Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 18
18 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 31 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjðrn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjörn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Augiýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa:'Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblaö 300 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Enn hœkka skattar áfólk Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2002 var samþykkt á AI- þingi um helgina með 33 samhljóða atkvæðum stjórnar- flokkanna. Þessir fulltrúar fólksins afréðu með atkvæði sinu að seilast enn og aftur ofan í vasa almennings og hafa þaðan aukna fjármuni til að ná endum saman i bókhaldi ríkisins. Þetta var ríkisstjórn Davíðs Oddssonar líkt. Hún hefur á síðustu árum stefnt að því að auka margvíslegar álögur á almenning, einkum á þann hóp í samfélaginu sem þarf á þjónustu sjúkrahúsa að halda. Nýju lögin um ráðstafanir í ríkisfjármálum, einatt köll- uð bandormurinn, eru engin skemmtilesning fyrir fólk sem á síðustu árum hefur þurft að greiða æ hærri komu- gjöld og aðrar álögur fyrir þá þjónustu sem það hefur talið sig vera þegar búið að greiða fyrir með hefðbundnum sköttum sínum. Sem fyrr hlykkjast bandormurinn um fyrri lagasetningar Alþingis og ýmist breytir þeim eða eyðir merkingu þeirra að öllu. Ormurinn breytir ekki ein- asta lögbundnum útgjöldum ríkisins heldur skerðir bein- línis kjör fólks. Á stundum sem þessum er brýnt að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Bandormur stjórnvalda á að bæta afkomu ríkissjóðs um milljarð og sækir hann i vasa almennings. Álögur aukast, ekki síst hjá farlama gamalmennum og öðrum sjúkum landsmönnum, en nýju lögin veita einmitt heimild til að innheimta gjald fyrir dvöl fólks á sjúkra- heimilum. Allir vita hverjir helst sækja þangað þjónustu. Þetta eru ekki stórmannlegar aðgerðir og eru í besta falli til vitnis um hugmyndafátækt þeirra sem sitja við stjórn- völinn. íslendingar búa í landi þar sem fólk fær sífellt minna fyrir skattpeninga sína. Æ oftar er ráðist á kjör þess með nokkuð skipulögðum hætti og ýmist dregið úr þjónustu sem talin hefur verið sjálfsögð eða fólki gert að gjalda fyr- ir hana ríkulegra verði en áður hefur tíðkast. Þessi stefna í íslenskri pólitík er kölluð þekkilegum nöfnuin og út- skýrð með flóknari orðum en fólk skilur - og við það sit- ur sem fyrr. Tískuorðið kostnaðarhlutdeild er til að mynda fint orð og hæfilega langt, en þýðir aðeins eitt: Aukna skatta. Merkilegt hefur verið að fylgjast með þessari þróun. Hún fór að láta á sér kræla upp úr þjóðarsáttinni fyrir ríf- um áratug. Á sama tíma og skattálögur jukust eða stóðu í stað fór þátttaka fólks í útgjöldum heilsugæslustofnana og sjúkrahúsa vaxandi. Einstaka orðhákar hreyfðu mótmæl- um en svo virtist sem þorri fólks yppti aðeins öxlum og léti vitleysuna ganga yfir sig. Fyrir vikið hefur ríkið geng- ið á lagið og náð sér í auðfengið fé. Líkast til heyrist lítið frá almenningi eftir vasaleikfimi stjórnvalda um helgina. Sorgartímar í Ólafsvik Hugur islensku þjóðarinnar er hjá Ólafsvíkingum þessi dægrin. Harmsagan sem þar gerðist seint á föstudag hef- ur hreyft við öllum almenningi, enda kemur í ljós á stund- um sem þessum að 280 þúsund manna þjóðin við ysta haf er ein stór fjölskylda þegar á móti blæs. Sárastur er miss- ir fjölskyldnanna í Ólafsvík. íslendingar hugsa til þeirra, enda geta allir séð sig í þeim