Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 Utlönd Chen Shui-bian Chen Shui-bian, sigurvegari kosning- anna í Taívan um helgina. Chen friðmælist við Kínverja Chen Shui-bian, forseti Taívan, rétti í gær Kinverjum sáttarhönd þegar hann sagði að flokkur hans myndi ekki hvika frá ráðgerðum um að koma á tvíhliða samskipta- samningi milli þjóðanna, eftir dramatískan sigur flokks hans, Lýð- ræðislega Þjóðarflokkurinn, í þing- kosningum um helgina, en flokkur- inn vann þar yfirburðasigur á Þjóð- ernisflokknum sem haldið hefur um stjórnartaumana síðan árið 1949. Chen sagði þó að enga breytinga væri von gagnvart sjálfstæði lands- ins og að flokkur hans myndi standa vörð um það eins og Þjóðern- isflokkurinn hefði gert. Á sama tíma varaði Lee Shui-hui, forveri Chens í forsetaembættinu en núverandi stuðningsmaður hans, við áformum Kína um að innlima Taívan og sagði að hættan á því myndi aukast með inngöngu beggja þjóðanna í alþjóða verslunarráðið. Harðar loftárásir á síðasta vígið Bandarískar herflugvélar gerðu harðar loftárásir á síðasta vígi tali- bana i sunnanverðu Afganistan i gær. Þá bárust fréttir af því að ástandið í borginni Mazar-i-Sharif í norðurhluta landsins væri orðið ótryggt og að sögn talsmanns Sam- einuðu þjóðanna var ekki hættandi á að starfsfólk stofnunarinnar sneri þangað að nýju. „Okkur hefur verið greint frá bar- dögum af og til í borginni en við höf- um ekki upplýsingar um hverjir séu að berjast við hveija. Við höfum heyrt um innbyrðis átök,“ sagði talsmaður- inn á fundi með fréttamönnum. Bandaríska landvarnaráðuneytið visaði á bug fregnum um að sprengja þess hefði grandað óbreyttum borg- urum suður af Jalalabad. REUTER-MYND Jólasveinn í rannsókn Lögregla í Þýskalandi kannar hvort eitthvaö er hæft í ásökunum um aö jólasveinn hafi löörungaö dreng. Jólasveinn sak- aður um ofbeldi Þýskur jólasveinn hefur verið sakaður um að leggja hendur á ung- an dreng og loka hann inni í kústa- skáp. Lögreglan rannsakar málið. Sveinki mun víst hafa misst þol- inmæðina þegar hópur bama gerði sér að leik að stríða honum. Börnin vildu sjá hvað var undir rauða jóla- sveinabúningnum. Niu ára drengur sakaði jólasvein- inn um að löðrunga sig og loka sig inni í dimmum kústaskáp í ráðhús- inu í bænum Pfungstadt. DV Samkomulag náðist á fundi afgönsku samninganefndanna: Ný bráöabirgða- stjórn í undirbúningi Samninganefndirnar ijórar, sem fundað hafa um framtíð Afganistans í nágrenni Bonn í Þýskalandi síðan á þriðjudag, komust loksins í gærkvöldi að rammasamkomulagi um bráð- birgðastjórn í landinu. Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sendi alþjóðlegt gæslulið til að halda uppi friðargæslu i höfuðborginni Kabúl og nágrenni og hugsanlega einnig á öðrum svæðum. Samkomulagið felur í sér að mynd- að verði 29 manna þjóðarráð, saman- sett af einum formanni, fimm vara- mönnum hans auk 23ja annarra með- lima. Ráðinu er ætlað að stýra land- inu í sex mánuði og vinna að frekara framtíðarstjórnskipulagi landsins, eða þar til svokallað „Loya Jirga“ eða þjóðarráð þjóðarbrota og trúarflokka kemur saman. í samkomulaginu er gert ráð fyrir að hinn 87 ára gamli fyrrum konungur landsins verði með- al þátttakenda á fundinum, frekar en að stýra því sem sameiningartákn Ahmad Fawzi Ahmad Fawzi, talsmaöur SÞ, er bjartsýnn eftir samkomulagiö í Bonn. þjóðarinnar, eins og gert var ráð fyrir í frumdrögunum. Umræddu þjóð- flokkaráði er síðan ætlað að kjósa undirbúningsstjórn, sem tekur við af þjóðarráðinu, og er henni ætlað að undirbúa nýja stjórnarskrá landsins og kosningar innan tveggja ára. Ætlunin er að samninganefndirnar fundi áfram í dag til að koma sér sam- an um tilnefningar í þjóðarráðið, en fréttir herma að Norðurbandalagið, sem nú hefur meirihluta Afganistans á sínu valdi, hafi þegar tilnefnt sína fulltrúa í ráðið og hafl það verið gert eftir næturlangan fund í nótt eftir að leiðtogi þeirra, Burhanuddin Rabbani, hafði gefið grænt ljós á samkomulagið. Að sögn Ahmad Fawzi, talsmanns Sameinuðu þjóðanna á fundinum, voru samningamenn í hátíðarskapi eftir að samkomulagið var í höfn. „Það er ekki laust við að menn hafi tárast og þar var ég sjálfur engin undantekn- ing,“ sagði Fawzi og bætti við að þetta þýddi að ákvörðun um bráðbirgöarík- isstjórn í Afganistan gæti legið á borð- inu í kvöld. „Við verðum að klára dæmið og ég er bjartsýnn á að það ger- ist í dag,“ sagði Fawzi. mmmmm 1 yypli | 1 II n | It g ‘j \\ i 't' n¥4b{\ i i