Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 Menning Islensk Pulp Fiction DV-MYNO BRINK Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur Hvort felst meiri óhugnaður í valdi orðsins eða hnefans? Skemmtileg ævintýri Þor- valdar Þorsteinssonar hafa heillaö jafnt börn sem full- orðna upp úr skónum og varla við öðru að búast en menn gleðjist yfir tíðindum af nýrri bók. En nú gleðst stóra fólkið bara því nýjasta afurðin.Við fótskör meistarans, á aðeins er- indi við fullorðna. Sögumaður bókarinnar, Þrá- inn, er vafasamur náungi með handrukkun að at- vinnu. Hann flytur með fátæklegar eigur sínar í leiguíbúð og í ljós kemur að leigusalinn, Haraldur Haraldsson grunnskólakennari, býr i íbúðmni fyrir ofan. Sögusviðið er til skiptis hjá Þráni og Haraldi í eldhúsi hins síðarnefnda og hjá Þráni, Valla og Snata þegar þeir híma saman í bíl og bíða stór- skuldugra fórnarlamba sinna. Bókmenntir Þráinn er töffari að atvinnu en hlúir í viðkvæmri sál að draumum um betra líf og afrek á sviði mynd- listar og ritlistar. Þess vegna grípur hann linnulaus heimboð Haraldar fegins hendi og lætur sig hafa það að hlusta á innihaldslaust blaður um kaffiboUa, baðkrana eða bílaþvott langtímum saman. Þráinn fer að trúa því að í froðusnakki (menntamannsins) Haraldar leynist merkUegur boðskapur sem muni hjálpa honum að nálgast kjarnann í sjálfum sér og einnig ber hann þá von í brjósti að Haraldur muni koma honum í samband við áhrifamikla menning- arvita. Þvi gerir hann Harald að lærimeistara sin- um og ákveður „að sleppa, treysta og taka leiðsögn" (28). Þessi klisjukenndu orð fela í sér lúmska íróníu sem beinist að þeim sem í einfeldni sinni treysta óviðkomandi fólki fyrir lífi sínu og limum. En írónían beinist ekki síst að Haraldi sem fær hið virðulega heiti „meistarinn" á afar hæpnum for- sendum. í raun er hann tákngervingur leiðinda og minnimáttarkenndar og hefur ekkert merkilegt eða nýtt fram að færa. Haraldur er einmana og ófuUnægð sál sem finn- ur í Þráni félaga sem hann getur í krafti drottnun- arkomplexa galdrað til sín og mótað að vild. Orð- ræða hans er meinlaus og aðaUega fyndin í fyrstu, en smátt og smátt vex honum ásmegin. Orðunum fylgja ógnandi tilburðir sem hann kryddar með óljósum skilaboðum um að hann sé viðriöinn ein- hver vafasöm viðskipti ásamt ýmsum mektarmönn- um samfélagsins. Afleiðingamar eru óttablandin virðing Þráins sem hann reifar í bUnum hjá félög- um sínum. Og þar sem þeir eru á stöðugum verði gagnvart hugsanlegri og oft á tíð- um ímyndaðri ógn fer Haraldur að leika stórt hlutverk í lífi þeirra þriggja. Við fótskör meistarans minnir um margt á amerísku bíómynd- ina Pulp-Fiction þar sem ógeð amerískra undirheima er af- hjúpað. Grimmdin felst í sinnu- leysi og fráleitum og/eða absúrdískum samræðum persón- anna á miUi þess sem þær fremja fólskuverk sín. En fyrst og síðast einkennist myndin af paranoju sem hver sem er getur dregist inn í með skelfilegum afleiðing- um. Ekki er alveg á hreinu hver er sekur og hver er saklaus og áhorfandi situr uppi með margar siðferðilegar spumingar í lokin. Það sama gfldir um bók Þorvald- ar Þorsteinssonar. Þær tvær hliðar lífsins sem hér eru sýndar virðast í fyrstu gjörólíkar, annars vegar líf hins heiðvirða manns, hins vegar lif glæpa, ofbeldis og dauða. En áður en yfir lýkur spegla þær hvor aðra á útsmoginn hátt og lesandinn fær að glíma við ótal erfíðar þrautir, t.a.m þær hvort meiri óhugnaður felist í valdi orðsins eða hnefans og hvar sektin ligg- ur þegar að mannlegum harmleik kemur. Þetta er mögnuð og vel skrifuð bók sem býður upp á ótal túlkunarmöguleika og kemur verulega á óvart. Sigríður Albertsdóttir Þorvaldur Þorsteinsson: Viö fótskör meistarans. Bjartur 2001. Bókmenntir S A leið til vonareyjar Synnove Persen er samísk skáldkona og einnig myndlistar- kona að því er segir á kápu ljóða- bókar hennar Móðir hafsins sem Einar Bragi hefur þýtt. Sunnefa er fædd 1950 og því af þeirri kyn- slóð Sama er átti að gera