Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 14
14 Útlönd MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 JOV REUTER-MYND Gámsins gætt írskir lögregluþjónar standa vörö um vöruflutningagáminn þar sem átta flóttamenn fundust látnir í bænum Wexford um helgina. Fimm flótta- menn til viðbótar fundust lifandi í gáminum en meðvitundarlausir. Lögreglan rann- sakar dauða flóttamanna Alþjóðleg lögreglurannsókn er hafin á því hver beri ábyrgð á dauða átta flóttamanna sem fund- ust i gámi á írlandi um helgina. Þrir hinna látnu voru börn, fjög- urra ára drengur og tíu eða ellefu ára piltur og stúlka. Þrettán flóttamenn voru í gámin- um og lifðu fimm þeirra af innilok- unina. Þeir voru þó meðvitundar- lausir þegar þeir fundust og voru fluttir á sjúkrahús í bænum Wex- ford. Að sögn voru þeir þungt haldnir i gær en á batavegi. Talið er að flóttamennirnir séu frá Tyrklandi. Það var bílstjóri flutningabílsins sem flutti gáminn síðasta spölinn sem uppgötvaði hvers kyns var. Hann hafði þá heyrt barsmíðar og hróp úr gámin- um. írska lögreglan kannar nú hvort flóttamennirnir þrettán hafi greitt smyglurum til að skipuleggja ferða- lag sitt. Gámurinn kom upphaflega frá Ítalíu og fór með lest tíl Belgíu en þaðan með skipi til írlands. Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, hét því í gær að hafa upp á glæpamönnunum sem bera ábyrgð á dauða fólksins. Friðarverðlauna- hafar Nóbels vilia stöðva stríð Fjölmennasti fundur friðarverð- launahafa Nóbels frá upphafi vega kom sér saman um yfirlýsingu í gær um hvernig binda eigi enda á stríðsátök á 21. öldinni. Verðlaunahafarnir, sem eru komnir til Ósló að fagna hundrað ára afmæli friðarverðlaunanna, sögðu að afvopnun og stofnun al- þjóðlegs dómstóls væru lykilþættir lausnarinnar. Friðarverðlaunahafarnir, þar á meðal Dalai Lama, leiðtogi Tíbeta, og Desmond Tutu, erkibiskup i Suð- ur-Afríku, sátu á fundi í Ósló fjóra daga. Yfirlýsing þeirra verður gerð heyrumkunn í dag. Kofi Annan og Sameinuðu þjóð- irnar fá friðarverðlaunin fyrir árið 2001 afhent í dag. Hart barist gegn hryðjuverkamönnum í Austur-Afganistan: Bin Laden fer fyrir þúsund manna liði Hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden fer fyrir um eitt þúsund manna harðsnúnu liði sem verst hörðum árásum Norðurbandalags- ins og Bandaríkjamanna i skóglendi í Tora Bora-héraði i austurhluta Afganistans. Talið er að það geti orðið lokaorrusta bin Ladens. Bandarisk stjómvöld itrekuðu í gær að hann yrði framseldur, næðist hann á lífi. Dick Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, og aðrir bandarískir emb- ættismenn sögðu í gær að mynd- bandsupptaka, sem gerð var eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september og fannst i húsi í Jalalabad, sann- aði, svo ekki yrði um villst, að bin Laden hefði átt hlut að árásunum sem urðu 3.900 manns að bana. Myndbandið var tekið upp í síð- asta mánuði og sýnir bin Laden segja borðfélögum sínum frá því þegar hann hlustaði á fréttirnar af árásunum. „Það er alveg ljóst að hann vissi um þær áður en þær voru gerðar,“ sagði embættismaður sem ekki vildi láta nafns síns getið. Síðasti naglinn var rekinn í kistu talibanastjórnarinnar í Afganistan í REUTER-MYND Vígamenn í Spin Boldak Vopnaðir liðsmenn ættbálka við Spin Boldak í Afganistan gæta þess að þar sé allt með friði og spekt. gær þegar þeir þeir gáfust upp í síð- asta vígi sínu í Zulamhéraði, að því er afgönsk fréttastofa í Pakistan greindi frá. Talibanar réðu yfir 90 prósentum lands i Afganistan og skutu skjóls- húsi yfír bin Laden og al-Qaeda hryðjuverkasamtök hans þar til Bandaríkjamenn hófu hernaðarað- gerðir sínar gegn þeim fyrir tveim- ur mánuðum til að hefna fyrir árás- irnar á New York og Washington. Talsmaður Norðurbandalagsins, sem hefur náð mestum hluta Afganistans á vald sitt að undan- fomu, sagði að bin Laden og þúsund manna lið hans væri í skóglendinu í Spin Ghar eftir að Norðurbanda- lagsmenn náðu bækistöðvum þeirra í Tora Bora á sitt vald. „Hann er örugglega þar,“ sagði talsmaðurinn í samtali við Reuters. Sjónvarpsstöðin CNN sendi frétt frá Tora Bora í gær þar sem sagði að