Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 Fréttir DV Atburðarás hjá björgunaraðilum þegar Svanborgu SH rak upp við Svörtuloft: Varnarlið var kallað út fljótlega eftir Mayday-kall - flugtak einni og hálfri klukkustund eftir útkall - tafir vegna storms við flugskýli armenn af Snæfellsnesi höfðu þá ver- ið við slysstað í um hálfa klukku- stund, eftir að hafa gengið talsverða vegalengd um torfarna leið með bún- að sinn. Útilokað reyndist fyrir sveit- irnar að bjarga áhöfn Svanborgar. Afrek meö nætursjónauka Varnarliðsmenn sem notuðu nætursjónauka, búnað sem gerir þeim kleift að sjá nánast í algjöru myrkri, hófust þegar handa við að stilla þyrluna af og senda sigmann niður. Áhöfn TF-SIF bað björgunar- sveitarmenn, sem biðu átekta á og við björgin fyrir ofan slysstað, um að slökkva ljós en slíkt truflar virkni nætursjónauka varnarliðs- manna. Einnig voru áhafnir báta sem lónuðu fyrir utan beðnar um að slökkva sín ljós. Þegar hinn bandaríski sigmaður varnarliðsins seig niður var aðeins einn skipverji enn þá um borð. Honum hafði tek- ist að halda sér í foráttubrimi á meðan Svanborg slóst til í stórgrýt- inu. Þrjá félaga hans hafði tekið fyr- ir borð. Eins og fram kemur í viö- tali við skipverjann á blaðsíðu 2 vann bandaríska þyrlusveitin frækilegt björgunarafrek við að ná honum við óvenjuerfiðar aðstæður. Áhöfn þyrlunnar lét skipbrots- manninn af Svanborgu SH síga nið- ur við bjargbrún þar sem björgun- arsveitarmenn og læknir tóku við honum. Varahlutur í stýribúnað TF-LÍF er á leið til landsins. Búist er við að við- gerð taki fljótt af er hann berst. -Ótt Köll í talstöð á neyðarrás 16 á VHF-bylgju um klukkan kortér fyrir sex á fóstudag urðu til þess að björg- unarsveitarmenn og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að freista þess að bjarga skip- brotsmönnunum á Svanborgu SH frá Ólafsvík þegar bátinn var að reka Leitaö aö skipverjum af Svanborgu SH Fjöldi báta hefur leitaö um helgina aö tveimur sjómönnum sem saknaö er af Svanborgu SH. Lík eins skipverja fannst á laugardag. DV-MYND GVA Varnarliösmenn meö nætursjónauka Þegar þyrlusveit varnarliösins kom á slys- staö viö Svörtutoft notaöi áhöfn björgunar- þyrlunnar nætursjónauka sem gerir kleift aö sjá nánast í algjöru myrkri. Á meöan þurfa hins vegar Ijós aö vera slökkt. upp í stórgrýtið við Svörtuloft á Snæfellsnesi. Tveimur mínút- um síðar sendi Svanborg SH út Mayday-neyðarkall. Tæpri hálfri klukkustund síðar, klukkan 18.15, óskaði Landhelg- isgæslan eftir að þyrlur varnar- liðsins yrðu einnig kallaðar út en á þeim tíma var bátinn um það bil að reka upp. Þremur mínútum síðar tilkynntu áhafnir báta við strandstað að ljós Svanborgar SH hefðu slokknað. Þegar Super Puma-þyrla Gæslunnar, TF-LÍF, var komin að Malarrifi, klukkan 19.20, og átti þá aðeins eftir um tíu mín- útna flug að strandstað, kom upp alvarleg bilun í stýribún- aði vélarinnar. Bilunin hafði það í fór með sér að þyrlan varð óstöðug og ekki hefði ver- ið mögulegt fyrir áhöfn hennar að at- hafha sig yfir Svanborgu. Var ákveð- ið að