ómældu raunum að missa ástvini í hræðilegu sjóslysi. DV sendir fjölskyldunum hug- heilar samúðarkveðjur á þessum dimmu dögum. Sigmundur Ernir I>V Skoðun Samfylking vill afnám gjafakvóta „Það er ekki hœgt að verja að fáeinir útvaldir geti rak- að saman milljörðum með því að selja óveiddan fisk í sjónum, sem þeir eiga ekki - heldur við, þjóðin! Það ranglœti þolum við aldrei. Kjarninn í auðlindastefnu Samfylkingarinnar er þess vegna stríðslýsing gegn gjafakvótanum. “ - Verðmcetunum landað. Örfáir menn hafa náð yflr- ráðum yfir sameign okkar í sjónum. Það er ekki hægt að verja að fáeinir útvaldir geti rakað saman milljörðum með því að selja óveiddan fisk í sjónum sem þeir eiga ekki - heldur við, þjóðin! Það rang- læti þolum við aldrei. Kjarn- inn í auðlindastefnu Sam- fylkingarinnar er þess vegna stríðsyfirlýsing gegn gjafa- kvótanum. í baráttunni fyrir afnámi hans hafa burðarásar Samfylkingarinnar verið í fararbroddi, menn eins og Skúli Al- exandersson og Jóhann Ársælsson og Svanfríður I. Jónasdóttir. Okkar leiö Stefna Samfylkingarinnar er alger- lega skýr: Við viljum innkalla veiði- heimildir í áfóngum og úthluta þeim upp á nýtt á grundvelli jafnræðis aílra landsmanna. Það viljum við gera með því að leigja innkallaðar aflaheimildir á markaði. Þar meö getur enginn eignast þær. Þegar all- ar heimildir eru komnar á markað innan áratugs, skv. tillögum okkar, verður framboðið svo mikið að verð- ið verður ákaflega lágt miðað við nú- verandi stöðu. Færa má rök fyrir því að leiguverð á þorskígildiskílóið verði 12-20 krónur. Það mun gjörbreyta allri útgerð og galopna hana fyrir nýju blóði. Okkar leið tryggir ekki aðeins að allir standi jafnfætis gagnvart réttin- um til að nýta miðin held- ur líka að þeir sem fá að nýta auðlindina greiði fyr- ir það gjald sem markað- urinn ákveður og atvinnu- greinin þolir. Okkar leið lætur strandbyggðirnar njóta nálægðar sinnar við miöin. Okkar leið felur í sér sérstök úrræði fyrir byggðir sem eru í vanda vegna skorts á hráefni. Okkar leið gull- tryggir vaxtarmöguleika smábátaút- gerðarinnar sem stjórnvöld hafa ít- rekað reynt að kæfa til dauða á und- anfórnum árum. Okkar leið kemst einfaldlega næst því að leysa þau vandamál sem nú tengjast stjórn- kerfi fiskveiða. Gegn brottkasti - leiö Samfylkingarinnar Umræða dagsins snýst um brott- kast. Hvað gerir sjávarútvegsráð- herra? Jú - hann ætlar að tala við dómsmálaráðherra! Ráðherrarnir geta talað eins lengi og þeir vilja hver við annan. Það breytir því ekki að hinn raunverulegi glæpur felst í gjafakvót- anum. Af hverju stafar brottkastið? Meðal annars af því að sjómenn sem ekki fengu ókeypis kvóta eins og stór- útgerðin verða að leigja til sín afla- heimildir. En leiguverðið er svo hátt að kvótalítil útgerð stendur ekki und- ir þvi nema koma aðeins með stærsta og dýrasta fiskinn að landi, stundum að kröfu fiskvinnslunnar. Afgangnum er því gjarnan hent. Áhöfnin á engra kosta völ. Fljótvirkasta leiðin til að draga úr brottkastinu er því ekki að hringja á lögguna heldur að lækka verðið á kvótanum. Það er hægt með því að innleiða réttlæti og jafnræði, inn- kalla gjafakvótann í áfongum, bjóða hann til leigu á markaðnum og auka þannig framboðið. Um leið og fram- boðið eykst minnkar þrýstingurinn á brottkastið. Þegar búið er að innkalla allan kvótann verður leigugjaldið aðeins brot af okurverðinu sem nú er við lýði. Um leið dregur stórlega úr þrýstingnum á brottkastið sem er innbyggt í núverandi kerfi og rekstr- arumhverfi sjávarútvegsfyrirtækj- anna