Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 DV Fréttir mmmmmmá Umsjón: Btrgir Guömundsson netfang: birgir@dv.is Jólasveinar á Alþingi Á kreml.is er iðulega að finna hvassa palladóma um menn og málefni og er það ýmist í gamni eða alvöru. Á vefsið- unn er nú að finna hugleiðingar um hvernig það væri ef „alþingismenn væru alvöru, en ekki plat jólasveinar". Þar getur m.a. að líta eftirfar- andi: „Stúfur - það hlýtur að vera Ólafur Öm Haraldsson, ekki bara sökum fýsískrar smæðar heldur einbeitts vilja til aö vera stór, þó hann verði alltaf lítiIL Þvörusleikir - það myndi vera Sólveig Pétursdóttir sem reynir að sleikja allar þvörur sem að henni eru réttar og skilar öngvu frá sér nema fullsleiktu... Hurðaskellir - það er freistandi að nefna Jóhönnu Sigurðar- dóttur í þessu samhengi en Ágúst Ein- arsson myndi vinna ef hann væri á þingi. Skyrgámur - Jón Bjarnason, það er bara til eitt orð sem lýsir þessum gæja - SKYR... Gluggagægir - Kolbrún Halldórsdóttir, vill helst fylgjast með lífi okkar allra en það verður jú best gert meö gluggagægjum. Gáttaþefur - Það hljóta allir að sjá að það er Pétur Blöndal, það er næstum eins og hann sé fyrirmyndin að Gátta- þef. Var Gáttaþefur til áður en Pétur varð til?....“ Sendir Ögmundi tóninn í pottinum fylgjast menn grannt með því hvernig fjandskapurinn í orðræð- unni milli framsóknarmanna og vinstri grænna stigmagnast. Á vefsíöu sinni er Valgerður Sverris- dóttir að svara grein frá Svanfríði Jónas- dóttur um byggða- stefnu en getur greini- lega ekki stiilt sig um að senda Ögmundi Jónassyni kveðju í leiðinni. Valgerður segir: „Hann (Ög- mundur) hefur notað hvert tækifæri til þess að berjast gegn því að flytja störf út á land og sent mér tóninn í þeim efnum, t.d. í sambandi við flutning Byggðastofn- unar. Hann getur því bara átt sig meö sína hentistefnu, sem miðast við það hvernig vindar blása hverju sinni, auk þess sem hann á erfitt með að skilja milli stööu sinnar sem þingmanns og formanns BSRB.“ Það fer að verða held- ur ótrúlegt að hægt verði að mynda vinstristjórn eftir næstu kosningar þeg- ar tónninn er svona... Össur spyr En ólíkt VG þykir forusta Samfylk- ingarinnar vera dugleg við að bjóða framsóknarmönnum upp í vinstrimenú- ett. Þannig hendir össur Skarphéðins- son, formaður Sam- fylkingarinnar, á það í forustugrein á vefsíðu flokksins í gær að hæöi Davíð Oddsson og Tómas Ingi Olrich hafi í raun veist að Halldóri Ásgrímssyni í síöustu viku þegar þeir töluðu um óheillaverk manna sem töluðu gengi krónunnar niður með tali um evru og ESB. „Á hvaða stig er samstarf í ríkis- stjórn komið þegar forsætisráðherra get- ur ekki lengur rætt augliti til auglitis málefni Evrópusambandsins við utan- ríkisráðherra en sendir honum tóninn utan úr bæ einsog strákur á götu?“ spyr Össur og kyndir undir þeim samhljómi sem er milii Framsóknar og Samfylking- ar í Evrópumálum Spurt um Þórarin Legið hefur í loftinu að frí Þórarins Viðars Þórarinssonar frá forstjórastóli Símans hafi átt að enda nú um mánaða- mótin. Starfsmenn Símans bíða vist í of- væni eftir því hvort hann snýr aftur og ; mætir í vikunni en spurst hefur af ferðum Þórarins í samgöngu- ráðuneytið nýlega. Væntanlega hefur hann — þá fengið línuna um framhaldiö en enn hefur ekki tekist að ganga frá sölunni á fyrirtækinu. Óskar Jósefsson forstjóri sýnir ekkert fararsnið á sér og tekur hann æ meiri þátt í framtíðarstefnumörkun Símans... Mikið kvartað yfir litlum snjómokstri í íbúðagötum í Reykjavík: Mokað dag og nótt - erfitt að komast að fyrir bílum, segir gatnamálastjóri borgarinnar Sigurður Skarphéðinsson, gatna- málastjóri Reykjavíkurborgar, segir að klukkan íjögur i fyrrinótt hafi verið lagt af stað með 45 snjómokst- urtæki til að hreinsa snjó af öllum helstu samgönguleiðum höfuðborg- arinnar. Um 15 til 20 tækjum var síðan bætt við á milli klukkan sjö og átta í gærmorgun. Reyndar var mokað meira og minna alla helgina en vart hafðist undan vegna snjó- komu. Talsverðar kvartanir hafa verið vegna lítils moksturs í íbúðagötum. Sigurður segir að aðalvandamálið sé að oft sé eriitt