hæst stríðs- glæpadómstól, takmörkun á útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda, eftirlit með eiturefnavopnum, bann við jarðsprengj- um og takmarkanir við peningaþvætti. í öllum þessum málum hefur Evrópa haft forustu um að ná alþjóðlegu samkomulagi, sem Bandaríkin hafa barizt gegn. Svo virðist sem báðir aðilar hafi valið að skilja að skiptum, Evrópa sérhæfir sig i að vinna með öðrum, en Bandaríkin sérhæfa sig í að hunza allt og alla. íslendingar þurfa að meta stöðu sina í þessum heimi. Bandaríkin í dag eru ekki hin sömu og þau voru, þegar þau töldu sig þurfa herstöð á íslandi vegna ógnunar frá Kólaskaga í þáverandi Sovétríkjum. Nú eru Bandaríkin ein á vettvangi og spyrja ekki neinn að neinu. Sumir vilja halla sér að Bandaríkjunum og einhliða ákvörðunum þeirra. Aðrir vilja halla sér að Evrópu og þeim niðurstöðum, sem þar fást með langvinnu þjarki. Flestir eru þó þeir, sem vilja loka augunum fyrir breyting- um á pólitísku umhverfi íslands og vona hið bezta. í öllum tilvikum, einnig hinu síðasta, takmarkast full- veldi landsins. Val okkar snýst eingöngu um, hvernig við viljum skerða fullveldi okkar, en alls ekki hvort. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Aðskilnaður ríkis og kirkju Fram er komið á Alþingi frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju. Samkvæmt ís- lenskri „lýðræðishefð" mun þingmannafrumvarp úr stjómarandstöðu þó vart marka þáttaskil í þessu efni. Varla verður tekist á um mál- ið fyrr en núverandi ungliðar Sjálfstæðisflokks og skoðana- systkin þeirra eru sest á valdastóla. Þjóðkirkjuskipan- in er tæpast þymir í augum annarra en frjálshyggjufólks. Hjalti Hugason prófessor Ekki „ósnertanleg" Frumvarpið kveður á um að allar kirkjudeildir og trúarsöfnuðir skuli njóta jafnréttis að lögum. Þetta er vissulega réttlætismál sem ekki verð- ur um deilt. Hitt má ræða hvað felist í raunverulegu jafnrétti kirkjudeilda við núverandi aðstæður. Flutnings- menn frumvarpsins telja að jafnrétti komist ekki á án fulls lagalegs, stjórn- unarlegs og fjárhagslegs aðskilnaðar ríkis og þjóðkirkju. Hér skal þeim skilningi mótmælt án þess að núver- andi kirkjuskipan sé þar með lýst heilög eða „ósnertanleg". Nú eru 87,8 prósent þjóðarinnar skráð í þjóðkirkjuna. Tæp 8 prósent eru í öðrum trú- félögum. Stærst eru Frí- kirkjusöfnuðirnir í Reykjavík og Hafnarfirði (1,9 og 1,2 %) og Kaþólska kirkjan (1,5 %). Önnur trú- félög eru minni en nemur einu prósenti. Kirkja sem nær til tæpra 90 prósenta þjóðarinnar gegnir marg- háttuðum skyldum sem önnur trúfélög verða ekki kölluð til. Söfnuður sem nær til eins prósents þjóðarinnar her í raun engar skyldur nema þá að vera vettvangur til trúariðkunar fyrir eig- in félaga. Þessu máli gegnir ekki um hefðbundna meirihlutakirkju hvers lands með sambærilega trúarsögu og þá íslensku. Gildir þá einu hvort hún er lúthersk eða ekki. Hún verður að tryggja þjónustu um landið allt og jafnvel meðal landsmanna sem búa erlendis. Þjónusta hennar verður að standa öllum opin, hennar eigin félögum, þeim sem tilheyra öðrum trúfélögum eða standa utan þeirra sem og út- lendingum sem dvelja í landinu. Þessi þjónusta verður að vera endur- „Ljóst er að tengslum rikis og þjóðkirkju má haga með ýmsum hœtti. Þau verða hins vegar að endurspegla raunhœft mat á stöðu og hlutverki kirkjunnar í samfé- laginu hverju sinni. Ekki verður séð að slíkt mat hafi átt sér stað við gerð fram komins frumvarps. “ - Frá nýliðnu kirkjuþingi í Grensáskirkju. gjaldslaus eða á mjög hóflegu verði. Suma þá þjónustu sem slík meiri- hlutakirkja veitir er heldur ekki annars staðar að fá með sambærileg- um