verður heilbrigðara. En hvaða leið er það sem gerir ráð fyrir inn- köílun og leigu með þessum hætti? - Það er leið Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson Ossur Skarphéöinsson formaöur Samfylkingarinnar Mannréttindi á öld hryðjuverka 1 dag minnist heimsbyggðin þess að Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur af Allsheij- arþinginu lOnda desember 1948. Hann hefur lagagildi í ríkjum sem hafa sam- þykkt hann og staöfest, en þvi fer víðsfjarri að hann sé almennt virtur af ríkjum heims. Það er ekki einungis að alræðisríki virði hann að vettugi, heldur hefur orðið mikill misbrestur á að ýmis lýðræðisríki stæðu við þær skuldbindingar sem þau tókust á hendur með því að staðfesta hann. Þar er Ísraelsríki fremst i flokki, enda áttu hryöjuverkamenn ólítinn þátt í að ríkið komst á laggimar. Að minnstakosti tveir af forsætis- ráöherrum ísraels, þeir Shamir og Begin, voru á sínum tíma yfirlýstir hryðjuverkamenn, og núverandi for- sætisráðherra, Sharon, er ótíndur hryðjuverkamaður. Alltfrá 1967 hefur ísrael þverskallast við að hlíta tilskip- unum Sameinuðu þjóðanna varðandi Gazasvæðið og Vesturbakkann, þó með vissu millibili hafi verið leitast viö að ráða bót á ófremdarástandinu, einkaniega þegar Verkamannaflokk- urinn hefur verið við völd. í stórum dráttum má segja að með- ferð ísraela á Palestínumönnum hafi verið nálega samfeOd hryðjuverka- saga, og sjaldan hafa hryðjuverkin verið jafngegndarlaus og nú. Leyni- þjónusta ísraela, Mossad, er ekki ann- að en ríksrekin hryðjuverkasamtök einsog berlega kom fram í sjónvarps- þættinum „60 Minutes" fyrir skemmstu. Ekkl andúö á Gyöingum Næst Grikkjum hef ég ekki dáð „Fyrr á öldum lögðu kristnir menn víða um Evrópu Gyð- ingum til lasts að þeir hefðu verið valdir að dauða Krists og ofsóttu þá miskunnarlaust. Nú er hlaðinu snúið við: framferði ísraela er afsakað vegna þess að þeir telja til skylclleika við Krist!“ - Við Grafarkirkjuna í Jerúsalem. neinn þjóðflokk tU jafns við Gyðinga, meðal annars vegna þess að þessi fámenni og dreifði þjóðstofn hefur fært heiminum marga þeirra af- burðamanna sem skilið hafa eftir sig dýpst spor í mann- kynssögunni. Þar skal fyrst fræga telja þá Jesú Krist og Pál postula, en á seinni tímum koma í réttri röð þeir Karl Marx, Sigmund Freud, Albert Einstein og Ludwig Wittgen- stein, sem mótað hafa hugarheim síð- ustu aldar í ríkara mæli en flestir aðrir. Ég hef líka djúpa samúð með þeim mflljónum Gyðinga sem urðu helför nasista að bráð. Því tekur mig sárt að horfa uppá frændur ofantal- inna úrvalsmanna hrapa niðrá stig viUimennsku í samskiptum við ná- granna sína. Ýmsir hérlendir heittrúarhópar hafa orðið til að bera blak af framferði ísraela, að manni skilst vegna þess að Kristur var Gyðingur. Þeir gleyma því að Karl Marx var líka Gyðingur, og umfram aUt gleyma þeir að Gyð- ingurinn Kristur var krossfestur fyrir tilstUli bræðra sinna af sama kyn- stofni. Fyrr á öldum lögðu kristnir menn víða um Evrópu Gyðingum tU lasts að þeir hefðu verið valdir að dauða Krists og ofsóttu þá miskunnar- laust. Nú er blaðinu snúið við: fram- ferði ísraela er afsakað vegna þess að þeir telja tU skyldleika við Krist! Er það kannski undirliggjandi orsök hughvarfanna, að Gyðingar stuðluðu að fórnardauða Krists og komu þannig til leiðar hjálpræðisverkinu sem er inntak kristinnar trúar? Spyr sá sem ekki veit. Ríkisrekin hryöjuverk Mannréttindi hafa átt undir högg að sækja um víða veröld, og ekki hefur ástandið skánað eftir hryðju- verkin vestanhafs. Bandaríkja- stjórn