Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 7 i I ! DV HEILDARVIÐSKIPTI - Hlutabréf ] - Húsbréf MEST VIÐSKIPTI ; © Bakkavör o Pharmaco Hlutabréfasj. Búnaöarb. 11 m.kr. MESTA HÆKKUN O Tryggingamiðstööin 5,4 % O Hlutabréfasjóöur Islands 3,5% ©Íslandssími 2,4 % MESTA LÆKKUN OBaugur 3,8 % ©Landsbankinn 3,8 % © Sjóvá-Almennar 3,5 % ÚRVALSVÍSITALAN 1.087 stig - Breyting O 1,16 % Evrur strax á miðnætti Finnski Seðla- bankinn verður opn- aður á miðnætti á gamlárskvöld til að gefa landsmönnum kost á að ná sér í evru-seðla og -mynt um leið og gjaldmið- illinn verður opinber mynt land- anna. Tíminn hjá Finnum og Grikkjum er einni klukkustund á undan öðrum evruríkjum og því verður nýi gjaldmiðillinn fyrst gjaldgengur i þessum löndum. í gær tilkynnti finnski seðlabank- inn að allir fimm afgreiðslustaðir hans verði opnir frá miðnætti til klukkan eitt á nýársnótt. „Við bú- umst nú ekki við örtröð,“ sagði Antti Juusela, starfsmaður bank- ans, „en héldum það gæti verið gaman að bjóða upp á þessa þjón- ustu.“ Hún var auglýst sem New Year Europening. Enn eykst hús- bréfaútgáfa Samkvæmt bráðabirgðatölum frá íbúðalánasjóði nam fjárhæð útgef- inna húsbréfa í nóvember 3,5 millj- örðum króna samanborið við 2,6 milljarða í nóvember í fyrra. í Morgunkorni Islandsbanka í gær kom fram að það sem af er ár- inu nemur útgáfan um 29,4 milljörð- um króna samanborið við 26,2 millj- arða á sama tímabili í fyrra. í nóv- ember var samdráttur í fjölda lána til kaupa á notuðu húsnæði en mik- il aukning í lánum til nýbygginga. Það sem af er árinu er aukningin hlutfallslega mest í lánum til bygg- ingaraðila en minnst til kaupa á notuðu húsnæði sem að sögn Grein- ingar íslandsbanka staðfestir vís- bendingar þess efnis að fjármögnun- in sé að færast yfir til byggingaraö- ila. 04.12 .2001 kl. 9.15 KAUP SALA F ÍDollar 106,540 107,090 KiSlPund 151,570 152,350 ; l*Hkan. dollar 67,500 67,920 I Slpönsk kr. 12,7410 12,8110 rfir-Norsk kr 11,8820 11,9470 C—Sænsk kr. 9,9800 10,0350 hHFi. mark 15,9473 16,0431 _jFra. franki 14,4550 14,5418 ] LÍÍBelg. franki 2,3505 2,3646 : eai Sviss. franki 64,3600 64,7100 BhoII. gyllini 43,0267 43,2852 ^jpýskt matk 48,4798 48,7712 Jjh. líra 0,04897 0,04926 i VÚAust. sch. 6,8907 6,9321 3port. escudo 0,4730 0,4758 ' ]Spá. peseti 0,5699 0,5733 • Jjap. yen 0,86060 0,86580 | jírskt pund 120,394 121,117 SDR 134,8200 135,6300 EUecu 94,8183 95,3881 ; 1.470 m.kr. 118 m.kr. 418 m.kr. 42 m.kr. 20 m.kr. Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaðiö Hagnaður Baugs dregst saman um 67% milli ára Afkoma Baugs fyrstu níu mánuði ársins dróst saman um 67% milli ára. Hagnaðurinn nam 131 milljón króna miðað við 394 milljónir á sama tímabili í fyrra. Framlegð fé- lagsins dróst saman milli ára. Fram- legð félagsins var 4,1% fyrstu niu mánuði ársins en 6,4% á sama tíma- bili í fyrra. Tekjur félagsins jukust um 58%, úr 16.513 milljónum í 26.054 milljónir. Gjöldin jukust að- eins meira eða um 62% úr 15.453 milljónum í 24.977 milljónir. Afskriftirnar rúmlega tvöfaldast á milli ára úr 342 milljónum í 716 milljónir. Fjármagnsgjöldin aukast um 113% úr 211 milljónum i 450 milljónir. Á móti þessu kemur eykst hagnaður hlutdeildarfélaga um 1500% úr 38 milljónum í 626 milljón- ir. Það sem dregur hagnaðinn niður á milli ára eru önnur gjöld að upphæð 284 milljónum króna og hlutdeild minnihluta sem voru 39 milljónir en báðir þessi liðir voru núll í fyrra. Bakkavör Kaupþing hf., Búnaöarbanki íslands hf., íslandsbanki hf. og MP-Veröbréf hf. munu annast sölu til fagfjárfesta á íslandi. 2,9 milljarða hlutafjár- útboð hjá Bakkavör - 700 milljónir seldar almenningi Hlutaijárútboð Bakkavarar í tengslum við kaup þess á matvæla- fyrirtækinu Katsouris Fresh Foods Ltd mun nema alls 2,9 miUjörðum króna að söluverðmæti. Útboðið verður tvískipt. Þannig er áformað að selja bréf fyrir 700 miUjónir króna til almenn- ings á genginu 6,8 sem þó gæti lækkað ef endanlegt útboðsgengi, sem ákvarðast mun af áhuga fag- fjárfesta, verður lægra. Sala tU al- mennings mun fara fram með raf- rænum hætti á heimasíðu Kaup- þings frá klukkan 10 að morgni föstudagsins 7. desember næstkom- andi tU klukkan 18 miðvikudaginn 12. desember. HeimUd tU aukningar hlutafjár í allt að 3,6 miUjarða króna. Þá