Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Qupperneq 32
44
MÁNUDAGUR 10. DBSEMBER 2001
* Tilvera
lífift
Óvissukvöld
Óvissukvöld verður 1 Listklúbbi
Leikhússkjallarans í kvöld kl.
20.30 þar sem fjölmargir
listamenn koma fram, svo sem
Geirfuglamir, Rússibanarnir,
Jóel Pálsson og Sigurður
Flosason, ásamt Hringjum,
Jagúar, Pollock-bræðmm og
Þórdísi Cleassen. (Jafnvel
einhverjir heimsfrægir sem ekki
má nefna.) Allir þessir snillingar
þurfa að flytja lög sem þeir hafa
ekki spilað áður.
Krár
DUNDURFRETTIR A GAUKNUM
Hljómsveitin Dúndurfréttir rokkar á
Gauki á Stöng..
Klassík
TONLEIKAR I NESKIRKJU A al-
þjóölegum mannréttindadegi efnir
Islandsdeild Amnesty International
til aðventutónleika. Tónleikarnir
verða haldnir í Neskírkju við Haga-
torg og hefjast þeir kl. 20. Fram
koma: Schola Cantorum undir
stjórn Haröar Áskelssonar, Jónas
Inglmundarson píanóleikari, Ólafur
Kjartan Sigurösson barítonsöngvari,
Siguröur Rúnar Jónsson hljóðfæra-
leikari, sönghópurinn Voces Thules,
Kammerkór Seltjarnarneskirkju,
undir stjórn Víeru Manasek; Guörún
Helga Stefánsdóttir sópransöng-
kona kemur fram með kórnum,
Selma Guömundsdóttir píanóleikari,
Gunnar Kvaran sellóleikari, Monika
Abendroth hörpuleikari, Páll Óskar
Hjálmtýsson söngvari og Þórunn
Lárusdóttir söngkona. Tónleikar Am-
nesty International á mannréttinda-
daginn eru orönir fastur liöur á að-
ventunni. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
Fundir
UPPLESTUR I HLAPVARPANUM
Þá er komið að síðasta bókaupp-
lestrarkvöldinu í Hlaövarpanum fyrir
þessi jól sem er í kvöld, kl. 20.30.
Þær sem lesa eru Hildur
Hermóðsdóttir, Inga Lá/a
Baldvinsdóttír, Sigrún Árnadóttir,
Oddný Sen og Steinunn
Siguröardóttir. Gestum gefst tæki-
færi til aö spyrja höfunda/þýðendur
spurninga í lokin.
MIKILVÆGI MARKAÐSMÁLA
Prófessor Michael R. Czinkota
heldur fyrirlestur um mikilvægi
markaðsmála I hnattvæðingu
yiöskiptalífsins t Hátíðasal Háskóla
íslands kl. 15.30 í dag. Fyrirlest-
urinn kallast The Global Marketing
Imperative og fer fram á ensku. Að
honum loknum mun dr. Czinkota
svara fyrirspurnum úr salnum.
Bíó
n FILMUNDUR Þessa vikuna sýnir
Filmundur aðra mynd Litatrilógíu
Krzystofs Kieslowskis, Þrjá liti: Hvít-
an. Myndirnar þrjár heita eftir
frönsku fánalitunum og fjalla um
það sem fánalitirnir standa fyrir, þ.e.
frelsi, jafnétti og bræðralag. Myndin
verður sýnd kl. 22.30.
Myndlist
n KERAMIKVERK Jónína
Guönadóttir myndlistarmaður sýnir
keramikverk í Gallerí Reykjavík,
Skólavörðustíg 16
Happdrætti
Bókatíðinda
Vinningsnúmer 10. desember:
29126
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
Jólagleði Kramhússins:
Dansinn dunar
í Tjarnarbíói
Það var rífandi fjör og stemning á
hinni árlegu jólagleði Kramhússins
sem haldin var í Tjamarbíói á laug-
ardagskvöld. Nemendur og kennar-
ar Kramhússins sýndu þar dansa
hvaðanæva úr heiminum, svo sem
salsa, afró og tangó, og klæddust
viðeigandi búningum sem margir
hverjir voru æði skrautlegir. Áhorf-
endur voru vel með á nótunum og
hrópuðu, klöppuðu og stöppuðu svo
að á tímabili virtist þakið ætla að
rifna af húsinu.
Morgunmeyjar Kramhússins
Meöal þeirra sem komu fram á
jólagleðinni voru hinar svo kölluðu
morgunmeyjar Kramhússins.
—
Gestir boönir velkomnir
Kúbverski stultudansarinn Alberto
Sanchez tók á móti gestum og
dansaði síðan salsa á stultum við
gífurlegan fögnuð.
Afródans meö þvottakörfur dvmyndireinarj.
Hópur afródansara fór í loftköstum um sviðið við dynjandi trommuleik.
DV-MYNDIR EINAR J.
Meö blómvönd á lofti
Garðar Cortes, stjórnandi Sinfón-
íuhljómsveitarinnar og íslenska
óperukórsins, var ákaft hylltur að
tónleikunum loknum.
