Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 28
Aðeins kr. 1.050 Nissan Almera bíialeigubílar skráðir 06/00 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 DVJVIYND SBS Á slysstaö í gær Báöir bílarnir eru ónýtir eftir árekst- urinn sem var geysiharöur. Árekstur á Eyjafjarðarbraut: Tveir klipptir úr bílunum Tveir ungir menn eru mjög mikið slasaðir eftir geysiharðan árekstur tveggja bifreiða á Eyjafjarðarbraut eystri í gær, á móts við gamla veginn sunnan flugvallarins. Tildrögin voru þau að tveimur bif- reiðum var ekið til norðurs og ætlaði ökumaður þeirrar bifreiðarinnar sem á undan fór að beygja til vinstri inn á gamla veginn en þurfti að stöðva vegna umferðar á móti. Ökumaður bifreiðarinnar sem kom á eftir áttaði sig ekki fyrr en of seint á að fremri bifreiðin hafði numið staðar og til að afstýra árekstri fór hann yfir á hinn vegarhelminginn og hafnaði þar á bif- reiðinni sem á móti kom. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fastir í bifreiðum sínum og þurfti tækjabíl slökkviliðsins á vettvang til að hægt væri að klippa þá út úr bílflökunum. Þeir voru mikið slasaðir en þó ekki taldir í lífshættu. Annar þeirra var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöld og gekkst þar undir aðgerð. Báðir bílarnir eru ónýt- ir. -gk 3ÓKV\T\Ð í ASKANA! Framlag til fatlaðra: Hækkun um 200 milljónir - segir ráðherra Stjórnvöld hafa ákveðið að setja 70 milljónir til viðbótar því sem gert hafði verið ráð fyr- Páll Pétursson. DV-MYND GVA Beöið eftir lyftuopnun Þessir strákar í Breiöholtinu í Reykjavík biöu spenntir eftir aö skíðalyftan utan / Vatnsendahæö, færi í gang í gær. Þeir ætluöu ekki aö missa afneinu og voru tilbúnir strax eftir hádegi þó lyftan ætti ekki aö fara í gang fyrr en um klukkan fimm. Snjórinn aö undanförnu hefur kætt mjög skíðafólk um allt land og ekki síst á höfuöborgarsvæöinu. Þar var nær enginn snjór í fyrravetur. Sjá nánar umfjöllun um snjó og snjómokstur á bls. 6. ir í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2002 í fram- kvæmdasjóð fatl- aðra. Hlutverk sjóðsins er m.a. að sjá um uppbygg- ingu búsetuúr- ræða fyrir fatlaða. Þessi viðbótarfjár- hæð til verkefnis- ins var samþykkt við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins. Fjárlaganefnd lagði fram umrædda breytingartillögu við fjárlagafrum- varpið sem var samþykkt við aðra umræðu þess. Fjárlagafrumvarpið hefur hækkað um 200 milljónir hvað varöar málefni fatlaðra frá því að það var lagt fram. Fjáraukalögin hafa hækkað um 90 milljónir tU málaflokks fatlaðra, að sögn Páls Péturssonar fé- lagsmálaráðherra í morgun. „Ég vU auðvitað fá sem mesta pen- inga í þennan málaflokk," sagði fé- lagsmálaráðherra. „En það verður að forgangsraða," DV birtir ítarlega fréttaskýr- ingu um málefni fatlaðra á morg- un. -JSS Alþjóðleg könnun í OECD-löndunum: Islenskir unglingar miðlungs námsmenn - mjög marktækar niðurstöður að mati formanns menntamálanefndar íslenskir unglingar eru miðlungs námsmenn samkvæmt könnun sem gerð hefur verið Slgríöur Anna Þórðardóttir. hjá OECD í aUs 31 Evrópulandi. Könnunin náði til lestrar, stærð- fræði- og raun- greinakunnáttu (annarrar en stærðfræði) hjá 15 ára nemendum. 