bandarískar herflugvélar hefðu varpað sprengjum á svæðið frá því í dögun. Bæði talsmaður Norður- bandalagsins og Richard Myers, for- maður herráðs Bandaríkjanna, sögðu að bardagarnir væru harðir. Ekki er vitað hvar múllann Ómar, leiðtogi talibana, er niður- kominn en Bandaríkjamenn vilja einnig fá hann framseldan, náist hann á lífi. REUTER-MYND Beðiö eftir mataraðstoðinni Afganskur drengur stendur í hópi kvenna sem bíða eftir því að fá afhentan matarskammt í dreifingarstöð matvælaað- stoðar Sameinuðu þjóðanna í Kabúl. Sameinuðu þjóðirnar hrundu af staö umfangsmikilli mataraöstoð í afgönsku höf- uðborginni um helgina og afhentu rúmlega þremur af hverjum fjórum íbúum hveitisekki. Hagkvæmt - óháð - öruggt INTERNETSAMBAND UM GERVIHNÖTT Hvar sem er! Hvenær sem er! Hringdu í síma 561 9600 og fáðu nánari upplýsingar. lOsat ehf. Borgartúni 31 ■ 105 Reykjavík ■ Sími: 561 9600 Fax: 561 9610 ■ iosat@iosat.net ■ www.iosat.net IOsat.net Óháð staðsetningu. Óháð umhverfi. Óháð tímagjaldi. Óháð bilunum á línu-, net- og símaköplum. VIRICAR HVAR SEM ER: ■ Ájökli ■ Uppi á öræfum ■ Á sjó_- Á fjöllum ■ Til sveita ■ í óbyggðum Baráttan gegn rasisma aldrei verið mikilvægari Mary Robinson, mannréttinda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að baráttan gegn kynþáttafor- dómum í heiminum hefði aldrei verið mikilvægari en síðan hryðju- verkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin í september. „Vonin um að nýtt árþúsund hefði í fór með sér nýtt tímabil virð- ingar fyrir grundvallarmannrétt- indum virðist eins og fjarlæg minn- ing núna,“ sagði Robinson í yfirlýs- ingu sem hún sendi frá sér í tilefni þess að í dag, mánudag, er haldinn hátíðlegur dagur mannréttinda. Robinson bar lof á samfylkingu gegn rasisma sem stofnað var til á ráðstefnu SÞ í Suður-Afríku. Wolfensohn gagnýnir Dani James Wolfen- sohn, forseti Al- þjóðabankans, hef- ur gagnrýnt áform nýrrar ríkisstjórn- ar i Danmörku fyr- ir áform hennar um að draga úr aðstoð við erlend ríki um sem nemur rúmum fimmtán millj- örðum íslenskra króna. Danski ut- anríkisráðherrann vísar gagnrýn- inni á bug. Sæðisgjafi borgi meðlag Sænskur karlmaður, sem gaf les- bísku pari þrisvar sinnum sæði fyr- ir tíu árum, hefur nú verið krafinn um barnsmeðlag af þeirri sem fékk forræðið eftir að parið skildi. Vill nýta vindorkuna Færeyskur arkitekt segir að Fær- eyingar eigi að nýta vindorkuna mun betur en gert er og hefur í þvi skyni gert áætlun þar sem 39 vind- myllur eiga að leysa olíunotkun af hólmi á 18 árum, að sögn færeyska blaðsins Sosialurin um heigina. Pútín kom í matinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti leit inn í mat til Gerhards Schröders Þýskalandskanslara í há- deginu í gær á heimleið frá Grikk- landi. Þykir það til marks um æ nánari tengsl þeirra. Njósnastöð í Danmörku Saddam Hussein íraksforseta tókst að setja á laggirnar svokallaða njósnastöð í Danmörku, að því er fyrrum hershöfðingi í írak sagði í viðtali við blaðið Politiken. Drottning fær lestarvagn Margrét Þórhild- ur Danadrottning og fjölskylda henn- ar taka á móti nýj- um lestarvagni úr hendi forráða- manna dönsku járnbrautanna í Ár- ósum á morgun. Lestarvagninn er sextugsafmælis- gjöf til drottningar, tæpum tveimur árum á eftir tímanum. Frakkar skoða gæslulið Hubert Védrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í gær að frönsk stjórnvöld myndu ákveða í þessari viku hvort þau tækju þátt í fjölþjóðlegu friðargæsluliði í Afganistan. Stærð gæsluliðsins hef- ur ekki enn verið ákveðin. Öll spjót á Berlusconi Silvio Berlusconi, forsæt- isráðherra Ítalíu, sætir nú harðri gagnrýni heima fyr- ir vegna neitunar stjórnar hans um að fallast á áform ESB um handtöku- heimiidir sem gilda eiga innan sam- bandsins. Berlusconi hefur verið sakaður um að láta eigin hagsmuni ráða ferðinni en hann hefur átt í útistöðum við lögin. Vinnið bug á hatrinu Jóhannes Páll páfi hvatti mann- kynið í gær til að yfirvinna hatrið og stuðla að friði í heiminum. Hann gaf einnig til kynna að hann vildi ekki að Bandaríkjamenn réðust á fleiri lönd en Afganistan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.