Til heiðurs
Verdi
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt
sérstaka hátíðartónleika í Háskóla-
bíói á föstudaginn í tilefni af 100 ára
ártíð tónskáldsins Giuseppes
Verdis. Auk -sinfónihljómsveitarinn-
ar tók íslenski óperukórinn þátt í
flutningnum og einsöngvararnir
Elín Ósk Óskarsdóttir og Jón Rúnar
Arason. Garðar Cortes hélt um tón-
sprotann og stjórnaði flutningnum
af stakri list. Þóttu tónleikarnir
takast frábærlega og var flytjendum
ákaft fagnað að þeim loknum.
Klassík hjá
Sævari Karli
Tónlistarhópurinn 4Klassískar
gaf nýverið út diskinn Fyrir austan
mána og vestan sól en á honum er
að finna sigild íslensk dægurlög í
bland við þekkta söngleikjaslagara.
Hópinn skipa söngkonurnar Björk
Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdótt-
ir og Signý Sæmundsdóttir og pi-
anóleikarinn Aðalheiður Þorsteins-
dóttir. Til að fagna útgáfu disksins
héldu stöllurnar fjórar útgáfutón-
leika í verslun Sævars Karls í
Bankastræti á laugardaginn. Laðaði
söngurinn að sér fjölda forvitinna
vegfarenda sem ráku inn nefið og
nutu tónlistarinnar innan um bux-
ur, jakka og vesti.
DV-MYND EINAR J
Sungið innan um fatnaö
Stöllurnar sem mynda sönghópinn
4Klassískar léku viö hvern sinn fingur.
Vel fagnaö
Óperusöngvararnir Jón Rúnar Arason og Elín Ósk Óskars
dóttir hneigja sig fyrir áheyrendum ásamt Garðari Cortes.
—11 |i
Smárabíó/Regnboginn - Bandits -^-
Næturgestir bankastjóranna
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Bankaræningjar
Billy Bob Thornton og Bruce Willis í hlutverkum strokufanga sem ræna banka
á hálfs mánaðar fresti.
Ekki veit ég hvaða formúlu Barry
Levinson fylgir, en eitt er víst, eftir
þvi sem kvikmyndir hans eru dýr-
ari því verri eru þær. Levinson er
með langa reynslu að baki og mynd-
ir hans eru misgóðar. Ef við tökum
nærtæk dæmi á borð við Wag the
Dog og Liberty Heights höfum við
þar tvær ódýrar gæðamyndir sem
sýna bestu hliðar Barry Levinsons
sem leikstjóra. Á móti höfum við
svo Sphere og Bandits, rándýrar
Hollywoodmyndir sem skarta stór-
stjörnum og eru ekkert annað en
meðalafþreying. Leikstjóri á borð
við Barry Levinson á að geta gert
mun betur en hann gerir í Bandits.
Þetta er maðurinn sem leikstýrði
Diner, Good Morning Vietnam og
Rain Man, svo nefndar séu fleiri
gæðamyndir frá hans hendi.
Bandits, sem teljast verður gam-
anmynd þótt gamanið sé grátt á
stundum, fer ekki illa af stað. Bruce
Willis og Billy Bob Thornton leika
tvo ólíka fanga, Joe er töffari sem
lætur engan eiga neitt inni hjá sér
og er harður í horn að taka. Terry
er gáfaðri, en um leið hálfgerð
mannleysa miðað við Joe. Þeim hef-
ur orðið vel til vina innan rimla
fangelsisins og þegar Joe sér tæki-
færi til að flýja fær Terry að fljóta
með. Flóttinn tekst vel og nú ætlar
Joe að láta draum sinn rætast um
að reka skemmtstað í Acapulco. Til
að fjármagna það á að ræna banka.
Það er hér sem Terry reynist betri
en enginn. Hann kemur með þá
snilldarhugmynd að ræna fyrst
bankastjóranum kvöldið áður,
dvelja nóttina hjá honum og láta
hann síðan lóðsa þá um hankann
um morguninn.
Fram yfir fyrstu ránin er Bandits
prýðisgóð skemmtun. Eða allt þar
til Kate (Cate Blanchett) kemur til
sögunnar. Hún ekki aðeins kemur
upp á milli félaganna, heldur leiðir
þátttaka hennar til þess að myndin
verður ótrúverðugri með hverri
mínútunni og leysist í lokin upp í
farsakenndan athurð sem hvorki er
spennandi né fyndinn.
Cate Blanchett er góð leikkona og
hún á sína góðu spretti. Þegar
grannt er skoðað er hún sú af
stjörnunum sem stendur sig best.
Hún sýnir oft góð tilþrif í samleik
sínum við Billy Bob Thomton og
Bruce Willis sem á móti standa vel
fyrir sínu. Willis kann utanbókar að
leika töffara á borð við Joe og
Thornton er kómískur í leik sínum.
Það sem eyðileggur fyrir Blanchett
er glíma hennar við persónu sem
eingöngu er ætlað að vega upp á
móti karlmönnunum, persónu sem
ekkert hefur með söguþráðinn að
gera. Kate er sú persóna sem gerir
síðari hluta myndarinnar langdreg-
inn. Levinson ætti að vera ljóst að
kvikmyndir þurfa ekki að vera rúm-
ir tveir tímar. Níutíu mínúturnar er
góð lengd og tel ég að Bandits hefði
orðið betri hefðu skærin verið not-
uð meira.
Leikstjóri: Barry Levinson. Handrit: Harry
Peyton. Kvlkmyndataka: Dante Spinotti.
Tónlist: Christopher Young. Aöallelkarar:
Bruce Willis, Billy Bob Thornton, Cate
Blanchett og Troy Garity.