265.000 námsmenn tóku þátt í rann- sókninni sem er sú umfangsmesta sinnar tegundar sem gerð hefur verið. Bestur árangur náðist hjá fslend- ingum í lestri. Þar erum við í 12. sæti en Finnar, Kanadamenn og Ástralir eru á toppnum. í stærð- fræði eru Japanar og Kóreubúar hæstir en íslendingar verma 13. sætið. Raungreinalæsi íslenskra unglinga er heldur slakara. Þar lendum við í 16. sæti en Kóreubúar og Japanar eru á toppnum. í dag verður kynning á niðurstöð- um könnunarinnar hérlendis og vildi Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður menntamálanefndar Al- þingis, ekki tjá sig um hvort árang- urinn væri ásættanlegur miðað við þá fjármuni sem íslenska ríkið ver til menntamála fyrr en hún væri búin að kynna sér niðurstöðurnar. Hún sagðist hins vegar vera mjög forvitin að sjá stöðu íslendinga í al- þjóðlegu samhengi og taldi ljóst að mjög væri vandað til könnunarinn- ar, auk þess sem hún væri langstærsta samanburðarrannsókn sem gerð hefði verið. „Þetta hljóta að vera mjög marktækar niðurstöð- ur,“ sagði Sigríður Anna. „Skóla- rannsóknir eru mikilvægar til þess að við getum náð fram þeim breyt- ingum sem við þurfum að gera. Það er algjör nauðsyn fyrir okkur að taka þátt í svona rannsóknum til að vita hvar við stöndum. í mörgum löndum má finna tölu- verðan kunnáttumun á lestri kynj- anna, stúlkunum í vil. Félagslegur bakgrunnur nemenda var einnig kannaður og kom í ljós að sterkt samband er milii félagslegrar stöðu og góðs árangurs í sumum löndum, s.s. í Bretlandi, Ástralíu og Belgíu. Andreas Schleicher, OECD, segir hins vegar f samtali við breska dagblaðið Guardian: „í Finnlandi gengur öllum vel og þar hefur félagslegur bakgrunnur lítil áhrif. -BÞ Samningar tókust ekki um SL - Heimsferðir og Ævintýraferðir ráða starfsfólk Heimsferðir og Ævintýraferðir hafa þegar ráðið og munu ráða hluta af starfsfólki Samvinnuferða- Landsýnar í vinnu. Þessir tveir að- ilar ákváðu hins vegar að taka ekki gagntilboði skiptastjóra þrotabús ferðaskrifstofunnar um níuleytið í morgun þegar frestur til þess rann út. Heimsferðir hafa þegar tryggt sér viðskiptasamninga sem snúa að Kanaríeyjum og Benidorm - við- skipti sem Samvinnuferðir-Landsýn höfðu áður. „Við gerðum Ragnari Hall skipta- stjóra mjög gott tilboð með góðum greiðslum beint inn í búið en nú Ragnar Hall. Andri Már Ingólfsson. metum við það svo að mikið af þess- um samböndum séu farin. Við treystum okkur ekki til að ganga að því sem skiptastjórinn setti upp sem er miður. Við töldum ákveðna möguleika þarna en þetta hrynur svo hratt í þessum viðkvæmu við- skiptum aö við ákváðum að halda okkur tU hlés,“ sagði Andri Már Ingólfsson hjá Heimsferðum við DV í morgun. Þeir sem hafa sýnt þrotabúi ferða- skrifstofunnar áhuga telja að með hverjum deginum og klukkustundinni sem líður minnki í raun verðgildi þrotabúsins því á meðan aukast möguleikar annarra ferðaþjónustuað- ila að tryggja sér viðskiptavUd sem Samvinnuferðir nutu á meðan fyrir- tækið var í rekstri. -Ótt Útiljós Rafkaup Ármúla 24 • S. 585 2800 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.