vélinni yrði snúið viö og var henni flogið óstöðugri til Reykjavík- ur. Þar fór sama áhöfn, að undan- skildum flugstjóra, um borð í minni þyrlu Gæslunnar, TF-SIF, sem þá hafði verið sett í gang og var tilbúin til flugtaks. Flugstjóri stóru þyrlunn- ar varð hins vegar að vera eftir vegna bilunarinnar. Minni vélin fór í loftið klukkan 20. Á meðan á þessu stóð höfðu tvær áhafnir á þyrlum varnarliðsins átt í mestu erfiðleikum með að koma vél- unum út úr flugskýli á Keflavíkur- flugvelli vegna gífurlegs hvassviðris. Þetta tafði flugtak hjá þebn. Önnur vélanna náði þó að leggja af stað klukkan 19.45, hálfri annarri klukku- stund eftir útkall og kom að Svörtu- loftum rétt á undan TF-SIF eða klukkan um hálfníu. Björgunarsveit- Baltasar Kormákur: Skelfilegt áfall „Þetta er skelfi- legt áfall. Fyrst komu bara neistar en þetta endaði með því að 10 metra eldtungur stóðu upp í loftið," sagði Baltasar Kormákur, leik- stjóri kvikmynd- arinnar Hafið, um það óhapp sem átti sér stað í Neskaupstað aðfara- nótt laugardags þegar eldsvoði varð í geymsluhúsnæði Síldarvinnslunn- ar þegar verið var að taka upp upp- hafs- og lokaatriði kvikmyndarinn- ar. „Við vorum búin að undirbúa þessar upptökur i tiu daga og höfð- um meðal annars fengið aukafólk til starfa. Á staðnum voru slökkviliðs- bíll og sjúkrabíll og margt annað hafði verið gert til að forðast óhöpp þannig að allar viðeigandi ráðstaf- anir höfðu verið gerðar. Mér finnst þetta hræðilega leiðinlegt, ekki síst gagnvart íbúum Neskaupstaðar sem hafa verið okkur einstaklega hjálp- legir svo mánuðum skiptir," sagði Baltasar. - En var eldsvoðinn ekki sjálfur tekinn upp? „Já, að vísu var það gert. Ég veit hins vegar ekki hvort við notum það því þarna ríkti algjör örvænting. Við skutum á þetta en það var líka gert í fullu samráði við eigendur húsnæðisins. Við eigum eftir að sjá hvemig tökurnar koma út en þær voru framkvæmdar án svokallaðs monitors, skjás sem leikstjóri fylgist alltaf með af. Við erum tryggð með svokallaðri all-risk áhættutryggingu fyrir slys- um sem þessum hjá Sjóvá-Almenn- um. Fyrir fram höföum við kynnt þetta atriði fyrir félaginu í smáatrið- um og það komu engar athugasemd- ir þaðan. Nú er bara að sjá hvort menn standa sig hvað það varðar," sagði Baltasar Kormákur. -Ótt Upphafs- og lokaatriði kvikmyndarinnar Hafið: Eldsvoði þegar tökur stóðu yfir Slökkviliðsmenn frá Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði, auk björg- unarsveitarmanna, börðust í nokkr- ar klukkustundir við að ráða niður- lögum elds sem kviknaði þegar ver- ið var að kvikmynda eld og spreng- ingar í geymsluhúsnæði Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað aðfara- nótt laugardags. Um er að ræða upp- hafsatriði og endi kvikmyndarinnar Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Þegar klukkan var að verða fjög- ur um nóttina var kvikmyndatöku- fólkið að taka upp en þá vildi það slys til að eldur breiddist út, meðal annars í þakskegg. Ekki varð við neitt ráðið þó svo að miklar ráðstaf- anir hefðu verið gerðar af hálfu