að nú- tímamönnum í einu vetfangi. Það var í þá daga þegar menn trúðu enn á góðæri framfaranna. Því raski öllu lýsir hún ágæta vel i formála bókarinnar sem nefnist Söngur Sunnefu og er í senn lýs- ing á því hvernig vegið var að menningu Sama og biturri per- sónulegri reynslu. Sú reynsla leiddi til langvar- andi þunglyndis sem Synnove lýsir svo: „Ég var fangi í hyldjúpu myrkri sorgarinnar og lokaði mig inni í eigin örvæntingu." Ljóðaflokkinn Móður hafsins orti Synnove í minningu móður sinnar og lýsir þar kviðanum, svartnættinu, hyldýpinu en einnig hillingunni; voninni sem kristallast í móðurmyndinni. Hún fjallar ekki einungis um sína eigin móður heldur hina goðsögulegu móður, móður alls lífs, móður náttúru. Undirritaður er því miður hvorki nægilega vel kunnugur menningu Sama né ljóðlist þeirra til að segja um að hve miklu leyti er vísað til hug- myndaheims þeirra, en ef marka má ljóð þeirra tveggja samísku skáld- kvenna sem Einar Bragi hefur þýtt þá er nærvera náttúrunnar og tilfinning- in fyrir þeirri nánd afar sterk. Og þetta er grimmlynd náttúra með kulda, stormum og myrkri, en á sér einnig blíðara viðmót í söng vorsins, höfugri sumargleði og skini himintungla. Ljóð Synnove Persen eru nokkru nú- tímalegri en ljóð Raumi Magga Lukk- ari, einkum þegar hún lýsir þunglyndinu, svarta holinu: holió gín vió og ég hrapa og hrapa í gröf lifsins En þau virðast upprunalegri þegar visað er til raddar móðurinnar, þeirrar sem vísar veginn til vonareyjar: jafnvel í skini smástirnis glórir í veginn sagði hún Siglingin til vonareyjar er þó ekki sælan ein- ber enda siglt um haf minninganna; lýkur þó í sátt, ekki þeirri sátt sem afneitar þjáningunni heldur öllu fremur þeirri sem lærst hefur að lifa með henni. Móðir hafsins er persónulegur ljóðaflokkur, á stundum óþægilega persónulegur líkt og opnað sé inn í myrkustu afkima sálarinar. En í því felst einnig styrkur þessara ljóða og vissan um að líf- ið sjálft lætur aldrei bugast. Það er mikill fengur að þessari litlu bók og þökk sé Einari Braga fyr- ir að koma henni áleiðis. Geirlaugur Magnússon Synnove Þersen: Móöir hafsins - Ijóö. Einar Bragi þýddi. Ljóöbylgja 2001. Bókmenntir Gaman í Þarnæstugötu l(WiMi (rfijoftt *' ‘ú 4*. * Lísa er lítil stelpa sem dag einn hellir óvart úr mjólkur- femu yfir allt eldhúsið. For- eldrar hennar verða afar reiðir og skammast mikið en þeir eru svo helteknir af lífs- gæðakapphlaupinu að fátt annað kemst að. Lísa ákveð- ur við svo búið að strjúka að heiman. En ekki er hún kom- in langt heiman frá sér þegar _________________ hún rekst á steinvegg með gati. Og þegar Lísa treður sér í gegnum gatið til að gá hvað sé hinum megin er hún komin í annan heim - hún er komin í Þarnæstugötu. Ekki líður á löngu áður en hún er búin að kynnast Herði með harmónikkuna sem er strák- ur á hennar reki. Hann kynnir hana fyrir ýmsum íbúum götunnar: gamla fólkinu á Dvala-heimil- inu þar sem allt er bannað og fólk á helst að liggja í dvala, Fjólu, skáldinu Stebba pylsusala, Grámanni elliheimilisstjóra og svo auðvitað galdrakarlinum. I sögu Guðmundar Ólafssonar um Lísu og galdrakarlinn í Þarnæstugötu er reynt að kljást við ýmsar spumingar, t.d. hvort réttlætanlegt sé að fara með gamalt fólk eins og það hafi ekki sjálfstæðan vilja og skikka það til að horfa á veðurfréttir. Niður- staða sögunnar er að gamalt fólk vilji skapa sína eigin sjálfsmynd; hversu asnaleg sem öðrum kann að virðast hún; eins og Bergþóra bolta- kelling sem gengur um í Liverpool-búningi og spilar fótbolta allan daginn. Full- langt þótti mér þó gengið í þvi aö láta gamalmennin öll virðast hálf elliær en fá þeirra virtust einu sinni muna hvað þau hétu. Ýmsar persónur í Þarnæstugötu eru skemmti- legar; sérstaklega Fjóla sem er „gömul sál“ og skáldið sem er með ritstíflu. Grámann er einnig vel gerð persóna. Hann stjórnar elliheimilinu með harðri hendi en veit samt varla af hverju og getur aldrei rökstutt orð sín. Höfundur nýtir leturbreyting- ar tii