valdi þann kost að hefja hryðjuverk í Afganistan tfl að hafa hendur I hári Osama bin Ladens. Hefur sú ákvörðun kostað hundruð ef ekki þúsundir óbreyttra borgara lífið. Höfuðpaurinn leikur enn laus- um hala og aUs óvíst aö handtaka hans eöa dauði breyti nokkru um framhaldið. Menn gleyma því nefni- lega að í spilinu eru bæði gas og olía. Aðgerðirnar hafa hinsvegar veitt bandarískum stjórnvöldum skálka- skjól til að skerða mannréttindi heimafyrir að miklum mun, og var þó ekki á mannréttindabrotin bætandi. Tilkoma Amnesty Interntional fyrir 40 árum markaði þáttaskU í barátt- unni fyrir auknum mannréttindum, og óvíst hvar veröldin væri á vegi stödd án þeirra mikUsverðu og áhrifa- ríku samtaka. En þau hafa líka átt við ramman reip að draga, einkanlega í ísrael og Bandaríkjunum þarsem starfsemi þeirra er litin hornauga, svo ekki sé meira sagt. Kannski stafar það öðrum þræði af því, að í báðum lönd- um er ríkisrekin hryðjuverkastarf- semi. Bandaríska leyniþjónustan CIA er rekin með sama hætti og Mossad. Það hefur aldrei fariö leynt að laun- morð eru meðal mikilvægra verkefna CIA. Hvert leiðir það þegar reynt er hamla gegn hryðjuverkum með sömu aðferðum og hin leynilegu glæpasam- tök beita? Það leiðir tU siðleysis, ef ekki annars verra. Sigurður A. Magnússon Ummæli Ekki í manngreinarálit ;,Nú stöndum við frammi fyrir því að verðbólga ógnar gUdi kjarasamninga í fram- haldi af gengisfaUi krónunnar sem er orð- ið meira en nokkur hef- ur spáð og flestir telja að sé meira en efnahagsleg rök eru fyrir ... Að sumu leyti mætti ætla að auðveldara sé að glíma við neikvæð áhrif verðbólgu á lífskjör almennings heldur en saman- burð og óánægju vegna misgengis í kjaraþróun tfltekinna hópa því verð- bólgan fer ekki í manngreinarálit og kemur niður á öUum. Því hlýtur að skipta miklu máli við skoðun samn- inga á almennum vinnumarkaði að horfa tU þess hvemig markmið samninganna hafa staðist áhlaup verðbólgunnar." Ari Edwald í leiöara Samtaka atvinnulífsins. Einn rekkjunautur raunhæfur? „En er hægt að ætlast til þess að fólk haldi trúnað við maka sinn og eigi bara einn rekkjunaut aUa ævi? Nú er með- alævi fólks miklu lengri en áður. Fólk er heilsuhraust fram eftir öflu og ótal tækifæri sem bjóðast. Margir ferðast mikið vinnu sinnar vegna, fara víða og hitta marga. Heimurinn er aUur aö opnast og hraði og fjölbreytni er að aukast á öllum sviðum. En samt stefna flestir að því að vera með sama rekkjunaut alla ævi. Er það raunhæft? Og er ekki hægt að fyrirgefa hliðarspor hjá makanum ef um skyndikynni er að ræða og engin alvara á bak við það?“ Sigríöur Arnardóttir í pistli á Strik.is Spurt og svarað_____Er þörf á sérstöku úthverfaframboði í Reykjavík? Hilmar Þór Hólmgeirsson, bilasali og Grafarvogsbúi: Ekki úthverfa- framboð „Ég tel að það sé ekki þörf á sérstöku úthverfaframboði í Reykjavík í borgarstjórnar- kosningunum næsta vor. Það er min skoðun að Reykjavíkurborg sé ekki svo stór né þjóðin svo mannmörg í dag að það þurfi að fara að flokka bæjarfélögin eftir hverfum. Mér finnst að eins og staðan er í dag séu hlutirnir farnir að snúast meira um manneskjur heldur en flokka þegar kemur aö þessum málum. Því er hvorki þörf á flokkapólitík né úthverfaframboðum í kosning- um sem þessum. Það sem er mikilvægast og þörf fyrir er að hæfustu mennirnir sinni hverju starfi fyrir sig.