Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 11 x>v Utlönd Elgur ehf., símar 581 4070 og 567 4060 REUTER-MYND Aöstoö úr óvæntri átt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fær hjálp krata í skattamálunum. Anders Fogh fær aðstoð kratanna Jafnaðarmenn á danska þinginu hafa boðið stjórn Anders Foghs Rasmussens aðstoð sína við að hrinda í framkvæmd kosningalof- orðum stjórnarflokkanna um að koma í veg fyrir skattahækkanir. Jafnaðarmenn hafa lofað borgara- flokkunum að ekki verði lagðar fram tæknilegar eða formlegar hindranir til að koma í veg fyrir að áform stjórnarinnar nái fram að ganga. Skattamálaráðherranum og fjár- málaráðherranum hafa verið skrif- uð bréf þessa efnis. Hörð viðbrögð ísraelsmanna við sjálfsmorðsárásunum um helgina: ísraelska stjórnin hefur sagt hryðjuverkum stríð á hendur REUTER-MYND Kjörkassi í lögreglufylgd Lögregluþjónn á Sri Lanka fylgir manni sem heldur á kjörkassa í höfuðborginni Colombo. Ibúar Sri Lanka ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýtt þing. Tvö mál brenna á íbúum eyjarinnar um þessar mundir, stríðið við skæruliða Tamíla og þrengingar í efnahagslífmu. Skoðanakannanir benda til að enginn flokkur fái hreinan meirihluta. 20 hefðu slasast á Gaza-svæðinu. Eftir eldflaugaárásirnar réðust ísraelskar skriðdrekasveitir inn í bæ- inn Nablus og einnig Ramallah á Vesturbakkanum og herma fréttir að ein hersveitin hafi tekið sér stöðu í um eins kílómetra fjarlægð frá höfuð- stöðvum Yassers Arafats þegar hann sat þar við störf í morgun. Til skotbardaga kom á svæðinu og mun einn meðlimur Fatha-samtaka Arafats hafa fallið í skotbardaga í bænum Nablus. Þá munu ísraelskir bryndrekar hafa tekið sér stöðu við aðþjóðaflugvöllinn í Gaza. Tilgangur árásanna er fyrst og fremst hefnd fyrir sjálfmorðsárásirn- ar i ísrael um helgina, sem urðu 25 manns að bana og ekki síður til að niðurlægja Arafat og minnka mögu- leika hans á að komast á milli palest- ínskra yfirráðasvæða. Bandaríkjastjórn gert til hæfis: Öryggissveitir Arafats hafa handtekið 110 harðlínumenn Snjóplögur “Ég eignaðist svona snjóplóg á jeppann minn fyrir nokkrum árum og er eldsnöggur að ryðja planið fyrir rútuflotann strax og byrjar að snjóa. Plógurinn borgaði sig fljótt og hefur staðið fyrir sínu.“ JÓhannes Ellertsson, Vestfjarðaleið. • Ein stærð sem hentar fyrir alla jeppa og stærri bíla. • Fjarstýríng á rafstýrða hækkun/lækkun. • Þægilegar festingar undir stuðara. • Fljótlegt að festa á / losa af. • Þú mokar sjálfur — það borgar sig fljótt. • Fljótleg og einföld lausn þegar ryðja þarfsnjó af bílastæðum, athafnasvæðum, göngu- og reiðvegum, heimskeyrslum og leiksvæðum. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, væri ekkert annað en hreinn og beinn stuðnings- maður hryðjuverka og því bæri að taka hann sem slíkan. Á móti ásök- uðu palestínsk yfírvöld Ariel Sharon um að lýsa yfir stríði gegn palest- ínsku þjóðinni og sögðu að Arafat bæri enga ábyrgð á árásunum á sama tíma og hann legði alla áherslu á að handtaka palestinska harðlínu- menn. Sharon ávarpaði þjóð sina skömmu eftir öflugar hefndarárásir í gær og sagði einnig að Arafat væri mesta ógnun við