að koma mismunandi áherslu á framfæri; t.d. notast hann við hásteflinga á svipaðan hátt og gert var í bókum Ole Lund Kierkegaard. Þá notar hann skálet- ur fyrir eigin innskot og stenst þar engar freistingar til að skjóta inn aulafyndni sem stundum er ekki nógu fyndin. Atburðarásin minnir einna helst á Lísu í Undralandi (reyndar heitir söguhetjan Lísa) eða þá Galdra- karlinn í Oz; Lisa sogast inn í ann- an heim sem kennir henni ýmis- legt um hennar eigin heim. í Þarnæstugötu skiptir nefnilega öllu að hafa það gaman saman. Lausn sögunnar þegar Lísa snýr aftur heim í eigin heim er heldur léttvæg, en þetta er hin læsilegasta saga sem má hafa gaman af. Katrín Jakobsdóttir Guömundur Ólafsson: Lísa og galdrakarlinn í Þarnæstu- götu. Vaka-Helgafell. 2001. Guömundur Ólafsson rithöfundur Lísa hans finnur sitt undraland í Þarnæstugötu. DV Aðventu- tónleikar Söngsveitin Fíl- harmonía heldur sína árlegu aðventu- tónleika í Langholts- kirkju miðvikudag- inn 5. des„ fimmtu- daginn 6. des., og sunnudaginn 9. des., og heflast þeir alla dagana kl. 20.30. Efn- isskráin er blanda af sigildum, þekkt- um lögum og öðrum nýjum eða lítt þekktum hér á landi. T.d. verður flutt verkið The Lamb eftir enska tón- skáldið John Tavener og mótettan Ave Verum Corpus eftir William Byrd, sem lést 1623. Þá eru á efnis- skránni tvö ný verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Hirðarar sjá og heyrðu við texta eftir Einar Sigurðsson í Eydölum og Sé ástin einlæg og hlý, textinn þýdd dönsk þjóðvísa. Sigrún Hjálmtýsdóttir verður ein- söngvari á tónleikunum og söngsveit- in fær liðsinni kammersveitar við flutning stærri verkanna eins og Heill þér himneska orð eftir Gabriel Fauré, Máríuvísur eftir Oliver Kent- ish, Christmas lullaby eftir enska tónskáldið John Rutter og Ave verum eftir Gabriel Fauré þar sem Diddú syngur einsöng; það verk hefur ör- sjaldan heyrst hér á landi. Áheyrend- ur fá að taka undir í tveimur lögum - það er alltaf vinsælt. Stjórnandi söngsveitarinnar er Bernharður Wilkinson og konsert- meistari á tónleikunum er Rut Ing- ólfsdóttir. Píanóleikari er Guðríður St. Sigurðardóttir og raddþjáifari El- ísabet Erlingsdóttir. Aðgöngumiðasala er í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18, hjá kórfélögum og við innganginn. Norðurljós hin nýju íslendingar eru orðnir svo vanir skreyttum húsum, götum og görðum um jólin að þeir taka varla eftir því lengur. En ferða- menn sem hér dvelja yfir hátíðarn- ar reka upp stór augu, og nú hefur einn gesturinn, Maryam Khodayar jarðfræðingur, fest skrautið á filmu og gefið mynd- irnar út í bókinni Northem Lights. Texti bókarinnar er á íslensku, ensku og frönsku, en hann er stuttur, meginefnið eru ótrúlega skrautlegar myndir af jólaskrauti undir berum himni. í formála sínum segir Mar- yam: „Mér varð oft hugsað til Edi- sons meðan á myndatökunum stóð. Það hvarflaði örugglega aldrei að honum þegar hann uppgötvaði ljósa- peruna, að heil borg yrði undirlögð marglituðum ljósum.“ Bókin er gefin út af Mál og mynd. Þórubækurnar - síðari hluti Salka lýkur nú við endurútgáfu á hinni áhrifamiklu sögu um Þóru frá Hvammi eftir Ragn- heiði Jónsdóttur. I fyrra komu fyrri bækurnar tvær, Ég á gull að gjalda og Aðgát skal höfð, nú koma Sárt brenna gómamir og Og enn spretta laukar. Þóra giftist Geira, barnsfóður sín- um, en hjónabandið er ekki ham- ingjusamt. Ljósið í lífi hennar er fyrst og fremst dóttirin en líka starf- ið og bókmenntirnar. Allt í kringum hana raða sér litríkir ættingjar og vinir og gefur sagan einstæða innsýn í reykvískt hversdagslíf á árunum eftir stríð. Aðal sögunnar er þó myndin af Þóru, margbrotinni konu sem braust áfram af óbilandi kjarki og dug en greiðir velgengnina háu verði. Bækumar um Þóru frá Hvammi voru árum saman meðal vinsælustu skáldsagna á íslensku og er einstakur fengur að fá þær nú út aftur eftir að þær hafa verið uppseldar áratugum saman. Notthcrn liqhts

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.