i4 y m I ’í " ' ' I 9 11 ' Bf ! Laura Bush og piparköku-Hvíta húsiö Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, stendur hér viö risastórt piparkökuhús, sem er nákvæm eftirlíking af Hvíta húsinu i Washington, eins og þaö leit út um 1800 á dögum John Adams, þáverandi forseta. Pikarkökuhúsiö var sýnt á fréttamannafundi i Hvíta húsinu um helgina en þar mun það standa til skrauts fyrir jólin. Tvítugur Bandaríkjamaður barðist með her talibana Tvítugur Bandaríkjamaður, sem barðist með hersveitum talibana og lifði af blóðuga fangauppreisn í virki nærri Mazar-i-Sharif, segist hafa fallið fyrir kenningum þessar- ar harðlínuhreyfingar. „Ég stundaði nám í íslömskum fræðum í Pakistan og hitti marga sem tengdust talibönum," sagði John Walker í viðtali sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CNN í gær. Walker er nú í haldi bandarískra hersveita í norðanverðu Afganistan. „Ég bjó á þessum slóðum, í norð- vesturhéraði Pakistans. Fólkið þar ann talibönum svo ég fór að lesa eitthvað af því sem fræðimenn þeirra skrifuðu. Ég laðaðist að þessu,“ sagði Walker. Embættismaður í bandaríska landvarnaráðuneytisinu sagði í gær aö bandarískir hermenn hefðu í haldi mann sem segðist vera Banda- ríkjamaður en ekki væri hægt að REUTER-MYND Landgönguliöar skoöa kort Bandarískir landgönguliöar taka fram kort til að átta sig á staöhátt- um áöur en þeir halda í eftirlitsferö í Afganistan sunnanveröu. staðfesta nafn hans. Orðrómur var á kreiki í gær um að fleiri Bandaríkjamenn kynnu að vera í hópi fanganna frá virkinu nærri Mazar-i-Sharif. Yflrvöld voru að reyna að sannreyna það. Að því er fram kemur á vefsíðu tímaritsins Newsweek er Walker, sem notar ættarnafn móður sinnar, frá Kaliforníu. Móðir hans sagði í gær að hún hefði ekki haft spurnir af syni sínum í sjö mánuðu, eða frá því hann yfirgaf trúarbragöaskól- ann í Pakistan, þar til hún sá mynd af honum á vefsíðu Newsweek. „Ef hann var í slagtogi við tali- bana hlýtur hann að hafa verið heilaþveginn,“ sagði Marilyn Wal- ker í viðtali við Newsweek. John Walker sagði við tímaritið að hann hefði viljað fara yfir til Afganistans til að hjálpa talibönum að koma á laggimar „hreinu ís- lömsku ríki“. Stuttar fréttir Powell á ferð og flugi ■ Colin Powell, utan- ríkisráðherra Banda- ríkjanna, er lagður af stað í ferðalag til tíu landa Evrópu og Mið-Asíu þar sem hann mun ræða við ráðamenn um barátt- una gegn hryðju- verkum og um uppbygginguna í Afganistan þegar talibanar hafa ver- ið ofurliði bornir. Serbar sátu heima Serbneskir fulltrúar á nýkjörnu þingi Kosovo mættu ekki á fund til undirbúnings setningar þingsins í næstu viku til að mótmæla að ör- yggi fréttamanna frá Belgrad væri ekki tryggt. Þrír í haldi í Nepal Lögreglan í Nepal hefur þrjá menn i haldi í tengslum við sprengjutilræði í höfuðborginni. Her landsins heldur áfram baráttu gegn skæruliðum maóista. Páfi styður ESB-aðild Jóhannes Páll páfi sagðist í gær myndu styðja tilraunir Póllands, gamla foðurlands hans, til að fá inn- göngu í Evrópusambandið. Ráðist að rótunum Vesturlönd ættu að gera meira af því að ráðast að rótum hryðjuverka i fátækum ríkjum, sögðu utanríkis- ráðherrar ESB á fundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í gær. Chirac vill skýringar Jacques Chirac Frakklandsforseti krafðist í gær skýr- ingar frá ríkisstjórn landsins um hvers vegna grunuðum heróínsmyglara hefði verið sleppt úr fang- elsi. Forsetinn kallaði atvikið enn eitt klúðrið í dómskerfinu. Þúsundir reknar Bandaríska orkufyrirtækið En- ron ætlar að segja upp fjögur þús- und starfsmönnum þar sem fyrir- tækið er nánast verðlaust og komið á hausinn. Mjakast áfram í Berlín Jafnaðarmanna- flokkur Gerhards Schröders Þýska- landskanslara til- kynnti í gær að þess yrði ekki langt að bíða að mynduð yrði þriggja flokka borgarstjórn í Berlín með Græningj- um og Frjálsum demókrötum. Leitaö aö al-Qaeda ítalska skattalögreglan sagöi frá því í gær að verið væri að leita í skjölum tuga fyrirtækja í og í ná- grenni Mílanó að hugsanlegum tengslum við Osama bin Laden og al-Qaeda hryðjuverkasamtök hans. Fimmtíu laganna verðir taka þátt i leitinni, að sögn yfirvalda. Sendimaður SÞ í Burma Sendimaður SÞ í Burma sem hitti Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórn- arandstöðunnar, og háttsetta emb- ættismenn sagðist í gær vera von- góður um að í náinni framtíð kynni að þokast í lýðræðisátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.