friðinn fyrir botni Miðjarðarhafs. „Þetta eru ekkert annað en hryðjuverk og tilraun til að fæla israelsku þjóðina í burtu af svæðinu. Það mun aldrei gerast og við vitum hver ber ábyrgð á hryðju- verkunum. Það er Arafat og enginn annar og við höfum nú sagt hryðju- verkunum stríð á hendur,“:, sagði Sharon, en það var ákvörðun ísra- Ariel Sharon Ariel sharon, forsætisráðherra ísraels, hefur sagt hryðjuverkum stríð á hendur. elsku ríkisstjórnarinnar eftir storma- saman fund í fyrrinótt, sem stóð í að minnsta kosti fimm klukkustundir. Ríkisstjórnin klofnaði í afstöðu sinni og gengu ráðherrar Verkamanna- flokksins af fundi í mótmælaskyni. Shimon Perers, utanrikisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að flokkurinn myndi nú endurskoða afstöðu sína til ríkisstjórnarsam- starfsins, þar sem þeir gætu engan veginn sætt sig við harðlínustefnu Sharons sem stefndi tilveru Israels- ríkis í voða. ísraelska ríkisstjórnin sýndi svo sannarlega í verki að henni er al- vara, þegar ísraelski herinn gerði öfl- ugar eldflaugaárásir á stöðvar palest- ínumanna á Gaza-svæðinu og á bæ- inn Nablus á Versturbakkanum. Meðal skotmarkanna var þyrluflug- skýli Yassers Arafats og munu allar þrjár einkaþyrlur hans hafa eyðilagst í árásinni, auk lendingarpalls. Engar fréttir höfðu i morgun borist um mannfall í árásunum, en sagt að um Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, hefur látið öryggissveitir sínar handsama rúmlega eitt hundr- að róttæka múslíma, eins og banda- rísk stjórnvöld hafa farið fram á. Arafat á hins vegar á hættu að lenda upp á kant við eigin þjóð fyr- ir bragðið, að sögn breska blaðsins Guardian í morgun. Palestínskar öryggissveitir tóku fimm menn í borginni Jenin á Vest- urbakkanum, sem ísraelar segja að sé helsta uppeldisstöð sjálfs- morðsárásarmanna. Þrír hinna handteknu tilheyra Hamas en hinir tveir samtökunum Heilögu stríði ís- lams. Mennirnir voru teknir í kjöl- far sjálfsmorðsárásanna í Haifa og Jerúsalem um helgina sem urðu 25 manns að bana. „Ef skipunin þar um kemur mun- REUTER-MYND Arafat í vanda Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, hefur sigað öryggissveitum sinum á harðlínumenn. um við gera það,“ sagði Ahmed Ala, yfirmaður í þjóðvarðliði Arafats. „Þessir menn eru vinir okkar og börðust með okkur gegn hernámi ísraels en ég fylgi skipunum frá æðstu stöðum." Að sögn Guardian er ekki ljóst hvaða áhrif aðgerðir sveita Arafats gegn harðlínumönnum munu hafa á tilraunir manna til að binda enda á uppreisn Palestínumanna sem hef- ur nú staðið í rúmt ár. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær með miklum meirihluta atkvæða nokkrar álykt- anir þar sem meðal annars er hvatt til þess að Palestiunumenn fái sjálfsákvörðunarrétt. Sendiherra ísraels kvartaði yfir því að ályktan- irnar hefðu verið samþykktar eins og ekkert hefði gerst um helgina. 5*Ví -.1 IIEFIJU I»IJ Sl-1) I»H\\A\ HIL? Efþú hefurséð þennan bill sem stolið var á sunnudagsmorgun úr miðbænum með skráningarnúmerið KC 007 vinsamlegast hafðu þá samband við lögregluna í Reykjavík eða við Grim Hannesson í síma 698-4157.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.