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltr. Sjálfstfl. og Grafar- vogsbui: Fögnum úthverfafóki „Nei, ég tel ekki þörf fyrir slíkt þar sem hagsmunir þessa fólks fara saman með stefnu D-listans. Það var athyglisvert að þau mál sem formaður íbúa- samtakanna í Grafarvogi nefndi sem stefnumál í slíku framboði eru allt hlutir sem við sjálfstæðis- menn höfum lagt áherslu á og flutt tillögur um. Hins vegar skiptir máli að fólkið í þessum hverfum láti í sér heyra og taki virkan þátt. Þaö er ekki spurning aö mikið af þvi fólki er nú á fullu í starfi flokksins og við munum taka því fagnandi. Við eigum þá sam- eiginlegu hagsmuni að breyta þeim áherslum sem hafa verið í starfsemi borgarinnar og setja hana aft- ur í fremstu röð.“ Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltr. R-lista og Breiðholtsbúi: Með öllu óþarft „Þessi hugmynd er ekki ný og man ég eftir slíkum hug- myndum úr Breiðholtshverfinu fyrir 20 til 30 árum. Þá áttuðu menn sig hins vegar á því fljót- lega að skynsamlegra væri að vinna að málefn- um úthverfanna innan stjórnmálaflokkanna, því þannig næðist meiri árangur, Sem íbúi í Breiðholtshverfi síðastliðin þrjátíu ár hef ég til dæmis reynt aö gæta hagsmuna Breiðholts- hverfa án þess að mismuna öðrum hverfum. Það hafa aðrir borgarfulltrúar einnig gert sem bú- settir eru í úthverfum borgarinnar. Ég tel því úthverfaframboð með öllu óþarft." Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og midborgarbúi: Þutfum heild- stœða tilvistar- pólitík „Slíkt finnst mér með öllu óþarft, rétt eins og að skipta Reykjavík upp í tvö kjördæmi. Skapa þarf heild- stæða tilvistarpólitík, en ekki hagsmunapot fyrir einstaka bæjarhluta. Fólk er ævinlega fljótt að raða sér á bás gömlu flokkanna; eitt sinn stofnuð- um við nokkrar konur þverpólitíska hreyfingu um sjálfan heimsfriðinn - en fyrr en varði hafði hún skipst upp í flokkspólitískar fylkingar. Það sama myndi gerast í úthverfaframboði. Annars finnst mér ekki svo illa við Grafarvoginn gert. Þar er hvert íþróttahúsið á annað ofan, glæsileg- ir skólar og falleg kirkja. Hvað er fólk að kvarta?" Q Þreifingar um sérstakt úthverfaframboö í Reykjavík eru hafnar, þar sem leggja á áherslu á hagsmuni Árbæjar-, Breiöholts- og Grafarvogshverfis. Err? rætocj £rrebi_L ludrst hetlgX / PÍOUR L_£T^TO<3tJM OlCKHRFE* \ / ödTO-NlOKl ■&eTM7 \F?L_1_TP3. \ / SETM ETNiNl j-|RF-\=n VCETtRPS-T V3€> ' { U=fE? F-ZJUL-VTSSP? OKTKri0\^ T^>L-ETNit> l INIQ-R- OM PIO Héf? F7 L-PlNi OX VÆ't<T / \ ETKKrr OG hetp-ði pjuoneEri vetri-d / Vsvd mihtjð setni eriNi SKfaoFfl / K'JRRNORkrcJvbPNI^^ Á J/ Æi K'JARNORKÍjrV^^VvJr-U —-———' Er menningunni okkar ofboðið? Á öldinni sem leið var því spáð enn og aftur að tími Bókarinnar með stórum staf væri liðinn. Tæknibylt- ingar riðu yfir hver af annarri og sáu menn fyrir sér að aðferð Guten- bergs til að útbreiða þekkingu og af- þreygingu væri orðin úrelt og nýir miðlar tækju við. Kvikmyndin og út- varpið urðu nokkurn veginn sam- ferða til almannanota. Síðar kom sjónvarpið, vídeótækni og nú síðast margmiðlunin með sínu Neti og tak- markalitlum aðgangi að upplýsing- um og skemmtiefni. En viti menn. Bókin lifir allt þetta af og eru nú gefnar út fleiri og glæsi- legri bækur en nokkru sinni fyrr þótt þær slái seint út biblíur þeirra Gutenbergs og Guðbrands. Þeir sem sáu fyrir sér endalok bókarinnar hafa reynst falsspámenn með tækniglýju í augum. Þeim yfirsást að tæknin skapar ekki hugverk og að efnið í öllum fjöl- og margmiðlum er ekki maskinuframleiðsla. Og að þrátt fyrir allt er bókin hentugasti miðillinn til að skapa samband milli höfundar og neytanda. Kvikandi myndir á skjá og texti á blaðsíðu er ekki hið sama. Handbækur