hætti. Má þar nefna alla þjónustu við andlát og útfór að ekki sé minnst á sálgæslu sem er uppistaða í starfi fjölmargra presta en er eðli máls samkvæmt „ósýnileg". Praktískar skyldur Við þessar aðstæður er ekki alveg Jólasnjórinn sat prúður á trjám og runnum í borginni þegar ég skund- aði af stað á dögunum til þess að kanna jólabækurnar. Nú skyldi mað- ur þó einu sinni vera snemma í því, ekki hlaupa á eftir póstinum þetta árið heldur kaupa gjafir, pakka inn og senda til vina og ættingja á rétt- um tíma. Ég dró djúpt andann og byrjaði á hverfisbókaversluninni minni. Allt í plasti í versluninni fríhjólaði ég nokkra stund í kringum heljarmikið borð, þakið litfogrum jólabókunum, og bar nú vel í veiði - nema hvað? Hver ein- asta bók var girt inn í plastumbúðir sem gerði þær allar eins viðkomu. Það var eitthvað kalt og ópersónu- „Hvernig má það vera að fjölda fólks sé boðið upp á það úti á landi og í Reykja- vík að kaupa bækur sem það hefur ekki fengið að handfjatla? Er til of mikils mælst að hafa opið „sýnishorn“ í versl- Spurt og svarað legt við litadýrðina á borðinu og ég náði engu sambandi. Þegar ég fór að kvarta var mér bent á að lesa aftan á bókarkápu. Og svo mátti líka skoða Bókatíðindin en sjálf bókin var inn- pökkuð og ósnertanleg. Jahá, þar með bakkaði ég út og ákvað að róa á önnur mið. I þeirri næstu voru flest- ar fullorðinsbækur opnar, þ.e.a.s. eitt eintak af hverri og þar mætti mér gamalkunnug lykt af pappír og prentsvertu. En flestar barnabækur voru plast- aðar, og hefði ég haldið að þær bæk- ur þyrfti grannt að skoða áður en keyptar væru. Línubil og leturgerð skipta miklu máli fyrir unga lesend- ur, svo ekki sé minnst á þann fjölda mynda sem prýða þessar bækur og eru mikilvægar ekki síöur en text- inn. Þarf fólk ekki að fá að skoða þær, sjá hvað það er að kaupa? - Svo hélt ferðin áfram um snjóalögð stræti borgarinnar. „Sýnishornin" ekki tiltæk Það er skemmst frá því að segja að eftir að hafa skannað dágóðan hluta þeirra verslana sem höndla með bækur fyrir jólin komst ég að þeirri niðurstöðu að þar er víða pottur brotinn og mölbrotinn í bland. Þannig voru heilu stórmarkaðirnir sem höfðu ekki eina einustu bók opna. Á einum stað voru heil fjögur „sýnishorn“ mætt og það voru vel að merkja bamabækur! Þegar ég spurði hverju þetta sætti svaraði elskulegt afgreiðslufólkið að það væri að bíða eftir „sýnis- hornum“ frá forlögunum. Jahá, og hvað ætlaði það að bíða lengi? Kannski hringja strax og ýta á eftir? Mönnum _______ vafðist tunga um tönn en svo kom svarið: „Ég get svo sem alveg opnað eina bók fyrir þig ef þú (endi- lega) vilt.“ En það vildi ég ekki, því þarna var fullt af fólki sem hafði sömu löngun til þess að skoða bæk- urnar sem á boðstólum voru en hafði ekki uppburði í sér til að nöldra. Það hvarflaði að mér að fara eins og eldur í sinu um verslunina og rífa upp eitt eintak af hverri bók, svo að allir mættu sjá hvað væri verið að bjóða upp á. Áður en tU þess kæmi keyrði ég hendurnar ofan í vasana og flýtti mér út enda óvíst hvaða af- leiðingar það hefði og hvern langar til þess að láta stinga sér inn í byrj- un jólafostu? Þama rifjaðist upp fyr- ir mér að þessa baráttu hef ég háð úti á landsbyggðinni ár eftir ár („að fá að gægjast undir sellófaniðbarátt- una“) og hélt í fordómum mínum að þetta væri einhver dreifbýlis- mennska. En svo var þá aldeUis ekki. Óviðunandi ástand Stóru bókaverslanirnar stóðu sig áberandi best í þessari úttekt og eiga Kristín Steinsdóttir rithöfundur heiður skUið fyrir það. Þar var gamalkunnug jólabókalykt i loftinu, þar stöldruðu menn við, skoðuðu, flettu og struku. Þarna fengu bækur