að koma mokst- urstækjum að þar sem bílum er þétt lagt viö göturnar. Því verði að bíða eftir að íbúar komi bílum sínum í burtu. Þetta hafi orsakað það að viða lenti fólk í vandræðum um helgina. Sigurður sagði að síðdegis í gær hefði verið meiningin að allur flotinn færi í að hreinsa húsagötur. „Það er líka mjög algengt að fólk kvarti vegna þess að við séum að ryðja fyrir innkeyrslur. Því er til að svara að við komumst einfaldlega ekki yfir að moka út úr innkeyrsl- um sem eru nokkrir tugir þúsunda í borginni allri. Ef við ættum að fara að stinga út úr hverri einustu þeirra kæmumst við einfaldlega ekki yfir það sem okkur er ætlað að gera,“ sagði Sigurður. „Okkar plan gengur út á það að gera allar aðalgötur færar áður en morgunumferðin hefst.“ Sigurður segir grunnflota snjó- moksturstækja borgarinnar saman- Skipt yfir á vetrardekkin Margir ökumenn voru enn á sumardekkjunum þegar sjó fór aö kyngja niöur í síöustu viku. Þaö var því mikiö aö gera á dekkjaverkstæöum borgarinnar í allan gærdag enda flestir búnir aö fá nóg af vonlausu spóli í vetrarfæröinni. DV-MYNDIR GVA Veghefill ryður íbúðagötu í Reykjavík Gatnamálastjóri segir oft erfitt aö koma stórum tækjum aö til aö ryðja vegna bíla sem lagt er í götunum. standa af 8 öflugum vörubílum sem bæði eru með tönn og saltkassa. Þá er greiður aðgangur að verktökum sem kallaðir eru út eins og í fyrri- nótt. Þannig voru 37 snjómoksturs- vélar á vegum verktaka komnar í vinnu klukkan fjögur í gærmorgun og um 15 til 20 bættust við þann flota um þrem tímum síðar. Sigurð- ur telur þetta þokkalegan tækja- fjölda miðað við að gatnakerfi höf- uðborgarinnar er um 370 km. Klukkan sjö í gærkvöldi var byrj- að að keyra burt snjó úr verslunar- götum miðbæjarins. Var því haldið áfram til miðnættis. í framhaldinu var áætlað að keyra burt snjó af þeim hlutum Miklubrautar þar sem snjór er farinn að þrengja verulega að akbrautinni. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, segir sjó og úrkomu ekki vera að slá nein met enn sem komið er. Hins vegar er bú- ist við köldu veðri og snjókomu eða éljum áfram næstu daga. Það þarf því ekki mikið að hreyfa vind svo allt verði kolófært á höfuðborgar- svæðinu. „Það er einmitt það sem maður óttast," segir Sigurður Skarphéðinsson. Hann segir veður- spá geri þó sem betur fer ekki ráð fyrir neinu hvassviðri næstu daga. Hjá Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda hefur verið annasamt eftir að snjó fór að kyngja niður. Hafa þjón- ustubila FÍB verið á þönum við að starta rafmagnslausum bílum og bjarga öðrum, bæði bensínlausum og þar sem frosið hefur vatn i bens- íni. Mjög algengt virðist vera að bíl- ar verði rafmagnslausir í kuldum eins og að undanfórnu. Stefán Ás- grímsson hjá FÍB vildi koma þeim tilmælum á framfæri við fólk að það léti mæla rafgeyma bíla sinna á næstu bensínstöð eða hjá rafgeyma- þjónustum. Það væri einfalt mál að Öskukarlar að störfum Nauðsynlegt er aö fólk moki frá sorptunnum sínum til aö tryggja þaö aö hægt sé aö sinna þessari bráönauösynlegu þjónustu. komast að þvi hvort rafgeymarnir væru orðnir lélegir. Hann segir raf- orkuþörf nýrra bíla stöðugt fara vaxandi. Hins vegar sé algengt að bílarnir séu með helst til of litlum rafgeymum. Þegar keyrt sé af stað i kulda og snjó stuttar vegalengdir dugi aksturinn ekki til að endur- nýja orkuna á geymunum. Bara aft- urrúðuhitarinn einn og sér taki raf- magn á við hraðsuðuketil. Þá er eft- ir að reikna með orkunotkun vegna ljósa, miðstöðvar og annars búnað- ar. -HKr. Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna. Jóladagskráin í Vetrargarðinum í dag! 1630 og 17:30 JÓlasagan lesin 16:00 -18:00 Jólasveinn í Vetrargarði Smáralindar 17:00 og 18:00 Jólasveinar skemmta Ævintýraheimur barnanna í JÓlalandÍnU i allan dag Einnig verður líf og fjör í Veröidinni okkar og göngugötunni í dag frá klukkan 16:00 þarsem fiðlu- og harmonikkuleikarar skapa rétta jólaandann. (ij> Smáralind \ -RÉTTI JÓLAANDINN Verslanir opnar i dag milli klukkan 11:00 og 20:00 • www.smaralind.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.