aðlagast vel margmiðlunartækni en önnur bókverk síður. Bókinni stafar því varla dauða- hætta af fullkomnari boðskiptum. Hún er í senn gripur til að hand- fjatla, hafa með sér hvert sem farið er og misjafnlega innihaldsrík af efni sem á erindi til þeirra sem vilja fræðast eöa njóta, nema hvoru- tveggja sé. Loksins, loksins, loksins... En hættur leynast viða og geta birst úr óvæntustu áttum. Ef heldur sem horfir getur bókaástin orðið sá banabiti sem ríður hefðbundinni út- gáfustarfsemi að fullu. Það er að segja ef hægt er að kenna útblásinn áróður fyrir gjafabókaflæðinu við hlýjar tilfinningar i garð Bókarinnar með stórum staf. Umfjöllunin um nýjar bækur stendur yfir í örfáar vikur og er orð- in að slíkri síbylju að allt það hjal fer fyrir ofan garð og neöan hjá að minnsta kosti einni fjölskyldu og all- stórum kunningjahópi manns sem einu sinni þótti forvitnilegt að fylgj- ast með bókaútgáfu. Ekki skal farið út í frekari alhæfingar í hvaða jarð- veg umsagnasíbyljan fellur. Ekki heldur reynt að geta í hvaða greiði höfundum og útgefendum er gerður með snöggsoðnum lofgerðarrullum um alla þá Steina Elliða og Ástur Sólliljur sem spretta upp úr gjafabókaflóðinu og hafa loksins, loksins ratað inn í bókmenntasöguna. Ekki er heldur gott að átta sig á hverra hagsmunum það þjónar aö tæta niður bækur sem gera ekki tilkall til annars en að skemmta lesendum eða veita fróðleik um lífshlaup persóna sem telja má hversdagslegar en einhvem langar að kynnast svolítið nánar. Æra má óstöðugan með því að telja upp allan þann fiölbreytta vett- vang sem bókaupplyftingin skapar til að koma sjálfri sér á framfæri. En mitt í allri staðlaðri síbyljunni frétt- ist af manni sem las 47 nýjar bækur á svosem tveim vikum að þvi gagni að hann er einfær um að skilja á milli góðs og ills splunkunýrra fag- urbókmennta og meta bækur til frekara brautargengis. Svona hörku- duglegum athafnamönnum hefur bókmenntageirinn á að skipa. Ofboð Á dögum Vilmundar landlæknis stóð listalíf í landinu í blóma og átti hann sjálfur meiri þátt í að glæða bókmenntirnar nýju lifi en haldið hefur verið á lofti. Þegar þokulúðrar innrætingar- innar voru farnir að yfir- gnæfa sjálfar bókmenntim- ar með innantómri umfiöll- un bað Vilmundur menn- ingunni griða og bað um að hún yrði látin í friði og sagði að hún væri fullfær um að bjarga sér sjálf. Þau orð gilda enn. Menn- ingin verður ekki barin til ásta, hvemig sem hamast er á henni. Hún lýtur ekki markaðslögmálum nema að tak- mörkuðu leyti og langlífi bóka ræðst ekki af skyndiuppljómunum þeirra sem markaðssetja menninguna. Allt er þetta í sæmilegu lagi nema fyrir þaö aö hægt er að ofbjóöa menningunni. Síbyljan í miðri gjafa- bókaskriðunni getur allt eins verið <— til þess fallin að ala upp andúð á bók- menntinni eins og að styðja hana og styrkja, sem sjálfsagt er meiningin. Bókin lifir af allar tæknibyltingar þvert á alla spádóma um ótímabært andlát hennar. En hvort hún lifir af bókmenntafræðina og boðskap henn- ar er vafamál. Tekið er undir bón Vilmundar um að láta menninguna í friði. Ef hún bjargast ekki sjálf er það varla á færi óðamála markaðs- manna að blása í hana lífi. Bókin lifir af allar tæknibyltingar þvert á alla spá- dóma um ótímabœrt andlát hennar. En hvort hún lifir af bókmenntafrœðina og boðskap hennar er vafamál. Tekið er undir bón Vilmundar um að láta menninguna í friði. Ef hún bjargast ekki sjálf er það varla á fœri óðamála markaðsmanna að blása í hana lífi. »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.