að vera bækur en ekki bara seUófanlík í stöflum. Þetta varð mér aUt til umhugsunar á heimleið- inni. Hvernig má það vera að fjölda fólks sé boðið upp á það úti á landi og í Reykjavík að kaupa bækur sem þaö hefur ekki fengið að handfjatla? Er tU of mikils mælst að hafa opið „sýnishorn" í verslunum? Hvenær komst þessi sið- ur á? Og hvar liggur hundurinn graf- inn? Hjá forlögunum, hjá þeim sem eru að selja bækur eða báðum tveim- ur? Hvað sem ööru líður þarf að grafa hundinn upp og gera bragar- bót, því þetta ástand er gjörsamlega óviðunandi. Og neytendur eiga ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Ekki keypti ég kjól innpakkaðan í sellófan og léti mér nægja að vita að hann væri í réttu númeri og úr bómull eða ull. Ég þyrfti að máta hann, sjá hvernig hann færi en umfram allt þreifa á efninu. Og ég held að enginn byði mér upp á annað. Hvernig stendur á því að við gerum ekki sömu kröfur með bækur? Verði ekki spornað við spyr ég mig að þvi, hvenær bókaþjóðinni verði sagt að að lesa jólabækurnar með bundið fyrir augun og hún láti sér það vel lynda. Kristín Steinsdóttir Er streita vegna jólanna eðlileg eða óþörf? Amaldur Indriðason rithöfundur: Bókaflóðið er orráhríð „Ég held að allur kviði og streita vegna jólanna sé óþörf. Auðvitað fer þetta alltaf að nokkru leyti eftir því hvernig upplifun hvers og eins einstaklings er, hvert er upplegg hans og efnahagur. Mest um vert er þó að mínu mati að njóta þessa tima sem nú fer í hönd með fjöl- skyldunni, góðum gjöfum, góðum mat og því að hitti vini og kunningja. Sjálfur er ég laus við all- an jólakvíða, nema þann sem hrjáir rithöfunda á þessum tíma árs. Þegar maður er að gefa út bók tekur slíkt á, því fylgja þarf bókinni eftir i verslunum og með öðrum hætti - og jólabóka- flóðið er alltaf talsverð orrahríð." Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona: Lífsgœðakapphlaup- ið að drepa suma „Streitan er eðlileg, því í nútím- anum leggst allt á eitt með þeim hætti að hlutirnir verða flóknari en þeir þyrftu að vera. Lífsgæðakapphlaupið er hrein- lega að drepa suma, í annríki þessa mánaðar for- gangsraðar fólk ekki verkefnum. Sinnir tO dæmis ekki börnunum sínum nægiiega, heldur lætur smáat- riðin sem engu skipta taka öll völd og hreinlega teyma sig út í ógöngur. í þessum efnum er ég sjálf því miður engin undantekning. En sem betur fer er fólk alltaf að læra betur á lífið og finna hvaða hlutir skipta mestu máli - það er fjölskyldan og samveran. Sjálf er ég ung og vitlaus og á eftir að reka mig á á eigin skinni þessi sannindi sem ég nefni hér.“ Sr. Kristján Bjömsson, sóknarprestur i Eyjum: Streita og kvíði sitt hvor hluturinn „ Jólastreita er eðlileg upp að vissu marki, en jólakvíði er hins vegar annar hlutur. Þegar orðið hafa mikl- ar breytingar í lifl einstaklinga frá síðustu jðlum er eðli- legt að þær valdi róti í huganum. Viö slíkar kringum- stæður er mikilvægt að setja hlutina vel niður fyrir sér. Af öðrum toga eru svo áhyggjur sem koma til þegar-fólki finnst það til dæmis ekki hafa nóg að gefa. Slíkt er óþarfl; við getum gnægð geflð með hlýju, brosi og nær- veru. Það er ekki mikið um að fólk leiti til okkar prest- anna vegna jólastreitu og -kvíða, en við þekkjum hins vegar til þessarar mannlegu reynslu. En annars finnst mér léttara yfir fólki nú en stundum áður - og hér í Eyj- um eru ýmis tákn á lofti um góða tíð fram undan:“ ljóst hvað það merkir að öll trúfélög „skuli njóta jafnéttis að lögum“ eins og segir í fram komnu frumvarpi. I það minnsta er ekki augljóst að það merki að öll trúfélög skuli hafa ná- kvæmlega sömu stöðu að lögum eða sams konar