kvikmyndatökufólksins að koma i veg fyrir að eldurinn breiddist meira út en ætlunin var. Til að mynda voru tveir slökkvibílar á í birtingu Mikiö hvassviöri var þegar eldurinn kom upp. UV-MYNUIK tLMA Húsiö illa farið eftir brunann Slökkviliösmenn voru á sjöundu klukkustund aö ráöa niö- urlögum eldsins. staðnum, annar frá Neskaupstað en hinn frá Eski- firði, og sex slökkviliðsmenn. Leyfi hafði feng- ist bæði hjá sýslumanni og slökkvistjóran- um í Neskaup- stað til að taka umrætt atriði upp á staðnum. Auk þess eru framleiðendur tryggðir fyrir áföllum sem þessum. Fleiri slökkvi- liðsmenn voru kallaðir út og kom þriðji bíllinn brátt á vettvang. Aö sögn lögregl- unnar í Neskaupstað var ekki búið að ráða niðurlögum eldsins fyrr en á ellefta tfmanum um morguninn. Þegar eldurinn kviknaði var mikið hvassviðri í bænum. Rætt hafði verið um að fresta tökum á eldatriðinu af þeim sökum en frá því var horfið enda hafði mikil vinna verið lögð í að undirbúa hina vandasömu töku sem var síð- asta útitakan við kvikmyndagerð- ina. Húsnæðið sem brann var á árum áður frystihús en hefur á síðustu árum verið notað sem geymsla. í austurhluta hússins, sem tókst að forða frá eldinum, er hins vegar aðstaða fyrir hlýraeldi. -Ótt WÉ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 15.34 14.50 Sólarupprás á morgun 11.03 11.25 Síödegisflóð 14.49 19.01 Árdegisflób á morgun 03.31 09.53 Veöriö í Súld og rigning Suðaustan 13-18 m/s vestan til en s. 8-13 austan til á landinu. Þokusúld eöa rigning víðast hvar á Suöur- og Vesturlandi en skýjað að mestu og þurrt noröaustan til. Hiti 5 til 10 stig. Suðlæg átt Suðvestan 8-13 m/s. Rigning eða skúrir sunnan- og vestanlands en þurrt nprðaustan til. i'.OfíD iBáiiij ibj£sj Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudaguragur 9 Hití 3° tii 8° 9 hiti 3" til 8° 9 Hití 3° tii 8° Vimiur: Vindur: Vindur: 8-13 m/s 8-13 "v5 8-13'"/s t t t Suðlæg átt Veöurstofan Suðlæg átt með vætu gerlr ráð með vætu og hlýindum, fyrlr og hlýlndum, einkum suðlægri átt elnkum sunnan- meö sunnanlands lands. hlýlndum. Milt veður 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 AKUREYRI Skýjaö 3.8 BERGSSTAÐIR Hálfskýjað 3.2 BOLUNGARVÍK Skýjaö 4.1 EGILSSTAÐIR Hálfskýjaö 4.0 KIRKJUBÆJARKL. Þoka 2.4 KEFLAVÍK Alskýjað 5.2 RAUFARHÖFN Alskýjaö 4.2 REYKJAVÍK Skýjaö 4.7 STÓRHÖFÐI Súld 6.7 BERGEN Rigning 8.0 HELSINKI Slydda 1.7 KAUPMANNAHÖFN Þokumóöa 1.5 ÓSLÓ Þoka 1.8 STOKKHÓLMUR Sandbylur 3.9 ÞÓRSHÖFN Súld 9.4 ÞRÁNDHEIMUR Léttskýjaö -4.3 ALGARVE Heiöskírt 13.3 AMSTERDAM Þokumóöa 0.0 BARCELONA Léttskýjaö 6.6 BERLÍN Skýjaö -2.8 CHICAGO Heiöskírt -0.6 DUBLIN Léttskýjaö 3.1 HALIFAX Alskýjaö 1.8 FRANKFURT Heiöskírt -1.9 HAMBORG Lágþoka -2.3 JAN MAYEN Léttskýjað 2.2 LONDON Mistur 2.4 LÚXEMBORG Heiöskírt -2.1 MALLORCA Léttskýjaö 5.4 MONTREAL Alskýjað -1.8 NARSSARSSUAQ Alskýjað -6.9 NEWYORK Rigning 3.9 ORLANDO Alskýjaö 20.6 PARÍS Heiösklrt -1.1 VÍN Heiöskírt -6.2 WASHINGTON Rigning 5.6 WINNIPEG Heiösklrt -8.5 ijji’íj>:«! oþ:j11f V"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.