er ætlað að selja hlutabréf fyr- ir 2,2 miUjarða króna til fagfjárfesta á íslandi, í Sviþjóð og i Danmörku. Útboðsgengi verður á bilinu 6,2-6,8. Mun endanlegt útboðsgengi ákvarð- ast af áhuga fagfjárfesta á sk. „book- building" tímabili, sem er frá kl. 10.00 mánudaginn 3. desember nk. til kl. 18.00 miðvikudaginn 12. des- ember nk. Tilkynnt verður um end- anlegt útboðsgengi eftir lok „book- building" tímabils. Heimilt er að hækka fjárhæð hlutafjár sem boðið verður fagfjárfestum um aUt að kr. 700.000.000, í allt að kr. 2.900.000.000 að markaðsvirði, enda verði um verulega yfiráskrift fagfjárfesta að ræða. Kaupþing hf., Búnaðarbanki íslands hf„ íslandsbanki hf. og MP- Verðbréf hf. munu annast sölu til fagfjárfesta á íslandi, Aragon Fond- komission AB og Kaupþing Invest- ment Bank, Stokkhólmi, til fagfjár- festa í Svíþjóð og Kaupþing Bank Danmark til fagfjárfesta í Dan- mörku. Þannig verður heimilt að hækka heildarfjárhæð útboðsins í allt að 3,6 miUjarða enda verði um veru- lega umframeftirspurn að ræða. Mun fjárhæð skuldabréfs með breytirétti, sem gefið verður út sam- fara útboðinu, þá lækkuð um sam- svarandi fjárhæð. Bakkavör Group hf. og umsjónar- aðilar útboðsins áskilja sér allan rétt tU að hverfa frá og breyta fram- angreindri áætlun um skiptingu á milli þess sem ætlað er að selja tU almennings annars vegar og fagfjár- festa hins vegar, tU samsvörunar við það hver eftirspurn verður eftir hlutabréfum frá hvorum hópi um sig. Tap KEA 419 milljónir króna Tap varð af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfélaga fyrstu níu mánuði ársins að upphæð 419 milljónir króna. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á samstæðu Kaupfélags Eyfirðinga frá fyrra ári. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 3.904 milljónum króna og rekstrargjöld fyrir afskriftir og vexti námu 3.705 milljónum króna. Afskriftir námu 185 milljónum króna og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 60 milljónum króna. Fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur námu 606 milljónum króna og vegur þar stærst gengistap af erlendum lánum og afleiðusamn- ingum að fjárhæö 517 milljónir króna. Tap af reglulegri starfsemi félagsins eftir skatta nam 440 millj- ónum króna en tap ársins nam 419 milljónum króna. Veltufé til rekstr- ar nam 413 milljónum króna. Bók- fært eiginfjárhlutfall samstæðu er 25% og móðurfélags 40%. Uppgjöriö vonbrigöi Eiríkur S. Jóhannsson kaupfé- lagsstjóri segir uppgjörið vonbrigði líkt og sex mánaða milliuppgjörið en áfram verði unnið að þvi að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri innan samstæðunnar. Ytri skilyrði félagsins eru áfram óhagstæð eins og flestra annarra fyrirtækja og veg- ur þar þyngst staðan á fjármagns- mörkuðum. í nóvember var lokið samningum við helstu lánardrottna móðurfélagsins um endurfjármögn- un skammtímaskulda. Við þá end- urfjármögnun fer veltufjárhlutfall samstæðunnar miðað við tölur úr niu mánaða uppgjöri úr 0,48 í 1,03 fyrir samstæðuna en úr 0,35 i 2,7 fyrir móðurfélagið. Eiginlegur rekstur móðurfélagsins hefur breyst mikið frá fyrri tíð og einkennist rekstur þess nú fremur af starfsemi eignarhalds- og fjárfestingarfélags. Um áramótin verða allar eignir og skuldir Kaupfélags Eyfirðinga svf. færöar í sérstakt hlutafélag sem mun hafa fjárfestingar- og eignaum- sýslu að meginstarfsemi. ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ( Láttu þér ekki (Wa5t! j.;, Aldrei hefur Bert átt svona marga aðdá- endur - á öllum aldri og af öllum geröum. Þrettánda bókin um þessa sívin- sælu sögu- persónu. í i m Skemmtilegar og áhrifamiklar frásagnir af vináttu, úrsígildum bókum vinsælla barnabókahöfunda. Hrífandi lýsingar á sterkuni tilfinn- ingum og skoplegum atvikum. Svanur Andersson - kvennagullið fræga, rómantíski riddarinn, hetja allra stelpna. Tíunda bókin í þessum vinsæla bókaflokki. t Ný söguhetja frá höfundum Bert-bók- anna. Emanúel veitir okkur innsýn í heim nútímaunglings- ins, þar sem spjallrásirnar eru jafnsjálf- sagðar og ástin, tón- listin og skólinn. SkjaJdborg bókaútgáfa Grensásvegi 14 • icé Iteykjtá'Sírri 586-2400• Fwc5888994 ’mmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmt^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.