lagaleg, stjórnunarleg og fjárhagsleg tengsl við ríkisvaldið. Þar verður að taka tillit til þess hvort trúfélagið nær til tæplega 88 prósenta þjóðarinnar eða um eins prósents. Þá verður einnig að vega og meta hvaða trúarlegu, félagslegu og menn- ingarlegu hlutverki trúfélagið gegnir og hvaða „praktísku" skyldur það ber í samfélaginu. Loks hlýtur ríkis- valdið að þurfa að hafa meiri innsýn og hugsanlega ítök í kirkju sem rúm- ar hátt í 90 prósent þjóðarinnar en söfnuður sem rúmar tvö prósent eða þaðan af minna. Ljóst er að tengslum ríkis og þjóð- kirkju má haga með ýmsum hætti. Þau verða hins vegar að endurspegla raunhæft mat á stöðu og hlutverki kirkjunnar i samfélaginu hverju sinni. Ekki verður séð að slíkt mat hafi átt sér stað við gerð fram kom- ins frumvarps. Hjalti Hugason Kostulegar skoðanir „Það er svo komið að maður sest ekki niður'til þess að hlusta á umræðuþætti um þjóðmál og svo maður tali nú ekki um atvinnu- og efn- hagsmál að Pétur Blöndal sé ekki kallaður til. Eins og allir vita þá einkennast skoðanir Pét- urs af vægast sagt sérkennilegri og ákaflega neikvæðri afstöðu til launa- manna og samtaka þeirra. Aldraðir og öryrkjar virðast vera honum einnig þyrnir i augum ... Sjónarmið Péturs eru æði oft byggð á mjög grunnhyggnum forsendum og eru rökleysa. Það er svo komið að maður er farinn að standa upp og slökkva á þessum þáttum, því maður nennir ekki að vera í vondu skapi það sem eftir er kvöldsins eftir að hafa orðið fyrir barðinu á kostulegum skoðun- um þessa manns.“ Guðmundur Gunnarsson á heimaslðu Rafiðnaöarsambandsins. Bera sól inn í hagkerfið „Bræðurnir úr Bakkavör ... hafa ekki gert eins og gömlu bakkabræð- urnir þegar þeir reyndu að bera sól- ina inn i gluggalausan kofann sinn. Þeir hafa ekki reynt að finna upp hjólið í markaðssetningu í útlöndum heldur einfaldlega keypt fyrirtæki sem eru vel sett nú þegar á mörkuð- um erlendis. Það er rík ástæða til að fagna með bræðrunum frá Bakkavör yfir velgengni þeirra og starfsfólksins í fyrirtæki þeirra nú á tímum þegar krepputalið er farið að draga kjarkinn úr bjartsýnustu mönnum. Leyfum Bakkabræðrum að bera smá sól inn í islenskt hagkerfi og látum hjólin snúast á ný.“ Bjarni Brynjólfsson í Séö og heyrt. Sjáðu, hvítir sloppar leynilegar rannsóknastofur leika Guð... Við gætum sagt að þau vœru hryðjuverkamenn í tilefni Eddu- verðlauna Margrét Frimannsdóttir alþingismaður: Eðlilegt í kapp- hlaupinu „Streitan ætti að vera óþörf, en miðað við það kapphlaup sem margir heyja fyrir jóUn og hvern- ig tíðarandinn í þjóðfélaginu er þá er hún ef til vill eðlileg. Mikilvægt er að fólk miði umstang sitt fyr- ir jólin við þarfir sínar og getu og það fmnst mér raunar æ fleiri vera farnir að gera. Hafa í huga að jólin eiga fyrst og fremst að vera samverustund fjölskyldunnar og það eru ekki síst börnin sem eru orðin meðvituð um þetta. En kannski er eðlilegt að jólaundirbúningurinn valdi streitu hjá mörg- um, nú þegar báðir aðilar eru farnir að vinna úti og sinna þarf því stússi sem þarf í aðdraganda jól- anna á styttri tima en áður var.“ i dag er 4. desember og undirbúningur vegna jólanna er að komast í fullan gang. Hjá mörgum er hann kvíðaefni, en er ástæða til þess? Það var héma á dögun- um að allir helstu topparn- ir í kvikmynda„bransan- um“ komu saman á ekki ómerkari stað en Broadway (í New York?). Tilgangur- inn var sá að afhenda verð- laun til þeirra sem skarað höfðu fram úr í kvikmynda- gerð á árinu. Allir voru í sínu fínasta pússi, t.d. sá ég aðeins einn mann í jakka- fötum af þeim ,sem fengu verðlaun, hinir voru allir í kjól eða smoking. Verð- ______ launin nefnast Eddu-verð- ” laun, nokkuð sem fór heldur betur fyrir brjóstið á einni upptroðslunni (sú er treður upp). - Kvað hún það illa sæma að nefna kvikmyndaverð- laun eftir kvæðabók. Sannleikurinn í málinu er hins vegar sá að orðið Edda kemur hvergi fyrir í því handriti er nefndist Gamle Kongel. Saml. 1812, áður en Danir skiluðu okkur því. Eddu-nafnið er til komið síðar á öldum er farið var að kalla það Sæmundar-Eddu í höfuðið á Sæmundi fróða Sigfússyni, enda þótt óvist sé að hann hafi átt nokkurn þátt i því. Síðan hefur þetta Eddu-kvæða nafn (d. Eddadigte) loð- að við handritið. Eina handritið sem nefnir Eddu á nafn er í svokallaðri Snorra-Eddu sem kennd er við Snorra Sturluson. í henni er að vísu mikið bundið mál en enginn held ég myndi vilja kalla hana kvæðabók. Þetta hefði hver ís- lenskumenntaður maður getað frætt hana um en enginn varð til þess. Óttalegt glundur Þessi afhending átti samkvæmt Skjáfréttum mínum að standa í tvær klst. En stóð í hátt á fjórðu klst. og öllu var að sjálfsögðu sjónvarpað. Hver af öðrum tróðu þeir sem verð- launin hlutu upp á sviðið en virtust annars allir eiga heldur erfitt með að tjá sig, það var ekkert í afgangi að þeir gætu stunið upp nokkrum þakk- arorðum. Enda þótt ekki sé auðvelt að gera sér grein fyrir efni heillar bíómyndar af nokkurra sekúndna skoti á tjald get ég ekki annað sagt en að það sem sýnt var var ekki ann- að en óttalegt glundur sem ekki var nokkur heil brú í. Vonandi eru myndirnar í heild sinni eitthvað skárri en það sem kom mér fyrir sjónir í Sjónvarpinu. Agnar Hallgrimsson cand. mag. Einn kvikmyndaleik- stjóri er átti þarna verð- launamynd skaraði þó nokkuð fram úr að þessu leyti. Það var Ágúst Guð- mundsson, enda sópuðust að honum verðlaunin, og einnig til þeirra er léku eða stóðu á annan hátt að mynd hans, Mávahlátri. Ágúst varð kunnur sem góður leikstjóri strax í árdaga ís- lenskrar kvikmyndagerðar, t.d. með myndum eins og ____________ Landi og sonum, Gísla Súrssyni o.fl. en lítið hefur heyrst frá honum upp á síðkastið. Lítil framför Um það má deila hvort rétt sé að veita slík verðlaun. Ekki er loku fyr- ir það skotið að þeir sem völdu úr myndunum hafi annaðhvort ekki verið vanda sinum vaxnir eða þá að einhver hagsmuna- og skyldleika- tengsl hafi ráðið ferðinni að ein- hverju leyti. Hver bíómynd hlýtur að hafa sína kosti og galla sem erfitt er að vega og meta. í heild finnst mér að íslenskri kvikmyndagerð fari hrakandi eftir því sem fleiri fara út í að gera myndir. Menn eins og Ágúst Guðmundsson (hér áður nefndur), Hrafn Gunn- laugsson o.fl. gerðu margar dágóðar bíómyndir hér fyrr á árum og sóttu efniviðinn i sögu og fombókmenntir okkar. Nú virðast mér hins vegar að þær séu flestar teknar úr Reykjavík- urlífinu eins og það er í dag og ekki alltaf þvi fegursta. Hið góða við Eddu-verðlaunin er hins vegar að þau hvetja kvikmyndagerðarmenn til að vanda sig og gera góðar mynd- ir en ekki hugsa eingöngu um hvað gangi best í áhorfendur eða hvað seljist best. Og hvað er það þá sem situr eftir, hafandi horft á fjögurra klst. hátíðar- dagskrá vegna afhendingar Eddu- verðlauna? í sannleika sagt virðist mér sem heldur lítil framför hafi orðiö í íslenskri kvikmyndagerðar- list frá þvi að fyrstu myndirnar voru framleiddar fyrir tæpum 30 árum fram til dagsins í dag, hvað sem svo tekur við. Agnar Hallgrímsson „Einn kvikmyndaleikstjóri er átti þarna verðlauna- mynd skaraði þónokkuð fram úr að þessu leyti. Það var Ágúst Guðmundsson, enda sópuðust að honum verðlaunin, og einnig til þeirra er léku eða stóðu á ann- an hátt að mynd hans, Mávahlátri. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.